Út með íslenskuna?

Ekki er ég sammála þessari þróun.  Sjálfur var ég hluta af minni skólagöngu erlendis og á skólaaldri er ekki lengi gert að læra nýtt tungumál.  Einhvern tíma heyrði ég sögu af íslenskum foreldrum sem voru með barn á leikskóla í London og tóku eftir því dag einn að barnið var orðið altalandi á pakistönsku, bara eftir að hafa leikið sér með pakistönskum börnum. 

Hér á landi er orðið ótrúlega almennt að enskumælandi fólk komi og læri aldrei málið, tala bara ensku við alla eftir að hafa búið hér jafnvel áratugum saman.  Það á að vera almenn kurteisi að ef fólk býr árum lengur en örfá ár í landi eigi það að leggja sig fram við að læra málið.   Sérstaklega á það við um börnin, þau eru ekki nema fáeina mánuði að ná tökum á nýju tungumáli. 

Ef stjórnvöld ætla að fara að beita sér fyrir því að hér alist upp börn sem bara tala ensku í íslensku samfélagi hef ég áhyggjur af því að það verði verulegt skref í átt að íslenskan leggist af.

 


mbl.is Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennaátak Samfylkingar

Það er athyglisvert hversu illa Ingibjörgu Sólrúnu gengur að höfða til kvenna eftir að hún varð untitledformaður Samfylkingarinnar. Hún var einn af leiðtogum Kvennalistans, borgarstjóri í Reykjavík og í síðustu kosningum var hún forsætisráðherraefni Samfylkingar og var gert út á sérstöðu hennar sem konu í kosningabaráttunni. Í nýrri könnun sem fjallað er um í Morgunblaðinu kemur í ljós að 44% kvenna sem kusu Samfylkingu síðast myndu ekki kjósa hana ef kosið væri í dag. Skjálfti er kominn í stuðningslið Ingibjargar og gekk t.d. tölvupóstur frá stuðningskonum hennar milli manna fyrr í vetur þar sem kostir hennar voru tíundaðir. Stuðningskonur hafa skrifað greinar í blöð og núna síðast skrifar Kristrún Heimsdóttir stuðningsgrein í nýjasta hefti Krónikunnar.

En hvað veldur því að fylgið hverfur frá Samfylkingunni? Það er engin ein einföld skýring á því, frekar samspil nokkurra þátta. Hér á eftir koma nokkrar hugsanlegar skýringar og er þessi listi enganveginn tæmandi:

1. Samfylkingin er ekki mjög trúverðug þegar kemur að umhverfis- og stóriðjumálum. Þeir sem eru andvígi stóriðju og vilja leggja áherslu á umhverfismál vilja ekki fresta framkvæmdum, þeir vilja fá skýrt NEI líkt og Vinstri grænir bjóða upp á.

2. Evrópu og Evruumræða Samfylkingarinnar er ekki að skila þeim miklu. Í skoðanakönnunum er ekki mikill stuðningur við þau mál og það eina sem Ingibjörg Sólrún gerir er að fæla frá þá sem eru efins um ESB og Evruna.

3. Össur Skarphéðinsson gerir henni og flokknum síðan endalausar skráveifur með bloggi sínu og ummælum í fjölmiðlum. Það er flestum ljóst að hann virðist ljóma þegar fylgi Samfylkingarinnar mælist endurtekið mun minna en þegar hann var formaður.

4. Jón Baldvin Hannibalsson hefur, líkt og Össur, lítið gert til þess að hjálpa Ingibjörgu Sólrúnu. Það er engum formanni gott að hafa fyrrverandi formenn og leiðtoga endalaust gjammandi og með aðfinnslur í fjölmiðlum.

5. Ingibjörg vann góða sigra með R-listanum í Reykjavík en henni hefur ekki tekist að yfirfæra sterka stöðu sína sem leiðtoga R-listans yfir á formensku sýna hjá Samfylkingu. Sennilega spilar þar inn í hvernig hún hvarf frá borgarstjórastólnum, þar sem flokksmönnum hinna R-listaflokkanna fannst þeir sviknir, og hvernig hún beið með að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Þegar hún loksins bauð sig fram til formennsku var hún ekki lengur sá sterki leiðtogi sem hún var sem borgarstjóri R-listanns.

6. Ingibjörg Sólrún vill fá stuðning kvenna, en samt sá hún sér ekki fært að styðja Steinunni Valdísi í leiðtogavali í borginni né í þingsæti í prófkjöri. Engin gagnrýni hafði komið fram á störf Steinunnar sem borgarstjóri frá flokkssystkinum og því hefðu flestir talið að réttast væri fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að styðja hana en hún valdi Dag B. Eggertsson. Kjósendur Samfylkingar sjá þetta og finnst það því ekki trúverðugt þegar stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar reyna að höfða til kjósenda út á það að hún sé kona.

Sennilega geta lesendur komið með enn fleiri skýringar á lánleysi Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þessa dagana. Það verður áhugavert að sjá hvort að Ingibjörgu Sólrúnu takist að snúa stöðunni við og sannfæra kjósendur um að Samfylkingin sé raunhæfur kostur í næstu kosningum.


mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar, konur og bílar

Hjalti velti því fyrir sér í fyrri færslu hvort "sömu heilastöðvar [séu] að verki þegar kemur að því að styðja sína menn, hvort sem um er að ræða stjórnmál eða fótbolta".  Fleiri slíkum tengingum má velta fyrir sér. Góður vinur minn var t.d. á mannamóti um daginn og sat þar til borðs með nokkrum körlum (á besta aldri) sem áttu það sameiginlegt að hafa kynnst eiginkonum sínum á unglingsárum. Þeir áttu líka sameiginlegt að hafa átt fáa bíla og jafnvel endað með að aka þeim útkeyrðum á haugana frekar en að skipta reglulega út fyrir nýjan.  Þóttust þessir mætu menn jafnframt vita að á nærliggjandi borðum sætu aðrir sem alltaf keyrðu á nýjum bílum og héldust jafnframt aldrei lengi í sambandi.

Eftir að hafa heyrt af þessari vísindalegu úttekt veit ég hvaða spurningu ég legg fyrir mína tilvonandi tengdasyni þegar þar að kemur: "Hefur þú mikinn áhuga á bílum?" Og fyrir ykkur hina sem eruð hamingjusamlega giftir, varið ykkur á auglýsingunum um "nýja fjölskyldubílinn."


Ofbeldisöldur þjóða og friðarhreyfingar

Fyrir marga var það ákveðið undrunarefni þegar Ísraelar byggðu sér vegg til að verjast ofbeldinu frá Palestínumönnum, að í stað þess að ofbeldi linnti við það þá fékk það útrás annars staðar, því Palestínumenn fóru að berjast hver gegn öðrum. Rétt einsog ofbeldið væri til staðar fyrst og fremst vegna sjálfs sín en það væri ekki tilkomið vegna málstaðar, óréttlætis eða kúgunar. Gunnar Heinsohn, háskólaprófessor í Bremen, gaf út tímamótaverkið "Söhne und Weltmacht" árið 2003. Samkvæmt rannsóknum Gunnars er það óumflýjanlegt að þjóðfélög lendi í vandræðum ef aldurshópurinn milli 15 og 29 ára verður svo fjölmennur að hann nái að 30% þjóðarinnar. Af þeim 67 löndum í heiminum þarsem svo stór hluti þjóðarinnar er á þessum aldri búa 60 þeirra við borgarastríð eða annarskonar ofbeldisöldur og uppreisnir. Þegar litið er til þeirra átaka- opalestineg óeirðasvæða sem þekktust hafa verið í heiminum undanfarin tuttugu ár virðist sem hægt hafi verið að sjá það fyrir, ekki með því að líta til einhvers óréttlætis, heldur með því að líta til þess hvar of stórar bylgjur ungs fólks eru að koma til vits og ára. Í Írak bjuggu fimm milljónir manna árið 1950 en í dag búa þar 25 milljónir þrátt fyrir endalaus stríð og átök. Síðan 1967 hefur fjöldi íbúa á Gaza og Vesturbakkanum aukist úr 400.000 í 3,3 milljónir, þar af er um helmingur fólksins undir 30 ára aldri. Vandamálið í þessum þjóðfélögum er fyrst og fremst að þau eru ekki viðbúin þessu. Þau hafa ekki störf eða tækifæri fyrir allt þetta unga hæfileikaríka fólk. Öfund, metnaður og aðrar hvatir mannskepnunnar brjótast út í ofbeldi innan þjóðfélags sem hefur ekki nógu margar dyr til að opna fyrir þessum fjölda hæfileikafólks. Gunnar færir kenningar sínar afutr í söguna og skýrir með þeim hvernig velflestar útrásir þjóða og ofbeldisöldur orsakast af þessu.

Áhugaverð er ábending Gunnars um þann mun sem er að verða á þjóðfélögum Vesturlanda og annarra. Hvernig Vesturlönd eru orðin að einbirnisþjóðfélögum þarsem foreldrar eiga venjulega eitt til tvö börn. Fólk sendir ekki barnið sitt í stríð eða aðra hættuför ef það á bara eitt. Foreldrar sem eiga fimmtíu börn eru líklegri til þess. Gunnar vill meina að friðarhreyfingin sem rís eftir seinni heimsstyrjöldina í Evrópu sé tilkomin vegna þessa. Sú hreyfing muni vaxa í samræmi við minnkandi barneignir en minnka í samræmi við auknar barneignir. Ef kenningar Gunnars eru réttar er ástæðan fyrir ofbeldinu á hernumdu svæðum Palestínu ekki kúgun Ísraela, óréttlæti þerirra eða fantaskapur heldur ofbeldi sem ekki er umflúið. Friðarhreyfing Evrópur er þá ekki tilkomin vegna einhverrar skynsemisöldu, réttlætiskenndar eða samkenndar heldur eðlileg viðbrögð einbirnisþjóðfélags, byggt af foreldrum sem eiga fá börn. 

 (Pistillinn birtist einnig í Viðskiptablaðinu í dag)


Hægri - Vinstri, Rauður - Blár, Svartur - Grænn

Stjórnmálamenn allra flokka held ég að séu í raun sammála um markmið - þeir stefna allir að betra þjóðfélagi og auknum lífsgæðum.  Eina sem greinir skoðanir þeirra í sundur eru leiðirnar að þessu sameiginlega markmiði.

Af öllum þeim óteljandi málum sem þarf að taka afstöðu til í þjóðfélaginu skiptast stjórnmálaflokkarnir yfirleitt til hægri eða vinstri, allt eftir því hversu langt á að ganga í samtryggingu og samneyslu.  Þó enn sé verið að rífast eitthvað um hvar þessi mörk eigi að liggja er þetta atriði ekki lengur helsta átakalínan í stjórnmálum.  Flestir virðast vera að hallast að því að farsælast sé að einkaaðilar sjái um að byggja upp öflugt atvinnulíf en að ríkið sjái um að tryggja lágmarksöryggi og samtryggingarnet.  Að minnsta kosti er erfitt að deila um í hvaða samfélögum lífsgæði almennings eru best og draga þann lærdóm að þjóðfélagsskipulagið þar hljóti að vera skynsamlegt.

Helstu deilumálin í nú virðast snúast um hvort menn séu svartir eða grænir, það er, hversu langt menn vilja ganga í að nýta náttúruna í þágu iðnaðarins eða setja takmarkandi reglur á atvinnulíf og einstaklinga til að vernda náttúruna. 

Í raun finnst mér vera hægt að nálgast þessi mál með því að setja upp forgangsröðunarlista sem hafa ég myndi vilja sjá að væri höfð til hliðsjónar við ákvarðanir sem varða okkur öll:

1. Náttúran

2. Mannlífið

3. Hagkerfið

Náttúra jarðarinnar er undirstaða alls lífs, ekki bara okkar heldur allra þeirra kynslóða sem vonandi eiga eftir að búa á jörðinni eftir okkar dag.  Við höfum engan rétt til þess að skila jörðinni í verra ástandi en við tókum við henni og því á hagur náttúrunnar að skipta okkur mestu máli við allar ákvarðanir sem teknar eru.  Lífríki jarðarinnar er alltaf mikilvægara heldur en stundarhagsmunir okkar hvað varðar hagvöxt næsta kjörtímabil.

