Hold, þrá og draumur

Þegar menn sem alist hafa í "nánu samneyti við náttúruna" og lagt fyrir sig "rannsóknir á frumeigindum lífvera" fjalla um kynlíf, þá hlýtur útkoman að verða athyglisverð.

Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Valgarður Egilsson sé tilnefndur til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir ljóðið Salt myrkur í ljóðabókinni Á mörkum:

 

Það er eldur í hafi

í brimsöltu myrkri

rauðu heitu myrkri

 

um innhaf þitt

hjartabrim hrynur

ólgandi straumur

 

logar, lýsir hug þinn:

hold, þrá og draumur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband