15.2.2008 | 14:51
Hamingjan í svörtu skammdeginu
Bókin Geography of Bliss eftir Eric Weiner er forvitnileg lesning um Íslendinga, þjóðina sem mælist í sumum könnunum sú hamingjuríkasta í heiminum, samkvæmt gagnabanka hamingjunnar í Hollandi.
Weiner leitaði skýringa með því að ferðast til Íslands í svartasta skammdeginu. Hér eru nokkur atriði sem hann hjó eftir:
I'm beginning to get into this darkness thing. I'm not yet embracing it, but we're edging closer, darkness and me. Cold has its virtues. Without cold, there would be no coziness.
...
On a practical level, Icealnd's smallness means that parents needn't bother with that old bromide about not talking to strangers. There are no strangers in Iceland.
...
Something about the smoke-filled bar, or perhaps the vodka-infused cough drop, gets me thinking about Nietzsche. Usually, Nietzsche gives me a headache. But one thing he said keeps bubbling up to my consciousness, like a geothermal spring. The measure of a society, he said, is how well it transforms pain and suffering into something worthwile. Not how a society avoids pain and suffering - for Nietzsche, a deeply troubled man himself (he went insane in his latter years), knew that was impossible - but how it transforms it. The Icelanders have done a good job of not only surviving on this odd moonscape but also transforming their suffering into something worthwhile. Happy, even.
...
If it is possible for language, mere words, to nurture happiness, to tickle the creative soul of an entire people, then surely that language is Icelandic.
...
Her name is Eva, and she is drunk.
...
In Iceland, being a writer is pretty much the best thing you can be. Successful, struggling, published in books or only in your mind, it matters not. Icelanders adore their writers. Partly, this represents a kind of narcissism, since just about everyone in Iceland is a writer or a poet.
...
Faced with a brutal climate and utter isolation, Icelanders could have easily chosen despair and drunkenness. The Russian option. But instead these hardy sons and daughters of Vikings peered into the unyielding blackness of the noon sky and chose another option: happiness and drunkenness. It is, I think, the wiser option. Besides, what else is there to do in the dark?
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 15:50
Rímorð þung af forneskju
Jón Kalman Stefánsson sendi frá sér skáldsögu fyrir jólin.
Fyrir vikið er hann auðvitað tilnefndur til rauðu hrafnsfjaðrarinnar - annað væri óhugsandi! Það vita krummar að Jón Kalman rís undir því. Meira að segja í flokki athyglisverðustu kynlífslýsinga, sem er nú ekki á allra færi.
Þetta er maðurinn sem skapaði Himnaríki og helvíti. Og allt þar á milli.
Gripið er niður í sjóferðalýsingu í bókinni:
Pétri funhitnar og hann rær sér taktfast á þóftunni, slær höndum öðru hverju á lærin þegar rímorðin verða svo þung að það er erfitt fyrir mannslíkamann að ráða við þau, því líkami mannsins er viðkvæmur, hann þolir ekki að fá stórt grjót á sig, þolir ekki snjóflóð, nístandi kuldann, þolir ekki einsemdina, hann þolir ekki rímorð þung af forneskju, gegnsýrð af girnd, og þessvegna slær Pétur á lærin, til að koma orðunum frá sér, og mennirnir fimm kippast við, allir á valdi þessa frumstæða afls sem streymir frá formanni þeirra. Augu Einars uppglennt af svartri hamingju, Gvendur andar opnum munni, Árni lítur ekki af Pétri, Bárður með hálflokuð augu, hlustar ekki á orðin heldur hljóminn í þeim, hljóminn í röddinni og hugsar, fjandinn sjálfur, hvaðan kemur skarfinum þessi kraftur! Strákurinn sveiflast á milli hrifningar og andúðar, hann starir á fimmtugan manninn moka upp úr sér klámvísum, hvað er Pétur nema gamall kall og hvað eru þessar vísur nema ruddaskapur? En í næstu andrá breytist Pétur aftur í eitthvað fornt og hljómur orðanna rífur í strákinn. Hann bölvar sjálfum sér, bölvar Pétri, hann situr þarna innan um fimm menn í bátskænu á Íshafinu, með frostið allt í kring, og sveiflast á milli hrifningar og andúðar. Pétur hefur tekið sjóhattinn ofan, hann hefur svitnað, lagt annan vettlinginn frá sér, stór höndin virðist kreppast utan um sum orðanna, hann starir einbeittur fram fyrir sig og reynir að hugsa ekki um Andreu, vertu lengur, biður hún stundum í krónni, uppi á saltfiskstæðunni sem fer hækkandi, verður bráðum svo há að hann getur ekki lengur staðið á meðan, farðu hægt, segir hún, þetta er gott, og hún færir fæturna meira í sundur, bæði til að njóta hans, til að finna betur fyrir honum, en líka svo hann meiði hana ekki, en hitinn í orðum hennar og fæturnir sem fara betur í sundur verður of mikið, það springur allt innan í Pétri, hann kippist við og bítur saman jöxlum en Andrea lítur ósjálfrátt til hliðar, eins og til að fela vonbrigðin, jafnvel depurðina, sem kemur fram í svip hennar, síðan er þögn í krónni og Andrea forðast að líta á mann sinn. Og mitt í unaði vísnakraftsins leitar þetta augnablik Pétur uppi.
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 23:22
Börkur valinn beygli ársins
Hrafnasparkið er fyrst með fréttirnar.
Félagi krummi, Börkur Gunnarsson "ófriðargæsluliði", sem nú starfar í Afganistan, hefur hlotið sæmdarheitið "beygli ársins". Kvenfélagið Beyglan stendur fyrir valinu, sem Halla Gunnarsdóttir veitir forstöðu, og er nafnbótin veitt fyrir frammistöðu í hádegisbolta Morgunblaðsins.
Valið fór fram á aðalfundi Kvenfélagsins á Hlemmi, "enda er alltaf hlýtt á Hlemmi", og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Kvenfélagið Beyglan hefur gengið til atkvæða og kosið Beygla ársins 2007. 15 manns voru tilnefndir og eftir að gerð hafði verið grein fyrir kostum og göllum hvers og eins fór fram leynileg atkvæðagreiðsla. Niðurstaðan var sú að Börkur Gunnarsson, ófriðargæsluliði, hlaut öll greidd atkvæði, þ.e. eitt.
Börkur er vel að titlinum kominn. Hann er ætíð boðinn og búinn að bjóða Beyglunni far til og frá æfingum og hlýðir í öllu fyrirmælum hennar um reykleysi í bílnum. Ekki nóg um það heldur hafa Beyglan og hinn nýi Beygli verið alveg hreint ótrúlegt teymi á vellinum á liðnu ári og skemmst að minnast síðasta tíma ársins þegar mótherjarnir sáu ekki til sólar fyrir stórsóknum og ofurvörn Beyglunnar, Beyglans og félaga þeirra. Enn eftirminnilegra er þegar ofurteymið tók með sér Hjálmar aðalhönd og dularfullan aukamann og valtaði yfir mótherjana, sem þó þóttust svo miklu betri að þeir þyrftu varla að skokka. Skoraði Börkur þá u.þ.b. 18 mörk, og mörg þeirra eftir stórglæsilegar sendingar frá Beyglunni.
Börkur mun taka við Beyglafarandvestinu af Stefáni sæti sem hlaut titilinn 2006, um leið og sá fyrrnefndi snýr til baka frá Kabúl og sá síðarnefndi lætur sjá sig í fótbolta.
"Beygli ársins!?" sagði Börkur hrærður þegar Hrafnaspark náði tali af honum í Afganistan. "Ég klökkna, en ég brosi í gegnum tárin."
Börkur segist hafa gaman af lestri góðra bóka og útivist.
"Ég hef hugsað mér að nota árið sem ég held titilinum til þess að ferðast vítt um lönd og vinna að því að gróðursetja frið og kærleika í vinaskógum heimsins."
Að lokum sagði hann, tregablandinni röddu: "Svo afhendi ég titilinn að ári."
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 13:19
Hold, þrá og draumur
Þegar menn sem alist hafa í "nánu samneyti við náttúruna" og lagt fyrir sig "rannsóknir á frumeigindum lífvera" fjalla um kynlíf, þá hlýtur útkoman að verða athyglisverð.
Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Valgarður Egilsson sé tilnefndur til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir ljóðið Salt myrkur í ljóðabókinni Á mörkum:
Það er eldur í hafi
í brimsöltu myrkri
rauðu heitu myrkri
um innhaf þitt
hjartabrim hrynur
ólgandi straumur
logar, lýsir hug þinn:
hold, þrá og draumur
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 18:11
Myndir sem enginn má missa af
Kvikmyndir eru bókmenntir. Að minnsta kosti eru bækur skrifaðar um kvikmyndir.
Bækur á kvikmyndum. Kvikmyndir á bókum.
Í fyrstu flettingu á 501 Must-See Movies, sem fjölskyldunni á Rue Lecole áskotnaðist um helgina, sá ég nokkrar kvikmyndir sem mig langar til að horfa á:
Sunset Boulvard: Still regarded as the greatest film ever made on the subject of Hollywood, Sunset Boulevard charts the ill-fated meeting of faded star Norma Desmond (Swanson) and screenwriter on the make, Joe Gillis (Holden).
Ace in the Hole: Sacked from his job at a big newspaper, reporter Chuck Tatum (Douglas) resorts to taking a job on a small New Mexican paper."
The Story of G.I. Joe: A small group from the 18th Infantry is followed by war correspondent Ernie Pyle (Meredith) from North Africa to Italy."
Sleeper: In 2173, Miles Monroe, a clarinet player and owner of a New York health food store, is brought out of cryogenic suspension by radical scientists in order to carry out a mission that will hopefully lead to the toppling of the oppressive governement state."
The Man in the White Suit: An eccentric scientist develops a fabric that can never get dirty and will never wear out. Unforunately, both the textile industry establishment and the unions fail to see the benefit."
Umfjöllunin í bókinni er ágæt, greinargóð á einni blaðsíðu um hverja mynd, og hún er að mestu bundin við bandarískar ræmur.
Valið á myndum er ekki alveg fyrirsjáanlegt. Það gefur til dæmis aukið svigrúm að ganga út frá "must-see" en ekki bestu kvikmyndunum. Fyrir vikið má finna þarna stórmynd eins og Top Gun, sem enginn má missa af, ljómi yfir kalda stríðinu.
Top Gun verður seint talin til bestu mynda. En er ekki nauðsynlegt að unga fólkið, sem fætt er eftir fall járntjaldsins, horfi á hana - þó ekki væri nema til að brúa bilið á milli kynslóða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 17:22
Kynlíf, meyjarhaft og fermingarmynd
Enn berast tilnefningar til rauðu hrafnsfjaðrarinnar frá krummafélögum. Nú er það Stefán Eiríksson sem bendir á athyglisverða kynlífslýsingu úr Sögunni af Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Fyrst nefnir hann skemmtilegt brot, þar sem kynlíf kemur við sögu:
- Sæl, heillin, segir pabbi.
- Hæ, segi ég.
- Hvar varst þú?
- Ég var á Skólavörðustíg 22.
- Hvað varstu að gera þar?
- Ég var að ríða.
Og svo kemur tilnefningin:
- Hefurðu gert það?
- Hvað?
- Það sem við erum að fara að gera.
- Hvað?
- Ríða, veistu ekki hvað þar er, Bíbí?
Þögn, ég svara ekki þessari spurningu.
- Þú þarft ekki að vera feimin, vertu bara róleg og liggðu alveg kyrr, elskan, þú ert svo yndisleg.
Ég geri eins og hann segir; ég ligg marflöt, róleg og þegjandi og finnst lyktin af honum ótrúlega góð, ég týni mér í hvítu ljósinu hans og finnst ég hljóti að vera með hamingjusamari manneskjum. Sársauka finn ég engan enda meyjarhaftið löngu farið veg allrar veraldar.
Þegar við erum búin - ég er búinn, elskan, guð hvað þetta var gott - rís hann glaður á fætur, segist ætla að gefa mér´dálítið og réttir mér fermingarmynd af sér og biður mig að hafa hann alltaf nálægt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 01:20
Stórstjörnuslúður!
Á laugardag var fyrsta morðið framið á Seltjarnarnesi.
W. Anton Power hélt veislu vegna frumsýningar stórmyndarinnar Power and Greede, sem fjallar reyndar ekki um íslenskan fjármálamarkað heldur kvikmyndabransann - í Hollywood.
Einn boðsgesta var handritshöfundurinn Hackford Ryder, sem er krummum að góðu kunnur frá fyrri færslu. Hver man ekki þessi fleygu orð: "It was just a regular day in New York".
Og morð var framið. Það var reyndar ósköp saklaust. Eins saklaust og morð getur verið.
Skýringin var sú að við hjónin stóðum fyrir morðgátuveislu, þar sem gestirnir klæddu sig upp í tísku fjórða áratugarins, matur og tónlist eftir því, og blessunarlega leystist gátan ekki fyrr en rúmlega þrjú um nóttina.
Þá kom í ljós að undir gervunum var bara hið geðþekkasta fólk, meira að segja þrír krummar. En umræður voru hvassar meðan á leiknum stóð. Slúðurblaðakonan Tat fékk nokkrum sinnum að heyra you slut" frá hinum konunum.
Til marks um hvernig túba" hún er, þá skrifaði hún í blaðið Los Angeles Morning Express 31. janúar 1936 undir yfirskriftinni: Stórstjörnuslúður!":
Elskurnar!
Hollywood logar. Í vikunni sást til eftirsóttasta piparsveins borgarinnar, Stuart D. Muphin, okkar eigin Stu, í vafasömum félagsskap svo vægt sé til orða tekið. Var hann í fylgd með dularfullri konu, sem eftir áreiðanlegum heimildum ykkar óverðugrar stundar það sem hefur verið nefndur ,,elsti atvinnuvegur í heimi". Snæddu skötuhjúin hádegisverð á hinum glæsilega veitingastað ,,Champagne", þar sem þau létu ákaflega vel að hvoru öðru. Svo innileg voru atlot þeirra að starfsfólk staðarins sá sig tilknúið að skakka leikinn og reka parið á dyr. Er þessi háttsemi Stu áfall fyrir hina fjölmörgu aðdáendur hans, sem bundu vonir við að vandræði hans væru á enda eftir dvölina á ,,Trouts Lake". Ykkar óverðug ætlar að kanna þetta mál nánar, en tækifæri til þess gefst þegar hún fer í mótttöku til heiðurs Troy Tremble á laugardag, þar sem þotulið Hollywood-borgar mun gæða sér á síberískum vodkakokteilum, kældum með ísmolum frá Norðurskautinu.
Ástarkveðjur,
Tat
Svo endurtók hún leikinn 7. febrúar 1936:
Elskurnar!
Virðulegasti og áhrifamesti leikstjóri borgarinnar, Seldon U. Lloyd, hefur ákveðið að leikstýra mynd eftir Hackford Ryder. Samstarf þeirra eru frábærar fréttir fyrir aðdáendur góðra kvikmynda, en þó hefur yðar óverðug komist að því að hér er ekki allt sem sýnist. Það hefur farið mjög leynt að hr. Ryder og Sel hafa undanfarið eldað saman grátt silfur. Illar tungur vilja kenna um meintu ástarsambandi Sel og Ivonde B. Ahlone, síðan hún sló í gegn í myndinni Daze of Wynan Rosas, en þeir, sem hafa fylgst með skrifum hr. Ryder, hafa þóst sjá þar ýmis merki um að Ivonde sé ástin í lífi þessa virta rithöfundar. Að minnsta kosti vekja lýsingar eins og þessar spurningar: ,,Hann horfði í augu þessarar undurfögru stúlku og fannst sem hann sykki hjálparlaust í bláar tjarnirnar. Ljósar flétturnar, þungar og ilmandi, voru eina haldreipið. Hann dró hana til sín. Hún reyndi af vanmætti að ýta honum frá sér og muldraði: ,,Inte, inte nu". " Það verður áhugavert að fylgjast með samstarfi þeirra Sel og Ryder, - hver ætli verði stjarna myndarinnar?
Chiao!
T
Næst verður morð framið í Hrísey eða sunnan jökuls ... Tat heldur ykkur upplýstum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 16:34
Opið eins og vængjahurð
Enn fjölgar athyglisverðum kynlífslýsingum. Um auðugan garð að gresja í bókmenntum liðins árs. Nú tilnefnir félagi krummi, Örn Úlfar Sævarsson, lýsingu úr bókinni Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur.
Hrútur er svo mikill þar sem tenging við hitt kynið á sér stað að hann hefur
alla ævi gert aðra karlmenn í sturtu, leikfimi, sundi og fótbolta miður sín. Og
flaggað frítt. Hann þarf ekkert extra að gera við konu, sérstaklega ekki svo
smáa og móttækilega sem Unni, limurinn er svo breiður að hann ryður snípnum og
þeim hluta snípsins sem liggur meðfram opinu eins og vængjahurð, eins og karmar
ætli af dyrunum í hvert skipti er hann fer þar um.
Og síðar í sömu bók:
Hann áttar sig á því að karlar sem hafa bara verið með ungum konum vita í raun
lítið hvað kynlíf er. Hún e óseðjandi án þess að vera frek, vill bara blóðlega
ef hann leitar eftir. Hún fær það hvernig sem hann nálgast hana, með fingri,
framan frá, aftan frá, ofan á honum og jafnvel um leið og hann fer inn í hana,
fær multiple orgasm svo að líkaminn slær eins og hjarta. Ekki bara að leggöngin
dragist sundur og saman heldur allir vöðvar frá miðjunni neðan við naflann, svo
að hendur og fætur slá með. Samt er hún mjúk og afslöppuð, þar eru ósjálfráðir
vöðvar að verki. Honum til furðu er hann kominn í skóla á þessa eyju, í fagi
þar sem hann taldi sig meistara en hafði aldrei hitt hofgyðju fyrr. Þgar þau
loks fara á fundinn með lögfræðingi og stjúpbörnum Eyvindar hafa þau legið
saman hverja nótt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 12:09
Sami gamli góði Hack
Nú eru óskarsverðlaunin á næsta leiti.
Handritshöfundurinn Hackford Ryder verður að teljast afar sigurstranglegur. Vissulega naut hann lengi álits sem skáldsagnahöfundur, en eftir að hann fór að skrifa fyrir Power Film Studios í Hollywood hefur ferill hans blómstrað. Hver man ekki eftir myndinni Goddess, sem fjallaði um hryllileg örlög Solu Sivius, stjörnu þöglu myndanna?
Þrátt fyrir velgengnina lætur þessi hægláti maður sem ekkert sé, heldur jarðsambandi. Sami gamli góði Hack og hann var áður en hann fór til Hollywood. Hvernig er annað hægt en að veita honum óskarinn fyrir stórmyndina A New Yorker falls in Love, þar sem finna má svona senur:
It was just a regular day in New York. A man was being murdered.
Adolf H. Schw. Einstein was on the 86th floor of the Broken Hearts-skyscraper, 5th Street Manhattan. He was hanging out the window. There was no sound. No scream. Just the expression on his face.
Terror.
On the ground floor a gorgeous woman stepped out of the elevator, with curves like the 911 Turbo Cabriolet. Her name was Posh Love.
The doorman jumped to open the door. She could feel the summer breeze, hear the sudden thumping sound New Yorkers have grown used to when a body hits the pavement.
She stops for a moment, lights a cigarette, buries it in her thick and stout lips, waxes red on the white skin and breaths thin smoke into the air.
A Porsche makes its way on 5th Street.
It was just a regular day in New York.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 00:29
Enn krassandi kynlífslýsing!
Það er heldur betur að hitna í kolunum...!
Tilnefning hefur borist til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsinguna frá krummafélaganum og stjórnarmanninum Karli Blöndal:
2. maí: "Lá Sveinfríði ... milli kl. 9 1/2 og 11 1/2 e.h."
5/5 "Lá Þórdísi".
6/5 "Lá Sveinfríði".
12/5 "Lá Sveinfríði kl. 7-9 1/2 e.h.
14/5 "Lá Sveinfríði kl. 9-10 1/2.
Tilvitnunin er í dagbækur Þórbergs Þórðarssonar úr bókinni ÞÞ í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson.
Luma fleiri á tilnefningum? Heyrist krúnk úr horni? Er Lenóra horfin krummum?
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...