7.12.2006 | 16:11
Er þetta ekki svolítið klént, Jón Viðar?
Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi fer mikinn í nýju tölublaði Ísafoldar. Þar skrifar hann ritdóm um leikritið Amadeus undir yfirskriftinni Afturganga í Borgarleikhúsinu. Hann gefur leikritinu eina stjörnu og svo sem ekkert nema gott um það að segja. Um að gera að menn lýsi skoðunum sínum á þeim uppfærslum sem færðar eru á fjalir; leikhúsið þrífst á slíkri umræðu.
En Jón Viðar gengur lengra en það, rífur niður leikstjórann sjálfan og mælir með því að Hilmir Snær svipist næst um eftir "öðrum leikstjóra en Stefáni Baldurssyni. Sem stendur hefur Stefán því miður ekkert að gefa íslensku leikhúsi."
Jón Viðar segir einnig um Stefán að hann hafi í fyrri daga gert "mjög þokkalega hluti" en enginn lifi endalaust á fornri frægð. Og raunar vísar fyrirsögn greinarinnar til þess að Stefán sé afturgangan í Borgarleikhúsinu. Jón Viðar spyr: "Afturganga hvers? Sem þjóðleikhússtjóri var Stefán Baldursson oft - og alveg réttilega - gagnrýndur fyrir að reka einhvers konar stjörnupólitík á sviði leikhússins"
Þetta eru kaldar kveðjur frá leikhússunnanda til manns sem hefur fært íslensku leikhúsi margt spennandi í gegnum tíðina, bæði sem leikhússtjóri og leikstjóri. En látum það vera.
Undarlegt og nánast sögufölsun er hinsvegar að halda því fram að Stefán hafi ekkert að gefa íslensku leikhúsi, Hilmir Snær eigi því að snúa sér annað. Svo vill nefnilega til að síðast þegar þeir félagar unnu saman héldu gagnrýnendur vart vatni og Íslendingar flykktust í Iðnó á yfir 50 sýningar á Ég er mín eigin kona. Og sú sýning var á fjölunum síðastliðið vor, ekki er lengra síðan. Varla reyndist það yfirsjón hjá Hilmi Snæ að leika undir stjórn Stefáns sem Charlotte von Mahlsdorf og 34 aðrar persónur í leikritinu; hann fékk grímuverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.