Færsluflokkur: Bækur
2.2.2008 | 12:01
Slegnir út af blöðrum
Stundum ræður hending úrslitum í knattspyrnuleik, stundum hendi.
Og raunar merkilegt að dæmd er "hendi" í fótbolta en ekki "hönd", eins og Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari á Akureyri bendir á.
En það gerist sjaldan að lið eru slegin út úr bikarnum af blöðrum, eins og gerðist í leik Manchester City og Sheffield United.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 01:49
Doris, svigrúm og gangstétt
Doris May Tayler, betur kunn sem Doris Lessing, varð í kvöld elst til að veita bókmenntaverðlaunum Nóbels viðtöku og ellefta konan á 106 árum. Tíðindin bárust henni fyrst þegar hún steig úr leigubíl fyrir utan heimili sitt í lok árs 2007, eins og sjá má hér. Hún kippti sér ekkert upp við fregnina, enda staðið til í þrjátíu ár, og bað fréttamennina um svigrúm til að komast upp á gangstéttina. Svolítið eins og heimspekingurinn sem bað keisarann að stíga til hliðar því hann skyggði á sólina.
Foreldrar Doris Lessing voru breskir en hún fæddist í Persíu, nú Íran, 22. október árið 1919 og flutti með foreldrum sínum til Suður-Ródesíu, nú Zimbabwe, árið 1925. Það skiptust á skin og skúrir í æsku. Hún fékk strangt uppeldi hjá móður sinni, var meðal annars send í klausturskóla, þar sem nunnurnar hræddu líftórurnar úr skólabörnunum með sögum af bölvun og helvíti. Eftir það gekk hún í stúlknaskóla í Salisbury til þrettán ára aldurs. Þar með lauk formlegri skólagöngu hennar. Hún er því sjálfmenntuð að miklu leyti, eins og fleiri kvenrithöfundar frá Afríku, svo sem Nadime Gordimer og Olive Schreiner.
Lessing hefur sagt að erfið æska sé oft bakgrunnur skáldsagnahöfunda; það skapi stöðuga þörf fyrir að flýja veruleikann, stuðli að bóklestri og ýti undir fjörugt ímyndunarafl. Á meðal höfunda sem hún las í æsku voru Dickens, Scott, Stevenson og Kipling. Og síðar D.H. Lawrence, Stendahl, Dostojevski og Tolstoj. Móðir hennar sagði henni líka sögur á kvöldin og sjálf hélt hún vöku fyrir bróður sínum með því að skálda sögur.
"Það var eins og líf heillar kynslóðar kvenna stöðvaðist þegar þær eignuðust börn," sagði Lessing einhverju sinni. "Sumar urðu ansi hugsjúkar og ástæðan, að ég held, var sá mikli munur á því sem þeim var kennt í skóla að byggi í þeim og hvernig rættist svo úr þeim." Lessing hefur sagst frjálsari en flestar konur sem rithöfundur.
En það hefur kostað fórnir. Hún giftist Frank Wisdom nítján ára og eignaðist með honum tvö börn, en skildi við hann nokkrum árum síðar og flutti út frá fjölskyldu sinni. Hún gekk í Left Book Club, hóp kommúnista sem "las allt, og fannst ekkert tiltökumál að lesa". Gottfried Lessing var höfuðpaurinn; skömmu eftir að hún slóst í hópinn giftust þau og eignuðust son.
Lessing varð þó smám saman fráhverf kommúnistahreyfingunni, sagði skilið við hana árið 1954, en hafði áður flutt til London með son sinn, árið 1949. Sama ár sendi hún frá sér fyrstu skáldsögu sína, The Grass is Singing, og lagði fyrir sig skriftir. Tímamótaverkið The Golden Notebook kom út árið 1962. Og hún skrifar enn, ný skáldsaga kemur út í maí.
Nokkrir dagar voru í 88. afmælisdaginn þegar hún heyrði af Nóbelnum og sagði við fréttamenn: "I've won all the prizes in Europe, every bloody one, so ... it's a royal flush."
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 13:25
Himnaríki, helvíti og krummi
Það skyldi engan undra að í skáldsögu sem nefnist "Himnaríki og helvíti" bregður krummum fyrir, hvað annað? Þeir voma yfir íbúum í Plássinu, krúnka saman á mæni kirkjuþaksins, og Guðjón kann ágæta skýringu á óhljóðunum þeim:
"...ég las það einhverstaðar að í fyrndinni hafi hrafninn haft önnur og mýkri hljóð en Guð hafi, fyrir einhverjar sakir, tekið þau frá honum og grætt í þess stað hljóð sem áttu að minna á syndir okkar, sjálfsagt einhver bölvuð vitleysa, en vitleysa getur nú verið skemmtileg, eða hvað finnst þér, minn kæri?"
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 02:41
Krummi, Kristur og jólin
Fyrirsögnin á DV í dag var "Krummi er Kristur".
Það upplýsist hér með að ekki er átt við krumma lestrarfélagsins. Þó að vissulega hafi sá krummi dáið píslarvættisdauða fyrir krummafélaga, þeim til andlegrar upplyftingar og örvunar. Negldur á kross íslenskrar bókmenntaumræðu. Krossfestur, dáinn og stoppaður upp.
Nú er aðfangadagur liðinn, hátíðin gengin í garð og því full ástæða til að óska krummum nær og fjær gleðilegra jóla.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 13:33
Af upplestri og bingói
Þá er farið að líða á seinni hlutann í jólabókaflóðinu. Það er forvitnilegt að upplifa það frá rithöfundarhliðinni. Maður gægist inn um ókunnar gáttir og kynnist nýju fólki, gömlu fólki og nýju hefði Elías Mar sagt.
Ég las til dæmis í gær upp hjá Hrafnistu í Reykjavík. Að minnsta kosti tveir rosknir karlar urðu afar svekktir þegar þeir sáu mig ganga í salinn, ruku úr sætum sínum og kvörtuðu yfir því á leiðinni út að það hefði verið auglýst bingó.
Einhverjir sátu þó áfram. Þar á meðal var Gunnfríður Ása sem vann á bókasafninu á Seltjarnarnesi og tók mér nú ekki alltaf fagnandi þegar ég skilaði tuttugu bókum of seint í enn eitt skiptið. Það var ofvaxið hennar skilningi hvernig þetta gat komið ítrekað fyrir, ekki síst þar sem ég bjó hinum megin við götuna.
Svo var komið að ég sat aftast í þristinum þegar ég vissi að von gat verið á henni í vagninn að framanverðu. Og ef hún kom inn, þá stökk ég út að aftan.
Auðvitað átti hún ekki skilið þessa hegðun af mér, þessa mæta kona, sem var í kvenfélaginu á Nesinu. En mér var einfaldlega fyrirmunað að skila bókunum á réttum tíma. Kannski af því að bækurnar voru margar og það tók tíma að lesa þær. Nú er ég farinn að kaupa mér bækur frekar en að taka þær að láni á bókasöfnum. Það er einfaldlega ódýrara. Og svo er það ágæt afsökun.
Þarna var líka Unnur Ragna sem þekkti heimili langafa míns Benedikts Sveinssonar og langömmu Guðrúnar Pétursdóttur á Skólavörðustíg 11. Hún sagði að þau hefðu verið með fjórar beljur í garðinum. Ó, þær voru svo fallegar," sagði hún og bætti við með eftirsjá í röddinni: Slefið um allt og tungan." Hún var vinkona tvíburasystranna, Guðrúnar og Ólafar, ömmusystra minna.
Viltu endilega gera langafa þinn að kúabónda," spurði ættingi minn þegar ég bar þetta undir hann.
Bækur | Breytt 19.12.2007 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 15:48
Tíminn og Trékyllisvík
Tíminn stöðvaðist í gær.
Það var ekki út af frostinu. Ekki heldur af ótta við snarbrattar hlíðar í fljúgandi hálku. Ástæðan var sú að við ókum inn í kyrrðina í Trékyllisvík. Þar er lífið áhyggjulaust, helsta umferð á vegunum tófur og mýs og hrafnasveimur flugvélagnýrinn.
Og viti menn, ekkert farsímasamband. Slík forréttindi upplifi ég núorðið aðeins hjá Þóru bústýru á Halldórsstöðum í Laxárdalnum. Þar stendur tíminn líka kyrr.
Ég fór til Trékyllisvíkur í gær með Ragnari Axelssyni ljósmyndara (RAX) til að taka viðtal við rithöfundinn og krummavininn Hrafn á staðnum "þar sem vegurinn endar". Þar er líka nýtt upphaf. Ragnar færði þeim hjónum ljósmyndir að gjöf og síðan gengum við um söguslóðir.
Það var ekki fyrr en við Hafnarfjallið klukkan 2 í nótt sem tíminn færðist aftur úr stað. Og engu munaði að jeppinn gerði það líka í fárviðrinu - út af veginum. En við komumst á áfangastað eftir að hafa farið fetið fyrir Hafnarfjallið. Afrakstur ferðarinnar verður svo í Morgunblaðinu á sunnudag.
Nú er bara spurning hvort krummar funda ekki bráðlega við heimskautsbauginn. Þar geta allir fundið sitt heima, ekki síst þeir sem tjalda svörtum fjöðrum.
Bækur | Breytt 17.12.2007 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 12:05
Höfundar skrifa um höfunda
Það er athyglisvert hversu margar af þeim bókum sem koma út þessa dagana fjalla um höfunda. Fyrir þá sem hafa gaman af bókum getur verið forvitnilegt að kynnast höfundinum betur, kynnast lífshlaupi hans, hugmyndum og vinnubrögðum, en vitanlega þarf maður ekki að vita nokkurn skapaðan hlut um höfund til þess að njóta þess sem hann skrifar. Of miklar upplýsingar um höfund geta jafnvel tekið frá höfundarverkinu þegar lesandinn reynir að sjá höfundinn og hans lífshlaup endalaust í ritverkinu.
Tvær af höfundabókunum eru auglýstar með vísun í ástamál höfunda; Davíð Stefánsson og Þórbergur Þórðarson. Sennilega eiga þessar auglýsingar að höfða betur til Séð og heyrt kynslóðarinnar. Pétur Blöndal (krummi) skellir fram viðtölum við 12 rithöfunda og ljóðskáld og nær að draga fram vinnubrögð, höfundareinkenni og sérstöðu hvers höfundar. Hjálmar Sveinsson skrifar um Elías Mar, sem er vanmetinn rithöfundur sem var í takt við fyrringu og tómlæti eftirstríðsáranna. Síðan eru einnig bækur um Sigfús Daðason, Halldór Laxness og Jónas Hallgrímsson.
Það er erfitt að átta sig á því hvað veldur þessum mikla áhuga höfunda að skrifa um höfunda þessi jólin. Það væri forvitnilegt að taka við þá viðtöl, líkt og Pétur gerir í bók sinni Sköpunarsögur, og reyna að átta sig á því hvers vegna allir þessir höfundar fengu þá hugmynd að skrifa bækur um höfunda jólin 2007.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 02:06
Krimmi hjá krummum
Viðburðarík vika. Í dag var útgáfuteiti vegna Sköpunarsagna á Kaffi Sólon, viðtalsbókar við tólf rithöfunda um sköpunarferlið, þar sem margir krummar mættu. Meira um það síðar.
Innan um mannfólkið mátti greina krumma sjálfan; sjaldséður fuglinn stóð við barinn og tjaldaði þar svörtum fjöðrum, feginn að vera laus úr pokanum.
Eftir það var förinni heitið í útgáfuveislu Bjarts. Einnig þar brá fyrir krummum. Og spiluð var ballskák með osta, öl og bókadrykkinn. Bjartur með tvær skáldsögur í ár, en þeim fjölgar á næsta ári. En forlagið keppir hinsvegar að metsölu í ljóðabókum, fyrsta upplagið farið af Sjón og Kristínu Svövu.
Og veislan er ekki á enda. Næsta þriðjudag verður krummafundur sem hefst að vanda kl. 20.30. Árni Þórarinsson heiðrar krumma með nærveru sinni. Nánar um það síðar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 02:33
Vigdís krúnkar með krummum
Vigdís Grímsdóttir heiðraði krumma með nærveru sinni í heimboði til Forlagsins sl. þriðjudagskvöld. Skemmtilegri verða höfundar ekki. Enda var hún kynnt þannig til sögunnar fyrir kvöldið að hjá henni væri "alltaf leikur í orðum, tvíræðni og glettni í fasi. Eða er henni alvara?"
Og maður verður engu nær um það með því að skoða meðfylgjandi mynd. Þó má ljóst vera að félagi Börkur lifir sig inn í frásögnina.
Vigdís las upp úr Sögunni af Bíbí Ólafsdóttur og sagði síðan frá kynnum sínum af henni og að erfitt hefði verið að fá Bíbí til verksins - örlögin hefðu þó spunnið sinn þráð.
Hún sagðist hafa tekið samtal þeirra upp á þrjátíu spólur og skrifað allt orðrétt niður. Það hefði hjálpað sér að ná þræði í söguna. Og hún neitaði að upplýsa krummana um manninn með hrafnshöfuðið, sem kemur fyrir í verkum hennar, og er ræddur í Sköpunarsögum. Hún gaf það þó upp að hún hefði ráðfært sig við hann fyrir krummafundinn.
Að vanda voru móttökur Forlagsins einkar glæsilegar, Jóhann Páll Valdimarsson tók virkan þátt í samræðunum, ekki síst um lygna og ólygna útgefendur, og jólakökur, konfekt og bókadrykkur voru á borðum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 01:36
Aðdáandi Ólivers
Stefán Eiríksson er enn við sama heygarðshornið, að þessu sinni í þættinum Kiljan, Oliver Twist í uppáhaldi. Bók sem hann hafði fyrri sið að lesa einu sinni á ári. Og hefur bloggað um hér á Hrafnasparki. Saga af því hvernig menn geta dottið í undirheimana, en líka snúið við blaðinu.
En Stefán er kominn aftur í barnaþulurnar. En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal les hann fyrir yngsta son sinn, sem er eins og hálfs árs, og Stefán segist raunar kunna hana utanbókar. Auðvitað munu krummar fá hann til að krunka þuluna fyrir sig á næsta krummafundi á þriðjudaginn kemur.
Meira um þann fund síðar. Krá!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...