Sótt að Moggablogginu

Nú sá maður í fréttum að vísir.is ætlar að blása til sóknar í blogg- og netheiminum. Þeir eru búnir að fá Steingrím Ólafsson til þess að reyna að "poppa" upp visir.is og gera hana notendavænni. Steingrímur segist vera sáttur við Moggabloggið og segir að það sé betra format en hjá Vísi. Þetta á sennilega ekki bara við um þá sem blogga, heldur líka þá sem fara um netið og lesa blogg. Þeir sem skauta yfir netheiminn á hverjum degi finnst flestum viðmót mbl.is vera þægilegt og notendavænt og sýnist manni að visir.is hafi "tapað" í keppninni um notendur, hvort sem það eru bloggarar eða lesendur. Það er vitanlega hálf fáranlegt að líta á þetta sem einhverja keppni, en eigendurnir sjálfir virðast gera það, sem sést á því að visir.is blæs til sóknar og vill ná til sín bloggurum og lesendum.

Moggabloggið hefur tekist vel og sést það best á því hversu bloggurum hefur fjölgað á undanförnum mánuðum. Margir "stórbloggarar" hafa fært sig yfir á Moggabloggið og hefur umferðin bara aukist við það. Það er þó einn "stórbloggari", Stefán Pálsson, sem er í einhverskonar stríði við Moggabloggið og telur sig vera talsmann "frjálsu" bloggarana sem ekki vilja gangast undir ógnarvald Moggabloggsins. Hann bloggar á einhverju sem heitir kaninka.net og endar flestar bloggfærslur sínar þessa dagana á einhverjum athugasemdum um Moggabloggið, eins og t.d.: "Hitt veit ég að gott væri að eiga góða svipu og láta höggin dynja á Moggablogginu".

En hvað sem mönnum finnst um þann sem hýsir bloggið, hvort sem það er mbl.is, visir.is eða kaninka.net þá er það vitanlega innihaldið sem skiptir öllu máli og þá er vitanlega mikilvægt að það sé einfallt og auðvelt að blogga, eins og á mbl.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Blöndal

Þó að ákveðin þversögn felist í því, þá er ekki hægt að hugsa sér betri auglýsingu fyrir Moggabloggið en pistla Stefáns Pálssonar.

Ég leyfi mér að fullyrða að hann sé, að öðrum ólöstuðum, maðurinn á bakvið velgengni Moggabloggsins.  

Pétur Blöndal, 18.1.2007 kl. 12:02

2 identicon

Það er fráleitt, að Vísisbloggið geti skákað Moggablogginu, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að þúsundum athugasemda (jákvæðra sem neikvæðra) við greinar í Fréttablaðinu virðist hafa verið eytt af Visir.is !!! Þeir, sem leggja inn alvöru-, jafnvel þungavigtar-athugasemdir á vefslóðir um þýðingarmikil mál, hafa engan áhuga á því, að þær séu skyndilega og upp úr þurru látnar hverfa, eins og gerðist þar á bæ í haust eða vetur, við einhvers konar andlitslyftingu Vísisvefjarins. Slíkt má jafnvel telja atlögu að höfundarrétti, a.m.k. fyrir þá sem ekki hafa tekið afrit af bloggum sínum. En ef aðstandendur Visir.is hugsa sér að endurreisa gamla vefinn og geta enn bjargað efni hans á netið, þá myndi ég fagna því.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Börkur Gunnarsson

Þetta er áhugavert, sérstaklega þarsem ég er svoddan þumbi í þessu og hef svo lítið kynnt mér blogg heima að ég eiginlega vissi ekki af neinu öðru bloggi en moggablogginu.  Þó hafði ég heyrt af einhverjum (líklegast þessum stefáni) sem byggði pistla sína nær eingöngu á hatri á þessu moggabloggi - sem er alltaf áhugavert þegar meginstefna fólks eða flokka er hatur á einhverjum öðrum, en ekki svo áhugavert að ég nenni að kynna mér stefnu þess fólks eða þeirra flokka.

Börkur Gunnarsson, 18.1.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband