29.4.2008 | 18:33
Ókúguð bændaþjóð í norðri
Neistar, úr þúsund ára lífsbaráttu íslenskrar alþýðu, kom út lýðveldisárið 1944. Þar er rifjuð upp vörn þegnfrelsis og þjóðfrelsis fyrr á öldum:
Á evrópskan mælikvarða er þessi málsgrein merkust alls, sem Íslendingar frumsömdu á 14. öld: "Vitið það fyrir víst, að vér þykjumst lausir eftir því vornasta bréfi, sem vort foreldri sór Hákoni konungi gamla, ef vér fáum eigi að sumri það, sem oss er játað af honum og nú mælum vér til."
Orðin voru skilaboð alþingis til erlends ríkisráðs, sem taldi konung sinn eiga Ísland að boðan guðs og þurfa engan nauðungarsamning að halda við íslenzkan almúga, sbr. framkomu Loðins lepps og konungsbréf með Jónsbók 1280. Orðin sýna, að Ísleningar telja konungssambandið viðskiptalegs, en ekki guðlegs eðlis, og á þeirri skoðun hafa forvígismenn landsréttinda byggt á síðari öldum. Meirihluta tímans, síðan orðin voru skráð, voru það landráð og auk þess lastmæli gegn guðlegri ráðstöfun að nefna það, að Íslendingar megi og geti sagt konungdómi upp hollustu, og 1944 reyndist þurfa til þess "bylting." En 1320 þorði alþingi að segja þetta, og þögn ríkisráðs á móti var af Jóni Sigurðssyni metin jafnt og nauðugt samþykki, en réttarlega fullgilt. Án svo hispurslausrar ánýjunar hefði Gamli sáttmáli ekki orðið Íslendingum sú líftaug, sem hann varð.
Landfleyg hafa lastmælin orðið á sinni tíð, sem höfð voru eftir Lofti og Birni um konungdóminn, þótt höfundur Árnasögu þyrði eigi að skrá þau sjálf. Andstaðan gegn Hákoni gamla lifði og beizkjan undan þeirri minningu, er "vort foreldri sór." Alla 14. öld héldu landsmenn réttindum í horfi. Hefnd kom yfir Smið, hinn vaska norska hirðstjóra, fyrir að lífláta mann án fulls lagaréttar, og drepinn var þá Skráveifa. Norðlendingar þoldu ekki konungi að senda þeim slík yfirvöld, og líkur hugur er í árnesingaskrá nokkru síðar. Í aldarlok hrekst danskur biskup af Skálholtsstóli, þótt sá sigur væri þá búinn að kosta embættismissi, hver veit hve lengi, fyrir mikinn þorra presta í biskupsdæminu. Nýskipan Michels var hrundið. Þá heimtar drottning án laga nýjan skatt af landinu, sem var eign hins konunglega fatabúrs, og leggur landráðasök við óhlýðni. Íslendingar taka allir á sig landráðin og neita skatti, en gefa fatabúrinu ölmusu. Eyfirðingum þótti hreinlegast að gefa ekki, og tæpri öld síðar hrundu þeir 110 saman með alvæpni fjárkröfum hirðstjóra til bónda þar í byggð. Stórflokkar vopnaðra manna um siðskiptin vitna um ókúgaða bændaþjóð, sem hefði ekki þolað konungsvaldinu afarkosti, ef ógæfuárin eftir 1548 hefðu ekki gert menn forystulausa gegn ásælninni og síðan verzlunaránauðinni.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Manni hlýnar um hjartarætur.
Þökkum hæstum Höfuðsmið.
Minnugir svona afreka skulu menn ganga keikir á móti Vorsól, þar sem l´josið sigrar myrkrið.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 30.4.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.