Hjá mörgum virðist þessi forgangsröðun öfug; aukinn hagvöxtur séður sem æðsta takmark hvers þjóðfélags og þar á eftir kemur almannahagur.  Náttúran er síðan bara afgangsstærð, enn eru ótrúlega margir sem ekki geta hugsað til þess að þrengja hag atvinnulífsins til að vernda náttúruna. 

Þeir bara átta sig ekki á því hvaða afleiðingar gjaldþrot náttúrunnar mun hafa.

 

 

P.s. horfið á Kompás á Sunnudaginn - var að heyra að umfjöllunin þar verði afar áhrifaríkt innlegg í þessa umræðu

 

http://wulffmorgenthaler.com/

evianfiskur


Paris Hilton of stór fyrir AP?

Þetta er forvitnileg tilraun hjá fréttastofunni AP að loka á allar fréttir af Paris Hilton.

En þetta er svo sem ekkert sérlega frumlegt. Fjölmiðlar hafa oft útilokað fólk og jafnvel heila þjóðfélagshópa frá umfjöllun og það tíðkast enn víða í heiminum. Eflaust finnast dæmi þess á Íslandi. Mér hefur aldrei fundist mikið til slíkra vinnubragða koma.

Svo étur þetta skottið á sjálfu sér. AP ákveður að birta ekki fréttir af Paris Hilton og jafnvel það verður stórfrétt. Þannig að jafnvel engar fréttir af Paris Hilton eru stórfrétt.

Síðan er það óneitanlega spaugilegt að AP endist í aðeins átta daga án fréttar um Paris Hilton. Það er náttúrlega ekkert annað markvert að gerast í heiminum!

Hvað varð svo til þess að fréttabanninu var aflétt og AP afbar ekki lengur þögnina, - útrunnið ökuskírteini!


mbl.is AP hætti fréttaflutningi af Paris Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bækurnar hundrað sem fólk getur ekki lifað án

pride%20and%20prejudice Eflaust þarf hroka og hleypidóma til að búa til lista yfir þær bækur sem eru í mestum metum hjá lesendum. Í tilefni af alþjóðlega bókadeginum gerðu tvö þúsund breskir lesendur einmitt það, völdu hundrað bækur sem þeir geta ekki lifað án, og varð skáldsaga Jane Austen, Hroki og hleypidómar, í efsta sæti.

Það er ánægjulegt að sjá hversu hátt skrifaðar sögurnar um Harry Potter eru, en annars eiga skáldsögur úr samtímanum ekki upp á pallborðið. Efst þeirra varð Birdsong eftir Sebastian Faulks í 17. sæti og eflaust má skrifa samsærisbók um það að Da Vinci Code hafi ekki náð ofar en í 42. sæti.

Þeir sem tryggðu Biblíunni sjötta sætið voru yfir sextugu, þó að hún hafi verið á meðal 10 efstu bóka hjá öllum aldurshópum yfir 25 ára aldri. Hún var fjórða vinsælust hjá fólki yfir sextugu, en í nítjánda sæti hjá unglingum yngri en 18 ára.  

Önnur könnun var kynnt í tilefni af bókadeginum mikla. Þar kom fram að 42% breskra lesenda vilja að bækur endi vel, en aðeins 2,2% vilja að þær endi illa. Konur eru 13% líklegri til að vilja hugljúfan endi og fimmtungur karla er mest fyrir bækur með óræðan endi. Athyglisvert er að 8,6% þeirra sem eru undir 16 ára aldri vilja helst að bækur endi illa, - hvað segir það um unglingana? 

Annars líkaði 27% lesenda best endirinn á Hroka og hleypidómum og næst á eftir fylgdi To Kill A Mockingbird með 12%. Lesendur vildu helst breyta endinum á fjórum bókum til hins betra, Tess of the D'Urbervilles, Wuthering Heights, Gone With the Wind og 1984. Annars er listinn yfir hundrað bækurnar sem breskir lesendur geta ekki lifað án svona:

1 Pride and Prejudice Jane Austen

2 The Lord of the Rings JRR Tolkien

3 Jane Eyre Charlotte Bronte

4 Harry Potter series JK Rowling

5 To Kill a Mockingbird Harper Lee

6 The Bible

7 Wuthering Heights Emily Bronte

8-9 Nineteen Eighty-Four George Orwell

8-9 His Dark Materials Philip Pullman

10 Great Expectations Charles Dickens

11 Little Women Louisa M Alcott

12 Tess of the d'Urbervilles Thomas Hardy

13 Catch-22 Joseph Heller

14 Complete Works of Shakespeare William Shakespeare

15 Rebecca Daphne Du Maurier

16 The Hobbit JRR Tolkien

17 Birdsong Sebastian Faulks

18 Catcher in the Rye JD Salinger

19 The Time Traveler's Wife Audrey Niffenegger

20 Middlemarch George Eliot

21 Gone With The Wind Margaret Mitchell

22 The Great Gatsby F Scott Fitzgerald

23 Bleak House Charles Dickens

24 War and Peace Leo Tolstoy

25 The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy Douglas Adams

26 Brideshead Revisited Evelyn Waugh

27 Crime and Punishment Fyodor Dostoyevsky

28 Grapes of Wrath John Steinbeck

29 Alice in Wonderland Lewis Carroll

30 The Wind in the Willows Kenneth Grahame

31 Anna Karenina Leo Tolstoy

32 David Copperfield Charles Dickens

33 Chronicles of Narnia CS Lewis

34 Emma Jane Austen

35 Persuasion Jane Austen

36 The Lion, The Witch and The Wardrobe CS Lewis

37 The Kite Runner Khaled Hosseini

38 Captain Corelli's Mandolin Louis de Bernières

39 Memoirs of a Geisha Arthur Golden

40 Winnie the Pooh AA Milne

41 Animal Farm George Orwell

42 The Da Vinci Code Dan Brown

43 One Hundred Years of Solitude Gabriel Garcia Marquez

44 A Prayer for Owen Meaney John Irving

45 The Woman in White Wilkie Collins

46 Anne of Green Gables LM Montgomery

47 Far From The Madding Crowd Thomas Hardy

48 The Handmaid's Tale Margaret Atwood

49 Lord of the Flies William Golding

50 Atonement Ian McEwan

51 Life of Pi Yann Martel

52 Dune Frank Herbert

53 Cold Comfort Farm Stella Gibbons

54 Sense and Sensibility Jane Austen

55 A Suitable Boy Vikram Seth

56 The Shadow of the Wind Carlos Ruiz Zafon

57 A Tale Of Two Cities Charles Dickens

58 Brave New World Aldous Huxley

59 The Curious Incident of the Dog in the Night-time Mark Haddon

60 Love In The Time Of Cholera Gabriel Garcia Marquez

61 Of Mice and Men John Steinbeck

62 Lolita Vladimir Nabokov

63 The Secret History Donna Tartt

64 The Lovely Bones Alice Sebold

65 Count of Monte Cristo Alexandre Dumas

66 On The Road Jack Kerouac

67 Jude the Obscure Thomas Hardy

68 Bridget Jones's Diary Helen Fielding

69 Midnight's Children Salman Rushdie

70 Moby Dick Herman Melville

71 Oliver Twist Charles Dickens

72 Dracula Bram Stoker

73 The Secret Garden Frances Hodgson Burnett

74 Notes From A Small Island Bill Bryson

75 Ulysses James Joyce

76 The Bell Jar Sylvia Plath

77 Swallows and Amazons Arthur Ransome

78 Germinal Emile Zola

79 Vanity Fair William Makepeace Thackeray

80 Possession AS Byatt

81 A Christmas Carol Charles Dickens

82 Cloud Atlas David Mitchell

83 The Color Purple Alice Walker

84 The Remains of the Day Kazuo Ishiguro

85 Madame Bovary Gustave Flaubert

86 A Fine Balance Rohinton Mistry

87 Charlotte's Web EB White

88 The Five People You Meet In Heaven Mitch Alborn

89 Adventures of Sherlock Holmes Sir Arthur Conan Doyle

90 The Faraway Tree Collection Enid Blyton

91 Heart of Darkness Joseph Conrad

92 The Little Prince Antoine de Saint-Exupery

93 The Wasp Factory Iain Banks

94 Watership Down Richard Adams

95 A Confederacy of Dunces John Kennedy Toole

96 A Town Like Alice Nevil Shute

97 The Three Musketeers Alexandre Dumas

98 Hamlet William Shakespeare

99 Charlie and the Chocolate Factory Roald Dahl

100 Les Misérables Victor Hugo


mbl.is Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Al Gore umhverfissóði?

gore200 Á dögunum fékk kvikmynd um glærusýningu Al Gores, "An Inconvenient Truth", Óskarsverðlaun. Al Gore hefur ferðast vítt og breytt undanfarna áratugi með glærusýninguna og haldið fyrirlestra. Hann hefur dregið saman mikið magn upplýsinga um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar og hvetur alla til þess að bregðast við. Hann hvetur m.a. til orkusparnaðar og hvetur einstaklingana til þess að byrja að spara orku heima hjá sér. Ef að allir sýni ábyrgð þá náist árangur!

Daginn eftir að myndin fékk Óskarsverðlaun birti rannsóknarmiðsöðin "The Tenessee Center for Policy Research" upplýsingar um orkunotkun á heimili Al Gores í Tennessee. Þar sést að hann er ekki mikið að spara orku sjálfur, þó svo að hann hvetji aðra til þess. Heimili Al Gores notar meira rafmagn á einum mánuði en meðalheimili í Bandaríkjunum notar á heilu ári. Þeir fullyrða líka að orkunotkun á heimili Al Gores hafi aukist eftir frumsýningu myndarinnar og segja að Al Gore verði að sýna gott fordæmi þegar komi að orkusparnaði.

 

its_summer

 


að mynda sér skoðun

Ég veit í sjálfu sér ekki hversvegna þessi skyldurækni er svona djúp í manni að mynda sér skoðun um alla skapaða hluti en hef verið hugsað til þess í hinu flókna Bolludagsmáli. Málið er svo flókið og Hreinn Loftsson svo sannfærandi í skrifum sínum á meðan mér finnst Davíð og Illugi hafa verið það líka að manni getur fallist hendur.

Manni finnst það mikilvægt í lýðræðisríki að leggja skynsömum málum lið og andmæla óskynsömum málum þótt hagur manns tengist ekki málinu á nokkurn hátt. Svo er maður alltaf að meiða einhvern eða særa með skoðunum sínum þannig að maður er tekinn fyrir á pöbbum og stoppaður úti á götu af einhverjum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta í málinu.

Störf mín hafa yfirleitt tengst því að hafa skoðun á hlutunum, hvort sem það hefur verið við kvikmyndaleikstjórn, bókaskrif eða blaðamennsku þannig að þetta venst. En það er eiginlega aðeins eitt starf þarsem ég hef fengið að njóta þess að hafa sterkar og skýrar skoðanir án þess að særa nokkurn mann. Það var þegar ég sá um heimsmeistarkeppnina í knattspyrnu árið 1998 fyrir Vísi.is. Ástríðufull skrif mín um boltann vöktu aðeins gleði manna, jafnvel þótt ég dæmdi óhikað suma vinsæla knattspyrnumenn sem fitubollur, litu út einsog bifvélavirkjar, væru óþarfa eyðsla á andrúmslofti, plássi og peningum. Þannig geta jafnvel ósanngjarnar og fordómafullar yfirlýsingar bara verið til gleði á meðan mennirnir sem fá dómana yfir sig eru fjarri. Annað væri uppi á teningnum ef ég hefði staðið fyrir framan þessa menn og dæmt þá með þessum hætti. Maður skilur alveg að leikari geti brugðist illa við þegar maður með ástríðufullum lýsingum segir honum hvað hann hafi staðið sig hörmulega. En maður verður að segja honum það, það er hluti af starfi manns. Aftur á móti verður maður ekki að mynda sér skoðun á Bolludagsmálinu, Brennu Njálssögu, stríðinu í Súdan eða nýjustu plötu Múm. Þá er bara að halla sér aftur á bak í sófanum og kveikja á boltanum.


Hreinn Loftsson svarar fyrir sig á Hrafnasparki

Það er athyglisvert hversu áhrifaríkt bloggið getur verið og náð til margra. Þannig skrifaði krumminn Árni Matthíasson pistil í síðustu viku um Krónikuna undir yfirskriftinni "Krónikan klikkar", þar sem hann hrakti fullyrðingar sem komu fram í fréttaskýringu Krónikunnar um Baugsmálið.

Í Krónikunni var því haldið fram að Illugi Gunnarsson, þáverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, hefði aldrei tjáð sig um fund Davíðs og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs í Lundúnum. Árni benti á að Illugi hefði sagt í Morgunblaðinu 4. mars, 2003: "Eins og ég hef áður sagt þá er frásögn forsætisráðherra af málinu bæði nákvæm og rétt".

Jón Valur Jensson kom með athugasemd við færslu Árna og sagði:

Það er mjög athyglisvert, sem þú dregur hér fram, Árni, þ.e. beinharðar staðreyndir um það sem viðstödd vitni hafa sagt um þessi mál. Ótrúleg er sú "fyndni" Hreins að láta þetta út úr sér í upphafi, verð ég að segja og tek undir það með þér, að Sigríður Dögg (sem svo mjög hefur verið rómuð fyrir rannsóknarblaðamennsku) ætti að vita þetta betur en ætla má af hennar villandi klausu í nefndu blaði. Það verður fróðlegt að sjá, hvaða mynd hin vænta leiðrétting hennar mun taka á sig.

Hreinn Loftsson skrifaði þá langa athugasemd á Hrafnasparkið til þess að svara Jóni Vali og var hreint enginn hlátur í hug. Bréfið fer hér á eftir og birtist á Hrafnasparkinu áður en hann mætti til skýrslutöku í Héraðsdómi. Hreinn hefur staðfest það við Hrafnaspark að það sé frá sér, en eins og menn vita er tölvutækninni síst treystandi í þessum efnum. Nú bíður Hrafnasparkið aðeins eftir því að Davíð Oddsson og Illugi Gunnarsson komi með sína útgáfu af atburðarásinni inn á Hrafnasparkið:

Menn hafa gleymt punktinum.  Króníkan eins og aðrir.  Davíð Oddssyni voru aldrei boðnar mútur eða tilraun gerð til þess að bera á hann mútur.  Öðru nær.  Aðspurður í MBL og KASTLJÓSI sagði hann að hann ætlaði mér ekki slíkt.  Sagan ("smjörklípan") var einmitt svo slóttug vegna þess að hann sagði að ég hefði trúað sér fyrir því að Jón Ásgeir hefði á einhverjum tímapunkti áður nefnt þetta við mig en ég drepið hugmyndina vegna þess að Davíð Oddsson væri ekki slíkur maður (og ég tek fram að hann er ekki slíkur maður).  Jón Ásgeir hefði á hinn bóginn látið sér til hugar koma að Davíð Oddsson væri slíkur maður og að ég hafi sagt honum þetta, trúað honum fyrir þessu.  Hann gat þess ekki í viðtalinu við RUV undir hvaða kringumstæðum þetta var sagt eða í hvaða samhengi, þ.e.a.s. að ég hefði sagt sér þessa sögu sem svar við söguburði hans um feðgana í Bónus.  Menn skyldu ekki trúa öllu sem sagt væri um nafntogaða menn.  Um hann (Davíð Oddsson) væru sagðar sögur sem ég legði ekki trúnað á, t.d. hefði Jón Ásgeir sagt mér sögu sem gengi manna á meðal um meinta greiðslu að fjárhæð 300 m. kr. og slegið fram í framhaldinu hvort þetta væri kannski aðferðin!  (Á ensku kallast þetta "sarcasm", "bitter irony" eða kaldhæðni á íslensku).  Davíð greip þetta á lofti -áróðursmaðurinn sem hann er og sneri þessu strax upp í andhverfu sína - en ég sagði honum um leið að þetta hefði verið sagt í hálfkæringi af Jóni Ásgeiri.  Engin alvarleg meining hefði legið þar að baki.  Þetta hefði verið nefnt í dæmaskyni um hve varlegt væri að leggja trúnað á söguburð. Hér var aðalatriðið auðvitað slúðrið en ekki kaldhæðni Jóns Ásgeirs.  Ég minnti hann einmitt á að morgni "bolludagsins" - þegar hann hringdi í mig áður en hann fór í viðtalið á RUV  - að ég hefði notað orðið "hálfkæringur" strax þarna um kvöldið.  Þetta var ekki sagt sem fyndni af minni hálfu heldur til að vara Davíð Oddsson við að trúa kjaftasögum.  Þetta er því ekta "smjörklípa" hjá honum.  Hlutir teknir úr samhengi til að draga athyglina frá óþægilegri umræðu um önnur mál.  Í þessu tilviki - í framhaldi af lýsingu Fréttablaðsins frá því á laugardeginum fyrir "bolludaginn" - hvað vissi Davíð Oddsson um aðdraganda Baugsmálsins?  Vissi hann eitthvað?  Hitt er síðan annað mál að stuðningsmenn Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum og annars staðar fóru að spinna, t.d. með því að spyrja: "já, en er það ekki einmitt svona sem menn ámálga slíka hluti" o.s.frv.  Þá vil ég einnig mótmæla því að þetta hafi verið eitthvað fyllerí þarna úti í London eins og stundum er haldið fram manna á meðal og í fjölmiðlum, nú síðast í Morgunhananum á Útvarpi Sögu í morgun.  Á hinum eiginlega fundi okkar tveggja í Lundúnum 26. janúar 2002 drakk annar kaffi en hinn te.  Um kvöldið fóru menn út að borða og Illugi Gunnarsson bættist þá í hópinn.  Á "bolludaginn" 2003 hélt Davíð Oddsson því fram að Ilugi hefði verið viðstaddur þegar umrætt samtal átti sér stað, en ég benti þá á, að hann hefði ekki verið í London þegar við hittumst en komið til kvöldverðar með okkur, einnig benti ég á að Illugi hefði horfið frá hótelinu, eftir að þangað kom, þegar kvöldverðinum lauk, og verið burtu í "drykklanga" stund!  Ég benti á þetta í "bolludagsfárinu" að þetta væri ekki rétt hjá Davíð Oddssyni og þá varð hann að breyta frásögn sinni.  Illugi Gunnarsson sagði opinberlega að hann hefði heyrt á þetta tal og frásögn Davíðs Oddssonar væri rétt, en ég tel víst að hann hafi ekki verið viðstaddur eða í það minnsta ekki hlýtt á þessi orðaskipti okkar Davíðs Oddssonar.  Sjálfan uppsagnar- og uppgjörsfund okkar Davíðs Oddssonar sátu aðeins tveir menn, ég og hann.  Þessa samræðu á hótelinu áttu aðeins tveir menn, ég og Davíð Oddsson.  Eftir heimkomuna og fram í febrúar 2002 áttum við Davíð Oddsson nokkur samskipti þegar ég gekk frá störfum mínum fyrir hann sem forsætisráðherra og ég varð þess ekki var þá að hann teldi að alvarlegir hlutir hefðu gerst í samskiptum okkar.  Öðru nær.  Hann þakkaði mér með hlýjum orðum fyrir náið og gott samstarf og góðan árangur við framkvæmd einkavæðingar á árunum 1992-2002.  Kveðja, Hreinn Loftsson.


mbl.is Baugsmálið: Hreinn Loftsson yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband