24.1.2007 | 22:52
Íslensk hetja
Maður sem ég hef lengi dáðst að er fallinn frá. Ekki þekkti ég hann, nema ef hægt er að segja að maður þekki fólk í gegn um matinn sem það eldar ofan í mann. Hann allavega vissi ekki af aðdáun minni, né hver ég er.
Maðurinn hét Ari Huynh og var í hópi fyrstu víetnömsku flóttamannanna sem hingað komu árið 1979 eftir skelfilega lífsreynslu í heimalandi sínu og í Malasíu.
Án þess að ég þekki sögu hans í þaula þá geri ég ráð fyrir að Ari hafi barist gegn Hanoistjórninni, þar sem hann fæddist í Saigon. Í kjölfar hins mikla Víetnam-stríðs tók við mikið niðurlægingartímabil fyrir Suður Víetnama. Meðal þess sem Hanoistjórnin gerði var að gjaldfella gjaldmiðiðl suðursins fimmhundruðfallt miðað við gjaldmiðil norðursins og úr norðri streymdi fólk sem tók öll völd í suðrinu.
Fljótlega hófust svo átök milli Víetnam og Kína sem höfðu í för með sér ofsóknir gagnvart kínverskumælandi minnihlutanum í Víetnam, sem Ari tilheyrði. Þá gerði Ari og eiginkona hans það sem hetjur gera þegar öll sund virðast lokuð. Þau stungu af. Fóru í lífshættulegan leiðangur með börnin sín til Malasíu í leit að betri lífsskilyrðum.
Eftir nokkra pressu frá alþjóðasamfélaginu var það svo litla Ísland sem opnaði dyrnar fyrir Ara og fjölskyldu. Ekki var það andskotalaust ef ég man rétt. Miklar úrtöluraddir um flóttamannastraum og innflytjendavandamál, ef ég man umræðuna í samfélaginu á mínu tíunda aldursári rétt.
Það sem Ari og fjölskylda gerðu svo hingað komin var að finna sér fótfestu í nýju samfélagi. Ari hefur þá verið 33 ára. Hann starfaði sem matreiðslumaður á Hótel Sögu og víðar. Það tók hann sjö ár að opna veitingastaðinn Indókína í Kringlunni, þar sem hann og fjölskylda hans eldaði saigon- rækjur og ýmsa aðra frábæra rétti fyrir gesti verslunarmiðstöðvarinnar. Það var ekki fyrr en síðar sem ég fattaði hvað nafnið á veitingastaðnum hlýtur að hafa eigendurna miklu máli.
Fólk eins og Ari Huynh ætti að vera okkur öllum leiðarljós. Hetjudáðir á borð við þá sem hann drýgði er hann flýði Víetnam með fjölskyldu sína eru gjarnan vanmetnar. Hvað myndum við sjálf gera í sömu stöðu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 20:33
Handbolti í boði Aljazeera
Virkilega gaman af því hvað handboltinn er á mikilli uppleið í heiminum. Sérstaklega í múslimaheiminum. Þetta getur maður séð af því að meðal helstu styrktaraðila HM í handbolta er arabíska fjölmiðlaveldið Aljazeera.
Annað hvort er þetta merki um að IHF gangi mjög illa að finna styrktaraðila eða að Aljazeera sé ekki jafn illa þokkað á vesturlöndum og ég hélt. Nú eða að helstu vé handboltans séu nú ekki lengur innan hins vestræna heims.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2007 | 15:44
Hætti ég að verða ný-íhaldsmaður út af handbolta?
Þar sem ég er nú staddur í veröldinni hef ég helst aðgang að bandarískum sjónvarpsstöðum (sem hlýtur að henta mér, nýmunstruðum ný-íhaldsmanninum vel), og nokkrum arabískum, sem oftast eru mér lítt að gagni. Á íþróttasviðinu bjóða bandarísku sjónarpsstöðvarnar upp á endalausar heimsmeistarakeppnir í íþróttum sem ég hef enga tengingu við, amerískan fótbolta og hafnarbolta. Öll liðin sem keppa í þessum heimsmeistarakeppnum eru bandarísk. Síðasta sumar var heimsmeistarakeppni í hefðbundnum fótbolta og fór lítið fyrir honum á bandarísku stöðvunum. Útsjónarsamir vinnufélagar mínir náðu sér í gervihnattadisk, brutu kóðann held ég og ég naut úslitaleikjarins í félagsskap Ítala sem báru sigurorð af Frökkum, erkifjendunum.
Nú er önnur heimsmeistarakeppni í gangi sem bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vita ekki af enda koma þar saman lið frá fleiru en einu landi. Heimsmeistarakeppnin í handbolta fer fram í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur spilað í Magdeburg í fyrrum A.-Þýskalandi. Þar hefði ég komið að gagni enda bjó ég þar í grennd á síðustu öld, í Leipzig. Þarna þekki ég krárnar og kann að vera bulla. Heimavöllur minn. Ég hef fylgst vel með umfjöllun um leikina í gegnum Netið og gott að ég var fjarri löndum mínum öllum eftir leikinn móti Úkraínu. Eftir þann leik taldi ég möguleika strákanna okkar" enga vera. Ekki myndum við vinna Frakka. Ég hirti ekki um að fara út á skrifstofu seint að kvöldi til að kanna lokatölur. Niðurlæging biði morguns. Undrunin og gleðin var mikil þegar tölvan var ræst næsta dag og úrslitin könnuð. Það er undarlegt að vera einangraður í þjóðarstolti sínu, fjarri öllum löndum sínum, hafa engan til að ræða málin við. Ég vinn með Dönum og veit að þeir hafa vit á handbolta. Samt er varla hægt að monta sig við Dani, þeir hafa húmor fyrir flestu öðru en því að Íslendingur hafi þjóðarstolt og að íslenska landsliðinu, í hvaða íþrótt sem er, vegni betur en því danska.
Ég gatlas allar íþróttasíður þennan daginn. Allt var í sama stílnum, íþróttafréttamannastílnum, sem nær ekki að verða dýpri en tilefnið býður upp á, en allt var það jafn gaman. Ég leitaði meira að segja út fyrir landsteinana eftir bensíni og þessi klausa í franska dagblaðinu Le Monde (sem ég les sjálfsagt vegna þess að ég er ný-íhaldsmaður) dillaði mér mest:Visiblement, l'atmosphère était trop bonne autour de cette équipe de France", a constaté avec amertume le sélectionneur Claude Onesta. "Quand j'essaie de leur dire qu'ils ne sont pas les meilleurs du monde, j'ai parfois l'impression de prêcher dans le desert.
Franski landsliðsþjálfarinn lýsir hvernig honum leið eins og hrópandanum í eyðimörkinni" (gáfumannafrasi sem Ingibjörg Sólrún notaði árum saman og kollegar, t.d. Mörður Árnason. Þetta hlýt ég að vita af því að ég er ný-íhaldsmaður) þegar hann reyndi að segja frönsku landsliðsmönnunum, hinum bláu, að þeir væru ekki bestir í heimi. Þeir héldu það greinilega - þar til á mánudagskvöld.
Í gærkvöldi, degi eftir þennan glæsilega leik, er ég að flippa á milli stöðva á sjónvarpstækinu mínu og á einni arabísku stöðinni er handboltaleikur, Ísland 0 - 0 Frakkland. Leikurinn sýndur sólarhring of seint og ég kem inn í byrjunina! Hvílík lukka. Ég horfði í andakt á sólarhringsgamlan leikinn og sá að engu hafði verið logið í lýsingum blaðanna. Loksins komu arabísku sjónvarpsstöðvarnar að gagni. Ég hafði tekið eftir að þar var sýndur handbolti, en eingöngu ef trúbræður voru að keppa líkt og Marokkó, Egyptaland, Quatar eða Túnis. Ísland leikur við Túnis í kvöld, ég hef veika von um að sjá þann leik beint. Ég veit þó ekki hvort ég þurfi að endurskilgreina ný-íhaldsmennsku mína ef ég er farinn að sitja um sjónvarpsefni á arabískum sjónvarpsstöðvum. Góð ráð um það væru vel þegin frá reynslumiklum blaðamönnum og þjóðfélagsrýnum.
Steinar Þór Sveinsson
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 14:10
aðdáandi hrindinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 08:15
Vatn (e. water) úr landi
Ágæt úttekt í miðopnu Viðskiptablaðsins í dag um möguleika vatnsútflutnings héðan. Sú grein gefur þó ekki bara gott yfirlit yfir það hverjir hyggjast flytja út íslenskt lindarvatn og hvaðan heldur sýnir hún okkur sem ekkert vit höfum á viðskiptum hve íslenskt mál er orðið torskilið þeim sem standa í slíkri þjóðþrifastarfsemi.
Blaðið sér nefnilega þörf á því að setja inn skýringarorð á ensku fyrir þá sem ekki skilja íslensku almennilega, eða í það minnsta ekki nógu almennilega til að geta lesið sjö dálka grein í dagblaði hjálparlaust. Það á ekki bara við um orð og orðasambönd sem venjulegir Íslendingar skilja trauðla, eins og "kostgæfnisathugun (e. due dilligence)" og "20 til 40 feta vatnsgámum (e. small scale bulk water)", heldur líka orð og orðsambönd eins og "gæðavatn (e. premium)" (tvítekið í greininni, með skýringu í bæði skipti), "lindum (e. spring)", "hreinsuðu (e. purified)", "leyfi (e. certificate)", "snúist um smáaura (e. business of pennies - not dollars)".
Haldi einhver að verið sé að vísa til alþekktra hugtaka í viðskiptum má benda á að sé leitað (e. search) að orðasambandinu "business of pennies - not dollars" finnst ein niðurstaða (e. result) á Google. Þrjú dæmi (e. examples) fundust um "small scale bulk water". Eitt kanadískt (e. Canadian) og tvö íslensk, bæði frá Icelandia, einu fyrirtækjanna sem hyggjast flytja íslenskt vatn (e. water) úr landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2007 | 09:22
Nýja íhaldið og Pétur Gunnarsson
Ég verð að segja að það gætir misskilnings hjá Pétri Gunnarssyni í þessum orðum, nokkurrar ósvífni og töluverðs ímyndunarafls.
Svo fyrst sé vikið að misskilningnum, þá er Hrafnaspark ópólitískur vefur og þar krúnkar hver út frá sinni sannfæringu. Krummar tala ekki út frá pólitískri stefnuskrá og gætu aldrei komið sér saman um slíkt plagg.
Þetta er lestrarfélag!
Ósvífnin felst í því að eyrnamerkja Hrafnasparkið nýja íhaldinu". Stundum er komið inn á pólitík í pistlum á Hrafnasparki, en oftast nær krúnka menn um allt annað, svo sem skáldskap, læknavísindi, fjölskylduna og jafnvel fótbolta. Það er leitun að pólitískum færslum á vefnum, hvað þá flokkspólitískum eða færslum til hægri eða vinstri, og fæstir félagsmanna tjá sig um pólitík á opinberum vettvangi.
Þá sjaldan pólitík ber á góma eru tekin fyrir málefni, oft í tengslum við sérsvið manna, og þarf töluvert ímyndunarafl til að lesa pólitískt mynstur úr því. Þannig hafa tveir menn tjáð sig um Írak, sem báðir hafa starfað í Bagdad. Einn hefur tjáð sig um Kristjaníu og býr sá hinn sami í Kaupmannahöfn. Tveir hafa tjáð sig um Byrgið án þess að flokkadráttum sé á nokkurn hátt blandað inn í það. Einn hefur öðrum fremur gagnrýnt fjölmiðla og vinnur hann á fjölmiðli. Einn hefur gagnrýnt Valgerði Sverrisdóttur og annar Hannes Hólmstein Gissurarson!
Þar með er það upptalið. Það mætti telja til mun fleiri færslur um bókmenntir og listir, sem er í raun það sem sameinar krumma. Enginn vegur er að koma þessu heim og saman við neo-conservatism", sem Irving Kristol, stofnandi og guðfaðir" hreyfingarinnar samkvæmt Wikipedia, lýsir þannig:
1. Economics: Cutting tax rates in order to stimulate steady, wide-spread economic growth and acceptance of the necessity of the risks inherent in that growth, such as budget deficits, as well as the potential benefits, such as budget surpluses.
2. Domestic Affairs: Preferring strong government but not intrusive government, slight acceptance of the welfare state, adherence to social conservatism, and disapproval of counterculture.
3. Foreign Policy: Patriotism is a necessity, world governement is a terrible idea, the ability to distinguish friend from foe, protecting national interest both at home and abroad, and the necessity of a strong military.
Ef Pétur Gunnarsson blaðamaður getur fundið þessum skoðunum stað á Hrafnasparki þætti mér bæði forvitnilegt og skemmtilegt að lesa þann pistil. En það er auðvitað ómögulegt að heimfæra slíka stílæfingu upp á krummana" sem eru eins ólíkir að upplagi og þeir eru margir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 17:38
Árásarmynd gegn Hillary Clinton í undirbúningi
Þó að það sé stutt frá síðustu þingkosningum í Bandaríkjunum þá er pólitíkin komin á fulla ferð aftur. Þó nokkrir eru búnir að gefa sig fram og segjast sækjast eftir því að verða frambjóðendur sinna flokka til forseta þegar gengið verður að kjörborðinu í nóvember 2008. Þetta þykir nokkuð snemmt og fór t.d. Bill Clinton ekki af stað fyrr en í október 1991, þremur mánuðum fyrir fyrsta forval í demókrataflokknum, vegna kosninganna 1992 og Bush, núverandi forseti, hóf formlega baráttu ekki fyrr en í júní 1999 vegna kosninganna í nóvember 2000.
Það að fara snemma af stað hefur bæði kosti og galla. Með því að fara snemma af stað gefst frambjóðendum lengri tími til þess að kynna sig og sín málefni, en um leið þá gefst andstæðingunum líka lengri tími til þess að koma höggi á þá. Það kostar líka óhemju peninga að bjóða sig fram og það er dýrt að halda úti langri kosningabaráttu. En um leið, þá getur frambjóðandinn ekki hafið formlega söfnun fyrr en hann er búinn að bjóða sig fram. En það er ekki nóg að safna peningum, það þarf líka að nota þá og hefur Kerry verið gagnrýndur fyrir það að eiga fullt eftir af sínum kosningasjóði þegar að hann tapaði fyrir Bush.
Af þeim sem eru komnir fram hjá demókrötum fær Hillary Rodham Clinton og Barack Obama einna mesta athygli. Andstæðingar eru byrjaðir að sækja þéttar að Barack Obamaen það er þó Hillary Rodham Clinton sem mun fá yfir sig mestu gusuna. Nú hefur t.d. fyrrum ráðgjafi þeirra hjóna, Dick Morris, hafið söfnun á fé til þess að útbúa heimildarmynd þar sem ráðist verður að Hillary. Dick Morris hefur sent út bréf þar sem hann biður um fjárstuðning og segir eitthvað á þá leið: "ef þér líkaði hvernig Swift Boat Veterans snéru kosningabaráttu Kerrys, ímyndaðu þér þá hvernig að fyrrum ráðgjafi Clintons getur komið höggi á baráttu hennar fyrir forsetaembættinu". Það er því allveg ljóst að hasarinn er að byrja fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.22.1.2007 | 14:19
heimsmeistaramótið í hrindingum hafið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 10:48
Konur og fótbolti
Ég vinn með Höllu á Morgunblaðinu og spila fótbolta við hana í hádeginu tvisvar í viku. Þegar ég er ekki meiddur. Þar kallar hún sig Kvenfélagið Beygluna og beygli ársins er valinn af henni ár hvert úr röðum samherjanna. Það þykir vera mikil upphefð. Hún er góður knattspyrnumaður og ég hef raunar verið svo lánsamur að kynnast mörgum öflugum knattspyrnukonum í gegnum tíðina.
Þrátt fyrir að í bekkjarliðinu í Mýrarhúsaskóla væru hetjur eins og Kristján Finnbogason, síðar landsliðsmarkvörður, og Kristján Brooks, sem hefur skelft markverði úrvalsdeildarinnar með skothörku sinni, þá var Kristrún Heimisdóttir fyrirliði þess. Og við spiluðum einnig saman með Gróttu, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, og auðvitað er hún fyrir miðju, langsamlega kempulegust, meira að segja fyrirliði líka.
Ég man eftir stúlku af túninu við Vanabyggð fyrir norðan, sem mig minnir að hafi heitið Ingibjörg. Það fór ekkert á milli mála að hún bjó yfir hæfileikum og síðar frétti ég að hún væri einmitt fyrirliði eins af yngri flokkum KA í knattspyrnu. Það mál komst í fréttirnar því Fram kærði liðsuppstillinguna á þeim forsendum að hún væri stelpa og því var henni meinað um að spila með strákunum, þó að enginn stúlknaflokkur á sama aldri væri til fyrir norðan. Mikil skömm var að þeirri framkomu Framara.
Það er oft töggur í þeim konum sem kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta eða öðrum karlaíþróttum". Þrátt fyrir að líkamlegir burðir séu minni, þá bætir keppnisharkan það upp. Þær gefa aldrei eftir og það nýtist þeim einnig á öðrum vígstöðvum. Það þarf ekki annað en að horfa til kvenna eins og Þorgerðar Katrínar, Kristrúnar Heimisdóttur og Agnesar Bragadóttur til að átta sig á því, - og Höllu Gunnarsdóttur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2007 | 10:40
merkimiðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...