6.12.2006 | 15:53
Skaðleg réttlætiskennd?
Réttlætiskenndin getur verið manni skaðleg. Ég man hvað ég varð undrandi á því hvað fjölmiðlar urðu hneykslaðir á gjörningi í LHÍ sem var á þann veg að tvítug stelpa var klædd úr öllum fötunum, rökuð og síðan dregin út þarsem var pissað á hana. Margt ógeðslegra hefur verið gert í gjörningum. En þegar ég seinna frétti að þetta hefði verið nýnemi, ung stúlka sem var nýstigin úr erfiðum veikindum, hrjáð af annorexíu, lítil á líkama og sál en strákarnir hefðu verið eldri nemar sem hefðu ýtt henni út í þetta og dregið hana inní stofuna í plastpoka á meðan þeir framkvæmdu ultimate niðurlægingu líkama hennar og persónu þá gat ég ekki komið í veg fyrir að inní mér blossaði upp stjórnlaus reiði og ég var brjálaður í marga daga þegar ég hugsaði til þessa ömurlega heims misnotkunar og viðbjóðs. Síðan var ég á spjalli við vinkonu mína sem hafði upplifað ömurleika annorexíu og var í sambandi annorexíu sjúklinga og hún fór að segja mér frá einhverri töff stelpu sem hafði haft annorexíu en komist yfir hana. Hún væri í listaháskólanum og hefði fengið nokkra pilta í lið með sér til að fremja magnaðan gjörning sem lýsti annorexíunni svo vel. Hvernig hún hefði niðurlægt líkama sinn og persónu sína í gjörningnum rétt einsog allir annorexíu sjúklingar þekktu. Allar hefðu þær gert það sama fyrir framan spegilinn heima hjá sér, skorið og meytt líkama sinn, fyrirlitið hann og niðurlægt. Allt í einu var gjörningurinn orðinn magnaður í að túlka eitthvað lífsform sem ég þekkti ekki. Stelpan var orðin magnaður og einlægur listamaður og maður varð reiður fjölmiðlum um að reyna að brjóta þennan sköpunarkraft á bak aftur með hneykslun sinni og reiði - hjá stúlku sem er nýstigin úr erfiðum veikindum, hrjáð af annorexíu og er að vaxa úr lítilli manneskju í stóran listamann. Í sjálfu sér veit ég ekki hvor sagan er rétt en forsendur í svo mörgum málum breyta algjörlega skoðun manns - þótt verkið sé alltaf eins. Líklegast á maður aldrei að reiðast?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.