Krummi og Kertasníkir

Það er alltaf verið að gera manni auðveldara að styrkja góð málefni og um leið tilveruna skemmtilegri. UNICEF stóð fyrir degi rauða nefsins og með því að kaupa geisladisk með Baggalúti er maður að gera góðverk, - hjálpa börnum í sárri neyð.

Og svo fær maður glaðning eins og þann sem Íslandsbanki, uh Glitnir, sendi viðskiptavinum sínum, gjöf sem er valin og unnin í samráði við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðri og allur ágóði rennur til þess. Þar er fléttuð saman íslensk hönnun Siggu Heimis og kvæði eftir Sjón, hvort tveggja gerir skil Kertasníki, sem kemur til byggða á aðfangadag jóla, síðastur jólasveinanna þrettán. Óróinn fæst einnig í Casa og þar rennur ágóðinn einnig til þessa þarfa málefnis.

Sjón hefur eins og flestir málsmetandi höfundar verið gestur lestrarfélagsins Krumma með skáldsögu sína Skugga-Baldur og auðvitað þykir krummum vænt um að vera að einhverju getið í kvæðinu, sem byrjar þannig:

 

i

 

lausamjöll leikur um fótspor í snjó

hó! hver var hér?

 

var það krummi þó með skarðan skó?

var það skollan mjó með veiðikló?

 

hó! hver var hér?

það var sá sem hljóp í burt og hló

 

hó!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband