Fyrsta tilnefningin

Þá hefur krummi sig til flugs. Komið er að tilnefningum til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem jafnan eru veitt fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingarnar.

Fyrstu tilnefninguna fær Sjón fyrir lýsingu í skáldsögunni Rökkurbýsnum, sem eins mætti kalla Rökkurfýsnir, miðað við atganginn þegar fyrsti karlmaðurinn á jörðinni uppgötvar náttúruna, í umhverfi sínu, sjálfum sér og eigin skugga.

Myndin á jörðinni var því ólíkt mýkri en hann sjálfur að sköpulagi, dældir og bungur gerðu mjaðmir hennar og brjóst bogadregin. Já, tilfinning sem náði tökum á huga hans greip því einnig líkama hans. Útlimurinn milli fóta hans þandi sig út, reisti sig við og stóð framréttur, eins og styrkur handleggur herforingja sem skipar liði sínu til orrustu: „Fram til sigurs!" Og umyrðalaust fylgdi Adam skipun hins ákaflega reista lims. Hann kastaði sér yfir veruna og rak liminn milli fóta henni, á kaf í sandjörðina, og skakaði sér á henni þar til þykkur og mikill brundurinn þrýstist úr líkama hans af viðlíka afli og stórsjór sem hleypur upp fertugan hamravegg. Á meðan fullnægingin sundraði regnboganum á innanverðum augnlokum hans, þar sem hver litur þaut út í tómið eins og vígahnöttur, stundum fjólurauður, stundum vatnsblár, stundum sólgulur, flæddi sæðið um hverja glufu í jarðskorpunni, inn í hverja spurngu í steinunum, hverja skoru og brest í kristöllunum, hverja holu í moldinni. Þannig frjóvgaði Adam undirheimana þegar hann lá með skugga sínum. Þar af spratt þjóðin sem byggir þá dimmu veröld neðanjarðar.

Fleiri tilnefningar munu birtast á Hrafnasparki næstu vikur.

Er krummum og öðrum krúnkendum gert hér með að miðla kynlífslýsingum sem þeir rekast á í jólabókaflóðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband