4.3.2012 | 22:37
Sigríður fékk rauðu hrafnsfjöðrina
Á aðalfundi lestrarfélagsins Krumma sl. föstudagskvöld veitti félagið Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðið Eins og blíðasti elskhugi í bókinni Kanil sem Sæmundur gefur út. Það var Karl Blöndal sem afhenti Sigríði hrafnsfjöðrina.
Rauða hrafnsfjöðrin var fyrst veitt 2007 og þá hreppti hana Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur. 2008 varð Elísabet Jökulsdóttir hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins, Hermann Stefánsson hreppti verðlaunin 2009 fyrir Algleymi, 2010 fékk Steinar Bragi Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir Himininn yfir Þingvöllum og 2011 þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna - ástarsögu.
Verðlaunalýsingin er svohljóðandi:
Sigríður Jónsdóttir - Kanill
Eins og blíðasti elskhugi
"Ég treysti honum því ég þekki hann.
Hann þekkir mig og veit hvað ég þarf.
Hann sýnir sigófeiminn eins og bráðger foli
ógeltur í apríl.
Ungur og hraustur með sperrtan böll
tilbúinn að bíða
viljugur að hlakka til.
Hann ber kremið á kónginn á sér.
Ég horfi á
sjálf ekki til í að sýna neitt.
En hann er ekki frekur og gerir ekki kröfur.
Þá finn ég töfra karlmannsins
og sprota hans
leggjast yfir mig.
Ókunnug efni streyma út í blóðið.
Munnvatn spýtist úr kirtlum.
Hann penslar á mér skautið með limkollinum
og allir lásar falla
klikk klikk klikk
Kannski verður það vont.
Hann leitar fyrir sér eins og maður á ís.
Maður með broddstaf.
Hann heldur utan um mig.
Ég held utan um hann og kem til hans meðan hann bíður.
Þegar hann kemur inn í mig
lætur líkaminn eins og hann hafi þráð það lengi
ekki tvær mínútur
búinn að gleyma að þarna var allt þurrt og lukt.
Ólíkindatól.
Elskhugi minn veit betur.
Hann þekkir mig betur en sig.
Hann fer eins og maður í djúpum snjó.
Stígur hægt niður og kannar.
Þar til öllu er óhætt.
Þegar karlinn hefur komið sér öllum fyrir
þegar ég hef meðtekið hann allan og vil meira
kemur hann og sækir laun blíðu sinnar.
Hann er bestur.
Þú ert bestur
segi ég.
Hann segir ekki neitt.
Hann gerir það sem hann meinar
og segir það sem hann vill."
Aðrar tilnefningar til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar 2012:
Stefán Máni - Feigð
"Hann færir lófan niður eftir líkama hennar, yfir magann, út á mjöðmina og strýkur henni um utan- og innanverð lærin. Húnlosar beltið og hneppir frá buxunum hans með fingrum annarrar handar, rennir niður klaufinni, stingur hendinni græðgislega ofan í nærbuxurnar og grípur um beinstífan tittlinginn. ... Síðan kyssir hann á henni píkuna, þessa upphleyptu rauf sem byrjar niðri við rassgatið og endar undir mjúkum hárbrúski neðst á bústnum kviðnum. Hann kyssir raufina eins og munn, bleytir þessar lóðréttu varir með sínum eigin. Hann sleikir rifuna og stingur tunginni inn í hana, og þá þrútnar píkan, ytri barmarnir gliðna sundur og innri barmarnir koma í ljós. Sonja engist um og stynur hátt, píkan opnast enn meira, hún er heit og mjúk og rök og það er saltbragð af safanum sem drýpur af þessu rauðbleika holdi sem fyllir á honum munninn eins og hann hámi í sig suðrænan ávöxt.
"Komdu!" Sonja rífur í hárið á honum, slítur hann lausan úr rennvotu klofinu og togar hann upp á sig."
Arnaldur Indriðason - Einvígið
"Guðný færði höndina yfir naflann þangað til hún kom niður að hárbrúskinum og togaði örlítið í hann.
- Ég gæti notað hann undir blómapott.
- Hvern?
- Sleðann.
- Það gæti komið vel út, sagði Albert og kyssti hana. - Eru þær ekki örugglega sofnaðar? hvíslaði hún. - Jú, sagði hann.
Hún fann hvernig hann gildnaði í hendi hennar. Albert gaf frá sér litla stunu.
- Er ég nokkuð að meiða þig? spurði hún.
- Nei, sagði hann og strauk yfir höfuð hennar, fann sumarið í hári hennar. Pau kysstust af áfergju áður en hún lét sig síga niður að honum og hann fann heita tunguna gæla við sig og kossa sem dýpkuðu og lengdust og urðu rakir og hljóðir eins og nóttin."
Jón Kalman Stefánsson - Hjarta mannsins
"... Í sumar, hafði hún sagt í apríl, ætla ég að ríða út í sólskini. Og nú er sumar, núna er gult sólskin, hún reið hesti og hún sest yfir strákinn, sest klofvega, dregur upp kjólinn, hann sér svört stígvél, sér bera fótleggi, en ekki alla leið upp, hún lokar augunum, eins og til að rifja eitthvað upp meðan hönd hennar fálmar niður, grípur mjög fast um lim hans en sest síðan varlega, eins og hún sé að setjast á eitthvað brothætt - og hikar. Heldur enn fast, með lokuð augu, andar mjög þungt, og hann liggur grafkyrr, finnur fyrir þessu mjúka, blauta, finnur fyrir því með allri sinni vitund. Brjóst Ragnheiðar liggja þétt upp að bringu hans, eyra hennar á öxl hans, hár hennar yfir hálfu andliti hans sem finnur ilminn af því, hreinan en líka þungan, höfugan ilm sem svíður örlítið undan."
Sólveig Eggerz - Selkonan
"Hún fór allt í einu hjá sér og settist hratt upp. Hvar hafði hún látið fötin sín?
En hann beygði sig yfir sófann. Hún hallaði sér aftur, fann fyrir hlýju læri hans á handlegg sínum. Kona í kvennabúri hefði smurt hendur sínar ilmandi, indverskum olfum og strokið honum.
Charlotte strauk læri hans með handarbakinu. Hann hallaði sér fram og sleikti húð hennar í átt til brjóstanna, yfir kúlulaga geirvörturnar. Hún snart háls hans að aftan við hársræturnar. Hann teiknaði örlitla hringi á kvið hennar með fingrinum, stakk honum síðan mjúklega inn í naflann.
Monet. Manet."
Hann renndi fingrunum yfir efstu skapahárin.
Caravaggio," sagði hann og renndi fingrinum inn í hana. Hann gældi við rök skapahárin og raulaði um leið og hann. hreyfði fingurinn inn og út: Carraccibræður".
Hann hallaði sér yfir hana, strauk vörunum yfir kvið hennar og rödd hans kom úr skauti hennar.
Delacroix. "
Hún náði varla andanum undir tungu hans en teygði sig til að strjúka eyru hans og taka í hárið. Hann reis upp á hnén. Hún strauk stinnan lim hans með fingurgómum beggja handa. Hann stundi við snertingu hennar. Blóðið streymdi fram í kynfæri hennar og hún vísaði honurn leiðina.
,,Van Gogh," másaði hann um leið og hann kom inn í hana.
Gul og fjólublá blæbrigði sól- og lofnarblómaakurs bylgjuðust yfir hana aftur og aftur með litum og ilmi. Á eftír hélt hún höfði hans á milli brjósta sér og sá fyrir sér mild litbrigði sólargeisla og hörpulaufs."
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2011 | 16:26
Rauða hrafnsfjöðrin veitt
Verðlaunin voru fyrst veitt 2007 og þá sigraði Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur, 2008 varð Elísabet Jökulsdóttir hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins, Hermann Stefánsson hreppti verðlaunin 2008 fyrir Algleymi og 2009 fékk Steinar Bragi Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir Himinninn yfir Þingvöllum.
Verðlaunalýsing Megasar og Þórunnar hljóðar svo:
Nú er að segja frá þeim Himinhrjóði og Máneyju. Snýr hann sér nú við þannig að Máney, sem auðveldlegast nær limnum í lófa sér og gælir ögn við hann, áður en hún stingur honum upp í sig. þau sjúgast á góða stund, hún undir, hann ofan á, en svo velta þau sér við og Himinhrjóður fer lengra með skáldtungu sinni inn í kuntuna, iðkar þar hringleik, en síðan yfir spöngina og inn í rassgatið sem orðið er í meira lagi mjúkt. Máney er óefniskennd orðin af mýkt. Annað veifið gýs hún sem eitt túristaundur og hann fær heitar gusur. Hún hættir um hríð og leyfir henni að einbeita sér að því að sjúga. "Einbeittu þér nú yndið mitt og ímyndaðu þér allt það besta." Hann grípur um lítil og hnöttótt brjóst Máneyjar og kreistir í greip sinni, svo mun hún bera til minja merki nokkur brúnleit er til lengdar lætur. Nú rennir hann sér undan ástkonu sinni, háll sem áll, fimur sem fílsungi og fer á hana þar sem hvílir á hnjám og olnbogum. Hann fer fyrst ótrauður inn í píkuna, en síðan stingur hann sér á bólakaf í mjúkt en þétt rassgatið.
"Mörg er á þér matarholan, meyjarvalið."
Aðrar tilnefningar:
Bergsveinn Birgisson, Svar við bréfi Helgu:
Lömbin voru komin af fjalli og ýmist í sláturhús eða inn í fjárhús það sem var á vetur setjandi . Ég var að þukla ársgamla gimbur og sjá hvort hún væri ekki brúnslétt á geislungunum og fann hvergi skarða þegar þú komst mér í hug og okkar litla einkaspaug um það er þukluð var kvenkindin og gáð hvort brúnslétt væri, og ég tók um hálsinn með annarri hendinni og meðan ég þuklaði lærin og þjóið vel þykkt og fyllt niður á hækilinn og renndi síðan fingrunum eftir rifjunum og þaðan á hryggspjaldið og þú ásóttir mig, ég fór að sjá þig og hætti að sjá þessa déskotans gimbur og mér fannst þú aftur vera orðin nálæg mér svo ég heyrði rödd þína svo mikla hljóma innra með mér, hvar þú hljóðaðir og skalfst þegar ég kannaði útlegur á bringunni í skininu gegnum glufurnar á vélageymslunni við ilmandi glussa- og smurolíulyktina og svo dægilegar voru þær útlegur að þar fannst mér sem hendur mínar væru aftur fylltar af þúfunum þínum mjúku sem sprengja lófann og liðirnir í togmikilli ullinni minntu á skúfinn þinn þríhyrnda og gott ef ég fann ekki bregða fyrir vitin angan þá sem umlukti minninguna um okkar fyrstu samfarir og ég þurfti bara að finna þig og heyra þig hljóða af lostanautn bara einu sinni enn, finna anganina af þér í síðasta sinn ...
Ég lak niður á grindina þar í stíunni og lá þar drjúga stund. Með rassaklofið berað og ganandi eins og argur maður í fornu níðkvæði. Mér er ekki ljóst hve lengi ég lá þar, sigraður af eigin ónáttúru og gersneyddur allri göfgi, en hitt veit ég að um leið og ég hafði hysjað upp um mig brækurnar var mitt fyrsta verk að skera rolluna. Slengja henni í poka og upp í skektu og sigla langt út fyrir djúpsker þar sem ég batt tvo stóra netasteina við og sökkti öllu saman.
Kári Tulinius, Píslarvottar án hæfileika:
óp
öskur
óp
óp
óp
öskur
óp
öskur
öskur
öskur
öskur
óp óp óp
Sigurður Guðmundsson, Dýrin í Saigon:
Hún setur aukakodda undir höfuð hans svo að hann, sem liggur á bakinu, geti horft á hana meðan hún nuddar fæturna. Nuddið tekur einn og hálfan tíma og þar af fer helmingurinn í fæturna. Hún byrjar á iljunum meðan fæturnir eru ennþá í vatninu, þurrkar þá síðan og smyr Johnson's barnaolíu á fætur og leggi uppá mið lærin. Að því loknu tekur hún að nudda tærnar, hælinn og ristina í staðlaðri röð en þó með mismunandi áherslu frá degi til dags. Stundum tekur hún langan tíma í að nudda ristarnar og horfir full aðdáunar á hvíta og fíngerða húðina þar og segir þá alltaf: Baby. Og einstöku sinnum hefur hún kysst hann laust á aðra ristina. Þegar búið er að nudda báða fætur, kálfa og hné færir hún sig upp á lærin og síðan uppí nára, en þá er hún komin undir silkibuxurnar og hann löngu kominn með standpínu.
