Af góðvinum krumma!

Það er í nógu að snúast hjá góðvinum Krumma.

Elísabet Jökulsdóttir hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í Iðnó í gær, flutti dásamlegan gjörning í tilefni dagsins og stráði gullkornum yfir afmælisgesti. Hrafnasparkið sendir henni hamingjuóskir.

Þá tilkynnti Ólafur Gunnarsson í 24 stundum að hann ætlaði að halda beat-hátíð til minningar um Jack Kerouac 3. maí næstkomandi, en lesið verður upp á pallinum við heimili hans.

Eins og krummar vita þýddi Ólafur On the Road eða Á vegum úti eftir Kerouac. Erlendir rithöfundar koma fram á hátíðinni, auk Michael Pollocks, Einars Kárasonar, Sjóns, Hilmars Arnar Hilmarssonar, Birgittu Jónsdóttur og Jónsa í Sigur Rós.

Krummar rata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband