Róbert Marshall líkir ESB við yfirmann og Íslandi við launamann?

EU-fyr Ég hlustaði á samtal Róberts Marshall (S) og Sigurðar Kára (D) í síðdegisútvarpi Rásar 2 fyrir viku, föstudaginn 13. apríl. Þeir voru mættir í þáttinn til þess að spjalla um fréttir vikunnar og meðal annars komu þeir inn á aðild að Evrópusambandinu. Róberti fannst það ómögulegt að Sigurður Kári vildi ekki ljá máls á því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og sagði Róbert undir lok samtalsins: "þetta er eins og launamaður sem vill ekki fara til yfirmanns síns og biðja um launahækkun. Af hverju reyna menn ekki að semja við Evrópusambandið og sjá hvað kemur út úr því". Flestum finnst þessi samlíking, þ.e. að líkja Evrópusambandinu við yfirmann, og þá þjóð við launamann, væntanlega undarleg og vonandi endurspeglar hún ekki hug allra frambjóðenda Samfylkingarinnar þó hún sýni hvernig einn frambjóðandinn lítur á tengslin við Evrópusambandið í raun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Reyndar er ég nokkuð viss um að hann hafi verið að líkja saman aðgerðinni. Mætti eins segja "ég þori ekki að reyna við þessa stelpu því hún vill vig örugglega ekki"

Tómas Þóroddsson, 21.4.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband