21.12.2006 | 11:33
Er þetta Baggalútur?
Baggalútur er sennilega ein skemmtilegasta hljómsveitin um þessar mundir. Það er sama hvað þeir gefa út, allt virkar. Á innan við 3 árum eru þeir búnir að gefa út 3 plötur og allar rjúka þær úr hillunum. Rás 2 auglýsir ekki Þorláksmessutónleika Bubba í beinni heldur tónleika Baggalúts. Ungir sem aldnir kunna orðið lögin þeirra og syngja með. Baggalútur er kominn með sinn eiginn hljóm, köntrí, og er kannski auðveldara að skilja af hverju kántrítónlist er eins vinsæl og hún er í Bandaríkjunum þegar maður hlustar á Baggalút. Textarnir hjá Baggalúti eru einstakir og er langt síðan maður hefur heyrt jafn góða texta. Ekki er verra að þeir eru ekkert að hugsa um landvinninga, þeir tala ekki um útrás heldur innrás.
En mér fannst það svolítið skondið þegar að sex ára dóttir mín heyrði lagið "Heim í Búðardal" með Ðe lonlí blú bojs um daginn og spurði: "Er þetta Baggalútur"?
Því auðvitað voru Björgvin Halldórsson og félagar að gera út á kántríið löngu áður en Baggalútur kom til sögunnar. Hljómsveitir á borð við áður nefnda Ðe lonlí blú bojs og Sléttuúlfana eru gott dæmi um hljómsveitir sem helguðu sig kántrítónlist og náðu nokkrum vinsældum. En með Baggalúti er kántríið komið í nýjar hæðir á Íslandi og tengir ný kynslóð kántríhljóminn við þá þegar hún spyr: "Er þetta Bagglútur"?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Sammála þér þar, Rjúpan er það alklárasta og Gamlárspartý ekki síðra af jólaplötunni, skráði mig á tónlist.is bara útaf því
Birna M, 21.12.2006 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.