7.2.2008 | 13:14
Nótt í borginni
Enn fjölgar athyglisverðum kynlífslýsingum úr bókmenntum liðins árs.
Gunnar Randversson fær tilnefningu til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir ljóðið Fingur þínir og myrkrið í samnefndri ljóðabók:
nótt í borginni
nótt í húsinu
ég og þú og
fingur þínir og myrkrið
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 17:08
reykjavík - osló - istanbúl - kabúl
hvað er með þetta búl dæmi í mið-austurlöndum? orðsifjafræðin segir mér að þetta sé tengt púl, þeir spili svo mikið púl í þessum hluta heimsins.
ég hef komist að því að launin í blaðamennskunni eru ekki næg til að geta safnað mér fé til að framleiða bíómynd einsog ég ætla að gera í sumar svo ég ákvað að fara í stríð í afganistan sem hefur jafnan gefist vel til að laga fjárhagsstöðuna mína fyrir eða eftir kvikmyndaævintýrin mín. ég lagði af stað frá noregi - army express oslo - kabul - en við stoppuðum hér í istanbúl til að taka bensín í nótt, en vorum síðan grándaðir vegna slæms veðurs á flugvellinum í kabúl - þannig að ég er hér ásamt 60 norskum hermönnum og við bíðum frekari fyrirmæla. hugsanlega er okkur ætlað að fremja valdarán hér í stað þess að vera að þvælast alla leið til kabúl, enda hefur tyrkneska ríkisstjórnin verið til ýmissa ama undanfarin ár, vildi ekki einu sinni hleypa 100 þúsund bandarískum hermönnum í gegnum landið sitt til að lemja á trúbræðrum tyrkja í írak hérna um árið, en við bíðum rólegir fyrirmæla í istanbúl og sextíu alvopnaðir norsarar, ég held þeir heiti flestir olav.
ég er í asíska hluta istanbúl sem er ekki eins fallegur hluti borgarinnar og það er svo dýrt að fara yfir í evrópska hlutann, 180 evrur fram og til baka að ég læt það bíða þangað til ég kíki í alvöru heimsókn. svo er aldrei að vita nema kallið komi strax í kvöld. "take power in istanbul - show no mercy!" eða bara: "drulliði ykkur til kabúl letingjarnir ykkar! hvað eruði að hanga í djammborginni istanbúl!?"
kveðja til reykjavíkurbúl eða reykjabúl - kúl? olav biður að heilsa!
börkur gunnarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 00:54
Ný tilnefning til rauðu hrafnsfjaðrarinnar
Leitin að Fjalla-Eyvindi nefnist ljóðabók Höllu Gunnarsdóttur, sem kom út fyrir jólin í fyrra, og leitar Halla útlagans á framandi slóðum eins og Víetnam, Kambódíu, Singapúr, Timbúktú og Sahara.
Og þar er að finna verðuga tilnefningu til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, bókmenntaverðlauna krumma sem veitt eru árlega fyrir athyglisverðustu kynlífslýsinguna.
Vitaskuld eru lýsingarnar sem tilnefndar eru misbersöglar. Kannski er þetta alls ekki kynlífslýsing heldur eitthvað allt annað!
Við leyfum höfundinum að njóta vafans. Ljóðið er Ölstofan:
Ég klæddi mig upp,
þú klæddir þig niður.
Við mættumst á miðri leið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 16:25
Svona eru þessir ritstjórar...
Breskur húmor lætur ekki að sér hæða, ég hlýt að varpa þeirri spurningu til skrifandi krumma og kollega þeirra, eru samskiptin við forlagið svona?
Með kveðju að Westan
frf
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 01:32
Svona eru þessir rithöfundar
Það er forvitnilegt að blaða í bókinni: "You Know You're a Writer When..." Svona eru þær þá, þessar skapandi skepnur:
At parties, you check out the bookshelves the way other people snoop through medicine cabinets.
Writing is the only thing that makes you happy, and you hate writing.
You have an opinion on the serial comma.
You drink coffee black because Balzac did.
You're at the movies when you get an idea for your novel, so you scratch it into the bottom of you popcorn cup with a car key.
You secretly hope it will rain on your vacation.
You head for the bookstore when something goes wrong in your life.
You'd write during the long rides up the ski lift if you could figure out a way to take off your goggles, put on your reading glasses, remove your gloves, and find a pen without dropping the poles or falling off the lift.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2008 | 22:11
Rauða hrafnsfjöðrin
Nú líður að því að bókmenntaverðlaunin Rauða hrafnsfjöðrin verði veitt fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í útgáfu liðins ár. Sú afhending fer fram á árshátíð félagsins 22. febrúar.
Eiríkur Örn Norðdahl vann til verðlaunanna í fyrra, veitti hrafnsfjöðrinni viðtöku á árshátíðinni og las kynlífslýsinguna með tilþrifum. Líður það engum úr minni sem til heyrði.
Tilnefningar verða kynntar á krummavefnum næstu daga. Fyrstu tilnefninguna fær Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir kynlífslýsingu í bókinni Blysfarir:
hann herðir
að geirvörtunum rústrauðum eins og hann sé skiptilykill,
nei, tveir skiptilyklar og hann snýr óhikað upp á
þær og það er sárt finnst mér sem snöggvast, þær eru
fastar á mér og hann er vélvirki.
hann kann svo margt um súbstansa, smurningu, fix
Krummafélagar eru beðnir um að koma með ábendingar um fleiri kynlífslýsingar sem verðskulda tilnefningu, sem og aðrir lesendur Hrafnasparks.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 12:01
Slegnir út af blöðrum
Stundum ræður hending úrslitum í knattspyrnuleik, stundum hendi.
Og raunar merkilegt að dæmd er "hendi" í fótbolta en ekki "hönd", eins og Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari á Akureyri bendir á.
En það gerist sjaldan að lið eru slegin út úr bikarnum af blöðrum, eins og gerðist í leik Manchester City og Sheffield United.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 01:49
Doris, svigrúm og gangstétt
Doris May Tayler, betur kunn sem Doris Lessing, varð í kvöld elst til að veita bókmenntaverðlaunum Nóbels viðtöku og ellefta konan á 106 árum. Tíðindin bárust henni fyrst þegar hún steig úr leigubíl fyrir utan heimili sitt í lok árs 2007, eins og sjá má hér. Hún kippti sér ekkert upp við fregnina, enda staðið til í þrjátíu ár, og bað fréttamennina um svigrúm til að komast upp á gangstéttina. Svolítið eins og heimspekingurinn sem bað keisarann að stíga til hliðar því hann skyggði á sólina.
Foreldrar Doris Lessing voru breskir en hún fæddist í Persíu, nú Íran, 22. október árið 1919 og flutti með foreldrum sínum til Suður-Ródesíu, nú Zimbabwe, árið 1925. Það skiptust á skin og skúrir í æsku. Hún fékk strangt uppeldi hjá móður sinni, var meðal annars send í klausturskóla, þar sem nunnurnar hræddu líftórurnar úr skólabörnunum með sögum af bölvun og helvíti. Eftir það gekk hún í stúlknaskóla í Salisbury til þrettán ára aldurs. Þar með lauk formlegri skólagöngu hennar. Hún er því sjálfmenntuð að miklu leyti, eins og fleiri kvenrithöfundar frá Afríku, svo sem Nadime Gordimer og Olive Schreiner.
Lessing hefur sagt að erfið æska sé oft bakgrunnur skáldsagnahöfunda; það skapi stöðuga þörf fyrir að flýja veruleikann, stuðli að bóklestri og ýti undir fjörugt ímyndunarafl. Á meðal höfunda sem hún las í æsku voru Dickens, Scott, Stevenson og Kipling. Og síðar D.H. Lawrence, Stendahl, Dostojevski og Tolstoj. Móðir hennar sagði henni líka sögur á kvöldin og sjálf hélt hún vöku fyrir bróður sínum með því að skálda sögur.
"Það var eins og líf heillar kynslóðar kvenna stöðvaðist þegar þær eignuðust börn," sagði Lessing einhverju sinni. "Sumar urðu ansi hugsjúkar og ástæðan, að ég held, var sá mikli munur á því sem þeim var kennt í skóla að byggi í þeim og hvernig rættist svo úr þeim." Lessing hefur sagst frjálsari en flestar konur sem rithöfundur.
En það hefur kostað fórnir. Hún giftist Frank Wisdom nítján ára og eignaðist með honum tvö börn, en skildi við hann nokkrum árum síðar og flutti út frá fjölskyldu sinni. Hún gekk í Left Book Club, hóp kommúnista sem "las allt, og fannst ekkert tiltökumál að lesa". Gottfried Lessing var höfuðpaurinn; skömmu eftir að hún slóst í hópinn giftust þau og eignuðust son.
Lessing varð þó smám saman fráhverf kommúnistahreyfingunni, sagði skilið við hana árið 1954, en hafði áður flutt til London með son sinn, árið 1949. Sama ár sendi hún frá sér fyrstu skáldsögu sína, The Grass is Singing, og lagði fyrir sig skriftir. Tímamótaverkið The Golden Notebook kom út árið 1962. Og hún skrifar enn, ný skáldsaga kemur út í maí.
Nokkrir dagar voru í 88. afmælisdaginn þegar hún heyrði af Nóbelnum og sagði við fréttamenn: "I've won all the prizes in Europe, every bloody one, so ... it's a royal flush."
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 13:25
Himnaríki, helvíti og krummi
Það skyldi engan undra að í skáldsögu sem nefnist "Himnaríki og helvíti" bregður krummum fyrir, hvað annað? Þeir voma yfir íbúum í Plássinu, krúnka saman á mæni kirkjuþaksins, og Guðjón kann ágæta skýringu á óhljóðunum þeim:
"...ég las það einhverstaðar að í fyrndinni hafi hrafninn haft önnur og mýkri hljóð en Guð hafi, fyrir einhverjar sakir, tekið þau frá honum og grætt í þess stað hljóð sem áttu að minna á syndir okkar, sjálfsagt einhver bölvuð vitleysa, en vitleysa getur nú verið skemmtileg, eða hvað finnst þér, minn kæri?"
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 02:41
Krummi, Kristur og jólin
Fyrirsögnin á DV í dag var "Krummi er Kristur".
Það upplýsist hér með að ekki er átt við krumma lestrarfélagsins. Þó að vissulega hafi sá krummi dáið píslarvættisdauða fyrir krummafélaga, þeim til andlegrar upplyftingar og örvunar. Negldur á kross íslenskrar bókmenntaumræðu. Krossfestur, dáinn og stoppaður upp.
Nú er aðfangadagur liðinn, hátíðin gengin í garð og því full ástæða til að óska krummum nær og fjær gleðilegra jóla.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...