Tvenna verður að stykki hjá ELKO

Ég get bara ekki orða bundist. Strákurinn minn er búinn að liggja í mér og biðja mig um að fara með sig í ELKO svo hann geti keypt þar DVD myndir á verulega góðu verði. Í auglýsingu frá búðinni segir: Tvennan kr. 1.250 og Tvennan kr. 750. Þegar við svo komum í búðina þá fundum við hvergi þessi ágætu tilboð. Þegar við spurðum svo afgreiðslumanninn þá fann hann vitanlega heldur ekki þessar myndir. Hann fór því í símann og kom til baka með þau skilaboð að tilboðið þýddi í raun að hvor mynd kostaði annað hvort 750 eða 1.250 þegar keyptar væru tvær myndir. Þetta kom hvergi fram í auglýsingunni. Þegar auglýsingin er lesin stendur þar skýrt að þegar tvær myndir séu keyptar þá kosti þær (saman) annað hvort kr. 1.250 eða kr. 750.

 elko_auglýsing

Í auglýsingabæklingi ELKO stendur að öll verð séu birt með fyrivara um myndbrengl og/eða prentvillur. Það er erfitt að sjá hvernig eigi að túlka auglýsinguna hér að ofan sem myndbrengl og/eða prentvillur. Textinn getur ekki verið skýrari; tvennan kr. 1.250, tvennan kr. 750. Tvennan hlýtur að vísa í eitthvað tvennt og það er undarleg prentvilla þegar stykkið er orðið að tvennu.

ELKO menn ættu að skammast sýn að senda svona villandi auglýsingar inn á hvert heimili og lokka þannig í verslunina unga drengi sem halda að þarna nái þeir í nokkrar jólagjafir á góðu verði. ELKO mætti taka sér Hamleys í London til fyrirmyndar og standa við það verð sem þeir auglýsa.

SKAMM ELKO!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Leitt að heyra þetta. Skömm að fela sig bakvið prentvillur?!? Ég er samt hissa að Elko hafi ekki gert það sama og Hamleys. Kannski lagast þetta ÞEGAR jón Ásgeir kaupir Elko? Gleðileg jól.

Sveinn Hjörtur , 20.12.2006 kl. 21:24

2 Smámynd: TómasHa

Þetta eru bara leiðindar vinnubrögð, menn nota ýmis trikk til að fá menn inn í búðirnar sínar t.d. að auglýsa tilboð og vera með mjög fá eintök í boði. Hitt er að auglýsa tilboð en teyma þig svo yfir á eitthvað dýrara vegna þess að það er betra eða eitthvað vantar.   

TómasHa, 21.12.2006 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband