Kynlíf, meyjarhaft og fermingarmynd

Enn berast tilnefningar til rauðu hrafnsfjaðrarinnar frá krummafélögum. Nú er það Stefán Eiríksson sem bendir á athyglisverða kynlífslýsingu úr Sögunni af Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Fyrst nefnir hann skemmtilegt brot, þar sem kynlíf kemur við sögu:

- Sæl, heillin, segir pabbi.
- Hæ, segi ég.
- Hvar varst þú?
- Ég var á Skólavörðustíg 22.
- Hvað varstu að gera þar?
- Ég var að ríða.

Og svo kemur tilnefningin:

- Hefurðu gert það?
- Hvað?
- Það sem við erum að fara að gera.
- Hvað?
- Ríða, veistu ekki hvað þar er, Bíbí?
Þögn, ég svara ekki þessari spurningu.
- Þú þarft ekki að vera feimin, vertu bara róleg og liggðu alveg kyrr, elskan, þú ert svo yndisleg.
Ég geri eins og hann segir; ég ligg marflöt, róleg og þegjandi og finnst lyktin af honum ótrúlega góð, ég týni mér í hvítu ljósinu hans og finnst ég hljóti að vera með hamingjusamari manneskjum. Sársauka finn ég engan enda meyjarhaftið löngu farið veg allrar veraldar.
Þegar við erum búin - ég er búinn, elskan, guð hvað þetta var gott - rís hann glaður á fætur, segist ætla að gefa mér´dálítið og réttir mér fermingarmynd af sér og biður mig að hafa hann alltaf nálægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband