Leynifundir í eldhúsinu

Það er absúrd að lesa frétt eftir frétt þar sem kemur til stympinga milli barna og foreldra á heimilum vegna tölvunotkunar og lögreglan er kölluð til. "Foreldrar unglingspilts voru orðnir fullsaddir á óhóflegri tölvunotkun hans og gripu til aðgerða."

Maður sér þetta alveg fyrir sér, þar sem foreldrarnir hittast á leynifundum í eldhúsinu og tala í lágum hljóðum dögum og jafnvel mánuðum saman. Þau ákveða síðan einn daginn að láta til skarar skríða, læðast í átt að lokuðu unglingaherberginu, ryðjast inn á unglinginn sem á sér einskis ills von og taka beinirinn (routerinn) úr sambandi. Veröld unglingsins hrynur og til að forðast heimsendi bregst hann af offorsi við þessari óvæntu hryðjuverkaógn úr raunheimum, sem ekki var skrifuð inn í forritið.

Þetta minnir dálítið í Tortímandann, fyrir utan að í þeim myndum kemur ógnin úr framtíðinni. Eru tölvur kannski framtíðin? Í báðum tilfellum eru það vélarnar sem eru að taka yfir heiminn og aðeins nokkrar hugrakkar manneskjur standa í veginum.

En þetta er ekkert gamanmál og foreldrar eiga að láta sig málið varða. Ég talaði við Snæfríði Njálsdóttur, sem rekur meðferðarheimili fyrir unglinga að Árbót, fyrir sunnudagsblað Morgunblaðsins 21. janúar síðastliðinn og þar sagði hún: "Mér finnst synd að horfa upp á krakka, sem eru varla komnir inn um dyrnar áður en þeir eru sestir við tölvuna og búnir að einangra sig frá fjölskyldunni. Tölvan er jafnvel eini vinur þeirra."

Ég spurði í síðustu færslu hvort bloggvinir væru vinir í alvörunni. Er ekki ákjósanlegt að eiga einhverja vini í raunheimum líka?


mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Þetta er góð pæling Pétur og spurning hvort þú ert búinn að búa til skrímsli með þessari bloggsíðu sem kemur til með að éta börnin sín? Það er athyglisvert að sjá hvaða augum Snæfríður lítur tölvunotkun barna og unglinga. Svona hræðsluviðbrögð hafa komið fram í gegnum tíðina m.a. gegn  myndasögulestri, rokktónlist og sjónvarpsglápi;  stundum með réttu en oftasta með fordómum þeirra sem ekki þekkja fyrirbærið. Það hafa ekki öll börn áhuga á íþróttum, skátum eða kristilegu safnaðarstarfi og tölvunotkun er einn möguleiki þessara barna til að forðast leiðindi. En að sjálfögðu er æskilegt að vera líka tengdur í mannheima sbr. orð félagsmálaráðherra: ,, Góður vinur getur gert kraftaverk."

Magnús Björnsson, 23.2.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband