Upplýsingatækni og framþróun samfélagsins

Það er auðvitað æðislegt að átta ára börn geti sent sms-skilaboð til sessunautar í stærfræðitíma. Að unglingar sitji heilu og hálfu dagana við tölvuskjáinn að skipuleggja líf fabríkekaðrar tölvufígúru. Skelfileg er sú minning þegar fólk þurfti að tjá meiningu sína munnlega, auglitis til auglitis. Guð blessi GSM, MSN, Skype og EVE-Online, skammstafanir framtíðarinnar. Það liggur því í hlutarins eðli að upplýsingatæknin endurpegli FRAMþróun hjá okkur mannfólkinu. Því fleiri tæki, því minni samskipti, því meiri hamingja. Er það ekki annars? Svar óskast með sms eða á msn!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Gunnarsson

algjörlega sammála þér, guð blessi það að þeir tímar séu liðnir að við þurfum að horfa á fólk, tjá meiningu okkar munnlega og sjá auglit þeirra sem heyra, hlusta eða lesa. fólk er svo erfitt.

b. 

Börkur Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband