Hvað ert þú til í að leggja á þig?

i6vAEt1qFáir viðurkenna líklega annað en að þeir séu hlynntir náttúruvernd í einhverri mynd.  Allir vilja hlífa viðkvæmustu náttúruperlunum, vernda regnskógana og enginn vill að ísbirnir, fílar og nashyrningar verði útdauðir.

Það sem greinir á milli hvort fólk sé náttúruverndarsinnar hefur því lítið með skoðanir að gera, mun meira um hvað fólk vill leggja mikið á sig fyrir náttúruna.  Reyndar eru enn til jólasveinar sem vilja að við höldum áfram græðgisneyslunni óheftri, en á þeim taka fáir mark á núorðið.   

Þegar einungis um 20% af rafhlöðum skila sér til endurvinnslu, þó þær séu uppfullar af mengandi þungmálmum, er augljóst að ótrúlega margir virðast ekki vera tilbúnir til að leggja neitt á sig, bara hreint út sagt alls ekki neitt.  Ekki einu sinni að skila rafhlöðum í endurvinnsluna.  Fáir hafa sparneytni einu sinni til hliðsjónar þegar keyptur er bíll.   Minnihluti dagblaða skilar sér til endurvinnslu og einungis lítill hluti af plastinu.  Ég hef sjaldan heyrt um einhvern sem hættir við að fljúga út í sumarfrí til að hlífa umhverfinu.  Flestir Íslendingar gera bara eiginlega ekki neitt fyrir umhverfið.

Þessi maður hér er hins vegar virkilega að reyna að hlífa umhverfinu, reyndar gengur hann svo langt að reyna við að gera tilveru sína og fjölskyldunnar algerlega hlutlausa hvað umhverfið varðar.  Þau nota ekki bíl og fara allra sinna ferða gangandi eða hjólandi, þau nota ekki rafmagn og menga ekki loft eða vatn.  Ekkert er keypt sem ekki er hægt að endurvinna.  Það merkilegasta er að þau búa á Manhattan.

Áhugaverð tilraun, og sérlega að þau skuli lýsa því að lífið hafi aldrei verið betra. 

Fæstir sem fjalla um umhverfismál eru svo bjartsýnir að þeir búist við því að hægt sé að hætta allri mengun, þó það það megi að sjálfsögðu stefna að því.  Einungis er verið að biðja fólk um að reyna aðeins að bæta umgengni sína við náttúruna og það er ótrúlega margt sem hægt er að gera án þess að það breyti í raun nokkru um lífsgæði okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um allt annað mál: ég geri fastlega ráð fyrir því að einhver krummi skrifi um hinn nýlátna bókmenntarisa, Kurt Vonnegut?

Björgvin Þór (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Góð hugvekja. Það er alveg á tæru að við gætum sennilega öll gert aðeins meira í því að draga úr mengun.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 13.4.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Bendi á nokkur einföld ráð á heimasíðu sorpu:

http://www.sorpa.is/user/cat/list/24/6/

Hjalti Már Björnsson, 13.4.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband