Teiknimyndir fyrir börnin - sjúkur heimur

Ég hef lengi haft meira gaman af teiknimyndum heldur en litlu börnin.  Splatt húmorinn, sveiflurnar og söguaðferðin í teiknimyndunum sem tók risaskref til góðs þegar þeir fóru að notast við kenningar Campbells um sögustrúktúr seint á áttunda áratugnum.  En stundum get ég ekki varist því að hugsa hversu sjúkum heimi þær lýsa og velta fyrir mér áhrifunum sem svona geðsjúkur heimur hefur á börnin?  Heimurinn lýsir yndislegum ljónum, saklausum tígrisdýrum og skemmtilegum kjúklingum þarsem oftast það eina vonda í heiminum er mannfólkið?  Er það nema von að upp er að koma kynslóð sem er orðin svo sjúk að þar er fólk sem er farið að líta á dýraréttindi til jafns við mannréttindi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband