Færsluflokkur: Bloggar
27.12.2006 | 13:30
Loksins eru Saddam og íraska þjóðin á eitt sátt
![]() |
Hussein segist reiðubúinn að fórna sér" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2006 | 15:19
Jólin frá sjónarhorni fimm ára stelpu
Þessar samræður áttu sér stað í hádeginu á jóladag.
Pabbi: Segðu mér eitthvað í sambandi jólin?
Ólöf Kristrún: Það eru skemmtilegir pakkar á jólunum eins og alltaf. En sumir eiga það og geta skilað því. Og kannski verður einhver hissa og langar í það sem hann fékk. Og þá verða allir svo glaðir. Eins og bróðir minn fékk bestu gjöfina sína sem var gítar og vildi ekki sleppa henni. Og eins og ég fékk snyrtidót og kastala og svona gamla daga dót, sem ég vil ekki að neinn taki. Einu sinni ekki snerta það. Og síðan gladdi það ömmu og afa svo mikið að fá mynd af mér og ömmu í svona stellingu [hún stillir sér upp eins og á meðfylgjandi mynd] og mynd af afa Halldóri og Erni Óskari og þeir eru bara glápandi svona [hún stillir sér aftur upp].
Pabbi: Gladdi fleira?
Ólöf Kristrún: Það sem gleðjaði mömmu og pabba frá mér og Erni Óskari voru myndir sem við máluðum og mamma var svo glöð út af kortinu frá mér og Erni Óskari og miklu glaðari út af myndinni minni. Og afi var svo glaður út af kortinu að hann sagði bara: "Ég ætla að passa þetta mjög vel." Ég var líka svo glöð út af stellinu sem ég fékk að ég vildi ekki einu sinni að neinn skildi það eftir á borðinu. Og hérna, mig langaði samt alltaf svo mikið í Baby Born rúmið sem var með tónlist. Og líka Baby Born, uh, bað og Baby Born slopp og Baby Born bíl... hvað stendur?
Pabbi: [Byrjar á að lesa textann og spyr svo] Hvað ætlarðu að gera í dag?
Ólöf Kristrún: Í dag ætlum við að kaupa ís og ég fer að setja í (ís)vélina mína sem ég fékk frá besta pabba! [Hún sagði þetta í alvöru!] Og síðan vil ég fá bestu afmælisgjöfina mína og á ég að segja hvað það á vera. Það á að vera öskubuskubúningakjóll.
Pabbi: Út af hverju höldum við jólin?
Ólöf Kristrún: Út af því að Jesú barnið á afmæli á jólunum. Er það ekki rétt pabbi? Annars á Jesúbarnið aldrei afmæli þegar jólin voru aldrei haldin. Og nú spyrð þú, af hverju fær maður pakka? Spyr þú mig það.
Pabbi: Af hverju fær maður pakka?
Ólöf Kristrún: Af því að á jólunum er maður að gleðja aðra. Nú spyrð þú mig... ertu að skrifa nú spyrð þú mig?
Pabbi: Já.
Ólöf Kristrún: Af hverju gleðjar fólk alla á jólunum?
Pabbi: Af hverju gleður fólk alla á jólunum?
Ólöf Kristrún: Til þess að fólk verði glöð. Því annars verða allir bara leiðir á jólunum. Hey, ertu að skrifa nafnið mitt!
Pabbi: Já. Segðu mér meira.
Ólöf Kristrún: Af því að börnin í Afríku, sum þeirra fá engan pakka á jólunum, því að þau sem ætla að gefa þeim pakka eiga enga peninga. Og þá verða þau ekki gleðjuð.
Bloggar | Breytt 26.12.2006 kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 17:14
Gleðileg jól
Kæru Krummar og aðrir landsmenn. Steikin er í ofninum og skyrtan ennþá óstraujuð - allt eins og það á að vera klukkan 5 á aðfangadag. Einn af hápunktum ársins hjá lestrarfélagsmönnum er rétt handan við hornið. Við erum búnir að hnusa af nýju bókunum allan desembermánuð (einstaka félagsmaður reyndar sennilega búinn að lesa þær flestar) en nú er komið að því - hvaða bækur leynast undir trénu??? Spennan er óbærileg en eins og sönnum karlmönnum sæmir látum við okkur hafa það í nokkra klukkutíma í viðbót. Njótið vel!
Gleðileg jól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2006 | 12:09
Jólin jólin allstaðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 21:55
Áhugaverður fréttaflutningur af Íraksmálum
Þessi fréttaflutningur af Írak er engin nýlunda, fellur inní almenna hefð fréttaflutnings fáránleikans. "71 bandarískur hermaður hefur fallið í Írak í desembermánuði einum saman...""...Þrýstingurinn eykst því jafnt og þétt á George W. Bush Bandaríkjaforseta að kalla heim 135.000 manna herlið sitt í Írak." Ímyndið ykkur Bandaríkjamenn í seinni heimsstyrjöldinni, búnir að brjóta nasista á bak aftur, Ruhr héröðin í þeirra höndum, Berlín fallin og þeir nálgast Munchen: "2.000 Bandaríkjamenn féllu í Þýskalandi í síðustu viku og þrýstingurinn á Bandaríkjaforseta eykst því jafnt og þétt að kalla heim allt sitt herlið frá Þýskalandi og láta nasistana í friði". Eða bara um lögreglulið Bandaríkjamanna: "Tíu lögreglumenn féllu í Bandaríkjunum í síðustu viku og þrýstingurinn á Bandaríkjaforseta eykst því jafnt og þétt að kalla lögregluliðið sitt heim, leysa það upp og láta fólkið á götunni ráða götunni".
Svona hefur fréttaflutningurinn verið af þessu stríði frá upphafi - algjörlega absúrd. Ég veit það frá þeim fjölmörgu írösku vinum sem ég á í Bagdad að þeir vissu allan tímann að Bandaríkjamenn myndu ekki fórna sér mikið til að byggja upp íraskt þjóðfélag, en að þeir gætu ekki þolað mannfall sem er undir 3.000 manns, nota bene undir þeim fjölda sem féllu í hryðjuverkaárásinni á World Trade Centre, því hefðu fáir félaga minna trúað - en það virðist vera raunin. Það má vera að hryðjuverkamennirnir hafi ekki verið í Írak fyrir innrásina en þeir eru þar núna. Þetta er vígvöllurinn þeirra núna og Bandaríkjamenn eiga að fara þaðan vegna mannfalls sem er minna en þeirra sem féllu í síðustu hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin? Bandaríkin eru of hratt að breytast í aumingja heimsveldi og það er bara spurning um nokkra tugi ára að þeir verði history. Vonandi verða allir þessir blaðamenn sem hafa barist svona hart fyrir því hamingjusamir þá.
![]() |
Sjö bandarískir hermenn féllu í Írak; tala fallinna hermanna nálgast 3.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 11:43
Flag of the fathers
Var á frumsýningunni á Flag of the Fathers í gærkvöldi. Mér fannst myndin byrja mjög vel, Clint var með góða uppbyggingu, sannfærandi samtöl, flotta díalóga og merkilega litlar klisjur í samtölum og pælingum í margþjöskuðu efni sem innrás í seinni heimsstyrjöldinni er. En þetta voru fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að myndin var ekki um innrás Bandaríkjamanna á Iwo Jima heldur var hún um ljósmyndina sem var tekin þar þegar Bandaríkjamenn settu fánann upp á fjalli eyjunnar. Myndin varð frekar þreytandi og væmin þegar fram í sótti. En ég velti því jafnframt fyrir mér að hugsanlega snertir hún Bandaríkjamenn með öðrum hætti þarsem þessi ljósmynd er greypt í þeirra þjóðarsál. Hver utan íslenskra landsteina hefði áhuga á bíómynd um íslenska styttu, ljósmynd eða málverk? Hvaða kjarkaði kvikmyndagerðarmaður ætlar að gera bíómynd um hvernig styttan af Jóni Sigurðssyni varð til eða hvernig málverk Gunnlaugs Blöndal af Þjóðfundinum í Lærða skólanum 1851 varð til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2006 | 09:24
Jóladrykkjuvísa
Jahá. Samkvæmt áhugaverðri grein Péturs Gunnarssonar rithöfundar hefur afi minn rangt fyrir sér. Afi, sem alinn er upp i torfbæ í Skagafirði, hefur árum saman haldið því fram að syngja ætti "Upp á hól, stend ég og kanna" en samkvæmt Pétri er útbreiddari útgáfan "upp á stól, stendur mín kanna" sú rétta. Afi, sem annars er hafsjór af fróðleik um svona hluti, virðist ekki hafa vitað að könnustóll hefði verið til, notaður undir ölkönnur á fyrstu öldum Íslandssögunnar.
Höfum við verið að syngja forna drykkjuvísu með börnunum? Hvaða merking er í setningunni "níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna"? Sátu menn að öldrykkju en komu aftur til manna 9 dögum fyrir jól?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2006 | 20:51
Gleðilega Jólaneyslu
Af einhverjum ástæðum er í dag talið sjálfsagt að tjá ást og væntumþykju gagnvart sínum nánustu með efnislegum gjöfum um jólin. Ekkert var fjallað um þetta í jólaguðspjallinu en siðurinn er orðinn pikkfastur.
Ég vil ekki hljóma vanþakklátur, en oft hefur fólk takmarkaða þörf fyrir þær jólagjafir sem það fær. Eitthvað af gjöfunum eru aldrei notaðar, enda í geymslunni í nokkur ár áður en þeim er hent. Flestir í dag eiga fullskipaða búslóð og eftir því sem þeir eignast meira er bara meiru hent.
Kannski er tímanum, peningunum og orkunni sem fer í jólagjafainnkaup betur varið í að heimsækja gamla fólkið, halda matarboð, bjóða börnum systkina sinna í óvissuferð eða eitthvað annað en efnislegar gjafir.
Nú þegar samkvæmt áliti WWF við verðum búin að fullnýta tvær jarðir að náttúruauðlindum árið 2050 er ef til vill kominn tími til að endurskoða jólaneysluna. Buy nothing christmas samtökin vinna af því að fá fólk til að gefa ávísun á barnapössun eða annað álíka umhverfisvænt og fleiri aðilar vinna að svipuðum markmiðum.
Tökum nú höndum saman um að minnka neyslugeðveikina um jólin. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og við þurfum að fara sparlegar með þær, skiljum eitthvað eftir af náttúruauðlindum fyrir börnin okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 08:55
Kynferðisglæpum hefur fækkað um 85% á síðustu 25 árum
Nauðganir hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, eftir birtingu á tölum um fjölda nauðgana á árinu.
Undanfarin ár hefur verið unnið mikið, gott og þarft starf við að ná umræðu um kynferðislegt ofbeldi upp á yfirborðið, aðstoða fórnarlömbin og refsa gerendum. Því má búast við því að málin séu frekar skráð og um þau fjallað opinberlega. Stöðugt er nú fjallað um kynferðisglæpi og mér finnst varla líða sá dagur að ekki sé að finna slíkar fréttir í fjölmiðlum. Eðlilegt er því að mörgum finnst eins og að þessum málum sé að fjölga.
Einhverra hluta vegna hefur það hins vegar ekki farið hátt að tölur frá BNA sýna að kynferðisglæpum hefur fækkað þar um 85% á síðustu 25 árum. Samkvæmt áliti Anthony D´Amato er ástæða þessara ótrúlegu umskipta ekki að rekja til bættrar löggæslu, hertra refsinga eða fjölmiðlaherferða, heldur einfaldlega betra aðgengi að klámi. D´Amato sýnir meira að segja fram á að í þeim fylkjum þar sem aðgengi að netinu er best hefur nauðgunum fækkað en fjölgað í þeim fylkjum þar sem minnst aðgengi er að neti. Sterk vísbending, þó það sanni að sjálfsögðu ekki orsakasamhengi.
Ekki er ég að mæla með klámi né gera lítið úr þeirri lítilsvirðingu við konur sem það felur í sér. Af tvennu illu í samfélaginu er þó enginn í vafa um að það að nauðga konu er verra en að taka mynd af henni berrassaðri með hennar samþykki.
Ég hef enga sérþekkingu á nauðgunarrannsóknum en ef þessar tölur eiga almennt við á vesturlöndum eru þær stórfrétt. Nauðgun er hræðilega algengur og ólíðandi ofbeldisglæpur sem skilur eftir sig varanleg ör á sál þolandans og verður að reyna að útrýma með öllum ráðum. Hingað til hefur feminístiska baráttan gegn nauðgunum falið í sér baráttu gegn klámi, byggt á þeirri kenningu að klám leiði til nauðgana þar sem klámið feli í sér lítilsvirðingu á konum.
Kynlíf í einhverju formi á hins vegar að flokka til grundvallarþarfa mannkynsins, líkt og næringu og svefn. Því verður að skoða það með opnum huga hvort unnt sé að fækka kynferðisglæpum með því að létta hömlum af klámi eða auðvelda aðgengið að því.
Kenningin um klámið er hins vegar bara ein af mögulegum skýringum á fækkun nauðgana. Man einhver eftir vandræðum við að ná tómatsósunni úr glerflöskunni, sem nú er liðin tíð eftir að farið var að selja tómatsósuna í plasti? Ástæðan fyrir því að glerið var notað lengi vel voru rökstuddar grunsemdir um að efni úr plastinu sem líkjast estrógenum geti borist í menn og truflað testosterónframleiðsluna. Þær kenningar eru reyndar enn til en iðnaðurinn virðist hafa fengið sitt í gegn.
Ég veit ekki hvort kenningin um plastið í tómatsósuflöskunum er rétt, en testosterónmagn í bandarískum karlmönnum hefur sannarlega farið lækkandi, hver sem skýringin á því er. Fjöldamörg önnur efni í umhverfi og matvælum koma til greina og þetta er ein af óteljandi ástæðum til að borða sem mest af lífrænt ræktuðum mat.
Þessi áhrif eru ekki bara í BNA, í Danmörku eru líka til nákvæmar tölur um sáðfrumuframleiðslu þar sem fjöldi í ml hefur helmingast á s.l. 60 árum, líklegast vegna mengunar.
Ef við höldum áfram að menga heiminn má því vera að það leiði ekki bara til þess að nauðgunum verði útrýmt heldur einnig karlmönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2006 | 17:06
Popúlistar
Bloggar | Breytt 14.12.2006 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...