Færsluflokkur: Bloggar
24.1.2007 | 20:33
Handbolti í boði Aljazeera
Virkilega gaman af því hvað handboltinn er á mikilli uppleið í heiminum. Sérstaklega í múslimaheiminum. Þetta getur maður séð af því að meðal helstu styrktaraðila HM í handbolta er arabíska fjölmiðlaveldið Aljazeera.
Annað hvort er þetta merki um að IHF gangi mjög illa að finna styrktaraðila eða að Aljazeera sé ekki jafn illa þokkað á vesturlöndum og ég hélt. Nú eða að helstu vé handboltans séu nú ekki lengur innan hins vestræna heims.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2007 | 14:10
aðdáandi hrindinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 08:15
Vatn (e. water) úr landi
Ágæt úttekt í miðopnu Viðskiptablaðsins í dag um möguleika vatnsútflutnings héðan. Sú grein gefur þó ekki bara gott yfirlit yfir það hverjir hyggjast flytja út íslenskt lindarvatn og hvaðan heldur sýnir hún okkur sem ekkert vit höfum á viðskiptum hve íslenskt mál er orðið torskilið þeim sem standa í slíkri þjóðþrifastarfsemi.
Blaðið sér nefnilega þörf á því að setja inn skýringarorð á ensku fyrir þá sem ekki skilja íslensku almennilega, eða í það minnsta ekki nógu almennilega til að geta lesið sjö dálka grein í dagblaði hjálparlaust. Það á ekki bara við um orð og orðasambönd sem venjulegir Íslendingar skilja trauðla, eins og "kostgæfnisathugun (e. due dilligence)" og "20 til 40 feta vatnsgámum (e. small scale bulk water)", heldur líka orð og orðsambönd eins og "gæðavatn (e. premium)" (tvítekið í greininni, með skýringu í bæði skipti), "lindum (e. spring)", "hreinsuðu (e. purified)", "leyfi (e. certificate)", "snúist um smáaura (e. business of pennies - not dollars)".
Haldi einhver að verið sé að vísa til alþekktra hugtaka í viðskiptum má benda á að sé leitað (e. search) að orðasambandinu "business of pennies - not dollars" finnst ein niðurstaða (e. result) á Google. Þrjú dæmi (e. examples) fundust um "small scale bulk water". Eitt kanadískt (e. Canadian) og tvö íslensk, bæði frá Icelandia, einu fyrirtækjanna sem hyggjast flytja íslenskt vatn (e. water) úr landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 14:19
heimsmeistaramótið í hrindingum hafið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 10:40
merkimiðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 16:03
Formáli að formála um það að formálar eru slæmir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 19:28
nýja sjónvarpsstöð!
það væri nægt efni fyrir heila sjónvarpsstöð að fjalla um þversagnirnar sem fréttamenn leyfa sér hér á íslandi. einsog víðast hvar annarsstaðar þarsem enginn hefur eftirlit með valdi, þá er það misnotað. þannig misnota fjölmiðlarnir vald sitt daglega án þess að þurfa nokkurn tímann að svara fyrir það. mér varð hugsað til þessa þegar ég sá þá á stöð 2 þjarma að stjórnmálamönnum um hversvegna þessar fjárveitingar til byrgisins, þarsem guðmundur virðist hafa stundað ekki aðeins misnotkun á fólki og fé, heldur einnig fengið að haga sér einsog konungur í sjálfstæðu ríki án athugunar eða eftirlits. í sjálfu sér var maður fyrst ánægður með að fréttamenn þjörmuðu að einhverjum vegna þess máls sem hefur hneykslað alla. en svo mundi maður eftir því að það er ekki langt síðan, líklegast ekki nema tæp tvö ár að sömu fréttamenn þjörmuðu að sömu stjórnmálamönnum vegna þess að þeir höfðu látið það aðeins tefjast að koma fé til stuðnings byrgisins. þær ofsóknir fréttamanna stóðu í marga daga að stjórnmálamenn létu ekki fé af hendi rakna til þessa góða fólks sem aðstoðaði sjúka í byrginu! afhverju í ósköpunum settu ekki bara þessir fréttamenn samstarfsmenn sína á fréttastofunum í stólana og þjörmuðu að þeim. þá var byrgið dýrlingurinn en nú er það djöfullinn. hvenær verða fréttamenn nógu þroskaðir til að horfast í augu við eigin breyskleika, léleg vinnubrögð og stundum fantalegan þrýsting fyrir vondan málstað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 15:01
Eiður er týndur ...
Ein ágætasta hljómsveit landsins heitir því dægilega nafni Ég. Burðarásinn í Mér er Róbert Örn Hjálmtýsson, söngvari, gítarleikari, laga- og textasmiður, en sveitin hefur sent frá sér tvær frábærar hljómplötur, Skemmtileg lög og Plata ársins. Á síðari plötunni er lagið Eiður Smári Guðjohnsen sem túlkar í senn snilld hins afburða fótboltamanns, sem Eiður Smári vissulega er, en um leið efann og angistina sem fylgir því að vera í fremstu röð, nokkuð sem Ég þekki væntanlega mjög vel - það næðir um mann á toppnum og um leið og kastljósið beinist annað kemur efinn, angistin.
Þetta ágæta lag rifjaðist upp fyrir mér sl. laugardagskvöld þegar ég var staddur á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á leik Barcelonaliðanna FC Barcelona og RCD Espanyol de Barcelona. Espanyol er minna liðið í Barcelona, miklu minna reyndar þar sem FC Barcelona er eitt helsta fótboltalið heims, en Espanyol, sem er ári yngra lið, þvælist jafnan um miðja deildina (góð samantekt um liðið á Wikipediu, þar á meðal um undarlegt nafn þess).
Ég var þarna staddur í boði eins frammámanna Barcelona-borgar, sat í forsetastúkunni og átti kost á að þvælast niður á völl til að skoða mig um og heilsa upp á Eið Smára (hann vildi ekki tala við mig).
Ekki var að sjá á leiknum að Barcelona væri í öðru sæti deildarinnar en Espanyol neðan við miðju (nýbúnir að tapa fyrir Recreativo de Huelva í mjög slöppum leik). Heimamenn voru mun ferskari og ákveðnari og yfirspiluðu granna sína gersamlega framan af leiknum. Eftir það sigu þeir aftar á vellinum og leyfði Barca-mönnum að sýna knatttækni og sendingar en stoppuðu þá síðan ef þeir nálguðust markið.
Í slöku liði meistaranna var Eiður Smári einna bestur, duglegur þegar hann fékk boltann og átti tvö góð færi, annað sannkallað dauðafæri. Þess á milli var hann einmanalegur og eiginlega týndur, svona eins og segir í laginu góða: "Viltu finna mig, ég er týndur / hef ekki fengið boltann / í fimm mínútur"
Honum var síðan skipt útaf snemma í seinni hálfleik, en leiknum, lyktaði annars þannig að Espanyol vann sinn fyrsta sigur á Barcelona í fimm ár. Getur nærri að gestgjafi minn var afskaplega glaður.
Læt textann fylgja til áréttingar:
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
Maradonna
Jurgen Klinsmann
Roberto Baggio
Eiður Smári ...
Tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Viltu finna mig, ég er týndur
hef ekki fengið boltann
í fimm mínútur
ég var með boltann, áðan
og sólaði fjóra,
og skoraði mark
mér hefur aldrei liðið svona illa
í fætinum og hálsinum, gefiði á mig!!
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Albert Guðmundsson
Ásgeir Sigurvinsson
Arnór Guðjohnsen
Eiður Smári ...
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
(Maðurinn til vinstri við Eið á myndinni er Joan Laporta, forseti Barcelona, Frank Rijkaard þjálfari liðsins er til hægri. Laporta var þungur á brún á leiknum og yrti ekki á Daniel Sanchez Llibre forseta Espanyol. Rijkaard var líka styggur og sló bylmingshögg í hlið varamannaskýlisins þegar Espanyol komst aftur yfir, í 2:1, með marki Raul Tamudos.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 00:20
Tíunda hver kona á fimmtugsaldri er öryrki
Nýlega birtist afar áhugaverð úttekt á örorku á Íslandi í Læknablaðinu. Þar kemur meðal annars fram að örorka er algengari meðal kvenna og að 10. hver kona á fimmtugsaldri er öryrki. Konur á Suðurnesjum reynast eiga vinninginn, 11,5% þeirra er á örorku á meðan 7,1% kvenna á Vestfjörðum telst til öryrkja.
Þegar fjallað er um örorku og starfsgetu finnst mér oft gagnlegt að hugsa til sögunnar af Jean-Dominique Bauby sem eitt sinn var aðalritstjóri tískutímaritsins ELLE. Hann varð fyrir því einhverju mesta óláni allra ólána að fá heilablóðfall og læsast inn í líkama sínum í locked in syndrome, en í því heilkenni er hugsunin algerlega heil en maðurinn ófær um að hreyfa nokkuð annað en augun og er því í raun læstur inn í eigin líkama.
Þrátt fyrir þetta ástand, sem reyndar ekki svo mjög sjalgæft, skrifar maðurinn bókina "The Diving Bell and the Butterfly". Skriftirnar fóru fram þannig að einhver sat og las stafrófið upphátt þar til hann blikkaði auga og þannig gat hann skrifað einn staf. Milli þess sem hann var að skrifa varði hann síðan dögunum í að hugsa út hvað hann ætlaði að segja næst í bókinni.
Bókin er vel skrifuð, enda Bauby vel ritfær maður þegar hann varð fyrir áfallinu, og ég mæli með lestri hennar. Sagan er þörf áminnig um að fyrst Bauby gat fundið hjá sér styrk til þess að halda áfram störfum þá ættu allir að geta komið einhverju í verk. Kannski minnir hún líka á að öllum er nauðsynlegt að hafa einhver verkefni í lífinu, að hluti þess að lifa sé að hafa eitthvað fyrir stafni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 13:10
Óvænt að rekast á langalangafa
Það var óvænt og skemmtilegt að rekast á langalangafa, sem sést á meðfylgjandi mynd, í Kvæðum eftir Jón Thoroddsen. Tildrög kvæðisins virðast raunar jafn óvænt, því Lárus Blöndal sendi óvart í embættis bréfi til Jóns prívatbréf óuppbrotin og sum uppbrotin. Það er þá ekkert nýtt að menn séu utan við sig í fjölskyldunni. Jón svaraði Lárusi í bundnu máli:
Hér með sendist þér pistill Páls
að öllu leyti óuppbrotinn,
eigi að krapti neinum þrotinn
þó farið hafi fjöll og háls,
í Korintuborg hann komast á
og kontórlögum engum hlýða,
ei í mángara búðum bíða,
settu takmarki sínu ná,
alt einsog rjúpan Eyrarbakka
aumíngja konan til sem hlakkar
reytta í potti sínum sjá.
Þar er komin skýringin á því hve hlýtt afa mínum, Lárusi Blöndal, var til Jóns. Sá síðarnefndi gat raunar verið viðskotaillur eins og sést á kveðskap hans "Við burtför Gríms Þorgrímssonar frá Kaupmannahöfn", en téður Grímur Þorgrímsson var betur kunnur sem Grímur Thomsen. "Þetta er meira en meðalníð," var sagt við mig þegar mér var kennt kvæðið.
Heilum varpi héðan þér
hryssan Ránar löðurbarða,
en hvort kemur aftur, mér
ekki Grímur! þykir miklu varða.
---
Þá í geira gný eg var
Grímur sat í holu,
hnipraði sig hetjan þar,
og horfði undan golu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...