15.2.2010 | 15:56
Verðskuldaði Nektarmyndin tilnefningu krumma?
Ástæða er til að vekja athygli á afbragðs skemmtilegum ritdómi Kristínar Svövu á Miðjunni í dálkinum Druslubækur og doðrantar, en þar tekur hún fyrir skáldsögu Helga Jónssonar Nektarmyndina. Fyrirsögn pistilsins "Allir miðaldra karlmenn eiga líkama" vísar með kímnum hætti í yfirlýsingu Silju Báru í liðinni viku um miðaldra karlmenn, en er fyrst og fremst skýrð með eftirfarandi hætti af Kristínu Svövu:
Efnið verður oft hreinlega óþægilegt í meðförum Helga, til dæmis í hinni dularfullu yfirskrift aftan á bókarkápu, Allar stúlkur eiga líkama, en ekki síður í gáskafullum kvenlýsingum: En í sömu andrá gekk framhjá þessum öldnu vinum ung stúlka, léttklædd svo ekki varð um villst að hér var á ferð kona með brjóstin stór og stæðileg (12) og um skólastjóra Fjólu Lindar: Stýran stórbrjósta dregur upp krumpað bréfsnifsi. (164)
Að lokum segir í ritdómnum:
Að lesa röskar 250 blaðsíður af þessum sérstæða stíl hefur haft slík áhrif á mig að ég er orðin ofurnæm fyrir stuðlun og rími og á það til að grípa um höfuð mitt í örvæntingu þegar ég hef óvart gerst sek um annað hvort í daglegu tali. Ég ætla að enda á einni skemmtilegustu lýsingu bókarinnar, þegar Fjóla Lind og Arnaldur koma heim úr bíó og hyggjast njóta lystisemda holdsins. Það er mesta synd að bókaklúbburinn Krummarnir séu búnir að veita verðlaunin sín fyrir bestu kynlífslýsingu ársins 2009 því þessi hefði sannarlega átt erindi á verðlaunapall:
Bæði hentust upp í rúm og fötin flugu líka. Ekkert rautt ljós núna. Bara gapandi grænt og gult og fullt af greddu. Það var bara eitt líf og einn heimur og þau voru ein í þessum hormónaheimi sem var svo æðislegur fyrir hálfvita því þau hvorki heyrðu né sáu. Þegar allt var um garð gengið, þegar Arnaldur var lagstur og límdur við lakið og sofnaðu sælli en spriklandi sæðisfruma og hans kelling og krúsídúlla slefandi lömuð og sæl við hliðina á honum, voru þau svo komin áleiðis í annan heim að þau hefðu ekki hreyft sig þótt krókódíll skriði upp í til þeirra og nartaði í tippi og tær, tásur og pjásur. (95)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ja....hérna.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.2.2010 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.