Buzz hefur innreið sína

Það er skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig fólk mjakar sér varlega út á Buzz, nýjan samskiptavef Google, sem er aðgengilegur af Gmail.

Auðvitað er þetta nýtt form af bókmenntum, knappar setningar eins og á Fésbókinni.  

Og það má heyra veikar raddir óma héðan og þaðan.

Ólafur Nielsen: Halló, er einhver þarna?

Kristian Guttesen: Hvar er húfan mín? 

Garðar Forberg: Jæja.

Karl Pétur Jónsson: Er þetta eitthvað?

Svanborg Sigmarsdóttir: Ætli það sé einhver sem buzzar?

Facebook er oftast nefnd Fésbókin, að minnsta kosti í mín eyru, en ég hef líka heyrt orðið snjáldurskjóðan. Nú er bara spurning, hvað á að kalla samskiptavefinn Buzz?

Búsið, beisið, brasið, bössið?

Eitthvað allt annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heyrði líka nafnið Fjasbókin, sem mér finnst höggva ansi nærri eðli fyrirbrygðisins.  Buzz gæti þá kannski orðið mas eða mazið. Annars bössuðu menn hvern annan hérna á meðan símboðarnir voru og hétu, svo það væri ekki ur vegi að dusta rykið af því orði.  Annars nota ég ekkert af þessu.  Það er svipað andríki þarna og á Irkinu í den. Ég held mig við skæpið. Þar get ég sent textaboð, leyft öðrum að skoða skjáinn minn, sem er gott í þeirri hönnunarvinnu, sem ég er í.  Sömu fídusar fylgja raunar gmail umhverfinu.  Sama og MSN og það allt.  Ég er of gamall fyrir svoleiðis tjatt.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2010 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband