Færsluflokkur: Bækur
13.2.2008 | 23:22
Börkur valinn beygli ársins
Hrafnasparkið er fyrst með fréttirnar.
Félagi krummi, Börkur Gunnarsson "ófriðargæsluliði", sem nú starfar í Afganistan, hefur hlotið sæmdarheitið "beygli ársins". Kvenfélagið Beyglan stendur fyrir valinu, sem Halla Gunnarsdóttir veitir forstöðu, og er nafnbótin veitt fyrir frammistöðu í hádegisbolta Morgunblaðsins.
Valið fór fram á aðalfundi Kvenfélagsins á Hlemmi, "enda er alltaf hlýtt á Hlemmi", og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Kvenfélagið Beyglan hefur gengið til atkvæða og kosið Beygla ársins 2007. 15 manns voru tilnefndir og eftir að gerð hafði verið grein fyrir kostum og göllum hvers og eins fór fram leynileg atkvæðagreiðsla. Niðurstaðan var sú að Börkur Gunnarsson, ófriðargæsluliði, hlaut öll greidd atkvæði, þ.e. eitt.
Börkur er vel að titlinum kominn. Hann er ætíð boðinn og búinn að bjóða Beyglunni far til og frá æfingum og hlýðir í öllu fyrirmælum hennar um reykleysi í bílnum. Ekki nóg um það heldur hafa Beyglan og hinn nýi Beygli verið alveg hreint ótrúlegt teymi á vellinum á liðnu ári og skemmst að minnast síðasta tíma ársins þegar mótherjarnir sáu ekki til sólar fyrir stórsóknum og ofurvörn Beyglunnar, Beyglans og félaga þeirra. Enn eftirminnilegra er þegar ofurteymið tók með sér Hjálmar aðalhönd og dularfullan aukamann og valtaði yfir mótherjana, sem þó þóttust svo miklu betri að þeir þyrftu varla að skokka. Skoraði Börkur þá u.þ.b. 18 mörk, og mörg þeirra eftir stórglæsilegar sendingar frá Beyglunni.
Börkur mun taka við Beyglafarandvestinu af Stefáni sæti sem hlaut titilinn 2006, um leið og sá fyrrnefndi snýr til baka frá Kabúl og sá síðarnefndi lætur sjá sig í fótbolta.
"Beygli ársins!?" sagði Börkur hrærður þegar Hrafnaspark náði tali af honum í Afganistan. "Ég klökkna, en ég brosi í gegnum tárin."
Börkur segist hafa gaman af lestri góðra bóka og útivist.
"Ég hef hugsað mér að nota árið sem ég held titilinum til þess að ferðast vítt um lönd og vinna að því að gróðursetja frið og kærleika í vinaskógum heimsins."
Að lokum sagði hann, tregablandinni röddu: "Svo afhendi ég titilinn að ári."
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 13:19
Hold, þrá og draumur
Þegar menn sem alist hafa í "nánu samneyti við náttúruna" og lagt fyrir sig "rannsóknir á frumeigindum lífvera" fjalla um kynlíf, þá hlýtur útkoman að verða athyglisverð.
Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Valgarður Egilsson sé tilnefndur til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir ljóðið Salt myrkur í ljóðabókinni Á mörkum:
Það er eldur í hafi
í brimsöltu myrkri
rauðu heitu myrkri
um innhaf þitt
hjartabrim hrynur
ólgandi straumur
logar, lýsir hug þinn:
hold, þrá og draumur
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 17:22
Kynlíf, meyjarhaft og fermingarmynd
Enn berast tilnefningar til rauðu hrafnsfjaðrarinnar frá krummafélögum. Nú er það Stefán Eiríksson sem bendir á athyglisverða kynlífslýsingu úr Sögunni af Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Fyrst nefnir hann skemmtilegt brot, þar sem kynlíf kemur við sögu:
- Sæl, heillin, segir pabbi.
- Hæ, segi ég.
- Hvar varst þú?
- Ég var á Skólavörðustíg 22.
- Hvað varstu að gera þar?
- Ég var að ríða.
Og svo kemur tilnefningin:
- Hefurðu gert það?
- Hvað?
- Það sem við erum að fara að gera.
- Hvað?
- Ríða, veistu ekki hvað þar er, Bíbí?
Þögn, ég svara ekki þessari spurningu.
- Þú þarft ekki að vera feimin, vertu bara róleg og liggðu alveg kyrr, elskan, þú ert svo yndisleg.
Ég geri eins og hann segir; ég ligg marflöt, róleg og þegjandi og finnst lyktin af honum ótrúlega góð, ég týni mér í hvítu ljósinu hans og finnst ég hljóti að vera með hamingjusamari manneskjum. Sársauka finn ég engan enda meyjarhaftið löngu farið veg allrar veraldar.
Þegar við erum búin - ég er búinn, elskan, guð hvað þetta var gott - rís hann glaður á fætur, segist ætla að gefa mér´dálítið og réttir mér fermingarmynd af sér og biður mig að hafa hann alltaf nálægt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 16:34
Opið eins og vængjahurð
Enn fjölgar athyglisverðum kynlífslýsingum. Um auðugan garð að gresja í bókmenntum liðins árs. Nú tilnefnir félagi krummi, Örn Úlfar Sævarsson, lýsingu úr bókinni Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur.
Hrútur er svo mikill þar sem tenging við hitt kynið á sér stað að hann hefur
alla ævi gert aðra karlmenn í sturtu, leikfimi, sundi og fótbolta miður sín. Og
flaggað frítt. Hann þarf ekkert extra að gera við konu, sérstaklega ekki svo
smáa og móttækilega sem Unni, limurinn er svo breiður að hann ryður snípnum og
þeim hluta snípsins sem liggur meðfram opinu eins og vængjahurð, eins og karmar
ætli af dyrunum í hvert skipti er hann fer þar um.
Og síðar í sömu bók:
Hann áttar sig á því að karlar sem hafa bara verið með ungum konum vita í raun
lítið hvað kynlíf er. Hún e óseðjandi án þess að vera frek, vill bara blóðlega
ef hann leitar eftir. Hún fær það hvernig sem hann nálgast hana, með fingri,
framan frá, aftan frá, ofan á honum og jafnvel um leið og hann fer inn í hana,
fær multiple orgasm svo að líkaminn slær eins og hjarta. Ekki bara að leggöngin
dragist sundur og saman heldur allir vöðvar frá miðjunni neðan við naflann, svo
að hendur og fætur slá með. Samt er hún mjúk og afslöppuð, þar eru ósjálfráðir
vöðvar að verki. Honum til furðu er hann kominn í skóla á þessa eyju, í fagi
þar sem hann taldi sig meistara en hafði aldrei hitt hofgyðju fyrr. Þgar þau
loks fara á fundinn með lögfræðingi og stjúpbörnum Eyvindar hafa þau legið
saman hverja nótt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 12:09
Sami gamli góði Hack
Nú eru óskarsverðlaunin á næsta leiti.
Handritshöfundurinn Hackford Ryder verður að teljast afar sigurstranglegur. Vissulega naut hann lengi álits sem skáldsagnahöfundur, en eftir að hann fór að skrifa fyrir Power Film Studios í Hollywood hefur ferill hans blómstrað. Hver man ekki eftir myndinni Goddess, sem fjallaði um hryllileg örlög Solu Sivius, stjörnu þöglu myndanna?
Þrátt fyrir velgengnina lætur þessi hægláti maður sem ekkert sé, heldur jarðsambandi. Sami gamli góði Hack og hann var áður en hann fór til Hollywood. Hvernig er annað hægt en að veita honum óskarinn fyrir stórmyndina A New Yorker falls in Love, þar sem finna má svona senur:
It was just a regular day in New York. A man was being murdered.
Adolf H. Schw. Einstein was on the 86th floor of the Broken Hearts-skyscraper, 5th Street Manhattan. He was hanging out the window. There was no sound. No scream. Just the expression on his face.
Terror.
On the ground floor a gorgeous woman stepped out of the elevator, with curves like the 911 Turbo Cabriolet. Her name was Posh Love.
The doorman jumped to open the door. She could feel the summer breeze, hear the sudden thumping sound New Yorkers have grown used to when a body hits the pavement.
She stops for a moment, lights a cigarette, buries it in her thick and stout lips, waxes red on the white skin and breaths thin smoke into the air.
A Porsche makes its way on 5th Street.
It was just a regular day in New York.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 00:29
Enn krassandi kynlífslýsing!
Það er heldur betur að hitna í kolunum...!
Tilnefning hefur borist til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsinguna frá krummafélaganum og stjórnarmanninum Karli Blöndal:
2. maí: "Lá Sveinfríði ... milli kl. 9 1/2 og 11 1/2 e.h."
5/5 "Lá Þórdísi".
6/5 "Lá Sveinfríði".
12/5 "Lá Sveinfríði kl. 7-9 1/2 e.h.
14/5 "Lá Sveinfríði kl. 9-10 1/2.
Tilvitnunin er í dagbækur Þórbergs Þórðarssonar úr bókinni ÞÞ í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson.
Luma fleiri á tilnefningum? Heyrist krúnk úr horni? Er Lenóra horfin krummum?
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 13:14
Nótt í borginni
Enn fjölgar athyglisverðum kynlífslýsingum úr bókmenntum liðins árs.
Gunnar Randversson fær tilnefningu til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir ljóðið Fingur þínir og myrkrið í samnefndri ljóðabók:
nótt í borginni
nótt í húsinu
ég og þú og
fingur þínir og myrkrið
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 00:54
Ný tilnefning til rauðu hrafnsfjaðrarinnar
Leitin að Fjalla-Eyvindi nefnist ljóðabók Höllu Gunnarsdóttur, sem kom út fyrir jólin í fyrra, og leitar Halla útlagans á framandi slóðum eins og Víetnam, Kambódíu, Singapúr, Timbúktú og Sahara.
Og þar er að finna verðuga tilnefningu til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, bókmenntaverðlauna krumma sem veitt eru árlega fyrir athyglisverðustu kynlífslýsinguna.
Vitaskuld eru lýsingarnar sem tilnefndar eru misbersöglar. Kannski er þetta alls ekki kynlífslýsing heldur eitthvað allt annað!
Við leyfum höfundinum að njóta vafans. Ljóðið er Ölstofan:
Ég klæddi mig upp,
þú klæddir þig niður.
Við mættumst á miðri leið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 01:32
Svona eru þessir rithöfundar
Það er forvitnilegt að blaða í bókinni: "You Know You're a Writer When..." Svona eru þær þá, þessar skapandi skepnur:
At parties, you check out the bookshelves the way other people snoop through medicine cabinets.
Writing is the only thing that makes you happy, and you hate writing.
You have an opinion on the serial comma.
You drink coffee black because Balzac did.
You're at the movies when you get an idea for your novel, so you scratch it into the bottom of you popcorn cup with a car key.
You secretly hope it will rain on your vacation.
You head for the bookstore when something goes wrong in your life.
You'd write during the long rides up the ski lift if you could figure out a way to take off your goggles, put on your reading glasses, remove your gloves, and find a pen without dropping the poles or falling off the lift.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2008 | 22:11
Rauða hrafnsfjöðrin
Nú líður að því að bókmenntaverðlaunin Rauða hrafnsfjöðrin verði veitt fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í útgáfu liðins ár. Sú afhending fer fram á árshátíð félagsins 22. febrúar.
Eiríkur Örn Norðdahl vann til verðlaunanna í fyrra, veitti hrafnsfjöðrinni viðtöku á árshátíðinni og las kynlífslýsinguna með tilþrifum. Líður það engum úr minni sem til heyrði.
Tilnefningar verða kynntar á krummavefnum næstu daga. Fyrstu tilnefninguna fær Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir kynlífslýsingu í bókinni Blysfarir:
hann herðir
að geirvörtunum rústrauðum eins og hann sé skiptilykill,
nei, tveir skiptilyklar og hann snýr óhikað upp á
þær og það er sárt finnst mér sem snöggvast, þær eru
fastar á mér og hann er vélvirki.
hann kann svo margt um súbstansa, smurningu, fix
Krummafélagar eru beðnir um að koma með ábendingar um fleiri kynlífslýsingar sem verðskulda tilnefningu, sem og aðrir lesendur Hrafnasparks.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...