Færsluflokkur: Bloggar

Maskulínistafélag Íslands

Ég er ekki femínisti.  Ég er fyllilega fylgjandi jafnrétti og styð heilshugar að jafna út allt misrétti gegn konum, ekki síst fyrir hönd dóttur minnar.  Mér finnst ofbeldi gegn konum vera ólíðandi, launamunur þar sem karlmönnum er borgað meira en konum fyrir sömu vinnu finnst mér vera smánarblettur á annars ágætu samfélagi okkar og ég er sannfærður um að heimurinn verði betri ef fleiri konur komast í valdastöður.  Ég vil samt ekki kalla mig femínista.

Það gleymist stundum að hvað varðar ójafnræði með kynjunum er það ekki alltaf kvenkynið sem er verr sett.  Þegar kemur t.d. að æðri menntun eru í dag að nálgast að tveir þriðju háskólanema séu konur, þar hallar á karlmenn.  Sjálfsvígstíðni er marktækt hærri meðal karla og hæst meðal einstæðra eldri karla og mun fleiri karlmenn deyja ungir í slysum.  

Ofbeldi gegn konum er mikið rætt og er sannarlega þörf á að berjast gegn.  Ég sé hins vegar einnig þó nokkuð í starfi mínu af kona hendi blómavasa í andlit karlmanns eða viðlíka ofbeldi og slíkt er minna talað um.  Í hefðbundnu kynjamynstri nútímans getur síðan verið að karlmaðurinn skammist sín fyrir að hafa verið laminn af konu og kæri ekki.  Ofbeldi kvenna gegn karlmönnum held ég því að sé meira en margir gera sér grein fyrir og ekki hef ég heyrt það vandamál rætt meðal femínista. 

Ég hef heldur ekki orðið mikið var við að femínistar séu að leggja áherslu á að auka hlutföll karlmanna í hefðbundnum kvennastöðum.  Engir ljósfeður eru starfandi á Íslandi í dag þó það hafi verið vel þekkt á Íslandi fyrr á öldum og sé ekki óalgengt í Danmörku í dag.  Væri það verðugt efni jafnréttisbaráttu að skoða þennan mun meira. 

Baráttuaðferðir femínísta finnst mér yfirleitt smekklegar og takast vel, en þó vill tónninn stundum verða óþarflega bitur.  Búandi mitt í 101 hef ég t.d. fylgst með þeim kröfugöngum sem reglulega er arkað í hér í miðbænum og á síðasta ári fannst mér sláandi að bera saman kröfugöngur kvenna og samkynhneigðra.  Á gay pride storma samkynhneigðir fram í öllu sínu litríka veldi og leggja áherslu á gleðina í sínum anga samfélagsins, að þeir séu eðlilegur hluti litrófsins og séu bara eins og þeir eru.  Hommar og lesbíur eru líklega þeir einu sem dansa á götum Reykjavíkurborgar.  Í göngunni er hvergi er að sjá heift eða andúð, jafn vel þó hörmulega hafi verið farið með samkynhneigða hér á landi líklega öldum saman líkt og gert er enn víða um heim.  Ég er sannfærður um að það sem rekur marga til að taka þátt í hinsegin dögum er einfaldlega að samkynhneigðum tekst að gera baráttu sína skemmtilega og þannig virkja þeir fólk með sínum réttlætismálstað.

Þegar ég mætti með dóttur minni á kvennafrídeginum til að sýna samstöðu með réttindabaráttu kvenna var yfirbragðið ansi hreint ólíkt stemningunni á gay pride.  Í stað gleðinnar var reiðin meira áberandi.  Í þeim ræðubútum sem ég heyrði var farið nokkuð ófögrum orðum um karlkynið og þátt þess í að kúga konur, í stað þess að lögð væri áhersla á alla dásamlegu eiginleika kvenkynsins og þá vannýttu möguleika sem búa í þessum helmingi mannkynsins.   Ég var kominn þarna með dóttur minni til að styðja við jafnrétti kynjanna, ekki til að taka við skömmum fyrir hönd kynbræðra minna.  Við feðginin gáfumst fljótlega upp.

Ég er einlægur jafnréttissinni en ekki femínisiti.   Samkvæmt orðsins hljóðan þýðir femínismi kvenmenning og að berjast fyrir hagsmunum kvenþjóðarinnar er gott og gilt, en það er ekki rétta yfirskrift jafnréttisbaráttu.  Fyrst að starfandi eru samtök femínista má færa fyrir því rök að stofna þyrfti samtök maskúlínista til að standa vörð um hagsmuni karlkynsins, amk til að skapa heilbrigt mótvægi við þau samtök sem vinna að því að standa sérstaklega vörð um hagsmuni kvenþjóðarinnar.  Svo mætti stofna kvennahóp maskúlínistafélagsins til að vinna að þeim málefnum kvenna sem þær þurfa að laga að mati karlmanna.

striphandler

 


Loks kemur Viðskiptablaðið út sem dagblað!

Í langan tíma höfum við unnið að því uppi á Viðskiptablaðinu að gera það að dagblaði og á morgun er D-dagur! 

Ég hef orðið undir í flestum baráttumálum mínum, en það mun þó ekki koma að sök nema þegar litið er til slagorðanna.  Mín slagorð hefðu komið að hjarta þjóðarinnar og unnið hug hennar með því að skera á bullið, femínistaröflið og málþófið.

"Blaðið sem missir ekki svefn yfir launamismun kynjanna!  Viðskiptablaðið - ekkert bull"

"Blaðið sem er stolt og styður ójöfnuð í þjóðfélaginu!  Viðskiptablaðið - ekkert bull"

Það er skemmst frá því að segja að þessi slagorð fengu ekki náð fyrir augum yfirboðara minna.  En bæði ég og þetta fólk frá femínistafélögunum megum skrifa skoðanir okkar og úttektir á síður þess.


Tölvufíkn er gagnslaust hugtak

,,Halldór var sérsinna barn, hugðarefni hans voru önnur en heimilisfólksins: ,,það var allsnemma, að ég fór að lifa mínu eigin lífi andlega", sagði hann í bréfi til Stefáns Einarssonar." (Halldór Laxness, ævisaga, bls 21, Halldór Guðmundsson 2004)

Ætla má að mörgum dugmiklum bónda í Mosfellsdalnum hafi þótt Halldór Guðjónsson í Laxnesi bölvaður ónytjungur, þar sem hann lá öllum stundum við lestur og skriftir. Auðvelt er að ímynda sér hverskonar einkunn foreldrar hans hafa fengið fyrir uppeldið hjá samtíðarfólki sínu.

Einhverra hluta vegna hefur Halldór og bernska hans komið upp í huga minn í hvert skipti sem minnst hefur verið á svokallaða tölvufíkn í fjölmiðlum undanfarna daga. Tölvufíkn gengur út á að (mestmegnis) börn og unglingar verða svo háð nettengdri tölvu að þau detta úr sambandi við flest annað í tilveru sinni.

Það sem aldrei er nefnt í umfjöllun um tölvufíkn er hvað fólk er að gera með tölvunni? Þannig gæti barn sem haldið er þessari fíkn hugsanlega verið að lesa alfræðiorðabókina Wikipedia sér til gagns og gamans, leysa flóknar stærðfræðiþrautir í samstarfi við aðra snillinga um víða veröld, taka próf í sameindalíffræði við erlendan háskóla, ná áfanga að alþjóðlegum stórmeistaratitli í skák, nú eða bara að eignast vini og kunningja með aðstoð spjallforrita.

Tölvufíkn er gagnslaust hugtak. Tölvan er jafn sjálfsagt verkfæri fyrir nútímamanninn eins og hrífan, skilvindan, og ljárinn voru fyrir bændurna í Mosfellsdalnum í upphafi síðustu aldar. Tölvufíkn er jafn innantómt hugtak og bókafíkn eða samgöngufíkn. 

Það ku vera algengt að fólk sem tekur þátt í leikjum á borð við EVE Online verji miklum tíma í spilamennskuna. Enda skilst mér að í leiknum séu stofnuð fyrirtæki, rekin hagkerfi, haldnir menningarviðburðir og í raun stofnuð samfélög án landfræðilegra takmarkana. Raunar er er þessi sýndarveruleiki svo magnaður að maður skilur vel að fólk hrekjist úr táradalnum, segi skilið við hversdagslega skel sína og kjósi að ganga inn í þennan nútímalega álfastein sem leikur á borð við EVE Online virðist vera.

Spurningin er bara hvort þetta sé lífsflótti eða sköpun nýs lífs? Hvort sýndarveruleikinn verði á endanum veruleiki sjálfur. Eða hvort þetta séu alltsaman bölvaðir ónytjungar og tölvufíklar.


Sögustund með Jónasi

Vel til fundið að ganga um söguslóðir DV með ritstjóranum fyrrverandi, en óskiljanlegt að ekki eigi að koma við í Héraðsdómi og Hæstarétti þar sem veigamiklir kaflar í sögu blaðsins voru ritaðir.
mbl.is DV flytur í Brautarholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FæðingarHJÁLP

fig1Ýmsar misgáfulegar hugmyndir hafa verið prófaðar innan læknisfræðinnar.  Ég hélt samt alltaf að hugmyndin um að nota stóra þeytivindu til að hjálpa konu við að koma barni í heiminn væri bara lélegur brandari en það virðist hafa verið farið lengra með þessa hugmynd.

Árið 1963 var lögð fram umsókn um einkaleyfi á fæðingarþeytivindu af Blonsky hjónunum.  Óla átti konuna niður á bekk og snúa bekknum síðan nægilega hratt til að þrýsta krakkanum út.  Net sem strengt var milli fóta konunnar átti síðan að sjá um að grípa krakkann svo hann þeyttist ekki út í næsta vegg. 

Það lýsir vel tíðarandanum og þeirri firringu sem á köflum hefur einkennt ákveðna anga heilbrigðiskerfisins að lesa rökstuðning hjónanna á því að konur þyrftu að nota slíkt tæki: 

In their patent application, Blonsky and Blonsky explained the need: "In the case of a woman who has a fully developed muscular system and has had ample physical exertion all through the pregnancy, as is common with all more primitive peoples, nature provides all the necessary equipment and power to have a normal and quick delivery. This is not the case, however, with more civilised women, who often do not have the opportunity to develop the muscles needed in confinement."

Therefore, wrote Blonsky and Blonsky, they would provide "an apparatus which will assist the under-equipped woman by creating a gentle, evenly distributed, properly directed, precision-controlled force, that acts in unison with and supplements her own efforts". The Blonskys explained: "The foetus needs the application of considerable propelling force." They knew how to supply that propelling force.

Sem sagt, frumstæðar konur eru nægilega sterkar til að ala börn, siðmenntaðar konur eru of veikburða og ófærar um að þrýsta barni sjálfar í heiminn þannig að börnum þeirra þarf að þeyta út samkvæmt áliti þeirra hjóna.  Þetta verður víst að teljast skýrt dæmi um hvernig verkfræðileg hugsun hentar ekki alltaf sérlega vel þegar kemur að læknisfræðilegum ákvörðunum.

Ekki fylgir sögunni hvort frú Blonsky eða nokkur önnur kona notaði græjuna. 


Er hægt að fyrirgefa dráp dóttur sinnar?

abiraraminÉg stend mig stundum að því að nenna ekki að fylgjast með fréttum af þjáningu manna á stríðshrjáðum svæðum og enn einu tilgangslausu ofbeldisverkinu.  Við erum búin að heyra svo oft af sjálfsmorðsárásum og mannréttindabrotum í Ísrael og Írak að löndin eru komin með allsherjar vandræðastimpil og það virðist einskis vert að lesa sér til um blóðug smáatriðin.  Vonin á það til að dofna um að ástandið muni einhvern tíma verða leysanlegt í deilum sem staðið hafa yfir í margar kynslóðir.  Ég rakst þó á áhugaverða sögu sem aðeins endurreisir vonina um betri tíð fyrir það vesalings fólk sem var svo óheppið að fæðast í púðurtunnu.

Bassam Aramin er fyrrverandi palestínskur bardagamaður sem var 7 ár í ísraelsku fangelsi.  Hann stofnaði fyrir nokkru samtök fyrrverandi bardagamanna þar sem koma saman Palestínumenn og Ísraelar sem allir eiga sameiginlegt að hafa tekið þátt í þessu vonlausa stríði, menn sem þekkja af eigin raun hvernig ofbeldi mun einungis leiða til meira ofbeldis.  Eins og við mátti búast lýsir hann fyrsta fundi við þessa fyrrum kvalara sína sem frekar spenntum, Ísraelarnir héldu að þeim yrði rænt og palestínsku bardagamennirnir að þetta væri gildra ísraelsku leyniþjónustunnar.  Báðir aðilar reyndust hins vegar raunverulega vilja bæta heiminn.

Nú nýlega var tíu ára gömul dóttir Aramin drepin af ísraelsku öryggislögreglunni.  Drápið hefur ekki rekið Aramin út á götur að drepa Ísraela, ef eitthvað er hefur það gert hann enn ákveðnari í að berjast fyrir friði við hlið fyrrum ísraelskra hermanna á friðsaman hátt.  Hann veit sjálfur fullvel að ofbeldi leysir engan vanda.  Ítarlega hefur verið fjallað um þessa sögu í ýmsum fjölmiðlum, enda afar sjaldgæft að heyra af jákvæðri þróun frá Ísrael.  

Ætli við verðum ekki að hugsa aftur í söguna til að minna á að hundrað ára stríð hafa verið háð í sögunni en friður hefur alltaf komist á um síðir, öll stríð taka enda.  Þegar upp er staðið hefur eflaust 99,9% jarðarbúa ekki áhuga á öðru en að lifa friðsælu lífi og ala sín börn upp án nokkurra átaka eða stríða og sá meirihluti hlýtur alltaf að ná völdum. 

Ég kýs alla vega að halda í þá von.


hrafninn á afmæli í dag!

zpf0009krummar! 

ég sá það á vefsíðu hrafnsins að hrafninn á afmæli í dag.  einsog hrafn jökulsson bendir á þá var það 29. janúar 1845 sem edgar allan poe birti fyrst kvæðið sitt "hrafninn" í new york evening mirror.  ég óska öllum krummum til hamingju með daginn!

meðfylgjandi er fræg skopmynd úr new yorker frá níunda áratugnum, en undir myndinni stendur: "edgar allan poe returns a christmas gift" og hann kvartar við búðarklerkinn: "he only knows one word."

hér birtist krúnkið frá Poe:

Once upon a midnight dreary, while I pondered weak and weary,
Over many a quaint and curious volume of forgotten lore,
While I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping,
As of some one gently rapping, rapping at my chamber door.
`'Tis some visitor,' I muttered, `tapping at my chamber door -
Only this, and nothing more.'

Ah, distinctly I remember it was in the bleak December,
And each separate dying ember wrought its ghost upon the floor.
Eagerly I wished the morrow; - vainly I had sought to borrow
From my books surcease of sorrow - sorrow for the lost Lenore -
For the rare and radiant maiden whom the angels named Lenore -
Nameless here for evermore.

And the silken sad uncertain rustling of each purple curtain
Thrilled me - filled me with fantastic terrors never felt before;
So that now, to still the beating of my heart, I stood repeating
`'Tis some visitor entreating entrance at my chamber door -
Some late visitor entreating entrance at my chamber door; -
This it is, and nothing more,'

Presently my soul grew stronger; hesitating then no longer,
`Sir,' said I, `or Madam, truly your forgiveness I implore;
But the fact is I was napping, and so gently you came rapping,
And so faintly you came tapping, tapping at my chamber door,
That I scarce was sure I heard you' - here I opened wide the door; -
Darkness there, and nothing more.

Deep into that darkness peering, long I stood there wondering, fearing,
Doubting, dreaming dreams no mortal ever dared to dream before
But the silence was unbroken, and the darkness gave no token,
And the only word there spoken was the whispered word, `Lenore!'
This I whispered, and an echo murmured back the word, `Lenore!'
Merely this and nothing more.

Back into the chamber turning, all my soul within me burning,
Soon again I heard a tapping somewhat louder than before.
`Surely,' said I, `surely that is something at my window lattice;
Let me see then, what thereat is, and this mystery explore -
Let my heart be still a moment and this mystery explore; -
'Tis the wind and nothing more!'

Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and flutter,
In there stepped a stately raven of the saintly days of yore.
Not the least obeisance made he; not a minute stopped or stayed he;
But, with mien of lord or lady, perched above my chamber door -
Perched upon a bust of Pallas just above my chamber door -
Perched, and sat, and nothing more.

Then this ebony bird beguiling my sad fancy into smiling,
By the grave and stern decorum of the countenance it wore,
`Though thy crest be shorn and shaven, thou,' I said, `art sure no craven.
Ghastly grim and ancient raven wandering from the nightly shore -
Tell me what thy lordly name is on the Night's Plutonian shore!'
Quoth the raven, `Nevermore.'

Much I marvelled this ungainly fowl to hear discourse so plainly,
Though its answer little meaning - little relevancy bore;
For we cannot help agreeing that no living human being
Ever yet was blessed with seeing bird above his chamber door -
Bird or beast above the sculptured bust above his chamber door,
With such name as `Nevermore.'

But the raven, sitting lonely on the placid bust, spoke only,
That one word, as if his soul in that one word he did outpour.
Nothing further then he uttered - not a feather then he fluttered -
Till I scarcely more than muttered `Other friends have flown before -
On the morrow will he leave me, as my hopes have flown before.'
Then the bird said, `Nevermore.'

Startled at the stillness broken by reply so aptly spoken,
`Doubtless,' said I, `what it utters is its only stock and store,
Caught from some unhappy master whom unmerciful disaster
Followed fast and followed faster till his songs one burden bore -
Till the dirges of his hope that melancholy burden bore
Of "Never-nevermore."'

But the raven still beguiling all my sad soul into smiling,
Straight I wheeled a cushioned seat in front of bird and bust and door;
Then, upon the velvet sinking, I betook myself to linking
Fancy unto fancy, thinking what this ominous bird of yore -
What this grim, ungainly, gaunt, and ominous bird of yore
Meant in croaking `Nevermore.'

This I sat engaged in guessing, but no syllable expressing
To the fowl whose fiery eyes now burned into my bosom's core;
This and more I sat divining, with my head at ease reclining
On the cushion's velvet lining that the lamp-light gloated o'er,
But whose velvet violet lining with the lamp-light gloating o'er,
She shall press, ah, nevermore!

Then, methought, the air grew denser, perfumed from an unseen censer
Swung by Seraphim whose foot-falls tinkled on the tufted floor.
`Wretch,' I cried, `thy God hath lent thee - by these angels he has sent thee
Respite - respite and nepenthe from thy memories of Lenore!
Quaff, oh quaff this kind nepenthe, and forget this lost Lenore!'
Quoth the raven, `Nevermore.'

`Prophet!' said I, `thing of evil! - prophet still, if bird or devil! -
Whether tempter sent, or whether tempest tossed thee here ashore,
Desolate yet all undaunted, on this desert land enchanted -
On this home by horror haunted - tell me truly, I implore -
Is there - is there balm in Gilead? - tell me - tell me, I implore!'
Quoth the raven, `Nevermore.'

`Prophet!' said I, `thing of evil! - prophet still, if bird or devil!
By that Heaven that bends above us - by that God we both adore -
Tell this soul with sorrow laden if, within the distant Aidenn,
It shall clasp a sainted maiden whom the angels named Lenore -
Clasp a rare and radiant maiden, whom the angels named Lenore?'
Quoth the raven, `Nevermore.'

`Be that word our sign of parting, bird or fiend!' I shrieked upstarting -
`Get thee back into the tempest and the Night's Plutonian shore!
Leave no black plume as a token of that lie thy soul hath spoken!
Leave my loneliness unbroken! - quit the bust above my door!
Take thy beak from out my heart, and take thy form from off my door!'
Quoth the raven, `Nevermore.'

And the raven, never flitting, still is sitting, still is sitting
On the pallid bust of Pallas just above my chamber door;
And his eyes have all the seeming of a demon's that is dreaming,
And the lamp-light o'er him streaming throws his shadow on the floor;
And my soul from out that shadow that lies floating on the floor
Shall be lifted - nevermore!


Antík fólk

don19Bloggið er vinsælt, það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum.  Fólk úr öllum stéttum skrifar um allt og ekkert úr daglegu lífi og um skoðanir sínar. 

Mér þætti áhugavert að sjá hvaða blogg fólk almennt les, það veit ég ekki til að hafi mikið verið rannsakað.  Leitar það uppi aðra einstaklinga með sömu skoðanir og áhugamál, fólk á svipuðum aldri og með líka menntun eða eru margir að leita eftir að kynnast ólíkum skoðunum og þjóðfélagshópum?  Einhvern vegin grunar mig að t.d. þegar kemur að stjórnmálum lesi margir bara skoðanir þeirra sem þeir eru sammála en sneiði hjá öðrum sjónarmiðum. 

Þjóðfélagshópur sem ekki ber mikið á í bloggheimum er háaldrað fólk.  Þó eru til góðir bloggarar í þessum hópi og er hinn 93 ára Donald Crowdis sem skrifar á:

 http://dontoearth.blogspot.com/ 

að verða einna þekktastur þeirra.  Ellirhörnun sést ekki þegar texti Crowdis er lesin, maðurinn starfaði lengi sem safnstjóri í Halifax og stjórnaði sjónvarpsþáttum og greinilega hinn merkasti maður.  Crowdis veit að hann er að deyja og er að dunda sér við að pakka saman og að ganga frá lífinu og skrifar um hugleiðingar sínar í þessu ferli, auk þess að koma með sjónarhorn manns sem fæddur var 1913 á samfélag nútímans.  Hann er hins vegar ekkert sérstaklega sáttur við að deyja, þó hann sé á tíræðisaldri, og finnst hann eiga margt ógert.  Eins og algengt er með þá sem eru deyjandi er hann meðvitaður um hversu dýrmæt hver stund er sem við fáum að lifa og hann skrifar ekki nema hann hafi eitthvað að segja, regla sem ekki allir bloggarar virða. 

Þegar fólk er komið á þennan aldur verður það oft hornreka í samfélaginu, á stundum litið á það sem byrði og skoðanir þeirra úreltar.  Á sama tíma og stofuskápur, málverk eða aðrir munir sem komnir eru á tíræðisaldur þykja eftirsótt og dýrmæt antik er fólk á sama aldri stundum lítils metið.  Hluti þessa vandamál er eflaust að hver kynslóð, hver stétt og þjóðfélagshópur er of mikið í sínu horni og margir hafa hreinlega aldrei kynnst skoðunum manneskju sem lifað hefur 8 eða 9 áratugi.  Bloggið hefur hins vegar alla möguleika á að geta að sameinað alla anga þjóðfélagsins og því er mikilvægt að háaldraðir eigi fulltrúa sína þar líkt og aðrir þjóðfélagshópar. 

Hver skyldi annars vera aldursforseti íslenskra bloggara?  Veit það einhver?


Gurbanguly Berdymukhammedov

20070127issuecovUS160Græna byltingin í heiminum virðist halda áfram af fullum þunga.  Forsíða Economist og forystugrein er nú lögð undir spurninguna um hvernig BNA geti orðið leiðandi á þessu sviði.  Ég finn það greinilega nú í heimsókn minni hingað vestur að umræðan er að breytast, endurvinnsla er komin í gang, umhverfisvænir bílar farnir að sjást og fleira smátt.  Einnota menningin er hins vegar alveg gengdarlaus.  Látum vera að í mötuneyti á vinnustað sé matur borinn fram á pappadiskum með einnota glösum og hnífapörum, en einnota bakkar undir allt saman er of langt gengið.

Fyrirsögn þessarar færslu kemur umhverfismálum hins vegar lítið við.  Ég rak augun í grein þessu sama hefti Economist um að tannlæknirinn og heilbrigðisráðherran Gurbanguly Berdymukhammedov mun vera sá sem búið er að sjá að muni ná völdum í Turkmenistan, nú þegar hinn snarbilaði Saparmurad Niyazov - Turkmenibashi - er allur.  Enn er víst ekki vitað mikið um hvað tekur við, margt bendir þó til þess að sápuóperan sem heimurinn hefur fylgst með úr fjarlægð í Turkmenistan haldi áfram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband