Færsluflokkur: Bækur
17.4.2007 | 00:00
Krumminn kominn í leitirnar
Eftir nokkurt hlé krúnkar krummi aftur á Hrafnasparki. Þannig er nefnilega mál með vexti að krummi Lestrarfélagsins hefur verið týndur og tröllum gefinn á síðustu fundum.
Gekk það svo langt að á síðasta fundi urðu gestir að stilla sér upp með bókina Þá flaug Hrafninn, sem krumminn Breki Karlsson hafði fest kaup á og gefið félaginu.
Uppstoppaður hrafninn kom í ljós þegar mokað var drasli úr skottinu á bílnum mínum, en þar hafði hann legið grafinn í poka í tvo mánuði.
Ég hef ekki þorað að opna pokann til að athuga um líðan hans eða geðslag. Var hann skapstirður fyrir.
Ýmislegt fleira kom í leitirnar, svo sem vettlingur af Erni Óskari, myglað sunddót, brotin Wang-fartölva með innbyggðum prentara frá byrjun tíunda áratugarins og barnavagn.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 10:45
Blogg verður að bók - Blooker verðlaunin
Í ár er annað árið sem að Blooker verðlaunin eru veitt fyrir bestu bókina byggða á bloggi. Verðlaunin eru í anda Booker verðlaunanna bresku, sem sést vel á heiti verðlaunanna. Nýlega var birtur listi yfir þær bækur sem byggja á bloggi sem koma til greina til verðlauna. Verðlaunahafinn frá því í fyrra hefur nú þegar selt yfir 100.000 eintök af bloggbók sinni sem kallast "Julie and Julia: My Year of Cooking Dangerously" og verið er að kvikmynda hana.
En þó að bloggsögur og bækur byggðar á bloggum séu ný aðferð við að birta sögur, þá er aðferðin, þ.e. er framhaldssögur, ekki ný aðferð. Framhaldssögur hafa birts í tímaritum og dagblöðum og birti t.d. Dickens sögur sínar í vikulegum skömmtum í dagblaði. Bloggsögur bjóða rithöfundum upp á nánari tengsl við lesendur og geta lesendur jafnvel haft áhrif á framvindu sögunnar. Höfundur getur líka sett í blogg hugmyndir sem áður hefðu aðeins ratað í minnisbók og lesendur bloggsins hjálpa síðan til við að tengja saman hugmyndirnar þannig að höfundurinn getur unnið úr þeim.
Í flokki bóka sem ekki eru skáldsögur er ferðadagbók frá Íslandi tilnefnd. Bretinn Graeme Davis fjallar um ferðalag sitt til Íslands sumarið 2003. Dagbókin er hin skemmtilegasta lesning og er athyglisvert að lesa um það hvernig ferðalangurinn upplifir Ísland.
Það er greinilegt að möguleikar netsins og bloggsins eru endalausir. En það er samt athyglisvert að bókin er samt enn ofarlega í hugum manna, því að þegar upp er staðið eru Blooker verðlaunin veitt fyrir bók byggða á bloggi, en ekki fyrir bloggið sjálft.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 23:56
Er Sturlungaöld runnin upp á ný?

Á Sturlungaöld, sem er lýst sem einum ofbeldisfyllsta tíma Íslandssögunnar, voru um 350 manns vegnir á tæplega 50 ára tímabili. Þá voru Íslendingar líklega um 70.000. Það jafngildir að 1 af hverjum 10.000 Íslendingum hafi verið drepinn á hverju ári.
Samkvæmt tölum á vef Umferðarstofu hafa 955 vegfarendur látist í umferðaslysum síðustu 40 ár, eða nærri þrefalt fleiri en á Sturlungaöld.Í fyrra létust 28 manns í umferðaslysum. Það lætur nærri að vera 1 af hverjum 10.000 Íslendingum.
Erum við að upplifa einn ofbeldisfyllsta tima Íslandssögunnar á vegum úti?
Bækur | Breytt 14.3.2007 kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2007 | 09:06
Hvaða bækur eru í stofunni heima hjá þér?
Hún velti því nýlega upp hverjar væru bækurnar sem lesendur síðunnar myndu taka með sér á eyðieyju. Niðurstaðan varð sú að flestir tækju með sér Birtíng Voltaires í þýðingu Halldórs Laxness. Sem er út af fyrir sig merkilegt. Ætli bók sem Kiljan þýddi á tólf dögum eigi eftir að halda nafni hans á lofti? Í næstu tíu sætum voru bækurnar:
Hús andanna (e. Allende), Brennu Njáls saga (e. konu), Svartar fjaðrir (e. Davíð Stefánsson), Kvæðabók (e. Hannes Pétursson), New York (e. Kristján Karlsson), Hundrað ára einsemd (e. Marques), Harry Potter (e. Rowling), Hringadróttinssaga (e. Tolkien), Anna Karenina (e. Tolstoj) og Sálmurinn um blómið (e. Þórberg Þórðarson).
Það er áberandi við þennan lista að Kiljan er fjarverandi. Eins hversu atkvæðamiklir íslenskir höfundar eru, en auðvitað taka íslenskir bókaunnendur bækur þeirra með sér á eyðieyju, - höfunda sem þeir hafa alist upp við og lært um í skóla. Það á að minnsta kosti við um mig. Ég gerði það líka upp við mig að ef ég gæti ekki lifað án bókanna á eyðieyju, þá hlyti þær að vera að finna í stofunni heima hjá mér. Ég leitaði og fann:
Ævisögur séra Árna eftir Þórberg, Í kompaníi við allífið eftir Matthías Johannessen, Sálmurinn um blómið Þórbergs Þórðarsonar, Sjálfstætt fólk eftir Kiljan, Fyrir kvölddyrum Hannesar Péturssonar, New York Kristjáns Karlssonar, Svartar fjaðrir Davíðs Stefánssonar, Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, Djöflaeyja Einars Kárasonar, og svo hlýtur Njála að vera á þessum lista.
Þessi listi er auðvitað fyrst og fremst merkilegur fyrir það hvaða bækur vantar á hann. Hvað bækur eru í stofunni heima hjá þér?
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 08:58
Hvaða veislu hefðir þú síst viljað missa af?
Á næstunni verður efnt til skoðanakannanna á Hrafnasparki um bókmenntir síðasta árs og er byrjað á veislu ársins. Leitað er í smiðju Guðbergs Bergssonar, Sigurjóns Einarssonar, Ævars Arnar Jósepssonar og Stefáns Mána og lesendur spurðir hvaða veislu þeir vildu síst missa af. Reyndar er lýsing Stefáns Mána ekki af veislunni sjálfri, en það má ljóst vera að mikill sælkeramatur hefur verið á borðum hjá söguhetjunni.
Atkvæði eru greidd í skoðanakannanarammanum hér til hliðar á síðunni.
Úr Hryllilegri sögu Guðbergs Bergssonar:
Karlmenn eins og ég mega ekki standa í heimboðum, sagði Jónas. Þeir kunna hvorki að standa fyrir kaffiveislum né skipuleggja gilli eða hóf nema bankahófið í janúar. Þetta var frægasta reykvíska hófið, eingöngu fyrir karlmenn en ein kona höfð með til að prýða samkomuna. Karlmenn eru félagsverur og njóta þess að vera margir saman um konu og fá úrskurð hennar um hver sé bestur."
Úr Undir Hamrastáli Sigurjóns Einarssonar:
Á aðfangadag var ætíð elduð ketsúpa en daginn fyrir Þorláksmessu slátraði Magnús jólaánni, geldri, vel feitri kind. Síðdegis á aðfangadag skipti kvenþjóðin um föt, þvoði sér og greiddi, en Magnús, strákar hans og vinnumaðurinn lágu á rúmum sínum með húfurnar yfir andlitinu, fúlir og úrillir yfir öllu þessu tilstandi" sem þeir nefndu svo. Ketið og ketsúpuna slöfruðu þeir í sig hver á sínu rúmi. Eftir máltíðina settust svo Gunnurnar á sín rúm, uppábúnar með sálmabókina sína milli vinnulúinna handa. Þær kveiktu á kertum og festu þau á rúmstuðulinn. Hjá þeim var hátíð í bæ."
Úr Sá yðar sem syndlaus er Ævars Arnar Jósepssonar:
Þetta er ekkert fökking flókið, stákur. Tvöfaldur borgari, tvöfaldur ostur, tvöfalt beikon og ekkert helvítis gras. Franskar og kokkteilssósa. Og Pilli með. Ekki kók, ekki dæetkók og ekki kók læt. Mér er skítsama um öll helvítis tilboð. Ókei?"
Úr skipinu Stefáns Mána:
Honum hefur alltaf þótt helvíti gott að skíta í flugvél og það er jafnvel betra að skíta um borð í skipi. Þessar þungu upp-og-niður hreyfingar hjálpa þörmunum að vinna sína vinnu og lífga auk þess upp á þessa annars tilbreytingarsnauðu iðju. Eins og skipið sjálft sé að skíta en ekki maður sjálfur.
Skipið dregur djúpt að sér andann, klifrar upp á ölduhrygg og spennir kviðvöðvana, síðan lætur það sig gossa niður, einn tveir og: Bomm, bomm, bomm ...
Rassinn á Jóni Karli þrýstist niður á setuna, endaþarmurinn opnast og næst er að losa sig við harðan drjóla á stærð við bjúga."
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2007 | 15:43
Húðflúr og klofin tunga
Ég greip með mér ógnvekjandi skáldsögu Bjarts, Snáka og eyrnalokka, þegar ég var beðinn um að ræða bók úr neón-klúbbnum á Rás 2 í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins.
Ég er tiltölulega nýr áskrifandi, skráði mig á krummafundi hjá Bjarti fyrir rúmu ári, en þegar ég fór að skoða bókalistann sá ég að ég hafði lesið þó nokkrar af þeim bókum sem gefnar hafa verið út undir merkjum klúbbsins í gegnum tíðina, þar á meðal fyrstu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Þegar hann horfir á þig ertu María mey, sem er hreint dásamleg lesning eins og reyndar Albúm - skáldsaga, sem kom út síðar í sama flokki.
En ég valdi mér í þetta skipti, sem fyrr segir, Snáka og eyrnalokka. Líklega vegna lýsingarinnar á bakinu: Lui er ung kona sem býr í Tokyo. Hún vinnur stopult en stundar drykkju, kynlíf og eiturlyfjaneyslu af þeim mun meira kappi." Höfundurinn Hitomi Kanehara (sjá meðfylgjandi mynd) var jafngömul aðalsöguhetjunni, 19 ára, þegar hún skrifaði bókina. Og bókin er skrifuð af svo mikilli innlifun að ég held að ég hafi núna minnstu hugmynd um hvernig það er að fá sér húðflúr og kljúfa tunguna.
Bókin vakti sterk viðbrögð þegar hún kom út hér á landi og nokkrir neón-áskrifendur skiluðu sínu eintaki til forlagsins. Þó hreppti höfundurinn fyrir hana eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Japans, sem kennd eru við rithöfundinn Ryunosuke Akutagawa. Margir þekkja eflaust Rashomon, kvikmynd Kurosawa, sem byggð er á tveim þekktustu skáldsögum Akutagawa, Rashomon og In a Grove. Akutagawa kemur raunar fyrir í Snákum og eyrnalokkum, þó að það sé í mýflugumynd.
Ég hitti virðulegt skáld hjá forlaginu þegar ég valdi bókina, sem mælti með henni og sagði að þetta væri enginn skítarealismi, þar sem allir væru með buxurnar á hælunum, heldur hard core fantasía, einföld og stílhrein í framsetningu, fókusinn skýr, - svolítið í ætt við manga-teiknimyndirnar. Japanski sagnaarfurinn kemur síðan inn í söguna í gegnum tattú-meistarann. Og það minnti mig á orð Hugleiks Dagssonar í viðtali sem ég tók við hann fyrir Morgunblaðið um áramótin, en þá kvartaði hann undan skorti á hryllingi í íslenskum kvikmyndum:
Maður hefur bara áhuga á öllu ótrúlegu; ég veit ekki hvaðan það kemur. En fyrir mér er hryllingur frekar íslenskt fyrirbæri og mér finnst skrýtið að það hafi ekki verið notað meira í bókmenntum. Það er til fáránlega lítið af íslenskum hryllingsmyndum; við eigum allar þessar drauga- og skrímslasögur, heilt vættatal af skrímslum, en nei, við ákváðum að gera bara stofudrama. Hryllingurinn er vannýtt auðlind. Ég gæti hugsað mér að fara út í þennan bransa bráðum. Hvers vegna að hafa alla þessa útburði, Miklabæjar-Solveigu og Þorgeirsbola, öll þessi geðveiku skrímsli, og þetta situr bara í bókum - þjóðsagnasafni. Ef ég á að segja eins og er, þá veit ég ekki hvaðan þessi tilhneiging íslenskrar menningar er komin, að vera svolítið sænsk. Það er eins og við séum endalaust að kyssa rassinn á Ingmar Bergman, án þess ég hafi nokkuð slæmt um rassinn á honum að segja - en af hverju er ekki meira blóð?
Ég er náttúrlega mikið fyrir hryllingsmyndir og vil fá meira af slíku. Eitt dæmi um íslenskt menningarhneyksli er að við skyldum hætta að þýða Valhalla-myndasögurnar; það voru aðeins þýdd fjögur eða fimm stykki, en það hafa komið út 13 bækur í Danmörku og þær fjalla um menningararf okkar - eru teknar úr Snorra-Eddu. Hugsanlega hafa þessar myndasögur ekki selst en það er líka okkur að kenna! Það er ekkert nýtt að myndasögur flokkist sem lágmenning og að vissu leyti eru þær það - þær njóta sín vel sem lágmenning vegna þess að þær komast oft upp með meira. Lágmenning er ekki slæmt orð fyrir mér en það er eins og þær séu meiri lágmenning á Íslandi, kannski vegna þess að við erum enn svo stolt af Nóbelsverðlaununum. Við ætlum okkur að halda okkur á þeirri mottu. Að mínum dómi er blóðið í draugasögum Íslands vannýtt og þess vegna gæti ég vel hugsað mér að fara út í einhvern hrylling á myndasöguformi - og það væri gaman ef meira væri um það í bíómyndum. Japan kom af stað nýrri hryllingsmyndabylgju með sínum ógeðsmyndum sem eiga rætur sínar í japönskum þjóðsögum. Það má segja að það sé nútímaútfærsla á gömlum sögum.
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 10:28
Eiríkur Örn Norðdahl hreppir rauðu hrafnsfjöðrina

Dómnefndinni þótti framganga sögupersónunnar Högna einhver sú allra hetjulegasta í íslenskum bókmenntum, hvernig hann sarð Dísu með styrk górillunnar, fimi kattarins og slægð höggormsins." Á vissan hátt þótti lýsingin vera afturhvarf í Íslendingasögurnar, þar sem karlmenn þurfa á öllu sína að halda til að verja sæmd sína, og á köflum er beitt ýkjustíl Bósasögu. Um leið verður vart ákveðinnar nostalgíu eftir hreysti karlmannsins, sem nú orðið er helst að finna á bás skrifstofunnar, á bakvið eldavélina" eða bryðjandi viagra í svefnherbergjum eftir að ljósin hafa verið slökkt.
Auk Eiríks Arnar Norðdahls voru tilnefndir Guðbergur Bergsson fyrir Hryllilega sögu, Sölvi Björn Sigurðsson fyrir Fljótandi heim, Stefán Máni fyrir Skipið og Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir Aldingarðinn.
Lýsing Guðbergs Bergssonar er að mati dómnefndar listilega skrifuð, leikandi og daðurfull, án þess þó nokkurn tíma að fara yfir strikið. Sölvi Björn Sigurðsson fer nýstárlegar leiðir, svo sem í lýsingu á sinni á saltlausn í lopa eða andnauð". Lýsing Stefáns Mána er myndræn og falleg og Ólafs Jóhanns Ólafssonar hefðbundin með sígildu myndmáli .
Verðlaunalýsingin í skáldsögunni Eitur fyrir byrjendur var 12. kafli bókarinnar, en þar segir:
Högni sarð Dísu með styrk górillunnar, fimi kattarins og slægð höggormsins. Dísa lét bara taka sig. Hún lét einfaldlega ginna sig út í raðfullnægingu eftir raðfullnægingu, stundi bara og gapti eins og hún hefði aldrei upplifað annað eins. Öruggar hendur Högna fleygðu henni til og frá, lyftu henni upp og niður, drógu hana fram og aftur, struku henni út og suður og norður og niður. Högni hélt aftur af sáðláti sínu með tantrískum tiktúrum, hann var stæltur af daglegum sundsprettum - stöku sinnum, kannski einu sinni í viku, synti Högni meira að segja í sjálfum sjónum - og þegar eiginleikinn til að halda eilífri reisn mætti stórkostlegu þreki sköpuðust aðstæður til geypilegs líkamlegs unaðar. Högni var bæði anabólískur og karnal. Hann dáðist að eigin getu án þess að grobba sig af henni, og í hvert skipti sem Dísa hóf að titra og skjálfa, þegar roðinn í kinnum hennar sortnaði og augnlokin lögðust skjálfandi aftur, þegar Högni fann vöðvakippina leika óstöðugt, kraftmikið og taktvillt upp bakið á henni, fylltist hann gífurlegri sjálfsánægju og hamraði typpinu á sér tvöfalt hraðar inn og út úr Dísu, gróf sig dýpra og dýpra í blóðhlaupin sköp hennar. Dísa gat ekki annað en æpt, öskraði af unaði, og þegar henni fannst hún ekki geta meir fann hún hvernig önnur holskefla fullnæginga skall á henni.
Fimm mínútum eftir að Högni hafði fengið það yfir brjóstin á henni, lognaðist Dísa út af. Henni var allri lokið.
Kynlífslýsingarnar úr þeim bókum sem tilefndar voru fara hér á eftir:
Úr Fljótandi heimi eftir Sölva Björn Sigurðsson:
Ég lagði niður símtólið, gekk inn í svefnherbergið og reyndi að fara aftur að sofa en lá eirðarlaus í rúminu og bylti mér. Ferð mín í eldhúsið var jafn draumkennd og stinnur líkaminn sem skók sig við hlið mér. Ég strauk fingrunum eftir brjóstunum og niður eftir bakinu þar til hún settist klofvega yfir andlit mitt. Rök skapahárin bærðust við munninn eins og saltlausn í lopa eða andnauð og ég hugsaði að þetta væri dauðinn - ég myndi kafna undir taktföstum mjaðmahreyfingum Konunnar í símanum ef ég vaknaði ekki af þessari martröð.
Úr Skipinu eftir Stefán Mána:
Úti er vindinn að herða úr vestri, gluggatjöldin kippast til, kertaljósin flökta og á dimmu rúðuglerinu springa stórir regndropar í takt við blauta kossa, villt hjörtu og drungalega tónlistina. Kertaljósin hvæsa, spýta vaxi og deyja, glóðin slökknar og blár reykurinn syndir eins og fiskur inn í myrkrið og hverfur ofan í djúpið.
Úr Aldingarði Ólafs Jóhanns Ólafssonar:
Lawrence fannst hann finna breytingu á henni þegar þau komu heim á hótel. Hann fann hana þegar þau voru komin upp í og hann tók utan um hana og strauk mjóan hálsinn, axlirnar og brjóstin. Þá var aftur farið að rigna.
Úr Hryllilegri sögu Guðbergs Bergssonar:
Lórí sleit sig frá hópnum og ákvað að sýna listir sínar ein [á skautum]. Hún brunaði fram og fyrst hún var örvhent og eins á fæti, lyfti hún þeim hægri og dró með hinum stórt S á svellið sem ómaði af frostbrestum. Þá kom Sólveigur aðvífandi og hafði dregið lykkjuflúr. Hann gerir sér lítið fyrir, lyftir fætinum á henni hærra og gægist upp undir hana. Lórí varð mikið um árásina, skall næstum flöt en náði jafnvægi með því að rykkja til sín fætinum og glenna lærin sundur svo skautarnir skröpuðu svellið. Vegna þess hvað hún var að fljót að losa sig úr vanda spurði Sólveigur undarlegrar spurningar:
Hvað ertu með í buxunum?
Lórí lét engan slá sig út af laginu, ekki heldur að þessu sinni.
Hagalagð úr verðlaunakeppninni hjá Gefjuni til að halda á mér hita, svaraði hún jafn eðlilega og hún hefði verið spurð út úr Kverinu við fermingu.
Hagalagð? át Sólveigur bjánalega upp eftir henni.
Já, svaraði Lórí. Hagalagð úr ástarlaut á Þingvöllum.
Þú ert samt ekki mjög þingvallaleg á svipinn, sagði Sólveigur háðslega.
Reyndar ekki, reyndar samt, við erum öll úr þjóðgarðinum, sagði Lórí.
A-ha! sagði Sólveigur. Þú ert á þessum nótum.
A-ha, hermdi Lórí eftir honum og reyndi að vera sakleysisleg eins og barn sem tókst prýðilega vel enda var hún mikið barn í eðli sínu þrátt fyrir góðar gáfur.
Mamma segir að ég megi ekki láta mér verða kalt á kjusunni, bætti hún við með glotti. Annars gætu háræðarnar sprungið.
Nú, það er svona, sagði Sólveigur.
Þá fæ ég það sem heitir á læknamáli kalbarmar, hélt Lórí áfram.
Hvað með það? spurði Sólveigur og þóttist ekkert vita.
Þeir gera fæðingar svo kvalafullar að konur láta við manninn sinn eins og þær séu frígídur og gleymdu ekki latínunni þinni, sagði Lórí og sló fingurgómi á tunguna.
Sólveigur gat ekki annað en hlegið og dáðst að svarinu, svo hann hélt áfram.
Af hverju ertu ekki með fjaðrir eða dún úr fiðurhreinsuninni hennar mömmu þinnar? spurði hann.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 18:05
Bækurnar hundrað sem fólk getur ekki lifað án

Það er ánægjulegt að sjá hversu hátt skrifaðar sögurnar um Harry Potter eru, en annars eiga skáldsögur úr samtímanum ekki upp á pallborðið. Efst þeirra varð Birdsong eftir Sebastian Faulks í 17. sæti og eflaust má skrifa samsærisbók um það að Da Vinci Code hafi ekki náð ofar en í 42. sæti.
Þeir sem tryggðu Biblíunni sjötta sætið voru yfir sextugu, þó að hún hafi verið á meðal 10 efstu bóka hjá öllum aldurshópum yfir 25 ára aldri. Hún var fjórða vinsælust hjá fólki yfir sextugu, en í nítjánda sæti hjá unglingum yngri en 18 ára.
Önnur könnun var kynnt í tilefni af bókadeginum mikla. Þar kom fram að 42% breskra lesenda vilja að bækur endi vel, en aðeins 2,2% vilja að þær endi illa. Konur eru 13% líklegri til að vilja hugljúfan endi og fimmtungur karla er mest fyrir bækur með óræðan endi. Athyglisvert er að 8,6% þeirra sem eru undir 16 ára aldri vilja helst að bækur endi illa, - hvað segir það um unglingana?
Annars líkaði 27% lesenda best endirinn á Hroka og hleypidómum og næst á eftir fylgdi To Kill A Mockingbird með 12%. Lesendur vildu helst breyta endinum á fjórum bókum til hins betra, Tess of the D'Urbervilles, Wuthering Heights, Gone With the Wind og 1984. Annars er listinn yfir hundrað bækurnar sem breskir lesendur geta ekki lifað án svona:
1 Pride and Prejudice Jane Austen
2 The Lord of the Rings JRR Tolkien
3 Jane Eyre Charlotte Bronte
4 Harry Potter series JK Rowling
5 To Kill a Mockingbird Harper Lee
6 The Bible
7 Wuthering Heights Emily Bronte
8-9 Nineteen Eighty-Four George Orwell
8-9 His Dark Materials Philip Pullman
10 Great Expectations Charles Dickens
11 Little Women Louisa M Alcott
12 Tess of the d'Urbervilles Thomas Hardy
13 Catch-22 Joseph Heller
14 Complete Works of Shakespeare William Shakespeare
16 The Hobbit JRR Tolkien
17 Birdsong Sebastian Faulks
18 Catcher in the Rye JD Salinger
19 The Time Traveler's Wife Audrey Niffenegger
20 Middlemarch George Eliot
21 Gone With The Wind Margaret Mitchell
22 The Great Gatsby F Scott Fitzgerald
23 Bleak House Charles Dickens
24 War and Peace Leo Tolstoy
25 The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy Douglas Adams
26 Brideshead Revisited Evelyn Waugh
27 Crime and Punishment Fyodor Dostoyevsky
28 Grapes of Wrath John Steinbeck
29 Alice in Wonderland Lewis Carroll
30 The Wind in the Willows Kenneth Grahame
31 Anna Karenina Leo Tolstoy
32 David Copperfield Charles Dickens
33 Chronicles of Narnia CS Lewis
34 Emma Jane Austen
35 Persuasion Jane Austen
36 The Lion, The Witch and The Wardrobe CS Lewis
37 The Kite Runner Khaled Hosseini
38 Captain Corelli's Mandolin Louis de Bernières
39 Memoirs of a Geisha Arthur Golden
40 Winnie the Pooh AA Milne
41 Animal Farm George Orwell
42 The Da Vinci Code Dan Brown
43 One Hundred Years of Solitude Gabriel Garcia Marquez
44 A Prayer for Owen Meaney John Irving
45 The Woman in White Wilkie Collins
46 Anne of Green Gables LM Montgomery
47 Far From The Madding Crowd Thomas Hardy
48 The Handmaid's Tale Margaret Atwood
49 Lord of the Flies William Golding
50 Atonement Ian McEwan
51 Life of Pi Yann Martel
52 Dune Frank Herbert
53 Cold Comfort Farm Stella Gibbons
54 Sense and Sensibility Jane Austen
55 A Suitable Boy Vikram Seth
56 The Shadow of the Wind Carlos Ruiz Zafon
57 A Tale Of Two Cities Charles Dickens
58 Brave New World Aldous Huxley
59 The Curious Incident of the Dog in the Night-time Mark Haddon
60 Love In The Time Of Cholera Gabriel Garcia Marquez
61 Of Mice and Men John Steinbeck
62 Lolita Vladimir Nabokov
63 The Secret History Donna Tartt
64 The Lovely Bones Alice Sebold
65 Count of Monte Cristo Alexandre Dumas
66 On The Road Jack Kerouac
67 Jude the Obscure Thomas Hardy
68 Bridget Jones's Diary Helen Fielding
69 Midnight's Children Salman Rushdie
70 Moby Dick Herman Melville
71 Oliver Twist Charles Dickens
72 Dracula Bram Stoker
73 The Secret Garden Frances Hodgson Burnett
74 Notes From A Small Island Bill Bryson
75 Ulysses James Joyce
76 The Bell Jar Sylvia Plath
77 Swallows and Amazons Arthur Ransome
78 Germinal Emile Zola
79 Vanity Fair William Makepeace Thackeray
80 Possession AS Byatt
81 A Christmas Carol Charles Dickens
82 Cloud Atlas David Mitchell
83 The Color Purple Alice Walker
84 The Remains of the Day Kazuo Ishiguro
85 Madame Bovary Gustave Flaubert
86 A Fine Balance Rohinton Mistry
87 Charlotte's Web EB White
88 The Five People You Meet In Heaven Mitch Alborn
89 Adventures of Sherlock Holmes Sir Arthur Conan Doyle
90 The Faraway Tree Collection Enid Blyton
91 Heart of Darkness Joseph Conrad
92 The Little Prince Antoine de Saint-Exupery
93 The Wasp Factory Iain Banks
94 Watership Down Richard Adams
95 A Confederacy of Dunces John Kennedy Toole
96 A Town Like Alice Nevil Shute
97 The Three Musketeers Alexandre Dumas
98 Hamlet William Shakespeare
99 Charlie and the Chocolate Factory Roald Dahl
100 Les Misérables Victor Hugo
![]() |
Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.2.2007 | 14:28
Hreinn Loftsson svarar fyrir sig á Hrafnasparki
Það er athyglisvert hversu áhrifaríkt bloggið getur verið og náð til margra. Þannig skrifaði krumminn Árni Matthíasson pistil í síðustu viku um Krónikuna undir yfirskriftinni "Krónikan klikkar", þar sem hann hrakti fullyrðingar sem komu fram í fréttaskýringu Krónikunnar um Baugsmálið.
Í Krónikunni var því haldið fram að Illugi Gunnarsson, þáverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, hefði aldrei tjáð sig um fund Davíðs og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs í Lundúnum. Árni benti á að Illugi hefði sagt í Morgunblaðinu 4. mars, 2003: "Eins og ég hef áður sagt þá er frásögn forsætisráðherra af málinu bæði nákvæm og rétt".
Jón Valur Jensson kom með athugasemd við færslu Árna og sagði:
Það er mjög athyglisvert, sem þú dregur hér fram, Árni, þ.e. beinharðar staðreyndir um það sem viðstödd vitni hafa sagt um þessi mál. Ótrúleg er sú "fyndni" Hreins að láta þetta út úr sér í upphafi, verð ég að segja og tek undir það með þér, að Sigríður Dögg (sem svo mjög hefur verið rómuð fyrir rannsóknarblaðamennsku) ætti að vita þetta betur en ætla má af hennar villandi klausu í nefndu blaði. Það verður fróðlegt að sjá, hvaða mynd hin vænta leiðrétting hennar mun taka á sig.
Hreinn Loftsson skrifaði þá langa athugasemd á Hrafnasparkið til þess að svara Jóni Vali og var hreint enginn hlátur í hug. Bréfið fer hér á eftir og birtist á Hrafnasparkinu áður en hann mætti til skýrslutöku í Héraðsdómi. Hreinn hefur staðfest það við Hrafnaspark að það sé frá sér, en eins og menn vita er tölvutækninni síst treystandi í þessum efnum. Nú bíður Hrafnasparkið aðeins eftir því að Davíð Oddsson og Illugi Gunnarsson komi með sína útgáfu af atburðarásinni inn á Hrafnasparkið:
Menn hafa gleymt punktinum. Króníkan eins og aðrir. Davíð Oddssyni voru aldrei boðnar mútur eða tilraun gerð til þess að bera á hann mútur. Öðru nær. Aðspurður í MBL og KASTLJÓSI sagði hann að hann ætlaði mér ekki slíkt. Sagan ("smjörklípan") var einmitt svo slóttug vegna þess að hann sagði að ég hefði trúað sér fyrir því að Jón Ásgeir hefði á einhverjum tímapunkti áður nefnt þetta við mig en ég drepið hugmyndina vegna þess að Davíð Oddsson væri ekki slíkur maður (og ég tek fram að hann er ekki slíkur maður). Jón Ásgeir hefði á hinn bóginn látið sér til hugar koma að Davíð Oddsson væri slíkur maður og að ég hafi sagt honum þetta, trúað honum fyrir þessu. Hann gat þess ekki í viðtalinu við RUV undir hvaða kringumstæðum þetta var sagt eða í hvaða samhengi, þ.e.a.s. að ég hefði sagt sér þessa sögu sem svar við söguburði hans um feðgana í Bónus. Menn skyldu ekki trúa öllu sem sagt væri um nafntogaða menn. Um hann (Davíð Oddsson) væru sagðar sögur sem ég legði ekki trúnað á, t.d. hefði Jón Ásgeir sagt mér sögu sem gengi manna á meðal um meinta greiðslu að fjárhæð 300 m. kr. og slegið fram í framhaldinu hvort þetta væri kannski aðferðin! (Á ensku kallast þetta "sarcasm", "bitter irony" eða kaldhæðni á íslensku). Davíð greip þetta á lofti -áróðursmaðurinn sem hann er og sneri þessu strax upp í andhverfu sína - en ég sagði honum um leið að þetta hefði verið sagt í hálfkæringi af Jóni Ásgeiri. Engin alvarleg meining hefði legið þar að baki. Þetta hefði verið nefnt í dæmaskyni um hve varlegt væri að leggja trúnað á söguburð. Hér var aðalatriðið auðvitað slúðrið en ekki kaldhæðni Jóns Ásgeirs. Ég minnti hann einmitt á að morgni "bolludagsins" - þegar hann hringdi í mig áður en hann fór í viðtalið á RUV - að ég hefði notað orðið "hálfkæringur" strax þarna um kvöldið. Þetta var ekki sagt sem fyndni af minni hálfu heldur til að vara Davíð Oddsson við að trúa kjaftasögum. Þetta er því ekta "smjörklípa" hjá honum. Hlutir teknir úr samhengi til að draga athyglina frá óþægilegri umræðu um önnur mál. Í þessu tilviki - í framhaldi af lýsingu Fréttablaðsins frá því á laugardeginum fyrir "bolludaginn" - hvað vissi Davíð Oddsson um aðdraganda Baugsmálsins? Vissi hann eitthvað? Hitt er síðan annað