1.12.2008 | 12:14
Hvernig endurvinnum við traustið?
TRAUST þjóðar okkar erlendis hefur snarminnkað á undanförnum misserum. Fyrstir til að hætta að treysta Íslandi og Íslendingum voru alþjóðlegir bankar sem starfað hafa með íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til margra áratuga. Í kjölfarið hafa fylgt stjórnvöld og almenningur í mörgum mikilvægustu viðskipta- og vinalöndum okkar. Hægt er að útmála ýmsar ástæður fyrir þessum bresti, ytri aðstæður og innri.
Stórt séð er ástæðan fyrir þverrandi trausti einföld, íslenska þjóðin eyddi um efni fram og fór fram af fádæma kappi, græðgi og skorti á auðmýkt. Niðurstaðan varð skuldsetning sem alþjóðlegt fjármálakerfi trúði ekki að verðmætasköpun okkar stæði undir. Hvernig er hægt að treysta okkur ef við treystum ekki hvert öðru? Flest bendir til þess að orðspor þjóðarinnar og traust hennar í viðskiptum sé nú í sögulegu lágmarki meðal viðskipta- og vinaþjóða okkar. Erfitt er að gera þá kröfu til erlendra aðila að þeir treysti okkur ef við treystum ekki hvert öðru. Innanlands ríkir dæmalaust vantraust milli helstu stofnana samfélagsins. Aðeins um 30% almennings treysta stjórnvöldum. Stjórnvöld treysta almenningi ekki nægilega til að halda honum upplýstum um gang mála. Fjölmiðlarnir treysta ekki stjórnvöldum og öfugt. Almenningur treystir ekki fjölmiðlum og á móti óttast fjölmiðlarnir sem aldrei fyrr að missa viðskipti almennings. Viðskiptavinir bankanna treysta ekki bönkunum, sem á móti treysta hvorki viðskiptavinum sínum né eigendum, ríkisvaldinu. Innan við 5% þjóðarinnar treysta enn stjórn Seðlabankans og formaður bankastjórnar Seðlabankans telur augsýnilega að allir aðrir en hann hafi brugðist. Mikið verk er augljóslega framundan við að byggja upp traust á milli stofnana og einstaklinga samfélagsins. Hvernig byggjum við á ný traust í samfélagi okkar?
Litlu skilar að bölsótast út í allt og alla og kenna öðrum um ógæfu vora. Fyrsta skrefið er óhjákvæmilegt uppgjör við fortíðina. Hver og einn verður að líta í eigin barm, átta sig á og gangast við þeim mistökum sem hann hefur gert. Og viðurkenna þau opinskátt. Slíkt uppgjör krefst hugrekkis en er nauðsynlegur grundvöllur uppbyggilegra samskipta sem mun leiða af sér vaxandi traust í samfélaginu. Sem dæmi um þetta má nefna boðskipti stjórnvalda við almenning. Þau fara fyrst að verða trúverðug þegar framkvæmdavaldið hefur játað á sig mistök sem blasir við að gerð hafa verið. Hvað bankana varðar voru mistökin einnig fjölmörg. Ráðgjöf bankanna til viðskiptavina sinna var að mörgu leyti meingölluð og byggð á kostulegu mati á stöðu og horfum krónunnar, svo eitthvað sé nefnt. Áhersla bankanna á að koma sparnaði í peningamarkaðssjóði er einnig ámælisverð. Hvað er svona erfitt við að viðurkenna þessi mistök? Almenningur í landinu verður einnig að taka til sín það sem hann á. Óhófleg eyðsla fjármögnuð með lánsfé og lítill eða enginn sparnaður í góðæri eru alvarleg mistök í persónulegum fjármálum. Auðvitað á það ekki við um alla, en stór hluti almennings tók þátt í góðærisruglinu af kappi.
Framundan er tímabil þar sem hroki, yfirlæti og dramb verður að víkja fyrir auðmýkt og raunsæi í samskiptum Íslendinga innbyrðis og við aðrar þjóðir. Þá verður lögleysa að víkja fyrir virðingu gagnvart réttarríkinu. Það má ekki gerast að þeir sem gerst hafa sekir um lögbrot, hvort sem það eru auðgunarbrot eða brot gegn valdstjórninni komist upp með það. Það er trú mín að því fyrr sem stjórnvöld ganga á undan með góðu fordæmi og fara að auðsýna auðmýkt, játa mistök sín og varða leiðina að lausnum fyrir fyrirtækin og fólkið í landinu, því fyrr muni erlendar þjóðir fá á okkur traust á ný. Ríki á ný traust á að stjórnvöld þekki leiðina út úr vandræðunum munu fyrirtækin og fólkið fylgja á eftir. Nýja Ísland mun rísa og raunverulegt góðærisskeið hefjast, byggt á sönnum verðmætum og öðrum gildum en græðgi og hroka.
Karl Pétur Jónsson (Grein sem birtist í Morgunblaðinu 1. desember 2008)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
íslenskt traust er endurunnið á sama hátt og áldósir.
fyrst er það krumpað saman. síðan pressað í böggla, flutt úr landi og brætt.
Brjánn Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.