Grafin göng í gegnum snjóinn

Ţađ er alltaf skemmtilegt ţegar gagnrýni á bókmenntir verđur bókmenntagrein í sjálfu sér. Ţannig á ţađ auđvitađ ađ vera, ţví jafnvel ţótt mađur sé ósammála niđurstöđu gagnrýnandans, ţá getur mađur í ţađ minnsta haft gaman af textanum.

Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson kemur út í Frakklandi á fimmtudag, 18. febrúar, undir yfirskriftinni Entre ciel et terre. Í tilefni af ţví birtist dómur í vikuritinu Hebdomadair og útleggst hann svona eftir vandlega yfirferđ löggilts skjalaţýđanda forlagsins Bjarts - og ljóst ađ dómurinn hlýtur ađ hafa veriđ skrifađur á kaffihúsi í París, ađ öllum líkindum Le Seléct (99, Boulevard du Montparnasse), ţar sem andi íslenskra skálda svífur enn yfir vötnum:  

Jón Kalman Stefánsson er fćddur í Reykjavík áriđ 1963, ljóđskáld, skáldsagnahöfundur og ţýđandi, og einn mesti höfundur Íslands á vorum tímum, og er ţađ međ ólíkindum ađ ţetta sé fyrsta bók hans sem ţýdd er á frönsku. Ţetta er ţví mikil uppgötvun, réttast vćri eiginlega ađ segja uppljómun, og verđur ađ hrósa ţýđandanum Eric Boury fyrir óađfinnanlega vinnu. Honum hefur tekist ađ skila mögnuđu andrúmslofti bókarinnar: síđurnar eru ţéttar, efniđ yfirgripsmikiđ. Lesandinn ferđast um söguna einsog hann grafi sér göng gegnum snjóinn: Hćgt og bítandi. Athyglin verđur ávallt ađ vera vakandi, annars er hćtta á ađ mađur missi af einhverju stórfenglegu smáatriđi, athugasemd, orđaskiptum persónanna. Án ţess ađ höfundinum verđi ţađ nokkurn tímann á ađ skreyta, eđa vera vćminn, hefur honum tekist ađ draga upp ljóslifandi mynd af sjómönnum fyrri tíma, óbćrilegum ađstćđum ţeirra og fábrotinni gleđi, ţar međ taldri sérstakri neyslu áfengis. Frá fyrstu línum er dauđinn yfir og allt um kring, einsog bókin hafi veriđ skrifuđ ađ handan, af Bárđi sjálfum. Einhverju sinni segir strákurinn ađ sér líđi einsog hann lifi í skáldsögu. Ţađ gerir hann svo sannarlega, og ţađ í sérstaklega fallegri skáldsögu.

Mćlt er međ ţví ađ lesa Himnaríki og helvíti á Le Seléct, međ kaffi og "ţar međ taldri sérstakri neyslu áfengis". Og minnt á áhrifaríkan upplestur Jóns Kalmans á sjóferđinni óbćrulegu á krummafundi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband