15.2.2010 | 15:56
Verðskuldaði Nektarmyndin tilnefningu krumma?
Ástæða er til að vekja athygli á afbragðs skemmtilegum ritdómi Kristínar Svövu á Miðjunni í dálkinum Druslubækur og doðrantar, en þar tekur hún fyrir skáldsögu Helga Jónssonar Nektarmyndina. Fyrirsögn pistilsins "Allir miðaldra karlmenn eiga líkama" vísar með kímnum hætti í yfirlýsingu Silju Báru í liðinni viku um miðaldra karlmenn, en er fyrst og fremst skýrð með eftirfarandi hætti af Kristínu Svövu:
Efnið verður oft hreinlega óþægilegt í meðförum Helga, til dæmis í hinni dularfullu yfirskrift aftan á bókarkápu, Allar stúlkur eiga líkama, en ekki síður í gáskafullum kvenlýsingum: En í sömu andrá gekk framhjá þessum öldnu vinum ung stúlka, léttklædd svo ekki varð um villst að hér var á ferð kona með brjóstin stór og stæðileg (12) og um skólastjóra Fjólu Lindar: Stýran stórbrjósta dregur upp krumpað bréfsnifsi. (164)
Að lokum segir í ritdómnum:
Að lesa röskar 250 blaðsíður af þessum sérstæða stíl hefur haft slík áhrif á mig að ég er orðin ofurnæm fyrir stuðlun og rími og á það til að grípa um höfuð mitt í örvæntingu þegar ég hef óvart gerst sek um annað hvort í daglegu tali. Ég ætla að enda á einni skemmtilegustu lýsingu bókarinnar, þegar Fjóla Lind og Arnaldur koma heim úr bíó og hyggjast njóta lystisemda holdsins. Það er mesta synd að bókaklúbburinn Krummarnir séu búnir að veita verðlaunin sín fyrir bestu kynlífslýsingu ársins 2009 því þessi hefði sannarlega átt erindi á verðlaunapall:
Bæði hentust upp í rúm og fötin flugu líka. Ekkert rautt ljós núna. Bara gapandi grænt og gult og fullt af greddu. Það var bara eitt líf og einn heimur og þau voru ein í þessum hormónaheimi sem var svo æðislegur fyrir hálfvita því þau hvorki heyrðu né sáu. Þegar allt var um garð gengið, þegar Arnaldur var lagstur og límdur við lakið og sofnaðu sælli en spriklandi sæðisfruma og hans kelling og krúsídúlla slefandi lömuð og sæl við hliðina á honum, voru þau svo komin áleiðis í annan heim að þau hefðu ekki hreyft sig þótt krókódíll skriði upp í til þeirra og nartaði í tippi og tær, tásur og pjásur. (95)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2010 | 18:23
Rithöfundur, knapi og orrustuflugmaður kveður
Þá hefur Elli kellingin lagt spennusagnahöfundinn Dick Francis að velli. Hann tórði í 89 ár og stóðst lengi atlögur hennar, meðal annars í seinni heimsstyrjöldinni, en þá flaug hann breskum sprengju- og orrustuflugvélum, til dæmis Spitfire og Hurricane.
Einnig var hann kunnur knapi, meðal annars í þjónustu hennar hátignar, sigraði 350 veðhlaup og varð meistari árið 1954. Hann hætti vegna meiðsla er hann varð fyrir er hann féll af baki.
Dick Francis skrifaði yfir 40 spennusögur á ferlinum og uppskar fjölda verðlauna, meðal annars gullna rýtinginn árið 1979 fyrir Whip Hand, en Arnaldur Indriðason hreppti hann sem kunnugt er árið 2005 fyrir Grafarþögn.
Fyrsta saga Dick Francis var sjálfsævisagan The Sport of Queens, sem kom út árið 1957, og fyrsta spennusagan, Dead Cert, kom út árið 1962. Eftir það sendi hann frá sér bók á hverju ári næstu 38 árin, ef undan eru skilin árin 1963 og 1998, en þá sendi hann frá sér smásagnasafn.
Hér er stutt kaflabrot úr Second Wind eftir Dick Francis:
DELIRIUM BRINGS COMFORT to the dying.
I had lived in an ordered world. Salary had mattered, and timetables. My grandmother belonged there with her fears.
"But isn't there a risk?" she asked.
You bet your life there's a risk.
"No," I said. "No risk."
"Surely flying into a hurricane must be risky?"
"I'll come back safe," I said.
But now, near dead as dammit, I tumbled like a rag-doll piece of flotsam in towering gale-driven seas that sucked unimaginable tons of water from the deeps and hurled them along in liquid mountains faster than a Derby gallop. Sometimes the colossal waves swept me inexorably with them. Sometimes they buried me until my agonized lungs begged the ultimate relief of inhaling anything, even water, when only air would keep the engine turning.
I'd swallowed gagging amounts of Caribbean salt.
It had been night for hours, with no gleam anywhere. I was losing all perception of which way was up. Which way was air. My arms and legs had bit by bit stopped working. An increasingly out-of-order brain had begun seeing visions that shimmered and played in colors inside my head.
I could see my dry-land grandmother clearly. Her wheelchair. Her silver shoes. Her round anxious eyes and her miserable foreboding.
"Don't go, Perry. It gives me the heebie-jeebies."
Whoever listens to grandmothers.
When she spoke in my head, her mouth was out of sync with her voice. I'm drowning, I thought. The waves are bigger. The storm is worse. I'll go to sleep soon.
Delirium brings comfort at the end.
Dick Francis látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2010 | 01:11
Buzz hefur innreið sína
Það er skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig fólk mjakar sér varlega út á Buzz, nýjan samskiptavef Google, sem er aðgengilegur af Gmail.
Auðvitað er þetta nýtt form af bókmenntum, knappar setningar eins og á Fésbókinni.
Og það má heyra veikar raddir óma héðan og þaðan.
Ólafur Nielsen: Halló, er einhver þarna?
Kristian Guttesen: Hvar er húfan mín?
Garðar Forberg: Jæja.
Karl Pétur Jónsson: Er þetta eitthvað?
Svanborg Sigmarsdóttir: Ætli það sé einhver sem buzzar?
Facebook er oftast nefnd Fésbókin, að minnsta kosti í mín eyru, en ég hef líka heyrt orðið snjáldurskjóðan. Nú er bara spurning, hvað á að kalla samskiptavefinn Buzz?
Búsið, beisið, brasið, bössið?
Eitthvað allt annað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2010 | 10:17
Öðruvísi segir vindurinn
Það ber vitni næmum smekk hjá ungum en mótuðum höfundi, Magnúsi Sigurðssyni, að hann skyldi ráðast í það verk, að taka saman Kvæðaúrval skáldsins Kristjáns Karlssonar.
Það hlaut að vera. Hvernig gátu leiðir þeirra annað en legið saman? Magnús hefur þegar kvatt sér hljóðs með eftirminnilegum hætti og svo er það skáldið sem veit sem veit".
Hjá Kristjáni er hvert orð á sínum stað, en þó frjálst og leikandi, eins og sést vel á lokaerindi kvæðaúrvalsins:
Ég myndi frekar syngja
öðruvísi segir vindurinn
ef þú sæir þér fært
því miður, góð rödd er
skemmtileg en söngurinn dáinn
fer eftir kvæðinu
síðsumars þegar tært kulið
leysir upp söng fugla
nær kvæðið réttu brothljóði.
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 21:14
An Education - frábær bíómynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 00:12
Dallas og kúkanúna-kaffi
Íslenskan er, eins og öll tungumál, rík af orðum. Að opna orðabók er eins og komast í ómetanlegan fjársjóð - en rétt eins og fjársjóðir verða engum til gagns ef þeir gleymast undir gömlu viðargólfi, mega orð ekki daga uppi í bókum.
Hún kom inn á mikilvægi slangurorðabókarinnar, sem gerð hefur verið aðgengileg sauðsvörtum almúganum" á Netinu á vefslóðinni slangur.snara.is, en þar segja höfundarnir Einar Björn Magnússon og Guðlaugur Jón Árnason:
Tilgangur þessarar vefsíðu er að safna slangurorðum og öðrum ósóma beint af skítugum vörum alþýðunnar, festa herlegheitin á prent og gefa svo út í veglegri, skínandi bók; orðabók pöpulsins. Í þeirri bók er engum úthýst. Þeim orðaleppum sem ekki samræmdust dresskódi Íslenskrar orðabókar verður þar tekið opnum örmum því Slangurorðabókin elskar alla jafnt og hatar alla jafnt.
Vér höfum nú þegar safnað einum 700 orðum í þennan stafræna mykjuhaug og nú er komið að ykkur, ómálga Íslands börn, að bæta í hann slangurorðum, slettum og nýyrðum.
Til skýringar má geta þess að Slangurorðabókin á Netinu er gagnvirkt safn slangurorða sem opið er almenningi. Öllum er frjálst að skrá slangurorð eða nýyrði sem þeir nota eða hafa heyrt. Einnig má setja athugasemdir eða skýringar við orð sem þegar er búið að skrá.
Á meðal orða sem voru nýskráð er þetta var skrifað voru hádó, sem stytting á hádegishléi, lobba, í merkingunni lopapeysa, Dallas í merkingunni Dalvík og kúkanúna-kaffi, í merkingunni sterkt kaffi sem hefur þau áhrif á meltinguna það reynist nauðsynlegt að fara á klósettið eftir að það er drukkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2010 | 14:43
Sigurvegarinn er Steinar Bragi!
Mjög erfitt var að komast að niðurstöðu um hver hlyti rauðu fjöðrina þetta árið en á endanum varð Steinar Bragi hlutskarpastur. Ingunn Snædal var harðasti keppinautur hans þótt kynlífslýsingar þeirra væru eins ólíkar og hvítt og svart á þeim litlausa fleti sem kynorkan er sett á. Ekki fyrr en kynorkan er sett á hold og kynfæri verða töfrarnir til. Ingunn heillaði ljóðaljóðsnefndina með eftirfarandi orðum:
besta ljóðið
skrifa ég með tungunni
neðan við nafla þinn
En Steinar Bragi sigraði ljóðaljóðsnefndina sem reif enn eina rauðu hrafnsfjöðrina af holdi sínu og lét hana falla í skaut höfundarins. Hann getur nostrað við fjöðrina og látið hana leika um líkamann, montað sig af henni við ættingja og vini fram á grafarbakkann en þetta er heillafjöður sem aldrei má týnast. Verðlaunin verða ekki meiri í lifanda lífi en að fá hrafnsfjöðrina. Eftir það er allt aukaatriði. Texti hans tendraði allar ógeðstilfinningar nefndarinnar og því er hann verðugur sigurvegari síðasta vetrar:
"Hann sat við endann á rúminu og horfði upp á milli lappanna á stelpunni, hugsaði um öll orðin sem komu frá henni á meðan hún lifði, hversu þögul hún var núna og hversu þögulir líkamar voru yfirleitt án loftsins sem dróst inn í þá og kom aftur út sem orð; hvernig þögnin stækkaði líkama, þandi þá upp í stærðir sem rifu í sig sjálfsverur, hugmyndir, heimsmyndir. Neðri hluti líkamans - rasskinnarnar, bakið, aftanverð lærin - var fjólublár, blóðið hafði safnast þar fyrir og storknað. Innri skapabarmarnir voru dökkleitir og næstum svartir, þrýstust langt út um rifuna eins og Rafflesíublóm sem vildu brjótast upp á yfirborðið. Stundum fannst honum eins og hún myndi úthverfast skyndilega, í einni afgerandi hreyfingu - það sem væri innan í henni vildi komast út. Hann sleikti hana alla, gróf andlit sitt djúpt inn í hana og hugsaði um fjölskyldur í verslunarferð í Kringlunni eða í Mjóddinni eða í Smáralind, sleikti andlit pabbans sem talaði alvarlega í gemsa, mömmunnar sem horfði á útstillingar í gluggunum, sleikti fölt andlit barnsins öskrandi í kerru, sleikti augun í því og varirnar og nasirnar og eyrun, sleikti framfarir þjóðarinnar, kaupgetuna, þjóðarskuldirnar, þjóðarframleiðsluna, leigumarkaðinn, sleikti allan Halldór Laxness, puttana hans og andlitið, sleikti metnað hans fyrir hönd þjóðarinnar, sleikti allan bankastjóra Kaupþings á leiðinni út á flugvöll, sleikti bankastjóra Glitnis, viðhorf hans, frumkvöðlasiðferðið, dirfskuna, duginn, portfólíóið, tónlistarsmekkinn, ræðurnar í fimmtugsafmælinu, sleikti fréttirnar, ritstjórn Morgunblaðsins, Spaugstofuna, þuli Sjónvarpsins, ríkisstjórnina, stíflurnar, gufuaflsvirkjanirnar, hálendið, umræðuþættina, sleikti alla sem duttu í'ða eða ekki, þá sem höfðu væntingar, fannst gaman eða leiðinlegt, sleikti innlifun fólksins, brandara þess, þjáningu, löngun, dofnaði saman við þetta allt."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 18:06
Síðustu tilnefningarnar
besta ljóðiðskrifa ég með tungunnineðan við nafla þinn
Fyrir utan brennandi Esjuna var eina tíran sem greina mátti í borginni loftljósið á skrifstofu forsætisráðherra þar sem Millý og Aimé lágu í ástarleikjum. Þau ultu um eftir teppinu, sleiktu og sugu, bitu og klipu, rifu fötin hvort utan af öðru og ýlfruðu af stjórnlausri frygð. Aimé sleit af henni nærbuxurnar með tveimur fingrum og Millý klóraði hann í loðna bringuna. Þau voru horfin inn í heim þar sem ekkert fannst nema þau tvö - ekki neitt. Ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fjarstaddir eiginmenn eða fjarstaddar eiginkonur, ekki krónur eða kreppur, ekki stræti og götur, ekki nefndir og fundir, ekki sporslur, ekki vín eða matur, ekki Íslendingar eða flóttamenn, ekki sigurbogar eða álfabyggðir. Ekkert nema tveir berrassaðir líkamar sem neru saman holdi sínu, tóku andköf, stundu og æptu.Nóttin barði þak stjórnarráðsins að utan í takt við hamfarirnar. Reið röftum og húsum, görðum og grindum, gaurum og garðstörum, um þverbak yfir heljarbrú með bægslagangi og brambolti. Myrkrið þröngvaði sér inn í hjörtu borgarbúa, innum rifur á gluggum og dyrum, settist að í híbýlum handíðakvenna og sjómanna, bænda og kaupsýslumanna - fyllti fólkið tvístígandi vonleysi sem var rétt nógu mikið til að því liði verulega illa en ekki nóg til að það segði þetta gott og byði góða nótt.Þegar Aimé og Millý höfðu lokið sér af lögðust þau á bakið og íhuguðu gjörðir sínar skamma stund. Nú var þessu aflokið og ekkert við því að gera. Hliðarsporið tekið og það yrði ekki tekið til baka. Ekki nú og ekki nokkurn tíma. Eins gott að njóta syndarinnar til fulls meðan hún ennþá gafst. Þau vörpuðu öndinni skamma stund, lögðust síðan hvort í annars faðm og hófu að elskast að nýju. Þetta var enn bara einn glæpur og refsingin yrði aldrei nema í samræmi við það.Að lokum sofnuðu þau nakin á gólfinu með brunasár eftir teppið, eftir hamhleypuganginn, jötunmóðinn.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 09:43
Kemurðu aftur?
Ragnar Ísleifur Bragason er tilnefndur til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu liðins árs fyrir ljóðið Þakkir úr bókinni Á meðan:
Á ótrúlegan hátt
lét ég eftir og þurrkaði mér á lærinu.
Takk fyrir að benda mér
á að það væri svona blautt.
Ég fann fyrir því
en tók ekki eftir því.
Núna er það þurrt og þú ert farin.
Kemurðu aftur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 22:26
Rafflesíublóm og tilnefning til rauðrar hrafnsfjaðrar
Steinar Bragi er tilnefndur fyrir mergjaðar lýsingar á kynlífi í bókinni Himinninn yfir Þingvöllum, einkum þessa úr fyrsta hlutanum, Rafflesíublóminu:
Hann sat við endann á rúminu og horfði upp á milli lappanna á stelpunni, hugsaði um öll orðin sem komu frá henni á meðan hún lifði, hversu þögul hún var núna og hversu þögulir líkamar voru yfirleitt án loftsins sem dróst inn í þá og kom aftur út sem orð; hvernig þögnin stækkaði líkama, þandi þá upp í stærðir sem rifu í sig sjálfsverur, hugmyndir, heimsmyndir. Neðri hluti líkamans - rasskinnarnar, bakið, aftanverð lærin - var fjólublár, blóðið hafði safnast þar fyrir og storknað. Innri skapabarmarnir voru dökkleitir og næstum svartir, þrýstust langt út um rifuna eins og Rafflesíublóm sem vildu brjótast upp á yfirborðið. Stundum fannst honum eins og hún myndi úthverfast skyndilega, í einni afgerandi hreyfingu - það sem væri innan í henni vildi komast út. Hann sleikti hana alla, gróf andlit sitt djúpt inn í hana og hugsaði um fjölskyldur í verslunarferð í Kringlunni eða í Mjóddinni eða í Smáralind, sleikti andlit pabbans sem talaði alvarlega í gemsa, mömmunnar sem horfði á útstillingar í gluggunum, sleikti fölt andlit barnsins öskrandi í kerru, sleikti augun í því og varirnar og nasirnar og eyrun, sleikti framfarir þjóðarinnar, kaupgetuna, þjóðarskuldirnar, þjóðarframleiðsluna, leigumarkaðinn, sleikti allan Halldór Laxness, puttana hans og andlitið, sleikti metnað hans fyrir hönd þjóðarinnar, sleikti allan bankastjóra Kaupþings á leiðinni út á flugvöll, sleikti bankastjóra Glitnis, viðhorf hans, frumkvöðlasiðferðið, dirfskuna, duginn, portfólíóið, tónlistarsmekkinn, ræðurnar í fimmtugsafmælinu, sleikti fréttirnar, ritstjórn Morgunblaðsins, Spaugstofuna, þuli Sjónvarpsins, ríkisstjórnina, stíflurnar, gufuaflsvirkjanirnar, hálendið, umræðuþættina, sleikti alla sem duttu í'ða eða ekki, þá sem höfðu væntingar, fannst gaman eða leiðinlegt, sleikti innlifun fólksins, brandara þess, þjáningu, löngun, dofnaði saman við þetta allt.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...