11.4.2007 | 10:03
Sól í Efstaleiti
Ég lét mig það litlu skipta þegar fréttamenn misnotuðu aðstöðu sína til að níðast á Alcan og beita öllum brögðum til að hjálpa Sól í Straumi og hafa áhrif á kosningarnar sem voru í Hafnarfirði. Einsog Egill Helgason sagði í Silfri Egils: "þá voru fjölmiðlarnir bullandi hlutdrægir". Ólafur Teitur rak þetta vel í pistli sínum í Viðskiptablaðinu um síðustu helgi hvað offorsið var rosalegt hjá fréttamönnum RÚV, þarsem þeir blygðunarlaust hölluðu réttu máli, töluðu aðeins við þá sem voru á móti álverinu og gerðu allt tortryggilegt sem kom frá fylgjendum álversins. Mér fannst þetta mál koma mér lítið við, því það eru fyrst og fremst Hafnfirðingar sem stórtapa á þessu.
En mér finnst áhugavert hvað svona fréttamenn eru að hugsa, menn einsog Ingimar Karl Helgason, hvort að þeir séu í eðli sínu svona óréttlætismenn, svo siðblindir að þeir sjái ekki muninn? Eða hvort þeim finnist einfaldlega málstaður sinn svo mikilvægur að það sé í lagi að beita öllum meðölum til að hann nái fram að ganga. Hvort sem er raunin, þá á svoleiðis fólk ekki að sinna fréttamennsku, í það minnsta ekki hjá ríkisútvarpinu. Þegar ég vann uppi á Rás 2, þá þurfti maður fyrst að standast íslenskupróf til að eiga möguleika á starfi þar. Ég held að það væri mun mikilvægara að láta fréttamenn gangast undir siðfræðipróf. Það er auðveldara að þola málvillur úr munni fréttamanna heldur en að þurfa að horfa á stöðugt siðleysi og misnotkun siðblindra manna í einhverju sem á að kallast fréttatími.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég velti því fyrir mér hvort upplifun manna af fréttafluttningnum geti hugsanlega litast af þeirra eigin skoðunum? Nú er ég ekki að segja um hvort það sé rétt eða rangt að fréttafluttningurinn hafi verið hlutdrægur. Ég hef ekki fylgst með því sérstaklega eða unnið neitt úr því sjálfur. Ég hins vegar upplifði hann ekki einhliða, sem einstaklingur, við það að fylgjast með almennum fréttum í aðdraganda þessara kosninga.
En það er spurning hvort þetta sé eins og með handboltann. Þegar íslenska landsliðið tapar þá vill það yfirleitt fara saman við ömurlega og hlutdræga dómgæslu í leiknum... eða hvað?
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 11.4.2007 kl. 11:54
Hvernig ætli að standi á því að aðdáandi Arafats Þorvaldur E Friðriksson sjái yfirleitt um fréttir frá Ísrael og Palestínu?
grímnir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:16
til dæmis er þetta ekki spurning um upplifun ef það er verið að fjalla um skoðanakönnun og síðan er bara talað við annan aðilann. þá er aðeins um grófa misnotkun að ræða. en dæmin eru svo mýmörg að jafnvel hörðustu andstæðingar álversins viðurkenna það. en spurningin sem var velt upp er hvort fólki sé alveg sama? ég veit það ekki, kannski eiga fjölmiðlar ekki að vera hlutlausir, en þeir eiga þá ekki að þykjast vera það. persónulega finnst mér að rúv eigi að vera það svo lengi sem það er í eigu allra landsmanna.
Börkur Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 12:25
Hárrétt athugað hjá þér Börkur. Það er oft ansi þung slagsíða hjá Útvarpinu, en maður finnur mun síður fyrir þessu hjá Sjónvarpinu.
Karl Pétur Jónsson, 11.4.2007 kl. 17:58
Stöð 2 var ekki skárri heldur en "Sól í Efstaleiti". Ég horfði á úttekt Kompásar á, þar sem spyrillinn gerði sig að fífli þegar hann gekk mjög hart að Rannveigu og ítrekaði sömu "vondu" spurningarnar aftur og aftur, á meðan hann fór með silkihönskum um andstæðingana og reyndi að draga neikvæða punkta upp úr fyrirverandi starfsmanni. Þá var myndvinnsla þáttarins með eindæmum, þar sem þeir sýndu ítrekað myndir sem teknar voru þegar bilun varð í kerjum, til að fá fólk til að halda að svona reykur væri alltaf þarna og síðan sýndu þeir einnit ítrekað myndir þar sem aðdráttarlinsunni vart beint yfir húsin í nýju íbúðabyggðinni á Völlunum, þannig að álverið virtist í ógnarnálægð og gnæfa yfir byggðina. Joseph Göbels hefði verið stoltur af þessari myndvinnslu!
Sigurður J. (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 18:21
Börkur, þetta er a.m.k. í annað skipti sem þú nefnir þetta á þessum vettvangi þannig að augljóslega lætur þú þér þetta ekki í léttu rúmi liggja. Og átt ekki að gera það. Ef þú hefur lög að mæla - sem ég jafnvel hallast að - er auðvitað ástæða til að breyta því. Spurningin er bara: Hver ætlar að láta reyna á? Munu hagsmunaaðilar ekki kanna það? Og ef þetta á við í þessu tilfelli er það þá nokkuð einangrað?
Svo er hitt að ég er hjartanlega ósammála þér með að þetta komi Hafnfirðingum einum við. Ef þessi ákvörðun hefur neikvæð áhrif á fjárhag Hafnfirðinga kemur það mér sem Reykvíkingi við. Reyndar myndi ég vilja sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og þannig horfa á það allt heildrænt. Það er út í bláinn að vera með sjö kónga/drottningar á þessu litla svæði þótt það sé fjölmennt (miðað við afganginn af landinu).
Berglind Steinsdóttir, 11.4.2007 kl. 18:54
Ég er alinn upp við einokun gömu Gufunnar og situr ávallt í mér mikil væntumykja til hennar. Hitt er svo annað mál, að ég hefi aldrei fundið það á flutningi og efnismeðfeð, að Sjálfstæðisflokkurinn ráði þar öllum hlutum eins og vintri sinnar gaspra einatt um. Síðustu áratuguna hefur maður frekar haldið, að Gufan væri gömul austantjaldsstöð, sem væri rekin til að minna mann á daga Kalda Stríðsins í sögulegum tilgangi. Það eina, sem réttlætir tilvist Gufunnar í dag, er sú staðreynd, að það er til enn verri stöð, Stöð 2, sem minnir mann á verstu stöð á Vesturlöndum, bandarísku stöðina FOX með öfuhum formerkjum. Það hljóma eins og lélegur brandari, þegar fullyrt er í auglýsingum frá sömu stöð, að þar sé flutt vönduð og metnaðarfull dagskrá! Fólkið á þeim bæ er allt að springa af metnaði, ja hérna, sá, sem samdi þessa auglýsingu, hefur aldeilis haft húmorinn í lagi !
Starfsfólk Gufunnar getur hagað sér eins og ódælir krakkar í sandkassaleik, meðan stöð 2 bætir ekki ráð sitt, en komist hér á koppinn útvarpstöð, sem hefur vönduð og heiðaleg vinnubrögð, tel ég, að það sé engin forsenda lengur fyrir rekstri Gufunnar, nema til komi styrkur frá ESB í því skyni að reka gömlu Gufuna sem einskonar kennslustöð fyrir þriðja heiminn ( það myndi skapa mörg störf fyrir túlka of textaþýðendur), þar sem hlustendum væru kynnt dæmi um, hvernig EKKI á að reka útvarpsstöð.
Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 12.4.2007 kl. 06:49
Ég fylgdist ekki náið með þessari umfjöllun RÚV á aðdraganda álverskosninganna, af því sem ég heyrði fannst mér þó engin áberandi slagsíða á umfjölluninni.
Ekki ætla ég að útiloka að á einhvern hafi hallað í fréttaflutningnum, slík vinna er í eðli sínu viðkvæm og alltaf mögulegt að einhver slagsíða myndist. Eins og bent var á hér að ofan má einnig vera að menn túlki niðurstöðuna eftir því hvaða gleraugu þeir setja upp, hver þeim finnst vera rétta hlið málsins.
En jafnvel þó að þeir hafi slysast til að hallast aðeins í fréttaumfjöllun er gróft að kalla menn siðblinda, það orð mætti vel nota um marga þá sem duglegir eru að tjá sig í bloggheimum en fráleitt að nota um starfsfólk RÚV í þessu máli.
Hjalti Már Björnsson, 12.4.2007 kl. 09:37
til hjalta þá myndi ég frekar kynna mér málin áður en ég færi að fullyrða um að einhver hafi hugsanlega slysast til að halla á annan aðilann, misnotkun fjölmiðla er algeng en stundum fer hún svo gjörsamlega útúr kortinu að hún verður að óhugnanlegu ofbeldi einsog í þessu tilviki. ég vísa til pistils ólafs teits, enda nenni ég ekki að telja upp það sem þetta veika fólk var fært um að gera.
til berglindar, þá er þetta í fyrsta skiptið ekki annað sem ég skrifa um misnotkun fjölmiðla og ég skrifaði það af því að ég á að skrifa pistla á síðuna á miðvikudögum ekki vegna neinnar annarrar ástæðu. en þetta er aftur á móti í annað skiptið sem ég skrifa um álversdæmið og hitt tilvikið var vegna þess að annar krummi hafði skrifað að mér fannst mjög hrokafullan pistil á síðuna um álverskosningarnar og mér fannst ég knúinn til að koma með aðra hlið á málinu þótt ég væri svo óheppinn að mogginn skyldi pikka það upp og birta í blaðinu sínu þannig að þunginn í skrifunum varð mun meiri en ég hefði viljað. enda álverskosningarnar mér ekki hjartans mál. varðandi skoðun þína á sameiningu sveitarfélaganna, þá finnst mér það góður punktur hjá þér.
Börkur Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 10:34
Finnst þér í alvöru Börkur rétt að lýsa störfum RUV í þessu máli sem óhugnarlegu ofbeldi veiks og siðblinds fólks? Öllu sterkari lýsingar finnast varla um illmenni og þær eru venjulega notaðar um hryðjuverkamenn en ekki skoðanaágreining um efnistök. Ég minni á að umræðuefnið var meint hlutdrægni blaðamanna og erfitt er að sjá að þessar lýsingar þínar beri vott um hlutlaust mat.
Hjalti Már Björnsson, 12.4.2007 kl. 12:42
hjalti, í fyrsta lagi eru gleraugun þín svo lituð og hrokinn svo mikill að þú heldur skoðun þinni fram án þess að hafa fylgst með fréttaflutningnum.
þetta er ekki ósvipað hjá þér einsog hjá afturhalds lögreglumönnum hér á íslandi sem brugðust þannig við þegar stúlkur komu og tilkynntu um nauðgun að firrast við og segja þetta eru stór orð og gera ekkert í málinu. á meðan það eina sem var stórt var ofbeldið sem var framið.
en sem betur fer eru flestir sem var á móti álverinu samt ekki blint á hversu hrikalega fjölmiðlunum var misbeitt. fyrir það fólk sem fylgdist með þá er spurningin hversvegna var þeim misbeitt svona?
Börkur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 09:18
Börkur, ef þú værir læs myndir þú sjá að í athugasemd minni hér að ofan tók ég ekki afstöðu í málinu, enda viðurkenni ég að ég fylgdist ekki nægilega vel með umfjölluninni til að geta dæmt um það sjálfur. Hvernig þú sérð hroka út úr því get ég ekki skilið.
Ég hef hins vegar heyrt ásakanir um hlutdrægni í báðar áttir og margir sem ég hef rætt við finnst ekki hafa verið slagsíða á umfjölluninni.
Ætlar þú að halda þig við það orðalag að starfsmenn RÚV séu veikir og siðblindir og hafi stundað óhugnarlegt ofbeldi? Slíkar yfirlýsingar um skoðanaágreining finnst mér persónulega flokkast sem ærumeiðingar. Það má vel vera að umfjöllun RÚV hafi verið með slagsíðu, því má lýsa sem fáranlegu, forkastanlegu, skammarlegu eða ýmsum öðrum efnislegum lýsingarorðum. En að nota orðalagið óhugnarlegt ofbeldi veikra og siðblindra manna um störf RÚV finnst mér vera til skammar fyrir Hrafnasparkið.
Hjalti Már Björnsson, 13.4.2007 kl. 10:15
hjalti, það er gott þegar maður reiðist að anda djúpt áður en látið er vaða í einhverju kasti.
ef þú vilt ennþá að einhver skammist sín eftir að hafa andað djúpt er fínt að kíkja á eigin pistla og þá kannski ertu búinn að finna manninn sem þarf að skammast sín.
svo er alltaf gamaldags að ráðast á konuna sem kærir nauðgunina eða segir frá henni. þótt þér þyki vænt um manninn sem framkvæmdi hana eða málstað hans, þá er það ekki glæpur að segja frá ofbeldi sem hefur verið framið, heldur er raunverulegi glæpurinn fólginn í því að hafa framið ofbeldið. þannig að vinsamlegast ekki segja við konuna sem kærir ofbeldið að hún eigi að skammast sín, það eru aðrir sem þurfa að gera það.
Börkur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 18:41
Ja há.
Hjalti Már Björnsson, 13.4.2007 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.