29.12.2006 | 11:13
Þeir hafa engan tíma
![]() |
al-Maliki: Ekkert hindrar aftöku Saddams Hussein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 01:29
Fjögur brúðkaup og W.H. Auden
Ætli Fjögur brúðkaup og jarðarför sé besta gamanmynd sem gerð hafi verið? Sjaldan hefur hárfínn húmor Breta notið sín eins vel, svo sem þegar Carrie (Andie MacDowell) segir í atriðinu á meðfylgjandi mynd: Is it still raining? I hadn't noticed." Þegar ég horfði á hana í Sjónvarpinu í kvöld rifjaðist upp grein sem ég skrifaði Morgunblaðið 13. ágúst árið 1994, fyrsta sumarið mitt í blaðamennsku. Ég rifja hana hér upp til gamans:
Lesendur breska slúðurblaðsins The Sun" rak nýlega í rogastans þegar þeir sáu að síður blaðsins voru lagðar undir skáldskap. Ekki minnkaði furða þeirra þegar í ljós kom að um var að ræða nútímaskáldskap eftir W.H. Auden. Wystan Hugh Auden (1907-1973) er eitt fárra breskra nútímaskálda sem ekki virðist hafa fölnað í minningu almennings eftir dauða sinn og síðan kvikmyndin Fjögur brúðkaup og jarðarför var tekin til sýninga hafa vinsældir hans blómstrað sem aldrei fyrr. Ljóðið Funeral Blues" er lesið í jarðarför myndarinnar og hlýtur verðskuldaða athygli. Bæði er ljóðið eitt af aðgengilegri kvæðum Audens og síðan gerir leikarinn John Hannah því mjög góð skil. Eins sjaldgæft og það er að ljóð séu lesin í kvikmyndum, er það næstum einsdæmi að þau sé lesin án sjálfumgleði og hroka.
Bækur með verkum eftir W.H. Auden seljast betur í Bretlandi en bækur vinsælla höfunda eins og Bills Brysons og Bobs Monkhouse um þessar mundir. Um er að ræða útgáfur á ritdómum og ævisögum sem og umfangsmikilli heildarútgáfu á verkum hans undir ritstjórn Edwards Mendelsons sem nefnist Collected Poems" og safni æskuverka hans, Juvenilia: Poems 1922-28", sem ritstýrt er af Katherine Bucknell. Eitt er víst að af nógu er að taka því þótt ljóð Audens séu aðeins tekin með spanna þau yfir 926 blaðsíður. Allt er það í þjónustu óvinsællar listar", sem með orðum Audens krefst þess af þvermóðsku að vera lesin eða hunsuð". Um kveðskap Audens má segja að hann nýtur sannarlega vinsælda og er lesinn, jafnvel af lesendum slúðurblaðsins The Sun".
W.H. Auden kom tvisvar hingað til lands. Hann heimsótti Ísland rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina, árið 1936, með félaga sínum Louis MacNeice. Eftir þá heimsókn gaf hann út bókina Bréf frá Íslandi, sem kom út árið 1937. Skemmst er frá því að segja að þeir félagar urðu fyrir ýmiskonar vonbrigðum með dvöl sína hér á landi. Þeir komu hingað til lands í leit að afdrepi frá ógnum samtímans og hávaðamenningarinnar. Auden gefur jafnvel í skyn að þeir hafi verið að reiðubúnir að yfirgefa listina ef þeir fyndu hér fullnægjandi og friðsælt líf, en svo fór ekki - kannski sem betur fer. Þeim þótti landið að vísu fallegt en ...
Svo kynnum þá heiminum eina hans
eltandi skugga,
með oflæti í búningi og versnandi
fisksölukjör.
Í afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð
fær alþjóðlegt filmbros á vör
---
Tár falla í allar elfur og ekillinn setur
aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr
í æðandi blindhríð, og emjandi skáldið
aftur að list sinni flýr.
(Úr þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóði Audens "Ferð til Íslands")
W.H. Auden kom síðan aftur til Íslands árið 1964. Kristján Karlsson skáld hitti hann þá ásamt fleiri Íslendingum í boði Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra og í samtali þeirra kom fram að Auden fannst Reykjavík mikið breytt og hann þekkti sig varla aftur. Annars var hann fremur fámáll," segir Kristján. Hann var aldrei þekktur fyrir venjulega gamansemi, enda held ég að hann hafi ekki stundað hana að ráði. Hún kemur þó fyrir í leikritum hans og ljóðum." Þegar bókin Bréf frá Íslandi kom út fannst mörgum lýsingin á Íslandi vera full stráksleg og bókin hefur aldrei verið þýdd á íslensku. Einhver nefndi við Auden að Íslendingar hefðu móðgast af bókinni," segir Kristján. Hann á að hafa svarað í hálfkæringi: Við vorum nú bara strákar að vinna fyrir okkur.""
Kristján Karlsson skrifaði ljóð um heimsókn Audens hingað til lands árið 1936, þar sem hann dregur upp skemmtilega mynd af ungum manni sem þroskast og vitkast með aldrinum:
Gegnum frásögn sem flöktir og skriplar
og ljósmyndir loðnar af regni
fer Wystan Hugh Auden (ásamt Louis MacNeice)
um ófrjó og óþroskuð fjöll
með böl vorrar æsku: útvarpið
langferðabílinn og gisting hjá góðu fólki
slagveðrin hnýtna hesta aðeins sem ólund
á andliti djúpu og sléttu: landslag sem springur,
tómleiki æskunnar einungis vetur í jörð,
í margbrotið haust með farvegum flóknum og djúpum."
27.12.2006 | 14:46
Hvernig vinstri menn björguðu Sjöllunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2006 | 13:30
Loksins eru Saddam og íraska þjóðin á eitt sátt
![]() |
Hussein segist reiðubúinn að fórna sér" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2006 | 12:11
Þegar stóll varð hóll og sköpunarsagan fúga eftir Bach

Þess vegna gladdist ég við ágæta grein Péturs Gunnarssonar rithöfundar í Morgunblaðinu, þar sem hann benti á að í kvæðinu væri vísað til könnustóls.
Ugglaust er þetta fallega meint og til þess gert að hafa enga vitleysu fyrir blessuðum börnunum, en þá hefur leiðréttingarmönnum yfirsést að könnustóll er raunverulegt fyrirbæri og var hafður í stofum manna hér á öldum áður, einskonar frálagsborð fyrir bjórkönnur.
Raunar benti Halldór Blöndal á þetta í grein í sama blaði um jólin 2004:
Loks er rétt að hafa í huga, að könnustóll er til í gömlu máli og þýðir einfaldlega lítið borð, kollur, sem hægt var að tylla sér á í litlu lágreistu baðstofunni, ef þurfti, eða setja á könnu eða bolla ef svo bar undir.
Hjalti Már Björnsson veltir því upp á Hrafnasparki hvort við höfum verið að syngja forna drykkjuvísu fyrir börnin. Það er ekkert nýtt að vögguvísur séu ekki við hæfi barna. Það þarf ekki annað en að rifja upp dauðadjúpar sprungur kvæðisins Sofðu unga ástin mín eða andlitið sem bíður á glugga í Bíum bíum bambaló.
Þá var gott að fá innlegg Árna Björnssonar sem benti á það í Morgunblaðinu að það væri hundrað ára gamall misskilningur að vísan Upp á stól stendur mín kanna" ætti við um jólasveina. Hún væri úr eldra danskvæði, sem til væri í afbrigðum víða á Norðulöndum, og væri ein gerðin svona:
Upp á stól, stól, stól
stendur mín kanna.
Níu nóttum fyrir jól
kemst ég til manna
og þá dansar hún Anna.
Þekkt afbrigði þess á norsku er:
Upp i lid og ned í strand
stend ei liti kanna.
Nie netter fyre jol
dansar jomfru Anna.
Árni sagði jafnframt að vísunni hefði fyrst verið skeytt saman við Jólasveinar ganga um gólf" þegar Friðrik Bjarnason samdi lagið og birti í Nýju söngvasafni árið 1949.
Einnig telja margir að sungið sé um gildan" staf en ekki gylltan; það bara hljóti að vera þannig. Eins og eitthvað hljóti að vera um lífshætti jólasveina. Í því samhengi skulum við horfa framhjá vangaveltum örfárra efasemdarmanna um að jólasveinar séu í raun ekki til. Gísli Sigurðsson á Árnastofnun rifjar upp í Fréttablaðinu að elsta gerð vísunnar hafi engan höfuðstaf, heldur sé önnur hendingin svohljóðandi: hafa staf í hendi". Gyllti stafurinn sé seinni tíma bragarbót og í engum gerðum vísunnar sé gilds stafs getið.
Svona eftiráskýringar eru stórvarasamar. Þegar ég söng Bí bí og blaka fyrir dóttur mína fannst mér allt í einu undarlegt að börnin þömbuðu" fram á fjallakamba; hlytu þau ekki að ramba? Ég fletti upp orðinu þamba og viti menn, í þessu samhengi getur það ýmist þýtt að þau hafi sótt fast gönguna eða komið á eftir móð og másandi, - þannig er þeim farið sem elta lömb.
Eftirminnilegasta dæmi um eftiráskýringar varð efni einhverrar snjöllustu ritdeilu sem ég hef lesið, milli Þorsteins Gylfasonar heimspekings og séra Gunnars Kristjánssonar. Í fyrstu greininni, Ljósið sem hvarf, sem birt er í nýju ritgerðarsafni Þorsteins, Sál og mál, gagnrýnir Þorsteinn kenningar seinni tíma guðfræðinga; þeir líti á sköpunarsögu Biblíunnar sem einskonar dæmisögu sem sé jafnóskyld náttúrufræði og sonnetta eftir Jónas eða fúga eftir Bach". Þorsteinn segir tvöfeldni þeirra eiga afskaplega lítið skylt við kristna trú.
Og að því marki sem hún þykist vera kristin trú er hún óheilindin uppmáluð: trúleysi í nafni trúar. Að réttu lagi er kristin kirkja ekki kjörbúð þar sem við kaupum rófur og baunir en ekki saltkjöt því okkur finnst það vont og höldum að það sé eitrað. Kristinn maður verður að trúa á allan kristin dóm: á upprisu holdsins og erfðasyndina, á himininn og helvíti og djöfulinn sjálfan og almáttugan Guð og hans einkason. Það er allt eða ekkert, fyrr og síðar.
En auðvitað er rótin að kenningum guðfræðinganna sú að á okkar dögum þykja kraftaverkin svo ótrúleg, meyfæðingin og upprisan. Best að sneiða hjá öllu slíku og líta á það sem dæmisögur. Þannig verður til nýr sannleikur. Og Guði langafa míns séra Árna Þórarinssonar er kastað í brennsluofn sögunnar og einnig samankuðluðu blaði með jólakvæðinu:
Jólasveinar ganga um gólf
með gylltan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
Upp á stól
stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.12.2006 | 15:19
Jólin frá sjónarhorni fimm ára stelpu
Þessar samræður áttu sér stað í hádeginu á jóladag.
Pabbi: Segðu mér eitthvað í sambandi jólin?
Ólöf Kristrún: Það eru skemmtilegir pakkar á jólunum eins og alltaf. En sumir eiga það og geta skilað því. Og kannski verður einhver hissa og langar í það sem hann fékk. Og þá verða allir svo glaðir. Eins og bróðir minn fékk bestu gjöfina sína sem var gítar og vildi ekki sleppa henni. Og eins og ég fékk snyrtidót og kastala og svona gamla daga dót, sem ég vil ekki að neinn taki. Einu sinni ekki snerta það. Og síðan gladdi það ömmu og afa svo mikið að fá mynd af mér og ömmu í svona stellingu [hún stillir sér upp eins og á meðfylgjandi mynd] og mynd af afa Halldóri og Erni Óskari og þeir eru bara glápandi svona [hún stillir sér aftur upp].
Pabbi: Gladdi fleira?
Ólöf Kristrún: Það sem gleðjaði mömmu og pabba frá mér og Erni Óskari voru myndir sem við máluðum og mamma var svo glöð út af kortinu frá mér og Erni Óskari og miklu glaðari út af myndinni minni. Og afi var svo glaður út af kortinu að hann sagði bara: "Ég ætla að passa þetta mjög vel." Ég var líka svo glöð út af stellinu sem ég fékk að ég vildi ekki einu sinni að neinn skildi það eftir á borðinu. Og hérna, mig langaði samt alltaf svo mikið í Baby Born rúmið sem var með tónlist. Og líka Baby Born, uh, bað og Baby Born slopp og Baby Born bíl... hvað stendur?
Pabbi: [Byrjar á að lesa textann og spyr svo] Hvað ætlarðu að gera í dag?
Ólöf Kristrún: Í dag ætlum við að kaupa ís og ég fer að setja í (ís)vélina mína sem ég fékk frá besta pabba! [Hún sagði þetta í alvöru!] Og síðan vil ég fá bestu afmælisgjöfina mína og á ég að segja hvað það á vera. Það á að vera öskubuskubúningakjóll.
Pabbi: Út af hverju höldum við jólin?
Ólöf Kristrún: Út af því að Jesú barnið á afmæli á jólunum. Er það ekki rétt pabbi? Annars á Jesúbarnið aldrei afmæli þegar jólin voru aldrei haldin. Og nú spyrð þú, af hverju fær maður pakka? Spyr þú mig það.
Pabbi: Af hverju fær maður pakka?
Ólöf Kristrún: Af því að á jólunum er maður að gleðja aðra. Nú spyrð þú mig... ertu að skrifa nú spyrð þú mig?
Pabbi: Já.
Ólöf Kristrún: Af hverju gleðjar fólk alla á jólunum?
Pabbi: Af hverju gleður fólk alla á jólunum?
Ólöf Kristrún: Til þess að fólk verði glöð. Því annars verða allir bara leiðir á jólunum. Hey, ertu að skrifa nafnið mitt!
Pabbi: Já. Segðu mér meira.