mál að stuðningsmenn Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum og annars staðar fóru að spinna, t.d. með því að spyrja: "já, en er það ekki einmitt svona sem menn ámálga slíka hluti" o.s.frv. Þá vil ég einnig mótmæla því að þetta hafi verið eitthvað fyllerí þarna úti í London eins og stundum er haldið fram manna á meðal og í fjölmiðlum, nú síðast í Morgunhananum á Útvarpi Sögu í morgun. Á hinum eiginlega fundi okkar tveggja í Lundúnum 26. janúar 2002 drakk annar kaffi en hinn te. Um kvöldið fóru menn út að borða og Illugi Gunnarsson bættist þá í hópinn. Á "bolludaginn" 2003 hélt Davíð Oddsson því fram að Ilugi hefði verið viðstaddur þegar umrætt samtal átti sér stað, en ég benti þá á, að hann hefði ekki verið í London þegar við hittumst en komið til kvöldverðar með okkur, einnig benti ég á að Illugi hefði horfið frá hótelinu, eftir að þangað kom, þegar kvöldverðinum lauk, og verið burtu í "drykklanga" stund! Ég benti á þetta í "bolludagsfárinu" að þetta væri ekki rétt hjá Davíð Oddssyni og þá varð hann að breyta frásögn sinni. Illugi Gunnarsson sagði opinberlega að hann hefði heyrt á þetta tal og frásögn Davíðs Oddssonar væri rétt, en ég tel víst að hann hafi ekki verið viðstaddur eða í það minnsta ekki hlýtt á þessi orðaskipti okkar Davíðs Oddssonar. Sjálfan uppsagnar- og uppgjörsfund okkar Davíðs Oddssonar sátu aðeins tveir menn, ég og hann. Þessa samræðu á hótelinu áttu aðeins tveir menn, ég og Davíð Oddsson. Eftir heimkomuna og fram í febrúar 2002 áttum við Davíð Oddsson nokkur samskipti þegar ég gekk frá störfum mínum fyrir hann sem forsætisráðherra og ég varð þess ekki var þá að hann teldi að alvarlegir hlutir hefðu gerst í samskiptum okkar. Öðru nær. Hann þakkaði mér með hlýjum orðum fyrir náið og gott samstarf og góðan árangur við framkvæmd einkavæðingar á árunum 1992-2002. Kveðja, Hreinn Loftsson.
![]() |
Baugsmálið: Hreinn Loftsson yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2007 | 22:27
Konan sem breyttist í brjóst?
She's not breathing, and she's not responsive. She's, um, actually Anna Nicole Smith."
Þá hófst fjölmiðlasirkusinn sem ekki sér fyrir endann á. Núna klukkan 22 á þriðjudegi eru þrjár mest lesnu fréttirnar á Mbl.is um Önnu Nicole Smith. Og manneskja sem var flestum gleymd fyrir viku síðan er skyndilega orðin brjóstumkennanlegasta fréttaefni ársins.
Ég fékk mikil viðbrögð þegar ég skrifaði frétt um hana í Morgunblaðið í ársbyrjun 1995. Þá var ég að byrja í blaðamennsku. Hún hafði gifst níræða auðkýfingnum J. Howard Marshall um sumarið, aldursmunurinn hvorki meira né minna en 62 ár. Þau fögnuðu jólunum saman og fjölmiðlar náðu af því mynd þegar hann fékk jólagjöfina sína. Hún klæddi sig nefnilega úr nærbuxunum og afhenti gamla manninum. Það leyndi sér ekki á svipnum hvað hann varð spenntur og glaður.
Og það er forvitnilegt í ljósi mögulegrar dánarorsakar Önnu Nicole Smith, sem kann að hafa dáið vegna fylgikvilla brjóstaaðgerðar, að Morgunblaðið greinir frá því fyrir um áratug að Anna Nicole Smith haft sagt um brjóstin á sér: "Ég á þeim allt mitt að þakka". Þetta minnir óneitanlega á Litlu hryllingsbúðina, þar sem blómið endar á því að éta velgjörðarmenn sína.
Með skemmtilegri skáldsögum er The Breast eða Brjóstið. Það er paródía af Hamskiptunum og í stað þess að vakna upp sem bjalla eða skelfilegt skorkvikindi" eins og Gregor Samsa, þá breytist maður í brjóst með öllum þeim ógnum, furðum og unaði sem því fylgir.
Það getur auðvitað ekki endað vel, ekki frekar en hjá Önnu Nicole Smith.
![]() |
Upptaka af símtali hjúkrunarkonu Smith við neyðarlínu gerð opinber |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...