Jóladrykkjuvísa

Jahá.  Samkvæmt áhugaverðri grein Péturs Gunnarssonar rithöfundar hefur afi minn rangt fyrir sér.  Afi, sem alinn er upp i torfbæ í Skagafirði, hefur árum saman haldið því fram að syngja ætti "Upp á hól, stend ég og kanna" en samkvæmt Pétri er útbreiddari útgáfan "upp á stól, stendur mín kanna" sú rétta.  Afi, sem annars er hafsjór af fróðleik um svona hluti, virðist ekki hafa vitað að könnustóll hefði verið til, notaður undir ölkönnur á fyrstu öldum Íslandssögunnar.

Höfum við verið að syngja forna drykkjuvísu með börnunum?  Hvaða merking er í setningunni "níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna"?  Sátu menn að öldrykkju en komu aftur til manna 9 dögum fyrir jól?

 


Teiknimyndir fyrir börnin - sjúkur heimur

Ég hef lengi haft meira gaman af teiknimyndum heldur en litlu börnin.  Splatt húmorinn, sveiflurnar og söguaðferðin í teiknimyndunum sem tók risaskref til góðs þegar þeir fóru að notast við kenningar Campbells um sögustrúktúr seint á áttunda áratugnum.  En stundum get ég ekki varist því að hugsa hversu sjúkum heimi þær lýsa og velta fyrir mér áhrifunum sem svona geðsjúkur heimur hefur á börnin?  Heimurinn lýsir yndislegum ljónum, saklausum tígrisdýrum og skemmtilegum kjúklingum þarsem oftast það eina vonda í heiminum er mannfólkið?  Er það nema von að upp er að koma kynslóð sem er orðin svo sjúk að þar er fólk sem er farið að líta á dýraréttindi til jafns við mannréttindi. 

Er þetta Baggalútur?

Baggalútur er sennilega ein skemmtilegasta hljómsveitin um þessar mundir. Það er sama hvað þeir1467509585_m gefa út, allt virkar. Á innan við 3 árum eru þeir búnir að gefa út 3 plötur og allar rjúka þær úr hillunum. Rás 2 auglýsir ekki Þorláksmessutónleika Bubba í beinni heldur tónleika Baggalúts. Ungir sem aldnir kunna orðið lögin þeirra og syngja með. Baggalútur er kominn með sinn eiginn hljóm, köntrí, og er kannski auðveldara að skilja af hverju kántrítónlist er eins vinsæl og hún er í Bandaríkjunum þegar maður hlustar á Baggalút. Textarnir hjá Baggalúti eru einstakir og er langt síðan maður hefur heyrt jafn góða texta. Ekki er verra að þeir eru ekkert að hugsa um landvinninga, þeir tala ekki um útrás heldur innrás.

En mér fannst það svolítið skondið þegar að sex ára dóttir mín heyrði lagið "Heim í Búðardal" með Ðe lonlí blú bojs um daginn og spurði: "Er þetta Baggalútur"?

sléttuúlfarnirÞví auðvitað voru Björgvin Halldórsson og félagar að gera út á kántríið löngu áður en Baggalútur kom til sögunnar. Hljómsveitir á borð við áður nefnda Ðe lonlí blú bojs og Sléttuúlfana eru gott dæmi um hljómsveitir sem helguðu sig kántrítónlist og náðu nokkrum vinsældum. En með Baggalúti er kántríið komið í nýjar hæðir á Íslandi og tengir ný kynslóð kántríhljóminn við þá þegar hún spyr: "Er þetta Bagglútur"?


Krummi og Kertasníkir

Það er alltaf verið að gera manni auðveldara að styrkja góð málefni og um leið tilveruna skemmtilegri. UNICEF stóð fyrir degi rauða nefsins og með því að kaupa geisladisk með Baggalúti er maður að gera góðverk, - hjálpa börnum í sárri neyð.

Og svo fær maður glaðning eins og þann sem Íslandsbanki, uh Glitnir, sendi viðskiptavinum sínum, gjöf sem er valin og unnin í samráði við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðri og allur ágóði rennur til þess. Þar er fléttuð saman íslensk hönnun Siggu Heimis og kvæði eftir Sjón, hvort tveggja gerir skil Kertasníki, sem kemur til byggða á aðfangadag jóla, síðastur jólasveinanna þrettán. Óróinn fæst einnig í Casa og þar rennur ágóðinn einnig til þessa þarfa málefnis.

Sjón hefur eins og flestir málsmetandi höfundar verið gestur lestrarfélagsins Krumma með skáldsögu sína Skugga-Baldur og auðvitað þykir krummum vænt um að vera að einhverju getið í kvæðinu, sem byrjar þannig:

 

i

 

lausamjöll leikur um fótspor í snjó

hó! hver var hér?

 

var það krummi þó með skarðan skó?

var það skollan mjó með veiðikló?

 

hó! hver var hér?

það var sá sem hljóp í burt og hló

 

hó!

 


Tvenna verður að stykki hjá ELKO

Ég get bara ekki orða bundist. Strákurinn minn er búinn að liggja í mér og biðja mig um að fara með sig í ELKO svo hann geti keypt þar DVD myndir á verulega góðu verði. Í auglýsingu frá búðinni segir: Tvennan kr. 1.250 og Tvennan kr. 750. Þegar við svo komum í búðina þá fundum við hvergi þessi ágætu tilboð. Þegar við spurðum svo afgreiðslumanninn þá fann hann vitanlega heldur ekki þessar myndir. Hann fór því í símann og kom til baka með þau skilaboð að tilboðið þýddi í raun að hvor mynd kostaði annað hvort 750 eða 1.250 þegar keyptar væru tvær myndir. Þetta kom hvergi fram í auglýsingunni. Þegar auglýsingin er lesin stendur þar skýrt að þegar tvær myndir séu keyptar þá kosti þær (saman) annað hvort kr. 1.250 eða kr. 750.

 elko_auglýsing

Í auglýsingabæklingi ELKO stendur að öll verð séu birt með fyrivara um myndbrengl og/eða prentvillur. Það er erfitt að sjá hvernig eigi að túlka auglýsinguna hér að ofan sem myndbrengl og/eða prentvillur. Textinn getur ekki verið skýrari; tvennan kr. 1.250, tvennan kr. 750. Tvennan hlýtur að vísa í eitthvað tvennt og það er undarleg prentvilla þegar stykkið er orðið að tvennu.

ELKO menn ættu að skammast sýn að senda svona villandi auglýsingar inn á hvert heimili og lokka þannig í verslunina unga drengi sem halda að þarna nái þeir í nokkrar jólagjafir á góðu verði. ELKO mætti taka sér Hamleys í London til fyrirmyndar og standa við það verð sem þeir auglýsa.

SKAMM ELKO!


Kynlíf er kannski ekki svo slæmt eftir allt saman?

badsex_12_06Það var forvitnilegt að lesa um árlegu „Bad Sex in Fiction Prize" eða slæmu kynlífslýsingaverðlaunin, sem stofnað var til af rithöfundinum og ritstjóra Literary Review, Auberon Waugh heitnum, og var ætlunin að sporna við óþarfa kynlífslýsingum í skáldsögum.

Ég leyfi mér að efast um að verðlaunin skili tilætluðum árangri, því óvíst er að verðlaunahafinn í ár, Ian Hollingshead, eigi aftur á rithöfundaferlinum eftir að vekja aðra eins athygli.

Hollingshead er yngsti verðlaunahafinn frá upphafi, 25 ára, og fékk verðlaunin afhent af Courtney Love fyrir sína fyrstu skáldsögu, Twenty Something. Það voru orðin "bulging trousers" sem tryggðu honum þennan vafasama heiður og nú bunga buxur fréttastjóra um allan heim, danskra, þýskra, enskra  og jafnvel frá löndum óskiljanlegra hrognamála.  

En hvernig hljómar óskapnaðurinn? Svo gripið sé niður í Twenty Something:

I can feel her breasts against her chest. I cup my hands round her face and start to kiss her properly. She slides one of her slender legs in between mine.

"Oh Jack," she was moaning now, her curves pushed up against me, her crotch taut against my bulging trousers, her hands gripping fistfuls of my hair.

She reaches for my belt. I groan too, in expectation. And then I'm inside her, and everything is pure white as we're lost in a commotion of grunts and squeaks, flashing unconnected images and explosions of a million little particles.

Morgunblaðið reið á vaðið með þýðingu á hjartnæmasta augnabliki lýsingarinnar, „gauragangi stunda og tísts, blossandi ótengdum myndum og sprengingu milljóna lítilla agna."

En spurning vaknar hvort kynlífið sé nokkuð svo slæmt eftir allt saman. Sjálfur segist höfundurinn í pistli á Telegraph ekki hafa haft áhyggjur af tilnefningunni, þar sem rithöfundar á borð við Melvyn Bragg, Alan Titchmarsh, Tom Wolfe, AA Gill og Giles Coren séu á meðal þeirra sem hafi unnið verðlaunin. Og í gegnum tíðina hafi verið tilnefndir: Gabriel García Márquez, Paul Theroux, John Updike og Salman Rushdie.

Og Hollingshead gefur raunar ekki mikið fyrir listina að skrifa um kynlíf: „And, in any case, writing about sex is rather more technical, and less fun, than doing it. Either you descend into flowery metaphor or you indulge in the „naming of parts"."

Í raun er þetta enn eitt dæmið um að inngrip í hegðun fólks snúist upp í andhverfu sína. Auðvitað munu verðlaunin hafa þveröfug áhrif og rithöfundar bæta inn í sögur sínar algjörlega tilgangslausum lýsingum af kynlífi í þeirri von að þeir vinni verðlaunin og fái knús frá Courtney Love og hennar líkum. Viðbrögð útgefandans Peter Mayer benda til þess, en hann sagði þegar honum bárust tíðindin: „We're bulging with pride at the stand-out quality of our author's libidinal literary efforts. Every part of our international publishing family is standing up and saluting young Iain."

Best að ljúka þessum pistli á úrdrætti úr verkum höfunda sem unnið hafa síðustu árin. Ef menn stúdera stílbrögðin eiga menn kannski séns á að vinna verðlaunin einhvern tíma í framtíðinni, - og meika það?

Sean Thomas árið 2000 fyrir Kissing England:

She is so small and so compact, and yet she has all the necessary features... Shall I compare thee to a Sony Walkman, thou are more compact and more
She is his own Toshiba, his dinky little JVC, his sweet Aiwa.
Aiwa - She says, as he enters her slimy red-peppers-in-olive-oil cunt - Aiwa, aiwa aiwa aiwa aiwa aiwa aiwa aiwa aiwa aiwa aiwaaaaaaaaaaahhhhhhhh

Christopher Hart árið 2001 fyrir Rescue Me

Her hand is moving away from my knee and heading north. Heading unnervingly and with a steely will towards the pole. And, like Sir Ranulph Fiennes, Pamela will not easily be discouraged. I try twitching, and then shaking my leg, but to no avail. At last, disastrously, I try squeezing her hand painfully between my bony thighs, but this only serves to inflame her ardour the more. Ever northward moves her hand, while she smiles languorously at my right ear. And when she reaches the north pole, I think in wonder and terror...she will surely want to pitch her tent.

Wendy Perriam árið 2002 fyrir Tread Softly

She closed her eyes, saw his dark-as-treacle-toffee eyes gazing down at her. Weirdly, he was clad in pin-stripes at the same time as being naked. Pin-stripes were erotic, the uniform of fathers, two-dimensional fathers. Even Mr Hughes's penis had a seductive pin-striped foreskin. Enticingly rough yet soft inside her. The jargon he'd used at the consultation had become bewitching love-talk: '... dislocation of the second MTPJ ... titanium hemi-implant ...'
'Yes!' she whispered back. 'Dorsal subluxation ... flexion deformity of the first metatarsal ...'
They were building up a rhythm, an electrifying rhythm - long, fierce, sliding strokes, interspersed with gasping cries.
'Wait,' Ralph panted. 'let's do it the other way.' Swiftly he withdrew, arranged her on her hands and knees and knelt above her on the bed. It was even better that way - tighter, more exciting. She cupped his pin-striped balls, felt him thrust more urgently in response.

Anruddah Bahal árið 2003 fyrir Bunker 13

She sandwiches your nozzle between her tits, massaging it with a slow rhythm. A trailer to bookmark the events ahead. For now she has taken you in her lovely mouth. Your palms are holding her neck and thumbs are at her ears regulating the speed of her head as she swallows and then sucks up your machinery.
She is topping up your engine oil for the cross-country coming up. Your RPM is hitting a new high. To wait any longer would be to lose prime time...
She picks up a Bugatti's momentum. You want her more at a Volkswagen's steady trot. Squeeze the maximum mileage out of your gallon of gas. But she's eating up the road with all cylinders blazing.

Tom Wolfe árið 2004 fyrir I am Charlotte Simmons:

Slither slither slither slither went the tongue, but the hand that was what she tried to concentrate on, the hand, since it has the entire terrain of her torso to explore and not just the otorhinolaryngological caverns - oh God, it was not just at the border where the flesh of the breast joins the pectoral sheath of the chest - no, the hand was cupping her entire right - Now! She must say 'No, Hoyt' and talk to him like a dog...

Giles Coren árið 2005 fyrir Winkler:

And he came hard in her mouth and his dick jumped around and rattled on her teeth and he blacked out and she took his dick out of her mouth and lifted herself from his face and whipped the pillow away and he gasped and glugged at the air, and he came again so hard that his dick wrenched out of her hand and a shot of it hit him straight in the eye and stung like nothing he'd ever had in there, and he yelled with the pain, but the yell could have been anything, and as she grabbed at his dick, which was leaping around like a shower dropped in an empty bath, she scratched his back deeply with the nails of both hands and he shot three more times, in thick stripes on her chest. Like Zorro.

Má ég þá heldur biðja um Bósa sögu og Herrauðs. Kannski Dr. Sýngmann hafi hitt naglann á höfuðið í Kristnihaldi undir jökli: „Að elska, er það ekki undanfari hvílubragða; eitthvað bundið við kynfærin; þegar best gegnir hjónabandstragedía meðal apa."


Gleðilega Jólaneyslu

Af einhverjum ástæðum er í dag talið sjálfsagt að tjá ást og væntumþykju gagnvart sínum nánustu með efnislegum gjöfum um jólin.  Ekkert var fjallað um þetta í jólaguðspjallinu en siðurinn er orðinn pikkfastur.

poster_have_less

Ég vil ekki hljóma vanþakklátur, en oft hefur fólk takmarkaða þörf fyrir þær jólagjafir sem það fær.  Eitthvað af gjöfunum eru aldrei notaðar, enda í geymslunni í nokkur ár áður en þeim er hent.  Flestir í dag eiga fullskipaða búslóð og eftir því sem þeir eignast meira er bara meiru hent.

Kannski er tímanum, peningunum og orkunni sem fer í jólagjafainnkaup betur varið í að heimsækja gamla fólkið, halda matarboð, bjóða börnum systkina sinna í óvissuferð eða eitthvað annað en efnislegar gjafir. 

 

Nú þegar samkvæmt áliti WWF við verðum búin að fullnýta tvær jarðir að náttúruauðlindum árið 2050 er ef til vill kominn tími til að endurskoða jólaneysluna.  Buy nothing christmas samtökin  vinna af því að fá fólk til að gefa ávísun á barnapössun eða annað álíka umhverfisvænt og fleiri aðilar vinna að svipuðum markmiðum. 

Tökum nú höndum saman um að minnka neyslugeðveikina um jólin.  Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og við þurfum að fara sparlegar með þær, skiljum eitthvað eftir af náttúruauðlindum fyrir börnin okkar. 


Maður ársins ert þú!

manoftheyearEr þetta ekki með því hallærislegasta, maður ársins ert þú. Tímaritið Time hefur valið mann ársins áratugum saman en nokkrum sinnum hafa þeir ákveðið að velja ekki einstakling heldur óræðan hóp; 1966 völdu þeir td. aldurshópinn 25 ára og yngri, 1975 voru það amerískar konur, 1982 völdu þeir tölvuna og 2003 var það ameríski hermaðurinn. En sem sagt í ár gátu ritsjórarnir ekki komið sér saman um neinn einn einstakling sem hefði haft áhrif á milljónir manna með aðgerðum sínum, heldur völdu þeir alla þá sem nota alnetið, hvort sem það eru þeir sem skoða eða þeir sem setja efni út á netið.

Time hefur valið mann ársins (man, woman or idea) síðan 1927 og er skilyrðið að viðkomandi hafi með aðgerðum sínum haft veruleg áhrif á líf fólks eða gang heimsmála, hvort sem það er til góðs eða ills. Til dæmis völdu þeir Adolf Hitler mann ársins árið 1938 og Jósef Stalín árin 1939 og 1942 og eru það dæmi um menn sem höfðu gífurleg áhrif, en ekki til góðs. En þrátt fyrir allt það sem er að gerast í heiminum í ár þá geta ritstjórar Time ekki fundið einn einasta mann sem hefur haft nógu mikil áhrif á líf fólks til þess að verðskulda það að vera maður ársins. Í staðinn velja þeir mig?


Kynferðisglæpum hefur fækkað um 85% á síðustu 25 árum

Nauðganir hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, eftir birtingu á tölum um fjölda nauðgana á árinu. 

Undanfarin ár hefur verið unnið mikið, gott og þarft starf við að ná umræðu um kynferðislegt ofbeldi upp á yfirborðið, aðstoða fórnarlömbin og refsa gerendum.  Því má búast við því að málin séu frekar skráð og um þau fjallað opinberlega.  Stöðugt er nú fjallað um kynferðisglæpi  og mér finnst varla líða sá dagur að ekki sé að finna slíkar fréttir í fjölmiðlum.  Eðlilegt er því að mörgum finnst eins og að þessum málum sé að fjölga. 

rape_rates

Einhverra hluta vegna hefur það hins vegar ekki farið hátt að tölur frá BNA sýna að kynferðisglæpum hefur fækkað þar um 85% á síðustu 25 árum.  Samkvæmt áliti Anthony D´Amato er ástæða þessara ótrúlegu umskipta ekki að rekja til bættrar löggæslu, hertra refsinga eða fjölmiðlaherferða, heldur einfaldlega betra aðgengi að klámi.   D´Amato sýnir meira að segja fram á að í þeim fylkjum þar sem aðgengi að netinu er best hefur nauðgunum fækkað en fjölgað í þeim fylkjum þar sem minnst aðgengi er að neti.  Sterk vísbending, þó það sanni að sjálfsögðu ekki orsakasamhengi.

Ekki er ég að mæla með klámi né gera lítið úr þeirri lítilsvirðingu við konur sem það felur í sér.  Af tvennu illu í samfélaginu er þó enginn í vafa um að það að nauðga konu er verra en að taka mynd af henni berrassaðri með hennar samþykki. 

Ég hef enga sérþekkingu á nauðgunarrannsóknum en ef þessar tölur eiga almennt við á vesturlöndum eru þær stórfrétt.   Nauðgun er hræðilega algengur og ólíðandi ofbeldisglæpur sem skilur eftir sig varanleg ör á sál þolandans og verður að reyna að útrýma með öllum ráðum.   Hingað til hefur feminístiska baráttan gegn nauðgunum falið í sér baráttu gegn klámi, byggt á þeirri kenningu að klám leiði til nauðgana þar sem klámið feli í sér lítilsvirðingu á konum. 

Kynlíf í einhverju formi á hins vegar að flokka til grundvallarþarfa mannkynsins, líkt og næringu og svefn.  Því verður að skoða það með opnum huga hvort unnt sé að fækka kynferðisglæpum með því að létta hömlum af klámi eða auðvelda aðgengið að því.

Kenningin um klámið er hins vegar bara ein af mögulegum skýringum á fækkun nauðgana.  Man einhver eftir vandræðum við að ná tómatsósunni úr glerflöskunni, sem nú er liðin tíð eftir að farið var að selja tómatsósuna í plasti?  Ástæðan fyrir því að glerið var notað lengi vel voru rökstuddar grunsemdir um að efni úr plastinu sem líkjast estrógenum geti borist í menn og truflað testosterónframleiðsluna.  Þær kenningar eru reyndar enn til en iðnaðurinn virðist hafa fengið sitt í gegn.

testo

Ég veit ekki hvort kenningin um plastið í tómatsósuflöskunum er rétt, en testosterónmagn í bandarískum karlmönnum hefur sannarlega farið lækkandi, hver sem skýringin á því er.  Fjöldamörg önnur efni í umhverfi og matvælum koma til greina og þetta er ein af óteljandi ástæðum til að borða sem mest af lífrænt ræktuðum mat.

Þessi áhrif eru ekki bara í BNA, í Danmörku eru líka til nákvæmar tölur um sáðfrumuframleiðslu þar sem fjöldi í ml hefur helmingast á s.l. 60 árum, líklegast vegna mengunar.

Ef við höldum áfram að menga heiminn má því vera að það leiði ekki bara til þess að nauðgunum verði útrýmt heldur einnig karlmönnum.

 

 


NOKKRAR MIKILVÆGAR STAÐREYNDIR UM CHUCK NORRIS

chucknorris- Chuck Norris getur skellt vængjahurð.

- Þegar Chuck Norris gerir armbeygjur, lyftir hann ekki búknum upp, hann ýtir jörðinni niður.

- Það tekur Chuck Norris 20 mínútur að horfa á "60 mínútur".

- Þrjár helstu dánarorsakirnar í Bandaríkjunum eru: 1. Hjartasjúkdómar 2. Chuck Norris 3. Krabbamein.

- Chuck Norris hefur talið upp á óteljandi - tvisvar.

- Það eru engin gjöreyðingavopn í Írak, Chuck Norris býr í Oklahoma.

- Chuck Norris getur deilt með núlli.

- Chuck Norris gengur ekki með klukku. HANN ákveður hvað klukkan er.

- Þegar Chuck Norris spilar körfubolta skoppar boltinn sjálfur af ótta.

- Chuck Norris bíður hratt.

- Ef Chuck Norris fellur í á, blotnar hann ekki, áin verður Chuck Norris.

- Sumir eiga Superman náttföt. Superman sefur í Chuck Norris náttfötum.

- Chuck Norris les ekki bækur heldur starir á þær þar til hann hefur fengið sitt.

- Heima hjá Chuck Norris eru engar dyr, aðeins veggir sem hann gengur í gegnum.

- Þróunarkenningin er bara kenning. Á jörðinni lifa þær verur sem Chuck Norris hefur leyft að lifa.

- Grasið er alltaf grænna hinummegin, nema auðvitað að Chuck Norris hafi verið þar, þá er það rautt.

- Ef þú gúgglar "Chuck Norris getting his ass kicked" færðu upp 0 síður.

(http://www.chucknorrisfacts.com/)

 

Þýðing: Huldar Breiðfjörð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband