Andrúmsloft leyndarhyggju eða hvað?

Er þetta ekki frekar ódýrt lýðskrum hjá Valgerði utanríkisráðherra að slá um sig með yfirlýsingum um að  hún vilji ekki viðhalda andrúmslofti leyndarhyggju? Í gær aflétti hún leynd af viðaukum við varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951 sem er hið besta mál, en að láta eins og með því sé hún, fyrst ráðherra, að brjótast út úr einhverju andrúmslofti leyndarhyggju er kjánalegt. Þegar hún var spurð að því á Ríkisútvarpinu í gær hvort hún myndi ekki aflétta leynd af núverandi varnarsamningi við Bandaríkin sagði hún eitthvað á þá leið að í samningnum væru svo vandmeðfarnar upplýsingar um varnir landsins að það væri nauðsynlegt að halda þeim leyndum. En samt vill hún ekki viðhalda andrúmslofti leyndarhyggju!

Ætli það sé ekki þannig að á hverjum tíma þá séu einhverjar upplýsingar, eða samningar, sem að ríkið gerir sem nauðsynlegt sé að ákveðin leynd hvíli á eða trúnaður ríki um. Það er síðan nauðsynlegt að það séu skýrar reglur um það hvað séu trúnaðargögn og hversu lengi leyndin eigi að hvíla, þannig að blaðamenn og fræðimenn viti hvenær þeir geti komst í viðkomandi gögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Gunnarsson

jú, hálfgert lýðskrum, en velheppnað hjá henni.  hún kemur út einsog töffari. 

Börkur Gunnarsson, 20.1.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband