Afsökun bókasafnarans!

Ekki er því alltaf tekið fagnandi þegar bókasafnarinn kemur heim til sín með nýja bók í safnið. Enda nóg fyrir af ólesnum bókum í skápnum.

En félagi krummi, Árni Matthíasson, bendir þó á ágæta afsökun sem bókasafnarar geta gripið til. Það er nefnilega misskilningur að sannir bókaáhugamenn hafi lesið allar bækur í hillunum.

Ekkert er verðmætara fyrir bókaáhugamenn heldur en fullar hillur af ólesnum bókum!

Ólesnar bækur í hillum kalla á mann, sumar ásakandi, aðrar tælandi, og svo eru það bækurnar sem segja ekkert, þegja þunnu hljóði þar sem þær safna ryki og bíða þess að þær verði teknar fram og þeim flett, jafnvel lesnar.

Í bókasafni heimilisins skipta meira máli þær bækur sem eru ólesnar en þær bækur sem maður er búinn að lesa - safnið er því betra sem ólesnu bækurnar eru fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Einsog mælt frá mínu bókahjarta - verð líka af þessu tilefni að linka á málverk, sem ég gerði um árið ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.3.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband