11.2.2007 | 15:18
Jörðin hitnar. Er heimsendir í nánd?
Í gegnum tíðina hefur hver heimsendaspáin rakið aðra. Atómsprengjan hékk eins og Damóklesarsverð yfir okkur í gegnum kalda stríðið. Í upphafi níunda áratugarins var ég sem unglingur, viss um að ég myndi deyja úr svokallaðri ónæmistæringu. Síðar átti meirihluti jarðarbúa að farast úr úr sjúkdómum eins og heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL), fuglaflensu og svo framvegis. Ég vil ekkigera lítið úr þessum faröldrum en sem betur fer hafa áhrif þeirra verið stórlega ofmetin.
Ein er sú heimsendaspá sem fylgt hefur mér síðan í barnæsku og er enn að elta mig. Það eru gróðurhúsaáhrifin. Ég man eftir grafískum sjónvarpsfréttatíma fyrir um 25 árum, þar sem sagt var frá í máli og myndum að sjávarmál myndi hækka um 7 metra innan 50 ára. Það er mér greipt í minni hvernig Öskjuhlíðin smám saman varð að eyju. Ég varð dauðhræddur enda bjó ég á Tómasarhaga, stutt niður í fjöru og við áreiðanlega innan áhrifasvæðis gróðurhúsaáhrifanna. Það var mér því mikill léttir þegar við fluttum hlíðarnar. Með reglulegu millibili hafa síðan birst fréttir af framgangi gróðurhúsaáhrifanna. Mitt í iðu frétta um vorlegt yfirbragð skíðasvæða í Evrópu, þann 2. febrúar s.l., gaf IPCC út skýrsluna Climate Change 2007. Ég fletti að sjálfsögðu strax uppá hækkun sjávarmáls vegna innprentaðrar hræðslu minnar frá barnæsku. Það kemur í ljós að sjávarmál frá 1963 hefur líklega hækkað um að meðaltali 7mm á ári ± 7mm. Það er að segja allt frá 14mm á ári, niðrí núll! Ansi langur vegur frá 7 metrunum sem spáð var. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að sjávarmál muni á næstu áratugum hækka um 38 cm ef að líkum lætur. Nú velkist ég ekki í vafa um að gróðurhúsaáhrifin eru mikil (11 af 12 heitustu árum Jarðar frá upphafi mælinga eru á milli 1995 og 2006) og samkvæmt skýrslunni eru 90% líkur á að þau séu af mannavöldum. En mér finnst umræðan samt vera heldur einsleit og dökk. Tilhneigingin er að mála skrattann á vegginn og nefna ekki hitt. Björn Lomberg, fyrrverandi forstjóri Institut for Miljøvurdering og höfundur bókarinnar Verdens sande tilstand, bendir á að árið 2080 munu hitatengd dauðsföll á Bretlandseyjum verða 2.000 fleiri á ári en í dag. Að sama skapi munu 20.000 færri deyja úr kulda. Þannig vinna gróðurhúsaáhrifin upp neikvæðu áhrifin sín og gott betur. Gæti verið að svo eigi við í fleiri tilfellum? Ég er alveg á því að við þurfum öll að menga minna, hjóla í vinnuna og svona, en er ekki alveg spurning hvort upphrópanir og heimsendaspár hjálpa eitthvað til þess?Þess utan er hitaaukning jarðarinnar líkleg til að stórauka möguleika Íslendinga á ferðamálasviðinu. Ég sé fyrir mér slógan eins og: Fancy a cold weekend in Iceland og One night stand in the Reykjavik rain.
Breki Karlsson
Bækur | Breytt 13.2.2007 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2007 | 11:37
Ófreskjur og dropi af súrrealisma
Það er unun að fylgjast með því hvernig Sjón er að þróast sem höfundur. Hann hefur svo mikil vald á söguforminu. Og ásamt því að setja í verkið dropa af trega, eins og tónskáldið Atli Heimir Sveinsson sagði mér að hann gerði við melódíur sínar, þá setur hann dropa af súrrealisma.
Sjón segir frá myndinni í Fréttablaðinu í dag og þar kemur fram að hún hafi verið styrkt af Breska listaráðinu (British Art Council), en þar á bæ hafi menn verið efins um söguna til að byrja með. Þeir höfðu áhyggjur af því að við værum að gera gys að unglingum," segir Sjón. Ég hef hins vegar unnið með unglingum og vissi að þeir kynnu að meta að vera sýndir sem hálfgerðar ófreskjur; þeir vilja vera dálítið ógnvekjandi. En í myndinni er það líka unglingurinn sem fer með sigur af hólmi."
Sjón var sem kunnugt er einn af þeim sem stóðu fyrir listasmiðjunum fyrir börn í Gerðubergi og hefur raunar unnið víðar í ritsmiðjum með börnum og unglingum. En það er ekki hægt að fjalla um myndina án þess að ljúka lofsorði á teikningar Gunnars Karlssonar; honum tókst að skapa bara dálítið ógnvekjandi" ófreskjur, sem er mun erfiðara en að skapa alvöru ófreskjur. Eftir myndina hugsar maður samt með skelfingu til unglingsára barna sinna. Þegar maður stingur höfðinu í dyragættina og þau hrópa: ÚÚÚÚÚÚúúúúúúút!" En kannski verður það ekkert svo hryllilegt.
Kannski verður það bara fyndið?
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 13:08
Maskulínistafélag Íslands
Ég er ekki femínisti. Ég er fyllilega fylgjandi jafnrétti og styð heilshugar að jafna út allt misrétti gegn konum, ekki síst fyrir hönd dóttur minnar. Mér finnst ofbeldi gegn konum vera ólíðandi, launamunur þar sem karlmönnum er borgað meira en konum fyrir sömu vinnu finnst mér vera smánarblettur á annars ágætu samfélagi okkar og ég er sannfærður um að heimurinn verði betri ef fleiri konur komast í valdastöður. Ég vil samt ekki kalla mig femínista.
Það gleymist stundum að hvað varðar ójafnræði með kynjunum er það ekki alltaf kvenkynið sem er verr sett. Þegar kemur t.d. að æðri menntun eru í dag að nálgast að tveir þriðju háskólanema séu konur, þar hallar á karlmenn. Sjálfsvígstíðni er marktækt hærri meðal karla og hæst meðal einstæðra eldri karla og mun fleiri karlmenn deyja ungir í slysum.
Ofbeldi gegn konum er mikið rætt og er sannarlega þörf á að berjast gegn. Ég sé hins vegar einnig þó nokkuð í starfi mínu af kona hendi blómavasa í andlit karlmanns eða viðlíka ofbeldi og slíkt er minna talað um. Í hefðbundnu kynjamynstri nútímans getur síðan verið að karlmaðurinn skammist sín fyrir að hafa verið laminn af konu og kæri ekki. Ofbeldi kvenna gegn karlmönnum held ég því að sé meira en margir gera sér grein fyrir og ekki hef ég heyrt það vandamál rætt meðal femínista.
Ég hef heldur ekki orðið mikið var við að femínistar séu að leggja áherslu á að auka hlutföll karlmanna í hefðbundnum kvennastöðum. Engir ljósfeður eru starfandi á Íslandi í dag þó það hafi verið vel þekkt á Íslandi fyrr á öldum og sé ekki óalgengt í Danmörku í dag. Væri það verðugt efni jafnréttisbaráttu að skoða þennan mun meira.
Baráttuaðferðir femínísta finnst mér yfirleitt smekklegar og takast vel, en þó vill tónninn stundum verða óþarflega bitur. Búandi mitt í 101 hef ég t.d. fylgst með þeim kröfugöngum sem reglulega er arkað í hér í miðbænum og á síðasta ári fannst mér sláandi að bera saman kröfugöngur kvenna og samkynhneigðra. Á gay pride storma samkynhneigðir fram í öllu sínu litríka veldi og leggja áherslu á gleðina í sínum anga samfélagsins, að þeir séu eðlilegur hluti litrófsins og séu bara eins og þeir eru. Hommar og lesbíur eru líklega þeir einu sem dansa á götum Reykjavíkurborgar. Í göngunni er hvergi er að sjá heift eða andúð, jafn vel þó hörmulega hafi verið farið með samkynhneigða hér á landi líklega öldum saman líkt og gert er enn víða um heim. Ég er sannfærður um að það sem rekur marga til að taka þátt í hinsegin dögum er einfaldlega að samkynhneigðum tekst að gera baráttu sína skemmtilega og þannig virkja þeir fólk með sínum réttlætismálstað.
Þegar ég mætti með dóttur minni á kvennafrídeginum til að sýna samstöðu með réttindabaráttu kvenna var yfirbragðið ansi hreint ólíkt stemningunni á gay pride. Í stað gleðinnar var reiðin meira áberandi. Í þeim ræðubútum sem ég heyrði var farið nokkuð ófögrum orðum um karlkynið og þátt þess í að kúga konur, í stað þess að lögð væri áhersla á alla dásamlegu eiginleika kvenkynsins og þá vannýttu möguleika sem búa í þessum helmingi mannkynsins. Ég var kominn þarna með dóttur minni til að styðja við jafnrétti kynjanna, ekki til að taka við skömmum fyrir hönd kynbræðra minna. Við feðginin gáfumst fljótlega upp.
Ég er einlægur jafnréttissinni en ekki femínisiti. Samkvæmt orðsins hljóðan þýðir femínismi kvenmenning og að berjast fyrir hagsmunum kvenþjóðarinnar er gott og gilt, en það er ekki rétta yfirskrift jafnréttisbaráttu. Fyrst að starfandi eru samtök femínista má færa fyrir því rök að stofna þyrfti samtök maskúlínista til að standa vörð um hagsmuni karlkynsins, amk til að skapa heilbrigt mótvægi við þau samtök sem vinna að því að standa sérstaklega vörð um hagsmuni kvenþjóðarinnar. Svo mætti stofna kvennahóp maskúlínistafélagsins til að vinna að þeim málefnum kvenna sem þær þurfa að laga að mati karlmanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 10:13
Elvis Presley á latínu
Getur einhver ímyndað sér hvernig Elvis Presley hljómar á latínu? Á ferð í Finnlandi fyrir nokkuð mörgum árum rakst ég á plötu með finnska tónlistarmanninum Doctor Ammondt þar sem hann flytur nokkur af þekktustu lögum Elvis Presleys á latínu. Platan kom út árið 1994 og heitir "The legend lives forever in Latin". Þar eru lög eins og Nun aeternitatis (I surrender), Nunc hic aut numquam (It's now or never) og Tenere me ama (Love me tender). Í allt eru sjö lög á plötunni og virðist yfirfærslan á latínu hafa tekist vel. Hins vegar eru útsetningarnar ekki upp á marga fiska, hljómar helst eins og Doctor Ammondt sé með einfaldan skemmtara við undirleikinn. En það er samt húmor í disknum og ekki oft sem tónlistarmenn flytja texta sína á löngu dauðu tungumáli; latínu.
En mér varð hugsað til Doctor Ammondt og Elvis Presley plötu hans þegar ég sá að í kvöld ætlar hljómsveit sem kallar sig upp á finnsku Mina Rakastan Sinua Elvis að troða upp á Domo í Þingholtsstrætinu. Talsmaður hljómsveitarinnar, Kormákur, sagði í viðtali í Mogganum í gær að þótt margir hafi vissulega spreytt sig á Elvis hafi trúlega enginn nálgast hann með þeim hætti sem þau muni gera á sínum tónleikum. Það verður spennandi að sjá hvort þau nái að toppa finnska kollega sinn Doctor Ammondt með latínu texta sína.Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2007 | 14:52
Loks kemur Viðskiptablaðið út sem dagblað!
Í langan tíma höfum við unnið að því uppi á Viðskiptablaðinu að gera það að dagblaði og á morgun er D-dagur!
Ég hef orðið undir í flestum baráttumálum mínum, en það mun þó ekki koma að sök nema þegar litið er til slagorðanna. Mín slagorð hefðu komið að hjarta þjóðarinnar og unnið hug hennar með því að skera á bullið, femínistaröflið og málþófið.
"Blaðið sem missir ekki svefn yfir launamismun kynjanna! Viðskiptablaðið - ekkert bull"
"Blaðið sem er stolt og styður ójöfnuð í þjóðfélaginu! Viðskiptablaðið - ekkert bull"
Það er skemmst frá því að segja að þessi slagorð fengu ekki náð fyrir augum yfirboðara minna. En bæði ég og þetta fólk frá femínistafélögunum megum skrifa skoðanir okkar og úttektir á síður þess.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2007 | 17:52
Tölvufíkn er gagnslaust hugtak
,,Halldór var sérsinna barn, hugðarefni hans voru önnur en heimilisfólksins: ,,það var allsnemma, að ég fór að lifa mínu eigin lífi andlega", sagði hann í bréfi til Stefáns Einarssonar." (Halldór Laxness, ævisaga, bls 21, Halldór Guðmundsson 2004)
Ætla má að mörgum dugmiklum bónda í Mosfellsdalnum hafi þótt Halldór Guðjónsson í Laxnesi bölvaður ónytjungur, þar sem hann lá öllum stundum við lestur og skriftir. Auðvelt er að ímynda sér hverskonar einkunn foreldrar hans hafa fengið fyrir uppeldið hjá samtíðarfólki sínu.
Einhverra hluta vegna hefur Halldór og bernska hans komið upp í huga minn í hvert skipti sem minnst hefur verið á svokallaða tölvufíkn í fjölmiðlum undanfarna daga. Tölvufíkn gengur út á að (mestmegnis) börn og unglingar verða svo háð nettengdri tölvu að þau detta úr sambandi við flest annað í tilveru sinni.
Það sem aldrei er nefnt í umfjöllun um tölvufíkn er hvað fólk er að gera með tölvunni? Þannig gæti barn sem haldið er þessari fíkn hugsanlega verið að lesa alfræðiorðabókina Wikipedia sér til gagns og gamans, leysa flóknar stærðfræðiþrautir í samstarfi við aðra snillinga um víða veröld, taka próf í sameindalíffræði við erlendan háskóla, ná áfanga að alþjóðlegum stórmeistaratitli í skák, nú eða bara að eignast vini og kunningja með aðstoð spjallforrita.
Tölvufíkn er gagnslaust hugtak. Tölvan er jafn sjálfsagt verkfæri fyrir nútímamanninn eins og hrífan, skilvindan, og ljárinn voru fyrir bændurna í Mosfellsdalnum í upphafi síðustu aldar. Tölvufíkn er jafn innantómt hugtak og bókafíkn eða samgöngufíkn.
Það ku vera algengt að fólk sem tekur þátt í leikjum á borð við EVE Online verji miklum tíma í spilamennskuna. Enda skilst mér að í leiknum séu stofnuð fyrirtæki, rekin hagkerfi, haldnir menningarviðburðir og í raun stofnuð samfélög án landfræðilegra takmarkana. Raunar er er þessi sýndarveruleiki svo magnaður að maður skilur vel að fólk hrekjist úr táradalnum, segi skilið við hversdagslega skel sína og kjósi að ganga inn í þennan nútímalega álfastein sem leikur á borð við EVE Online virðist vera.
Spurningin er bara hvort þetta sé lífsflótti eða sköpun nýs lífs? Hvort sýndarveruleikinn verði á endanum veruleiki sjálfur. Eða hvort þetta séu alltsaman bölvaðir ónytjungar og tölvufíklar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2007 | 01:41
Af hverju stöðvar enginn þessa vitleysu?
Ég lá veikur í dag með hálsbólgu og asnaðist til að kveikja á imbakassanum um eftirmiðdaginn. Þá var sápuóperan Leiðarljós að hefjast í Sjónvarpinu.
Ég segi nú bara eins og tveggja ára sonur minn étur upp eftir fullorðna fólkinu: Ertu að grínast?
Af hverju er ríkisfjölmiðill að greiða fyrir svona vitleysu?
Ég fann meðfylgjandi mynd á vefsíðu og textinn við myndina segir allt sem segja þarf: Devastated by Reva's presumed death, Josh and mad scientist Michael Burke created a Reva clone, whom Josh then tutored to function as a full-fledged Reva substitute."
Einmitt það. Fyrst það er einlægur ásetningur að troða þessu rugli upp á þjóðina og láta alla Íslendinga fá það borgað, - af hverju framleiðum við ekki vitleysuna sjálf?
Hér er sýnishorn af samræðum úr þessum kima heimsbókmenntanna sem ég varð vitni að í dag. Ungt par liggur upp í rúmi á ódýru móteli:
Hann: Fyrirgefðu að ég sofnaði í gærkvöldi.
Hún: Það er allt í lagi.
Hann: Það var ekki eins og ég vildi það.
Hún: Vildir hvað?
Hann: Sofna.
Hún: Mig grunaði að þú ættir við það.
Hann: Það skorti ekki áhugann á að sofa hjá þér í gærkvöldi.
Hún: Er það ekki?
Hann: Þú ert gullfalleg. Mikill happafengur.
Hún: Ég hélt...
Hann: Hvað?
Hún: Ég hélt það meira að segja í gærkvöldi...
Hann: Hvað hélstu?
Hún: Ég hélt að þú litir á mig sem krakka.
Hann: Svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Hún: Er það?
Hann: Ég verð að játa að þegar ég hitti þig fannst mér þú full ung. En mér skjátlaðist. Ég sá það vel í gærkvöldi.
Hún: En þú sofnaðir.
Hann: Nú er ég vaknaður.
Hún: Ég líka.
Hann: Kannski er ævintýrið rétt að hefjast núna. Hvað heldur þú?
Hún: Þú sagðir að manni gæti skjátlast.
Hann: Ætli það ekki.
Þau kyssast. Skömmu síðar kemur á hana hik og hann finnur á sér að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Og framhaldið er einhvern veginn svona:
Hann: Þú hefur ekki gert þetta áður?
Hún (stendur upp): Þetta yrði í fyrsta sinn. Er það glæpur? Það eru ekki allir jafn sigldir og þú!
Hann: Þér skjátlast. Málið er ekki hvenær heldur með hverjum.
Hún: Það er rétt. Þess vegna beið ég þar til núna.
Svo hefst tilhugalífið aftur.
Ég veit ekki hvernig færi fyrir þjóðinni ef ríkið tryggði okkur ekki aðgang að svona sígildum bókmenntum sigldra sveina og ungra hreinna meyja. En er þetta hlutverk Ríkisútvarpsins?
Svona í fúlustu alvöru!?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.2.2007 | 09:19
Sögustund með Jónasi
DV flytur í Brautarholt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2007 | 01:00
FæðingarHJÁLP
Ýmsar misgáfulegar hugmyndir hafa verið prófaðar innan læknisfræðinnar. Ég hélt samt alltaf að hugmyndin um að nota stóra þeytivindu til að hjálpa konu við að koma barni í heiminn væri bara lélegur brandari en það virðist hafa verið farið lengra með þessa hugmynd.
Árið 1963 var lögð fram umsókn um einkaleyfi á fæðingarþeytivindu af Blonsky hjónunum. Óla átti konuna niður á bekk og snúa bekknum síðan nægilega hratt til að þrýsta krakkanum út. Net sem strengt var milli fóta konunnar átti síðan að sjá um að grípa krakkann svo hann þeyttist ekki út í næsta vegg.
Það lýsir vel tíðarandanum og þeirri firringu sem á köflum hefur einkennt ákveðna anga heilbrigðiskerfisins að lesa rökstuðning hjónanna á því að konur þyrftu að nota slíkt tæki:
In their patent application, Blonsky and Blonsky explained the need: "In the case of a woman who has a fully developed muscular system and has had ample physical exertion all through the pregnancy, as is common with all more primitive peoples, nature provides all the necessary equipment and power to have a normal and quick delivery. This is not the case, however, with more civilised women, who often do not have the opportunity to develop the muscles needed in confinement."
Therefore, wrote Blonsky and Blonsky, they would provide "an apparatus which will assist the under-equipped woman by creating a gentle, evenly distributed, properly directed, precision-controlled force, that acts in unison with and supplements her own efforts". The Blonskys explained: "The foetus needs the application of considerable propelling force." They knew how to supply that propelling force.
Sem sagt, frumstæðar konur eru nægilega sterkar til að ala börn, siðmenntaðar konur eru of veikburða og ófærar um að þrýsta barni sjálfar í heiminn þannig að börnum þeirra þarf að þeyta út samkvæmt áliti þeirra hjóna. Þetta verður víst að teljast skýrt dæmi um hvernig verkfræðileg hugsun hentar ekki alltaf sérlega vel þegar kemur að læknisfræðilegum ákvörðunum.
Ekki fylgir sögunni hvort frú Blonsky eða nokkur önnur kona notaði græjuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...