Hún tekur sér góðan tíma á svæðinu kringum liminn og þótt hönd hennar sé smá kemst hún ekki hjá því að strjúkast við punginn og liminn. Og honum finnst það kynferðislegt og upplifir strokurnar næstum jafnörvandi og í alvörukynmökum.
Þegar þessi partur nuddsins er yfirstaðinn fer hún fram og sækir blautan klút, gengur svo að andliti hans sem ennþá er þakið agúrkusneiðunum og fjarlægir þær varfærnislega áður en hún þvær það. Og enn fer hún fram á gang og eftir fimm mínútur kemur hún inn með fulla körfu af sjóðandi heitum steinum sem hún leggur til hliðar við bekkinn. Nú er komið að handleggjum, höndum og fingrum. Á meðan er nokkurskonar spjallstund því hún situr á rúmstokknum og snýr að andliti hans. Einhver af tuttugu nafnorðunum eru sögð með líkamlegum áherslum. Oftast er mikið hlegið í þessum kafla.
Síðasta atriði nuddsins er að hún biður hann að fara úr silkijakkanum og snúa sér á magann. Hún setur körfuna með heitu steinunum við hlið sér og togar silkibuxurnar niður á mið lærin þannig að rassinn og efri líkaminn eru tilbúnir undir nudd. Dung er klædd í þrönga blússu og er í míní-pilsi og undir því þröngum nærbuxum sem virka einsog nokkurskonar skírlífisbelti. Þetta er skiljanleg vörn fyrir nuddkonurnar. Hún skellir sér uppá hann og situr klofvega á lærunum rétt fyrir neðan rassinn. Í þessari stellingu klárar hún verkið með því að smyrja rassinn og bakið með einhverri sleipri olíu og nuddar hana inní húðina með heitu steinunum. Stundum, þegar hann er í þannig skapi, bregður hann á leik í þessari stellingu og leikur hest og hún á þá að vera knapinn, kannski dáldið líkt ródeó. Þá er mikið hlegið.
Þegar nuddið er alveg að verða búið stekkur hún af baki og sækir heitt vatn í vaskafati, þvottapoka og handklæði og þrífur olíuna og allra síðasta atriðið er að hún stráir Johnson's barnapúðri yfir bakið og rassinn (einusinni smellti hún kossi á rassinn) og strýkur höndunum samviskusamlega yfir allan skrokkinn, segir ókei og fer fram með fulla körfu af þvottapokum, handklæðum, olíum og talkúmi.
Arnaldur Indriðason, Furðustrandir:
Í daufri skímunni sá hann móta fyrir tveimur mannslíkömum sem byltust um í rúminu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 11:33
Enn Bergsveinn
Lömbin voru komin af fjalli og ýmist í sláturhús eða inn í fjárhús það sem var á vetur setjandi . Ég var að þukla ársgamla gimbur og sjá hvort hún væri ekki brúnslétt á geislungunum og fann hvergi skarða þegar þú komst mér í hug og okkar litla einkaspaug um það er þukluð var kvenkindin og gáð hvort brúnslétt væri, og ég tók um hálsinn með annarri hendinni og meðan ég þuklaði lærin og þjóið vel þykkt og fyllt niður á hækilinn og renndi síðan fingrunum eftir rifjunum og þaðan á hryggspjaldið og þú ásóttir mig, ég fór að sjá þig og hætti að sjá þessa déskotans gimbur og mér fannst þú aftur vera orðin nálæg mér svo ég heyrði rödd þína svo mikla hljóma innra með mér, hvar þú hljóðaðir og skalfst þegar ég kannaði útlegur á bringunni í skininu gegnum glufurnar á vélageymslunni við ilmandi glussa- og smurolíulyktina og svo dægilegar voru þær útlegur að þar fannst mér sem hendur mínar væru aftur fylltar af þúfunum þínum mjúku sem sprengja lófann og liðirnir í togmikilli ullinni minntu á skúfinn þinn þríhyrnda og gott ef ég fann ekki bregða fyrir vitin angan þá sem umlukti minninguna um okkar fyrstu samfarir og ég þurfti bara að finna þig og heyra þig hljóða af lostanautn bara einu sinni enn, finna anganina af þér í síðasta sinn ...Ég lak niður á grindina þar í stíunni og lá þar drjúga stund. Með rassaklofið berað og ganandi eins og argur maður í fornu níðkvæði. Mér er ekki ljóst hve lengi ég lá þar, sigraður af eigin ónáttúru og gersneyddur allri göfgi, en hitt veit ég að um leið og ég hafði hysjað upp um mig brækurnar var mitt fyrsta verk að skera rolluna. Slengja henni í poka og upp í skektu og sigla langt út fyrir djúpsker þar sem ég batt tvo stóra netasteina við og sökkti öllu saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2011 | 21:59
Kári tilnefndur
Fimmtu tilnefninguna til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs fær Kári Tulinius fyrir hástemmda lýsingu í skáldsögunni Píslarvottum án hæfileika. Það þarf vart að orðlengja að hápunkti er náð þegar:
óp
öskur
óp
óp
óp
öskur
óp
öskur
öskur
öskur
öskur
óp óp óp
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 09:31
Ný tilnefning: Nafnorð sögð með líkamlegum áherslum
Þá er komið að fjórðu tilnefningunni til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs. Það þarf engan að undra að Sigurður Guðmundsson uppskeri um leið og hann arkar inn á þetta svið mannlegrar reisnar í Dýrunum í Saigon. Hann velur orð sín af mikilli list og nákvæmni, svo úr verður seiðandi hugvekja.
Hún setur aukakodda undir höfuð hans svo að hann, sem liggur á bakinu, geti horft á hana meðan hún nuddar fæturna. Nuddið tekur einn og hálfan tíma og þar af fer helmingurinn í fæturna. Hún byrjar á iljunum meðan fæturnir eru ennþá í vatninu, þurrkar þá síðan og smyr Johnson's barnaolíu á fætur og leggi uppá mið lærin. Að því loknu tekur hún að nudda tærnar, hælinn og ristina í staðlaðri röð en þó með mismunandi áherslu frá degi til dags. Stundum tekur hún langan tíma í að nudda ristarnar og horfir full aðdáunar á hvíta og fíngerða húðina þar og segir þá alltaf: Baby. Og einstöku sinnum hefur hún kysst hann laust á aðra ristina. Þegar búið er að nudda báða fætur, kálfa og hné færir hún sig upp á lærin og síðan uppí nára, en þá er hún komin undir silkibuxurnar og hann löngu kominn með standpínu.
Hún tekur sér góðan tíma á svæðinu kringum liminn og þótt hönd hennar sé smá kemst hún ekki hjá því að strjúkast við punginn og liminn. Og honum finnst það kynferðislegt og upplifir strokurnar næstum jafnörvandi og í alvörukynmökum.
Þegar þessi partur nuddsins er yfirstaðinn fer hún fram og sækir blautan klút, gengur svo að andliti hans sem ennþá er þakið agúrkusneiðunum og fjarlægir þær varfærnislega áður en hún þvær það. Og enn fer hún fram á gang og eftir fimm mínútur kemur hún inn með fulla körfu af sjóðandi heitum steinum sem hún leggur til hliðar við bekkinn. Nú er komið að handleggjum, höndum og fingrum. Á meðan er nokkurskonar spjallstund því hún situr á rúmstokknum og snýr að andliti hans. Einhver af tuttugu nafnorðunum eru sögð með líkamlegum áherslum. Oftast er mikið hlegið í þessum kafla.
Síðasta atriði nuddsins er að hún biður hann að fara úr silkijakkanum og snúa sér á magann. Hún setur körfuna með heitu steinunum við hlið sér og togar silkibuxurnar niður á mið lærin þannig að rassinn og efri líkaminn eru tilbúnir undir nudd. Dung er klædd í þrönga blússu og er í míní-pilsi og undir því þröngum nærbuxum sem virka einsog nokkurskonar skírlífisbelti. Þetta er skiljanleg vörn fyrir nuddkonurnar. Hún skellir sér uppá hann og situr klofvega á lærunum rétt fyrir neðan rassinn. Í þessari stellingu klárar hún verkið með því að smyrja rassinn og bakið með einhverri sleipri olíu og nuddar hana inní húðina með heitu steinunum. Stundum, þegar hann er í þannig skapi, bregður hann á leik í þessari stellingu og leikur hest og hún á þá að vera knapinn, kannski dáldið líkt ródeó. Þá er mikið hlegið.
Þegar nuddið er alveg að verða búið stekkur hún af baki og sækir heitt vatn í vaskafati, þvottapoka og handklæði og þrífur olíuna og allra síðasta atriðið er að hún stráir Johnson's barnapúðri yfir bakið og rassinn (einusinni smellti hún kossi á rassinn) og strýkur höndunum samviskusamlega yfir allan skrokkinn, segir ókei og fer fram með fulla körfu af þvottapokum, handklæðum, olíum og talkúmi.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 19:04
Þriðja tilnefningin úr Svari við bréfi Helgu
Þriðja tilnefningin til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í íslenskum bókmenntum liðins ár kemur í hlut Bergsveins Birgissonar fyrir kaflabrot úr hinni rammíslensku Svar við bréfi Helgu.
Víst er að Bjartur í Sumarhúsum hefði ornað sér við lýsingu Bergsveins, sem og hver eðlisborinn sveitamaður og malarfólk sem upplifað hefur íslenska náttúru á beru hörundi. Það er best að gefa Bergsveini orðið:
Vindur var norðanstæður og sólarglennur milli éljanna sem héngu líkt og tungur niður úr kólgubökkunum. Samkvæmt slíku veðurfari áttu hrútlömbin að verða fleiri þetta árið. Þú kallaðir þetta hjátrú og minntir mig á það þegar borið var hjá þér og gimbrarlömbin reyndust mun fleiri. Þegar Kútur var búinn að lembga blæsmurnar og sleikti saltið í bakstíunni man ég hvernig þú komst upp að mér og hallaðir þér fram á handriðið svo mótaði fyrir þúfunum þínum hvítu. Ég þuklaði ærnar til að kanna holdarfarið, líkt og forðagæslumanni ber að gera. Ég sökkti fingrunum í togmikla ullina, þuklaði fyllinguna í bringunni og þaðan niður með rifjunum yfir á geislungana en fann hvergi skarða. Síðan tók ég á bakinu og þreifaði út spjaldhrygginn og aftur fyrir til að gá hvort notaði á mölunum. Þá renndi ég fingrunum eftir bringuteinunum, upp á háþornin og niður með þverþornunum meðan þú fylgdist gaumgæfilega með og nuddaðir geirvörtunum, þessum fögru kvistum kvenfurunnar, við garðaböndin. Ég tók á þykkum og vöðvamiklum lærunum niður á hækilinn og sá að féð var brúnslétt og vel fyllt og tók af allan vafa um að allar myndu hafa það fram úr. En þú hallaðir þér fram svo glitti í annað brjóstið og sagðir makindalega að ég væri mikill snillingur í þuklun og spurði hvort ég kynni að fara jafnblíðum höndum um kvenkindina.
Tja, sagði ég, ekki sé ég betur en þú sért brúnslétt líka og vissi ekki af mér fyrr en ég í einskæru gamni hafði rétt hönd mína að brjósti þínu, en meðan ég myndaðist við að skaupa þetta beraðir þú brjóstið í sama vetfangi, þungt og bungandi, og sagði mér að gá, líkt og þér væri hin fyllsta alvara. Ég sá roðann breiðast um kinnar þínar. Það var þó ekki skömmusta, heldur hreinn brími það var roðabrími. Er þetta ekki rétt hjá mér, Helga mín?
Gengumsmjúgandi og alltumlykjandi húðlosti fór um mig af að sjá líkama þinn beraðan á þessu svæði, enda langt síðan ég hafði fengið að eygja svo lögulegan og lífþrunginn skapnað. Eftir eggjunarorðin lagði brunann af þvílíkum krafti um mig allan að ég varð að fara út í norðankulið til að kæla mig niður og eigraði um hlaðið líkastur gömlum lambhrút sem slitinn er ofan af blæsmu mitt í hita leiksins.
En ég hélt minni staðfestu. Guð einn veit hve þungur baggi það var. Þegar sumraði svalaði ég mér í ársprænum í hvarfi við bæina, þar sem ég fór úr öllu og reyndi að slökkva brunann í holdi mínu með því að lauga mig í kulsvölu vatninu. Ég orti helgistef sem ég sýni engum, nema þér núna, vegna þess að þú kveiktir það:
Þegar hún elskaði
undir tók í tindum.
Hún þó sitt silkihár
í fjallalindum.
Það hafði þveröfug áhrif að reyna að kæla mig í vatninu. Ég vissi ekki af mér fyrr en í hinum dýrslegustu sjálfsfróunum, sem ég svo blygðaðist mín fyrir, því mér fannst alltaf eins og einhver sæi til mín. Að ég væri að gera eitthvað rangt. Af hverju hugsar maður svo? Löngu síðar áttaði ég mig á því að auðvitað var það huldufólkið í Fólkhamrinum fyrir ofan lækinn sem ég fann fyrir. Ætli það hafi ekki gaman af því að sjá okkar vesæla kyn fróa sér? Finnur það kannski til með okkur, læstum í girndina?
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 17:42
Arnaldur tilnefndur
Þá er komið að annarri tilnefningunni til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í íslenskum bókmenntum liðins árs.
Arnaldur Indriðason er tilnefndur í fyrsta skipti fyrir hóflega lýsingu í Furðuströndum. Víst lætur þessi lýsing ekki mikið yfir sér, en hún veldur engu að síður miklum örlögum og er bragarbót frá fyrri verkum, þar sem höfundurinn eltist ekki við þennan kima mannlífsins.
Í daufri skímunni sá hann móta fyrir tveimur mannslíkömum sem byltust um í rúminu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 00:54
Fyrsta tilnefning til rauðu hrafnsfjaðrarinnar
Megas og Þórunn Erlu Valdimars eru tilnefnd til rauðu
hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum
liðins árs fyrir bókina Dag kvennanna, ástarsaga.
Hefðin er reyndar sú að tilnefna aðeins stakar kynlífslýsingar úr
sögum en ekki sögurnar sjálfar, en að þessu sinni þykir öll bókin með
svo megnum og römmum þef af holdi og óheftum unaði, að hún er tilnefnd
eins og hún leggur sig.
"Ráð er að ríða," segir stóll nokkur í bókinni og má heimfæra það á
bókarefnið. "Bágt er að bíða," segir borð þar nærri. Til dæmis um
andagiftina í samförum og hamförum holds og huga í bókinni, þar sem
heimurinn er undir, má nefna:
Nú er að segja frá þeim Himinhrjóði og Máneyju. Snýr hann sér nú við
þannig að Máney, sem auðveldlegast nær limnum í lófa sér og gælir ögn
við hann, áður en hún stingur honum upp í sig. þau sjúgast á góða
stund, hún undir, hann ofan á, en svo velta þau sér við og
Himinhrjóður fer lengra með skáldtungu sinni inn í kuntuna, iðkar þar
hringleik, en síðan yfir spöngina og inn í rassgatið sem orðið er í
meira lagi mjúkt. Máney er óefniskennd orðin af mýkt. Annað veifið gýs
hún sem eitt túristaundur og hann fær heitar gusur. Hún hættir um hríð
og leyfir henni að einbeita sér að því að sjúga.
"Einbeittu þér nú yndið mitt og ímyndaðu þér allt það besta."
Hann grípur um lítil og hnöttótt brjóst Máneyjar og kreistir í greip
sinni, svo mun hún bera til minja merki nokkur brúnleit er til lengdar
lætur. Nú rennir hann sér undan ástkonu sinni, háll sem áll, fimur sem
fílsungi og fer á hana þar sem hvílir á hnjám og olnbogum. Hann fer
fyrst ótrauður inn í píkuna, en síðan stingur hann sér á bólakaf í
mjúkt en þétt rassgatið.
"Mörg er á þér matarholan, meyjarvalið."
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010 | 23:11
Stórskáld fæðist lítill drengur
Hún verður krummum eftirminnileg gangan um kirkjugarðinn í fylgd Guðjóns Friðrikssonar á árshátíðardaginn, þar sem vitjað var genginna skálda. Þar er Guðjón á heimavelli. Enda er honum í lófa lagið að lýsa lífshlaupi fólks, smáatvikum og tilfinningum, þó að það hvíli undir grænni torfu.
Frá því segir í fyrsta bindi ævisögu Einars Benediktssonar að Katrín húsfreyja er á steypirnum:
Henni verður stundum gengið niður á vatnsbakkann og þar sest hún á stein og hugsar heim til foreldra sinna og æskufélaga norður í Skagafirði. Stundum gengur hún upp á Túnhólinn suðaustur af bænum og skyggnist um, rétt eins og hún væri á Bjarnhettinum fyrir norðan. Eða þá hún ráfar inn að Helluvatni og grætur svolítið í laumi. Hún er einstaka sinnum að pukrast við að yrkja svolítið sér til hugarhægðar. Hún á létt með það.
Benedikt er sjaldan heima.
Assessorsfrú Katrín Einarsdóttir Svendsen, 24 ára gömul, tekur jóðsóttina 31. október 1864, löngu fyrir tímann. Mágkona hennar, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, er sótt til Reykjavíkur. Lítill drengur fæðist. Hann er aðeins átta merkur og vart hugað líf og næstu tvo mánuði verður Katrín að liggja í rúminu til þess að halda hita á barninu. Guðfeðgin eru þau Þorbjörg og Ólafur, systkini Benedikts, og Jón Pétursson yfirdómari. Drengurinn er vatni ausinn og fær nafnið Einar eftir afa sínum á Reynistað, Einar Benediktsson.
Þannig kom stórskáld í heiminn. Lítill drengur.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2010 | 16:04
Grafin göng í gegnum snjóinn
Það er alltaf skemmtilegt þegar gagnrýni á bókmenntir verður bókmenntagrein í sjálfu sér. Þannig á það auðvitað að vera, því jafnvel þótt maður sé ósammála niðurstöðu gagnrýnandans, þá getur maður í það minnsta haft gaman af textanum.
Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson kemur út í Frakklandi á fimmtudag, 18. febrúar, undir yfirskriftinni Entre ciel et terre. Í tilefni af því birtist dómur í vikuritinu Hebdomadair og útleggst hann svona eftir vandlega yfirferð löggilts skjalaþýðanda forlagsins Bjarts - og ljóst að dómurinn hlýtur að hafa verið skrifaður á kaffihúsi í París, að öllum líkindum Le Seléct (99, Boulevard du Montparnasse), þar sem andi íslenskra skálda svífur enn yfir vötnum:
Jón Kalman Stefánsson er fæddur í Reykjavík árið 1963, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og þýðandi, og einn mesti höfundur Íslands á vorum tímum, og er það með ólíkindum að þetta sé fyrsta bók hans sem þýdd er á frönsku. Þetta er því mikil uppgötvun, réttast væri eiginlega að segja uppljómun, og verður að hrósa þýðandanum Eric Boury fyrir óaðfinnanlega vinnu. Honum hefur tekist að skila mögnuðu andrúmslofti bókarinnar: síðurnar eru þéttar, efnið yfirgripsmikið. Lesandinn ferðast um söguna einsog hann grafi sér göng gegnum snjóinn: Hægt og bítandi. Athyglin verður ávallt að vera vakandi, annars er hætta á að maður missi af einhverju stórfenglegu smáatriði, athugasemd, orðaskiptum persónanna. Án þess að höfundinum verði það nokkurn tímann á að skreyta, eða vera væminn, hefur honum tekist að draga upp ljóslifandi mynd af sjómönnum fyrri tíma, óbærilegum aðstæðum þeirra og fábrotinni gleði, þar með taldri sérstakri neyslu áfengis. Frá fyrstu línum er dauðinn yfir og allt um kring, einsog bókin hafi verið skrifuð að handan, af Bárði sjálfum. Einhverju sinni segir strákurinn að sér líði einsog hann lifi í skáldsögu. Það gerir hann svo sannarlega, og það í sérstaklega fallegri skáldsögu.
Mælt er með því að lesa Himnaríki og helvíti á Le Seléct, með kaffi og "þar með taldri sérstakri neyslu áfengis". Og minnt á áhrifaríkan upplestur Jóns Kalmans á sjóferðinni óbærulegu á krummafundi.
Bækur | Breytt 17.2.2010 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...