20.1.2007 | 16:03
Formáli að formála um það að formálar eru slæmir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 14:27
Andrúmsloft leyndarhyggju eða hvað?
Er þetta ekki frekar ódýrt lýðskrum hjá Valgerði utanríkisráðherra að slá um sig með yfirlýsingum um að hún vilji ekki viðhalda andrúmslofti leyndarhyggju? Í gær aflétti hún leynd af viðaukum við varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951 sem er hið besta mál, en að láta eins og með því sé hún, fyrst ráðherra, að brjótast út úr einhverju andrúmslofti leyndarhyggju er kjánalegt. Þegar hún var spurð að því á Ríkisútvarpinu í gær hvort hún myndi ekki aflétta leynd af núverandi varnarsamningi við Bandaríkin sagði hún eitthvað á þá leið að í samningnum væru svo vandmeðfarnar upplýsingar um varnir landsins að það væri nauðsynlegt að halda þeim leyndum. En samt vill hún ekki viðhalda andrúmslofti leyndarhyggju!
Ætli það sé ekki þannig að á hverjum tíma þá séu einhverjar upplýsingar, eða samningar, sem að ríkið gerir sem nauðsynlegt sé að ákveðin leynd hvíli á eða trúnaður ríki um. Það er síðan nauðsynlegt að það séu skýrar reglur um það hvað séu trúnaðargögn og hversu lengi leyndin eigi að hvíla, þannig að blaðamenn og fræðimenn viti hvenær þeir geti komst í viðkomandi gögn.
18.1.2007 | 10:38
Sótt að Moggablogginu
Nú sá maður í fréttum að vísir.is ætlar að blása til sóknar í blogg- og netheiminum. Þeir eru búnir að fá Steingrím Ólafsson til þess að reyna að "poppa" upp visir.is og gera hana notendavænni. Steingrímur segist vera sáttur við Moggabloggið og segir að það sé betra format en hjá Vísi. Þetta á sennilega ekki bara við um þá sem blogga, heldur líka þá sem fara um netið og lesa blogg. Þeir sem skauta yfir netheiminn á hverjum degi finnst flestum viðmót mbl.is vera þægilegt og notendavænt og sýnist manni að visir.is hafi "tapað" í keppninni um notendur, hvort sem það eru bloggarar eða lesendur. Það er vitanlega hálf fáranlegt að líta á þetta sem einhverja keppni, en eigendurnir sjálfir virðast gera það, sem sést á því að visir.is blæs til sóknar og vill ná til sín bloggurum og lesendum.
Moggabloggið hefur tekist vel og sést það best á því hversu bloggurum hefur fjölgað á undanförnum mánuðum. Margir "stórbloggarar" hafa fært sig yfir á Moggabloggið og hefur umferðin bara aukist við það. Það er þó einn "stórbloggari", Stefán Pálsson, sem er í einhverskonar stríði við Moggabloggið og telur sig vera talsmann "frjálsu" bloggarana sem ekki vilja gangast undir ógnarvald Moggabloggsins. Hann bloggar á einhverju sem heitir kaninka.net og endar flestar bloggfærslur sínar þessa dagana á einhverjum athugasemdum um Moggabloggið, eins og t.d.: "Hitt veit ég að gott væri að eiga góða svipu og láta höggin dynja á Moggablogginu".
En hvað sem mönnum finnst um þann sem hýsir bloggið, hvort sem það er mbl.is, visir.is eða kaninka.net þá er það vitanlega innihaldið sem skiptir öllu máli og þá er vitanlega mikilvægt að það sé einfallt og auðvelt að blogga, eins og á mbl.is.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2007 | 23:58
Frá Kölska til kynlífs
Krummar geta ekki látið sig vanta þegar Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld og þýðandi situr fyrir svörum í Gerðubergi laugardaginn 20. janúar frá 13.30 til 16 á Ritþingi sem hefur hlotið yfirskriftina "Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta". Þar er kona sem tjaldar svörtum fjöðrum í sólskininu. Stjórnandi þingsins er Silja Aðalsteinsdóttir og í hlutverki spyrla þau Jón Karl Helgason og Áslaug Agnarsdóttir.
Á sunnudeginum 21. janúar frá 13 til 16 verður djöfullegt málþing um þýðingar í Gerðubergi undir yfirskriftinni Frá Kölska til kynlífs í samstarfi við ritstjórn tímaritsins Jón á Bægisá. Þar munu þau Ingibjörg Haraldsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Berglind Guðmundsdóttir og Kendra Jean Willson halda fyrirlestra um ýmis efni er varða þýðingar.
Allir ku vera velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Og alltaf er rúm í veröldinni fyrir ljóðin hennar Ingibjargar, svo sem Í rithöfundabústað (Schöppingen):
Undir súðinni hér
sitja orðin föst
á tungunni
fingurnir stirðir
á lyklunum
minnið slokknað
augun galtómir skjáir
undir súðinni hér
er blýþung þögnin rofin
af hvískri og nöldri
þeirra sem bjuggu hér forðum
öld eftir öld
stríð eftir stríð
durgslegra bænda
og kvenna með skuplur
- burt með þig hvæsa þau
burt
Bækur | Breytt 18.1.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 19:28
nýja sjónvarpsstöð!
það væri nægt efni fyrir heila sjónvarpsstöð að fjalla um þversagnirnar sem fréttamenn leyfa sér hér á íslandi. einsog víðast hvar annarsstaðar þarsem enginn hefur eftirlit með valdi, þá er það misnotað. þannig misnota fjölmiðlarnir vald sitt daglega án þess að þurfa nokkurn tímann að svara fyrir það. mér varð hugsað til þessa þegar ég sá þá á stöð 2 þjarma að stjórnmálamönnum um hversvegna þessar fjárveitingar til byrgisins, þarsem guðmundur virðist hafa stundað ekki aðeins misnotkun á fólki og fé, heldur einnig fengið að haga sér einsog konungur í sjálfstæðu ríki án athugunar eða eftirlits. í sjálfu sér var maður fyrst ánægður með að fréttamenn þjörmuðu að einhverjum vegna þess máls sem hefur hneykslað alla. en svo mundi maður eftir því að það er ekki langt síðan, líklegast ekki nema tæp tvö ár að sömu fréttamenn þjörmuðu að sömu stjórnmálamönnum vegna þess að þeir höfðu látið það aðeins tefjast að koma fé til stuðnings byrgisins. þær ofsóknir fréttamanna stóðu í marga daga að stjórnmálamenn létu ekki fé af hendi rakna til þessa góða fólks sem aðstoðaði sjúka í byrginu! afhverju í ósköpunum settu ekki bara þessir fréttamenn samstarfsmenn sína á fréttastofunum í stólana og þjörmuðu að þeim. þá var byrgið dýrlingurinn en nú er það djöfullinn. hvenær verða fréttamenn nógu þroskaðir til að horfast í augu við eigin breyskleika, léleg vinnubrögð og stundum fantalegan þrýsting fyrir vondan málstað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 15:01
Eiður er týndur ...
Ein ágætasta hljómsveit landsins heitir því dægilega nafni Ég. Burðarásinn í Mér er Róbert Örn Hjálmtýsson, söngvari, gítarleikari, laga- og textasmiður, en sveitin hefur sent frá sér tvær frábærar hljómplötur, Skemmtileg lög og Plata ársins. Á síðari plötunni er lagið Eiður Smári Guðjohnsen sem túlkar í senn snilld hins afburða fótboltamanns, sem Eiður Smári vissulega er, en um leið efann og angistina sem fylgir því að vera í fremstu röð, nokkuð sem Ég þekki væntanlega mjög vel - það næðir um mann á toppnum og um leið og kastljósið beinist annað kemur efinn, angistin.
Þetta ágæta lag rifjaðist upp fyrir mér sl. laugardagskvöld þegar ég var staddur á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á leik Barcelonaliðanna FC Barcelona og RCD Espanyol de Barcelona. Espanyol er minna liðið í Barcelona, miklu minna reyndar þar sem FC Barcelona er eitt helsta fótboltalið heims, en Espanyol, sem er ári yngra lið, þvælist jafnan um miðja deildina (góð samantekt um liðið á Wikipediu, þar á meðal um undarlegt nafn þess).
Ég var þarna staddur í boði eins frammámanna Barcelona-borgar, sat í forsetastúkunni og átti kost á að þvælast niður á völl til að skoða mig um og heilsa upp á Eið Smára (hann vildi ekki tala við mig).
Ekki var að sjá á leiknum að Barcelona væri í öðru sæti deildarinnar en Espanyol neðan við miðju (nýbúnir að tapa fyrir Recreativo de Huelva í mjög slöppum leik). Heimamenn voru mun ferskari og ákveðnari og yfirspiluðu granna sína gersamlega framan af leiknum. Eftir það sigu þeir aftar á vellinum og leyfði Barca-mönnum að sýna knatttækni og sendingar en stoppuðu þá síðan ef þeir nálguðust markið.
Í slöku liði meistaranna var Eiður Smári einna bestur, duglegur þegar hann fékk boltann og átti tvö góð færi, annað sannkallað dauðafæri. Þess á milli var hann einmanalegur og eiginlega týndur, svona eins og segir í laginu góða: "Viltu finna mig, ég er týndur / hef ekki fengið boltann / í fimm mínútur"
Honum var síðan skipt útaf snemma í seinni hálfleik, en leiknum, lyktaði annars þannig að Espanyol vann sinn fyrsta sigur á Barcelona í fimm ár. Getur nærri að gestgjafi minn var afskaplega glaður.
Læt textann fylgja til áréttingar:
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
Maradonna
Jurgen Klinsmann
Roberto Baggio
Eiður Smári ...
Tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Viltu finna mig, ég er týndur
hef ekki fengið boltann
í fimm mínútur
ég var með boltann, áðan
og sólaði fjóra,
og skoraði mark
mér hefur aldrei liðið svona illa
í fætinum og hálsinum, gefiði á mig!!
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Albert Guðmundsson
Ásgeir Sigurvinsson
Arnór Guðjohnsen
Eiður Smári ...
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
(Maðurinn til vinstri við Eið á myndinni er Joan Laporta, forseti Barcelona, Frank Rijkaard þjálfari liðsins er til hægri. Laporta var þungur á brún á leiknum og yrti ekki á Daniel Sanchez Llibre forseta Espanyol. Rijkaard var líka styggur og sló bylmingshögg í hlið varamannaskýlisins þegar Espanyol komst aftur yfir, í 2:1, með marki Raul Tamudos.)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 01:39
Litlu kassarnir frá Levittown?
Sumir lagatextir eru svo vel heppnaðir að það hvarflar varla að manni að þeir hafi verið íslenskaðir. Litlir kassar eru dæmi um það, en það er þýðing Þórarins Guðnasonar á lagi Malvinu Reynolds Little Boxes".
Reynolds samdi lagið árið 1962 og skopast í því að úthverfavæðingunni vestanhafs og þeim borgaralegu og íhaldssömu gildum sem festu rætur þar. Svona er útgáfa Reynolds af textanum og verður að segjast íslenska útgáfan, sem fylgir alls ekki bókstafnum, hljómar mun betur:
Little boxes on the hillside,
Little boxes made of ticky-tacky,
Little boxes, little boxes,
Little boxes, all the same.
There's a green one and a pink one
And a blue one and a yellow one
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.And the people in the houses
All go to the university,
And they all get put in boxes,
Little boxes, all the same.
And there's doctors and there's lawyers
And business executives,
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.And they all play on the golf-course,
And drink their Martini dry,
And they all have pretty children,
And the children go to school.
And the children go to summer camp
And then to the university,
And they all get put in boxes
And they all come out the same.And the boys go into business,
And marry, and raise a family,
And they all get put in boxes,
Little boxes, all the same.
There's a green one and a pink one
And a blue one and a yellow one
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.
Það var skemmtilegt að rekast á það á Netinu að íbúar Levittown halda því fram að lagið sé samið um sig á sérlegri vefsíðu bæjarsins. Það rökstyðja íbúarnir með því að lýsa bæjarlífinu þannig: In Levittown, all the homes did look the same. Even all of the gardens were manicured similarly. Residents only hung laundry out to dry on specified hangers and only on certain days. If someone disregarded their grass for too long, Levitt would send people in to cut the grass and send the bill later. The Levittowner baby boomers had formed communities where all of the homes looked similar, but it did not matter to the residents, satisfied and content to just have a single family house."
Þetta eru engar ýkjur. Íbúarnir þurftu að skrifa undir regluverk í mörgum liðum þar sem meðal annars var kveðið á um að þeir þyrftu að slá garðflötina og reyta arfa að minnsta kosti einu sinni í viku frá 15. apríl til 15. nóvember. Nothing makes a lawn - and a neighborhood - and a community - look shabbier than uncut grass and unsightly weeds". Þeir sem bjuggu í hornhúsum máttu ekki skipta um plöntur í beðinu hjá sér. If anything dies you may re-plant the same items if we don't." Og það mátti hengja upp þvott í bakgarðinum á þartilgerðar þvottasnúrur, sem snerust - hvorki meira né minna, en ekki á sunnudögum eða öðrum tyllidögum.
Sá sem hannaði Levittown nefndi bæinn eftir sér og raunar eru slíkir bæir á þremur stöðum í Bandaríkjunum, en þeim var ætlað að mæta húsnæðisþörf hermanna sem komu heim úr seinna stríði. Levitt var mikill markaðsmaður og því er alveg í hans anda að eigna sér lagið Litlir kassar, enda þó ekki beri öllum heimildum saman um að það sé í raun samið um Levittown. Samkvæmt Wikipedia fjallar lagið um lífið í Daly City, Kaliforníu, en Reynolds hafði útsýni þangað frá Berkeley.
Hvað um það, í þýðingu Þórarins er lagatextinn algjör snilld eins og allir þekkja, með sitt dinga-linga og Landsbankastjórnendur, - og ástæða til að benda á að síðasta erindið virðist vera hrein viðbót frá honum:
Litlir kassar á lækjarbakka
að lokum tæmast og fólk sem í þeim bjó
er að sjálfsögðu sett í kassa
svarta kassa og alla eins.
Tónlist | Breytt 18.1.2007 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 19:39
Byrginu lokað en ekki bjargarveginum!
Það hefur verið hryggilegt að fylgjast með þróun mála hjá aðstandendum Byrgisins og virðist ljóst af skýrslu Ríkisendurskoðunar að staðið hefur verið að rekstrinum með óviðunandi hætti. Í framhaldi af því hefur verið tilkynnt að loka eigi Byrginu. Það er afleitt þegar þannig fer um framtak sem fer vel af stað og eflaust í góðum ásetningi, ekki síst þegar það bitnar á þeim sem síst skyldi.
Það má ekki horfa framhjá því að Byrgið hefur sinnt vel ákveðnum einstaklingum, sem hafa fengið þar stuðning og nauðsynlegt haldreipi í lífinu. Sumir þeirra hafa jafnvel verið komnir á afar háskalegar brautir, svo samfélaginu hefur staðið ógn af, en síðan hefur rofað til hjá þeim og þeir fundið lífi sínu nýjan farveg.
Nú er það mikilvægasta úrlausnarefnið að tryggja að áfram verði úrræði fyrir þá skjólstæðinga sem eiga um sárt að binda eftir að Byrgið lokar; það þarf að gerast skjótt og örugglega því það er hópur sem ekki þolir mikla óvissu. Hún er víst næg fyrir.
Styrkjum til Byrgisins hætt og málinu vísað til saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2007 | 21:23
Lífrænt ræktað eða ekki lífrænt ræktað?
Rás 1 hefur á nýju ári (og svo sem ekki í fyrsta skipti) beint sjónum sínum að móður jörð og þá helst slæmum áhrifum okkar á hana. Nýlega var fjallað þar um leiðara The Economist frá 7. desember síðastliðnum sem kallaðist ,,Siðvænn matur (Ethical foods) þar sem efasemdir voru settar fram um ágæti lífrænnar framleiðslu á matvælum, fair trade movement og fleira af svipuðum toga. Með lífrænni framleiðslu á matvælum er átt við það að hvorki eru notuð eiturefni né tilbúinn áburður við framleiðsluna.
Vegur lífrænnar framleiðslu á Vesturlöndum hefur aukist verulega á síðustu árum og má t.d. sjá hillur svigna af lífrænt ræktuðum mat í öllum helstu stórmörkuðum landsins.Leiðarhöfundar reyndu að setja þetta í víðara samhengi og komust að þeirri niðurstöðu að hnattrænt séð væri lífræn framleiðsla ekki bara af hinu góða. Mun minni uppskera fengist með lífrænni ræktun en hefðbundinni þar sem vaxtarhraði væri minni og meira af uppskerunni færi í súginn vegna banns á notkun skordýra- og plöntueiturs. Lífræn ræktun hefði einnig í för með sér þá kvöð að regluleg sáðskipti væru nauðsynleg til að viðhalda gæðum jarðvegsins. Til glöggvunar má geta þess að sáðskipti felast t.d. í því að sá í sömu spilduna gulrótum eitt árið, brokkoli það næsta, baunum það þriðja, og hvíla svæðið á fjórða sumri o.s.frv., sem enn rýrir uppskeruna. Leiðarahöfundar sögðu, sem satt er, að þessar framleiðsluaðferðir krefðust mun stærra ræktunarlands en hefðbundnar aðferðir, sem aftur leiddi til aukinnar eyðingar skóga (þá helst regnskóga í þriðja heims löndum) sem enn auki á myndun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna skóganna og minnkaðrar getu til að binda koltvísýring. Þetta sé munaður sem erfitt sé að veita sér í heimi þar sem fólksfjölgun er sífellt stærra vandamál og pína þarf meira og meira út úr hverjum ræktuðum skika lands til að brauðfæða fjöldann.
Undirritaður hefur stundað matjurtarækt austur í Landbroti um nokkurra ára skeið með fjölskyldunni og reynt að tína það úr þessum fræðum sem hentað hefur best við þær aðstæður. Ræktunin mundi ekki teljast ,,lífræn því við notum tilbúinn áburð í stað húsdýraáburðar (húsdýraáburður hefur þann galla að krefjast stöðugrar illgresisreitingar og það hentar ekki ræktun sem ekki er sinnt í hverri viku) en framleiðum reyndar töluvert af moltu sem hefur sömu áhrif og húsdýraáburður. Eiturefni gegn snýkjudýrum- og plöntum eru bönnuð. Allir sem hafa stundað sjálfsþurftarbúskap hvort sem það er silungsveiði, rjúpnaskytterí eða matjurtarækt vita að ekkert slær út ánægjuna við að snæða þennan mat. Það helgast fyrst af þeirri ánægju safnarans og veiðmannsins að gæða sér á mat sem maður hefur aflað sjálfur, en í seinni tíð ekki síður af því að vita nákvæmlega í gegnum hvaða ferli matavaran hefur farið á leið sinni á diskinn. Á Íslandi er jarðnæði nægilegt til þess að flestir þeir sem áhuga hafa á geta dundað sér við svona ræktun, eða keypt hana frá vottuðum aðilum, án þess að hafa slæma samvisku vegna eyðileggingar skóga. Það er aftur á móti með þessa hluti eins og svo margt annað í þessarri verlöld að fólki hættir til að verða full einstrengingslegt í afstöðu sinni til lífræns eða ekki-lífræns. Það er til dæmis ekkert sem segir að lífræn ræktuð matavara sé betri en sú hefðbundna og hvað á þá að ráða innkaupunum?
Anthony Bourdain, kokkur, matarskríbent og yfirbulla hefur skoðun á þessu, eins og svo mörgu öðru er mat varðar svo sem sjá má í bókum hans Kitchen Confidential og The Nasty Bits. Hann fær að hafa lokaorðin:
,,Don´t get me wrong. I like free-range; it´s almost always better tasting. Wild salmon is better than farmed salmon, and yes, the farmed stuff is a threat to overall quality. Free-range chickens taste better, and are less likely to contain E. Coli bacteria. Free-range is no doubt nicer as well; whenever possible we should , by all means, let Bambi run free (before slitting his throat and yanking out his entrails). Since I serve mostly neurotic rich people in my restaurant, I can often afford to buy free-range and organic. I can respond to the sesons to a great extent. But at the end of the day, if I can find a genetically manipulated, irradiated tomato from the other side of the country that taste better than an Italian vine-ripened one form Granny´s backyard (not likely, but just suppose), even if it causes the occasional tumor in lab rats, I´ll probably serve it. It´s how it tastes that counts.(Antony Borudain. The Nasty Bits, Bloomsbury 2006)
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2007 | 19:39
Hvar heyrist krúnkað í skáldskap?
Ég er sérlegur áhugamaður um krumma í skáldskap. Ætli skáldið frá Fagraskógi hafi ekki kveikt þá ástríðu hjá mér. Og þar sem lestrarfélagið, sem stendur fyrir Hrafnasparki, kennir sig við Krumma fer vel á því að gera skil ferðum krumma í skáldskap.
Mig langar til að nefna tvo staði í nýrri ljóðabók Hannesar Péturssonar skálds, annars vegar í kvæðinu "Á stað sem við þekktum mjög vel frá fornu fari":
Tveir krummar sveimuðu aftur og aftur í hring
um eyðilega klettagjána. Þeir höfðu
lagt niður röddu sjálfra sín, en sungu
sungu nú og sungu
sérlega nefkveðið, eins og í leiðslu.
Og á öðrum stað yrkir Hannes: "Þó svo/ að við sætum einatt/ á hrafnfundnu landi/ hvert sem lífið bar okkur þá og þá." Það er því ljóst að krummi er skáldinu hugstæður. Í viðtali sem ég tók við Hannes og birtist í Morgunblaðinu í desember síðastliðnum spurði ég hann út í hvað það væri við þennan fugl sem hrifi skáldin. Hann svaraði:
"Þetta er fugl Óðins náttúrlega og svo er hann þessi fugl sem fann landið..."
Þetta hrafnfundna land.
"Já, já, eins og ég nefni frá séra Matthíasi Jochumssyni; það er úr skammarkvæði séra Matthíasar um Ísland, sem hann sá svo mikið eftir að hafa ort. Svo er krummi spáfugl mikill og manni nálægur á allan hátt, því þetta er einn af fyrstu fuglunum sem maður fór að gefa gætur og var hluti af umhverfi manns alla tíð. Og já, hrafnarnir eru miklir fuglar landsins, þó að fálkinn yrði kennitákn Íslands vegna þess að hann var fluttur út sem veiðifálki. Hann var kominn í skjaldarmerki höfðingjaætta á Íslandi snemma, en hrafninn hefur verið miklu nákomnari þjóðinni þjóðtrúnni og þjóðlífinu."
Ef menn þekkja fleiri dæmi um krumma í skáldskap, þennan fugl sem er svo nákominn þjóðinni, væri gaman að heyra krúnkað um þau.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...