Ólöf Kristrún: Af því að börnin í Afríku, sum þeirra fá engan pakka á jólunum, því að þau sem ætla að gefa þeim pakka eiga enga peninga. Og þá verða þau ekki gleðjuð.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.12.2006 kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 17:14
Gleðileg jól
Kæru Krummar og aðrir landsmenn. Steikin er í ofninum og skyrtan ennþá óstraujuð - allt eins og það á að vera klukkan 5 á aðfangadag. Einn af hápunktum ársins hjá lestrarfélagsmönnum er rétt handan við hornið. Við erum búnir að hnusa af nýju bókunum allan desembermánuð (einstaka félagsmaður reyndar sennilega búinn að lesa þær flestar) en nú er komið að því - hvaða bækur leynast undir trénu??? Spennan er óbærileg en eins og sönnum karlmönnum sæmir látum við okkur hafa það í nokkra klukkutíma í viðbót. Njótið vel!
Gleðileg jól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2006 | 12:09
Jólin jólin allstaðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 21:55
Áhugaverður fréttaflutningur af Íraksmálum
Þessi fréttaflutningur af Írak er engin nýlunda, fellur inní almenna hefð fréttaflutnings fáránleikans. "71 bandarískur hermaður hefur fallið í Írak í desembermánuði einum saman...""...Þrýstingurinn eykst því jafnt og þétt á George W. Bush Bandaríkjaforseta að kalla heim 135.000 manna herlið sitt í Írak." Ímyndið ykkur Bandaríkjamenn í seinni heimsstyrjöldinni, búnir að brjóta nasista á bak aftur, Ruhr héröðin í þeirra höndum, Berlín fallin og þeir nálgast Munchen: "2.000 Bandaríkjamenn féllu í Þýskalandi í síðustu viku og þrýstingurinn á Bandaríkjaforseta eykst því jafnt og þétt að kalla heim allt sitt herlið frá Þýskalandi og láta nasistana í friði". Eða bara um lögreglulið Bandaríkjamanna: "Tíu lögreglumenn féllu í Bandaríkjunum í síðustu viku og þrýstingurinn á Bandaríkjaforseta eykst því jafnt og þétt að kalla lögregluliðið sitt heim, leysa það upp og láta fólkið á götunni ráða götunni".
Svona hefur fréttaflutningurinn verið af þessu stríði frá upphafi - algjörlega absúrd. Ég veit það frá þeim fjölmörgu írösku vinum sem ég á í Bagdad að þeir vissu allan tímann að Bandaríkjamenn myndu ekki fórna sér mikið til að byggja upp íraskt þjóðfélag, en að þeir gætu ekki þolað mannfall sem er undir 3.000 manns, nota bene undir þeim fjölda sem féllu í hryðjuverkaárásinni á World Trade Centre, því hefðu fáir félaga minna trúað - en það virðist vera raunin. Það má vera að hryðjuverkamennirnir hafi ekki verið í Írak fyrir innrásina en þeir eru þar núna. Þetta er vígvöllurinn þeirra núna og Bandaríkjamenn eiga að fara þaðan vegna mannfalls sem er minna en þeirra sem féllu í síðustu hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin? Bandaríkin eru of hratt að breytast í aumingja heimsveldi og það er bara spurning um nokkra tugi ára að þeir verði history. Vonandi verða allir þessir blaðamenn sem hafa barist svona hart fyrir því hamingjusamir þá.
![]() |
Sjö bandarískir hermenn féllu í Írak; tala fallinna hermanna nálgast 3.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 11:43
Flag of the fathers
Var á frumsýningunni á Flag of the Fathers í gærkvöldi. Mér fannst myndin byrja mjög vel, Clint var með góða uppbyggingu, sannfærandi samtöl, flotta díalóga og merkilega litlar klisjur í samtölum og pælingum í margþjöskuðu efni sem innrás í seinni heimsstyrjöldinni er. En þetta voru fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að myndin var ekki um innrás Bandaríkjamanna á Iwo Jima heldur var hún um ljósmyndina sem var tekin þar þegar Bandaríkjamenn settu fánann upp á fjalli eyjunnar. Myndin varð frekar þreytandi og væmin þegar fram í sótti. En ég velti því jafnframt fyrir mér að hugsanlega snertir hún Bandaríkjamenn með öðrum hætti þarsem þessi ljósmynd er greypt í þeirra þjóðarsál. Hver utan íslenskra landsteina hefði áhuga á bíómynd um íslenska styttu, ljósmynd eða málverk? Hvaða kjarkaði kvikmyndagerðarmaður ætlar að gera bíómynd um hvernig styttan af Jóni Sigurðssyni varð til eða hvernig málverk Gunnlaugs Blöndal af Þjóðfundinum í Lærða skólanum 1851 varð til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...