Spielberg hefur reynt við Tinna áður

22_albums_tintinÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Spielberg hefur áhuga á því að gera mynd um Tinna. Árið 1982 reyndi Spielberg að komast yfir réttinn til þess að gera mynd byggða á ævintýrum Tinna og studdi Hergé Spielberg í þeirri viðleitni. En þegar Spielberg sá drög að fyrsta handritinu, sem Melissa Matheson skrifaði, hætti hann við að leikstýra og ákvað að framleiða myndina í staðin. Leitað var til nokkurra leikstjóra og á endanum var talað við Roman Polanski. Hann hafði lengi haft áhuga á því að leikstýra mynd byggðri á sögunni "Veldissproti Ottókars konungs" en því miður varð aldrei neitt af þeirri mynd.

Sagan segir síðan að Spielberg hafi skrifað eigið handrit og sent Hergé. Hergé hafi hinsvegar þótt það of Hollywoodlegt og hafnað því. Í staðin gerði Spielberg myndirnar um Indiana Jones sem lukkuðust stórvel, eins og allir þekkja.

Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi atlaga að Tinna lukkist betur hjá Spielberg.


mbl.is Spielberg og Jackson boða myndir um Tinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er nýbúið að gera mynd sem er mikið byggð á Tinna, Föngunum í sólhofinu. Hún heitir Apocalypto. Svo er Indiana Jones í raun Tinni. Ánægjulegt að nú eigi að gera myndir sem ekki eru spinoffs og eftirlíkingar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.5.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband