Visual bookshelf á Facebook

Krummi mælir með Visual Bookshelf á Facebook fyrir krumma og aðra bókaáhugamenn.

Þar má fá innsýn í hvað vinirnir á Facebook eru með á náttborðinu og hvort nokkuð er í það spunnið. Spjallþræðir eru um flestar bókanna, oft skapast forvitnilegar umræður og jafnvel bráðfyndnar, eins og um sjöundu bókina um Harry Potter, þar sem Elinor nokkur fer á kostum.

Facebook er prýðis uppfinning. Þar má afla fylgismanna við nánast hvaða málstað sem er, svo sem sjálfstæði Álandseyja og að aftur verði hafin framleiðsla á bláum ópal. Og endurvekja kunningsskap við gömul skólasystkin.

Og auðvitað eiga krummar að krúnka þar saman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband