14.12.2006 | 23:43
Rithöfundur, frakki og Gljúfrasteinn

Þar les einnig Kristín Ómarsdóttir úr ljóðabókinni Jólaljóð, Ingunn Snædal úr ljóðabókinni Guðlausir menn - hugleiðing um jökulvatn og ást, Sigríður Dúna Kristmundsóttir úr ævisögu Ólafíu Jóhannsdóttur og Þórunn Valdimarsdóttir úr ævisögu Matthíasar Jochumssonar, Upp á sigurhæðir.
Þrjár af þessum fimm bókum eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Sendiherrann og Guðlausir menn í flokki fagurbókmennta og Upp á sigurhæðir í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis.
Leyfum rithöfundinum að hita upp sem mætti á krummafund fyrir hálfum mánuði í fallegum frakka og lýsir honum best sjálfur í upphafsorðum Sendiherrans, en kaflinn nefnist Bankastræti:
Hann væri úr sérlega endingargóðu efni; hundrað prósent bómull sem gæfi þá tilfinningu við snertingu að hún væri vaxborin. Og saumarnir - þeir dygðu út lífið. Vegna þess að áferðin væri svona eins og á sumum bókarkápum, eins og laminering - þú ættir að kannast við það, sjálft ljóðskáldið" - hrinti hann frá sér allri bleytu, og þess vegna væri hann einmitt kjörinn fyrir veðráttuna í þessu landi, eða hvaða landi sem væri; jafnvel þótt dagurinn heilsaði manni með heiðum himni væri aldrei hægt að útiloka að áður en honum lyki félli eitthvað annað á mann en ryk. Liturinn væri auk þess einn af helstu kostum hans; hann drægi aldrei að sér athygli sem litur en vekti hana hins vegar í formi þögullar aðdáunar, og - án þess auðvitað að við getum leyft okkur að hugsa þannig" - öfundar. Það eitt og sér að hann væri framleiddur á Ítalíu væri síðan trygging fyrir því að upphæðin sem maður greiddi fyrir hann færi beina leið í manns eigin vasa, ef þannig mætti að orði komast. Og talandi um vasa, þá skemmdi ekki fyrir þessi litli, skemmtilegi vasi innan á honum hægra megin, sem væri sérstaklega saumaður í hann til að koma fyrir farsíma. Eða sígarettupakka, það er að segja ef eigandinn notar ekki farsíma en tilheyrir þess í stað þeim fámenna hópi fólk sem þrjóskast við að reykja frá sér heilsuna. Það mætti síðan alveg nefna það að í hinum innanávasanum, þeim sem var hugsaður fyrir seðlaveskið, væri lítill, dökkblár flauelspoki - þetta væri meðal annars það sem gerði þessa sérstöku tegund svo einstaka: poki úr flaueli - og í þessum snotra poka, sem maður lokaði með því að toga í gulan silkispotta, væru tveir aukahnappar, ef svo ólíklega vildi til að einhverjir af upprunalegu hnöppunum losnuðu af og týndust. Hættan á að það gerðist væri auðvitað ekki mikil því eins og þegar var búið að nefna ættu saumarnir að halda þar til yfir lyki.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2006 | 16:18
143 nauðganir í ár
14.12.2006 | 09:25
Rjúpur í örbylgjuna!
Eins og flest annað þá verður jólahaldið alltaf einfaldara og einfaldara. Sú var tíðin að á öllum heimilum var hamast við að hnoða í smákökur og baka þær, hamast við að hnoða laufabrauðsdeig, fletja það út, skera og fletta laufunum og síðan að steikja brauðið. En í dag er þetta allt miklu einfaldara. Jói Fel sér um að hnoða deigið og Kristjánsbakarí sér um laufabrauðið. Að vísu er laufabrauðið hans Kristjáns svolítið bjánalegt því það á eftir að fletta öllum laufunum, en ný kynslóð telur að svona líti laufabrauð út. Þessi sama kynslóð heldur líka að smákökur séu eitthvað sem maður kaupir í rúllu frá Jóa Fel og það eina sem þurfi að gera sé að skera deigið niður og stinga því í ofninn.
Jólaundirbúningurinn er að verða að enn einum skyndibitanum þar sem enginn á að þurfa að hafa fyrir einu né neinu. Áður átti hvert heimili og hver stórfjölskylda sýnar smákökur þar sem uppskriftir höfðu gengið niður mann fram af manni en núna eiga allir að baka smákökurnar hans Jóa Fel. Sama má segja um laufabrauðsgerðina. Laufabrauð er mikil fyrirhöfn en um leið veita fallega skornar kökur meiri ánægju við jólaborðið.
Það eina sem vantar eru rjúpur í örbylgjuofninn frá 1944, þá eru skyndijólin fullkomnuð!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2006 | 17:06
Popúlistar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2006 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2006 | 15:55
Happdrættið þar sem allir vinna
Bjartur hefur alltaf farið óhefðbundnar leiðir í markaðsstarfi sínu. Nú stendur til að hafa opið í forlagsversluninni frá 20 til 22 á fimmtudagskvöld, í tilefni af því að þá verða verslanir í miðbænum opnar til 22 um kvöldið.
Boðið verður upp á léttar veitingar og efnt til happdrættis, en í happdrættum Bjarts vinna alltaf allir. Þá verður spurningakeppni meðal gesta: Hvaða lag myndu þeir velja um miðbik þáttarins ef þeir væru kvöldgestir Jónasar Jónassonar á Rás 1. Sú spurning hvílir nefnilega þungt á sögumanni í Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson, góðkunninga Krumma. Úrslit verða birt á Bjartsvefnum um helgina. Einnig mun "krónprinsinn" Jón Hallur Stefánsson syngja nokkur jólalög".
Bjartsbækur fást á bestu fáanlegu kjörum, en Krummar eiga þær auðvitað allar. Hinsvegar geta þeir komið á óvart í eldhúsinu með ólívuolíu beint frá ítölskum bónda og spilað svo Möggu Stínu að syngja Megas yfir borðhaldinu. Er þá ekki tilvalið að lesa upp úr Eiríki Guðmundssyni og heilla með því elskuna sína:
Ég þráði krá í þorpi þar sem skósverta er borin fram með bjórnum, ég þráði sveitasælu, að minnsta kosti málverk af sveitasælu eða hrauni, mig langaði að sjá himbrima, dalaliljur eða tötrapelikana með gamlan bréfmiða í gogginum, dánarfregn, ljóð eða reikning fyrir einu glasi af mezcal eða flösku af Bombay Sunset, keypta á strandbar við Kyrrahafið. Mig langaði að sjá tjarnir og stöðuvötn sem horfa til himins. Eftir að hafa gengið inn í lítið herbergi, eins konar afdrep innarlega í íbúðinni, gegnt svefnherberginu, og aftur fram á ganginn, hvarf ég frá hugmyndinni um sveitaferð, auðvitað væri miklu nær að koma sér úr landi, panta flugferð til Torremolinos og koma raun-brúnn til baka.
Bækur | Breytt 14.12.2006 kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 11:18
Keisarinn er með æðahnúta!
Á síðustu fundum Krumma höfum við hitt fyrir nokkra rithöfunda sem eru alveg hreint yndislega ólíkir. Og ekki eru verkin innbyrðis lík, a.m.k. ekki við fyrstu sýn: Eitt er 'hefðbundið' skáldverk, annað skáldsöguleg glósa á menningarmótun hokurbændastéttar, þriðja spéspegilssafn nýríkrar hégóma-hjarðar og sú fjórða gegnir hlutverki barnsins í Nýju fötum keisarans - nema hvað það bendir líka á að keisarinn er með bjórvömb, æðahnúta og kann ekki að ala upp börn!
Helsti ókosturinn við þá persónulegu sýn sem við fengum á höfundana og verk þeirra var að ekki gafst almennilegur tími til að lesa bækurnar fyrir - sem aftur leiddi til þess að spjallið allt varð kannski almennara (þótt Guðbergur hafi gert sitt til þess að setja okkur vel inn í það margbrotna hugsana- og framsetningarferli sem hafði mest áhrif á skrif bókarinnar). Það er því kannski ekki úr vegi að menn stingi inn upplifun sinni af þessum bókum, eftir því sem mönnum sækist lesturinn. Sjálfur er ég því miður í þeirri aðstöðu að vera bara að safna í lesskápinn, sem verður ekki opnaður fyrr en um jólin, að afstöðnum prófum og hreingerningum. Að sama skapi ætla ég að áskilja mér rétt á því að bæta hér aðeins um betur í hugrenningum um síðustu fundi síðar í kvöld (svona þegar mér hefur loksins tekist að takast á við blogghræðsluna :=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 09:16
Dagur mismælanna
Fjölmargar færslur á blogginu í gær snerust um mismæli.
Á vefsíðu sinni bendir krumminn Friðjón R. Friðjónsson bendir á eina þeirra úr umræðuþættinum Silfri Egils, þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir verðandi ritstjóri vikublaðs talaði um að Kvennalistinn hefði verið stofnaður fyrir tíu árum.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, mismælti sig illa þegar hann sagði í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina N24 Sat1 að Ísrael byggi yfir kjarnorkuvopnum. Við höfum aldrei hótað nokkurri þjóð gereyðingu," sagði Olmert. Íranar hóta opinberlega að þurrka Ísrael af kortinu. Getið þið haldið því fram að það sé sambærilegt, þegar þeir vilja eignast kjarnorkurvopn, við Frakkland, Bandaríkin, Rússland og Ísrael?" Raunar er almennt talið að Ísraelar hafi komið sér upp kjarnaorkuvopnum, en þeir hafa ekki gengist við því. Og strumpurinn Þórir Hrafn Gunnarsson veltir því fyrir sér hvort þetta sé strump.
Það var síðan kostulegt þegar Óli Tynes mismælti sig í lestri frétta á Bylgjunni og talaði um að hneppa hrossið". Svo kostulegt að hann skellti sjálfur upp úr og leiðrétti sig.
Svo fær blaðamaður DV að heyra það á Sirkusbloggi, þar sem Guðný Lára Árnadóttir hellir sér yfir hann fyrir frétt um náin kynni" hennar og Toby úr Rockstar Supernova. Hún segir að blaðamaðurinn hafi hringt í sig. Hann spurði um náin kynni og ég sagði NEI. Samt er öll greinin um einhver náin kynni.. hvað í ansk er að. Hvernig getur svona fólk eins og þessi blaðamaður lifað með þetta á samviskunni að ljúga upp á annað fólk og láta það líta illa út."
Og þetta var allt á glogginu í bærkvöldi!
![]() |
Olmert sagði Ísrael í hópi kjarnorkuþjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 21:56
Jólasnjór
Ég skellti mér til Kaupmannahafnar um síðustu helgi og komst, mér til mikillar gleði, að því að lítið hefur breyst síðustu misserin í höfuðborg frænda okkar. Tivoli var á sínum stað, hvergi hægt að rekast á orðið Muhammed í fréttum eða dagblöðum og, það sem mestu máli skiptir á jólaföstunni, jólabjórinn á sínum stað. Rauðklæddi maðurinn á hverju götuhorni, bjórkassinn á sleðanum, logndrífa, það klingir í bjöllum hreindýranna. Einhverra hluta vegna veldur þessi stemmning fjölgun heimsókna í páfagarð. Við hliðina á klósetti einnar búllurnar rakst ég á eftirfarandi:
en mand med en mission
at stikke sin
tunge ned i halsen
på hende eller ikke
hvem vil det være okay at gå hjem med nu
hun går alene hjem
hun går ned ad gaden
han cykler forbi hende
han cykler hjem med rasende fart
han lever i sit hoved
ikke i sin krop
han har en digt
han skal
have banket ned
desværre for hende
digtet vandt
ÅHHHHHHH.........
Danskara getur það varla orðið; söguhetjurnar á reiðhjólum!
Magnús Björnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2006 | 08:31
Bjarga mannslífum?
Nú eru 14.000 búnir að undirrita ósk um að suðurlandsvegur verði tvöfaldaður. Þeir einu sem tala gegn því virðast vera þeir hjá vegagerðinni, sem reyndar eru væntanlega þeir sem hafa mesta þekkingu á málinu.
Búið er að rannsaka málið mjög vandlega. Í þessari skýrslu er að finna ýtarlegar arðsemisupplýsingar um málið og árið 2001 var komist að svipaðri niðurstöðu. Eins og ofangreindar tölur sýna er líklega um 40 ár í að við þurfum á 2+2 vegi að halda.
Ég er því á móti því að um 10 milljörðum verði varið í að tvöfalda suðurlandsveginn. Mun hagkvæmara er að nýta þá fjármuni í að leggja sem fyrst 2+1 veg sem gæti náð líklega eftir mest öllu suðurlandinu en ekki bara til Selfoss. Þjóðvegakerfið okkar allt er stórhættulegt og að leggja í þessa gríðarlega kostnaðarsömu tvöföldun í nágrenni Reykjavíkur er ekki rétt forgangsröðun. Fyrir þann pening sem fór í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefði mátt leggja 2+1 veg til Selfoss, Keflavíkur og að Hvalfjarðargöngum. Það að öllu fjármagninu var veitt í tvöföldun Reykjanesbrautar hefur kostað líklega eitt mannslíf á ári á suðurlandsveginum.
2+1 lausnin virkar. Læknar sem ég hef rætt við erlendis þar sem búið er að breyta vegunum yfir í þetta form kvarta undan því að þeir sjá varla nægilega mikið af slösuðu fólki til að halda sér í þjálfun. Það vandamál höfum við ekki hér.
Það sama gildir um lýsingar á þjóðvegum. Verkfræðingar höfðu bent á að ef vegir úti á landi eru lýstir upp fer fólk ómeðvitað að keyra hraðar og einnig fara bílar að keyra á staura þegar þeir fara út af. Heildarávinningurinn er því enginn. Að lýsa upp Reykjanesbrautina kostaði víst hálfan milljarð og var gert þvert ofan í ráðleggingar verkfræðinga, bara af því að mönnum þótti það hljóma vel að lýsa. Áður en tvöföldunin þar var opnuð var reynslan síðan gerð upp, þessi hálfi milljarður breytti engu um slysatíðnina og var því gagnslaus fjárfesting.
Nú er síðan farið að jarma um að lýsa upp suðurlandsveg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2006 | 10:23
KALAOKE - MY RIFE
Flestir vita að þegar sungið er í karaoke skiptir öllu málið að velja rétta lagið. Hinsvegar hafa fæstir spurt sig að því hvað sé rétta lagið. Hvernig eitthvað eitt lag geti verið réttara en annað til flutnings í karaoke. Hvernig yfirleitt sé hægt að tala um rétt og rangt þegar kemur að karaoke. En það er hægt - af hverju ætti það ekki að vera hægt - og hafa ber í huga þegar rétta lagið skal valið að valið snýst um flest annað en endilega rétta lagið. Það er nefnilega fjölmargt annað sem ákvarðar hvort lagið getur talist rétt en einkum eru það þó þrjú atriði sem skera úr um hvort svo sé:
Lagið þarf að hæfa rödd flytjandans.
Lagið þarf að hafa eitthvað við sig.
Lagið þarf að henta stemningunni.
Aftur er þetta eitthvað sem flestir telja sig vita en er í raun nokkuð sem afar fáir hafa velt fyrir sér. (Einmitt þessvegna eru þessar karaokeuppákomur svo oft eins og þær eru. Einmitt þessvegna er svo oft talað um uppákomur í samhengi við karaoke.) Lag sem virðist hafa allt við sig - til dæmis Africa með hljómsveitinni Toto - getur hreinlega komið illa út í karaoke vegna þess að söngvarinn ræður ekki við flutninginn. Lag sem í fyrstu virðist uppburðalítið og asnalegt - til dæmis Don't Worry, Be Happy með Bobby McFerrin - getur orðið að sterkri upplifun í karaoke vegna þess að flytjandinn syngur það svo vandlega. Að sama skapi getur vandað lag eins og My Heart Will Go On með Celine Dion - sem flestir þekkja úr kvikmyndinni Titanic - orðið til þess að allir ákveða að fara heim. Vegna þess að það var bara orðið of áliðið þegar það var flutt, það er, stemningin var ekki rétt. Við sama tækifæri hefði flutningur á lagi eins Welcome To The Jungle með rokkhljómsveitinni Guns&Roses hugsanlega hentað betur og gert að verkum að allir hefðu ákveðið að vera lengur - jafnvel miklu lengur. Og þannig mætti halda áfram að nefna dæmi sem sýna fram á hið flókna samspil sem þarf að eiga sér stað undir lagi til að það geti talist rétt í karaoke. Þar rekum við okkur á listin er afstæð og lítið um rétt svör þegar um hana ræðir. Yfirleitt reynist væntanlegum flytjanda því best að láta hjarta ráða för þegar hann velur sér lag. Í það minnsta að treysta á eigið innsæi. Sjálfum hefur mér til dæmis - ef ég má gerast svo frakkur að trana mér fram - reynst vel að staldra við þau lög á listunum sem kalla fram sömu óræðu tilfinningu og grípur mig ef ég velti fyrir mér hvernig getur staðið á því að myntpeningur sökkvi en heilu skemmtiferðaskipin fljóti. (Tilfinning sem er fléttuð úr vonleysi, kitlandi uppgjöf og kæruleysi.) Hinsvegar verður hver og einn að finna út fyrir sjálfan sig hvernig honum hentar best að haga sér við val rétta lagsins. Ef lítil hjálp reynist í innsæinu gæti kannski verið gott að fá aðstoð við ákvarðanatökuna - til dæmis frá traustum vini.
Karaoke er sett saman úr japönsku orðunum kara (tóm) og okesutora (hljómsveit).
Inoue Daisuke fann upp karaokevélina árið 1971.
Karaoke er list.
Inoue Daisuke varð sér aldrei úti um einkaleyfi á karaokevélinni.
Inoue Daisuke missti þar af tækifæri til að verða einn ríkasti maður Japan.
Á hverjum degi syngja milljónir manna um allan heim í karaoke.
Í dag starfar Inoue Daisuke við að selja sérstakan hreinsibúnað fyrir karaokevélar.
Núna - einmitt núna - er einhver að syngja í karaoke!
En auðvitað kemur ekki í ljós fyrr en söngvarinn hefur stigið á stokk og hafið upp raust sína - ég nota svolítið hátíðlegt orðalag hérna vegna þess hversu mikið er í húfi - hvort lagið er rétt. Og reyndar kemur yfirleitt á daginn - því miður - að lagið, eða allavega eitthvað, er kolrangt. Það er fyrst þá sem í ljós kemur hvern mann söngvarinn hefur að geyma og hvort hann getur hagrætt flutningi sínum á þann veg að lagið verði aftur rétt. Fyrst þá reynir á listamanninn í flytjandanum og hvort hann getur gert augnablikið að sínu með svo afgerandi hætti að allt verði á endanum hárrétt. Til þess hefur viðkomandi úr nokkrum möguleikum að velja.
Hann gæti til dæmis sett sveigju á bakið, hnykkt aftur höfðinu og dramatíserað þannig flutning lagsins. Hann gæti jafnvel látið sig falla á hnén og gripið með báðum höndum um hljóðnemann og sungið lagið af auknum krafti. Hann gæti leyst vind í hljóðnemann og hrópað úúúps strax á eftir. Í tilfelli kvenna bregst sjaldan að færa hljóðnemann að klofinu og láta hann standa eins og getnaðarlim út í loftið. Að sama skapi er alltaf grípandi þegar karlmaður leggur hönd á brjóstkassann og byrjar að nudda hann eins og kynæsandi söngkona í tónlistarmyndbandi. Og flytjendur af báðum kynjum eiga möguleika á að reka löngutöng upp í loftið líkt og söngvari í þungarokkshljómsveit. Eins er einfalt að reka tunguna framan í viðstadda og byrja að hoppa eða láta líkt og maður sé ekki með réttu ráði. Jafnvel láta sig hníga niður á sviðið og þykjast vera dauður þar til geðshræring grípur um sig. Geðshræring sem söngvarinn getur eytt eins og goð með því einu að standa upp og halda áfram að syngja - hvort sem hann gerir það vel eða illa. Allt þetta getur breytt röngu lagi í rétt og sýnir okkur að vegir karaokesins - eins og einhver sagði - liggja bæði í senn upp á við og niður í móti.
Góða skemmtun.
Úr bókinni Kalaoke - My Rife eftir Nemuro Abe.
Þýðing: Huldar Breiðfjörð.
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...