16.2.2010 | 16:04
Grafin göng í gegnum snjóinn
Það er alltaf skemmtilegt þegar gagnrýni á bókmenntir verður bókmenntagrein í sjálfu sér. Þannig á það auðvitað að vera, því jafnvel þótt maður sé ósammála niðurstöðu gagnrýnandans, þá getur maður í það minnsta haft gaman af textanum.
Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson kemur út í Frakklandi á fimmtudag, 18. febrúar, undir yfirskriftinni Entre ciel et terre. Í tilefni af því birtist dómur í vikuritinu Hebdomadair og útleggst hann svona eftir vandlega yfirferð löggilts skjalaþýðanda forlagsins Bjarts - og ljóst að dómurinn hlýtur að hafa verið skrifaður á kaffihúsi í París, að öllum líkindum Le Seléct (99, Boulevard du Montparnasse), þar sem andi íslenskra skálda svífur enn yfir vötnum:
Jón Kalman Stefánsson er fæddur í Reykjavík árið 1963, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og þýðandi, og einn mesti höfundur Íslands á vorum tímum, og er það með ólíkindum að þetta sé fyrsta bók hans sem þýdd er á frönsku. Þetta er því mikil uppgötvun, réttast væri eiginlega að segja uppljómun, og verður að hrósa þýðandanum Eric Boury fyrir óaðfinnanlega vinnu. Honum hefur tekist að skila mögnuðu andrúmslofti bókarinnar: síðurnar eru þéttar, efnið yfirgripsmikið. Lesandinn ferðast um söguna einsog hann grafi sér göng gegnum snjóinn: Hægt og bítandi. Athyglin verður ávallt að vera vakandi, annars er hætta á að maður missi af einhverju stórfenglegu smáatriði, athugasemd, orðaskiptum persónanna. Án þess að höfundinum verði það nokkurn tímann á að skreyta, eða vera væminn, hefur honum tekist að draga upp ljóslifandi mynd af sjómönnum fyrri tíma, óbærilegum aðstæðum þeirra og fábrotinni gleði, þar með taldri sérstakri neyslu áfengis. Frá fyrstu línum er dauðinn yfir og allt um kring, einsog bókin hafi verið skrifuð að handan, af Bárði sjálfum. Einhverju sinni segir strákurinn að sér líði einsog hann lifi í skáldsögu. Það gerir hann svo sannarlega, og það í sérstaklega fallegri skáldsögu.
Mælt er með því að lesa Himnaríki og helvíti á Le Seléct, með kaffi og "þar með taldri sérstakri neyslu áfengis". Og minnt á áhrifaríkan upplestur Jóns Kalmans á sjóferðinni óbærulegu á krummafundi.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.