Eru U2 menn að tapa sér?

Það er erfitt að ímynda sér syngjandi Kóngulóarmann. Hvert ætla menn sér eiginlega með þessari vitleysu? Myndirnar um Kóngulóarmanninn eru vel heppnaðar og í raun mun betur heppnaðar en flestar myndir sem byggja á ofurhetjum. Sennilega er ástæðan sú að stór hluti myndanna snýst um vandamál Peter Parkers í daglegu lífi, en ekki bara um slagsmál við vondu mennina. Höfundar myndanna fylgdu þannig blöðunum um Kóngulóarmanninn í stað þess að tapa sér í endalausu ofbeldi. Nú ætla einhverjir sér greinilega að reyna að græða á vinsældum Kóngulóarmannsins og setja á svið sögnleik. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna U2, sem hingað til hafa varla misstigið sig á tónlistarferlinum, ætla að semja tónlist við svona vitleysu.


mbl.is U2 sagðir semja tónlist fyrir söngleik um Kóngulóarmanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú U2 menn hafa misstigið sig all-illilega síðustu 10 árin eða svo. Þetta er orðin svo klisjukennd músík og textarnir sem Bono er að leggja á borðið og minnir ekkert á gamla góða U2 fílinginn nema þá allra helst gítarleikur The Edge er sem betur fer enn í sama gírnum.

En satt skal satt vera... þetta er alveg það hallærislegasta sem ég hef heyrt í sömu setningu, köngulóarmaðurinn og orðið söngleikur.

Sæþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:55

2 Smámynd: Andrés.si

U2. Hmm. Ég er sammála ykkur báðum þott platan Vertigo er ekki alveg sem null. :)

Kannski er það hitt, starfsemi í þágu fátæka, sem byggir gruppu áfram. 

Andrés.si, 28.4.2007 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband