1.5.2007 | 22:04
Mannréttindadagurinn
Búandi í miðbænum er ekki hægt að komast hjá því að upplifa 1. maí stemmninguna. Þessi hátíðisdagur verkalýðsins virtist nú vera orðinn einhvers konar allsherjarsamkoma undirmálshópa. Í göngunni virðast vera samankomnir ýmsir hópar aðrir en hefðbundinn "verkalýður", enda fáir sem nota það orð um sína stétt. Ég sá ekki betur en femínistar, friðarsinnar, stuðningsmenn Palestínu, þroskaheftir, öryrkjar og ýmsir aðrir hópar væru þarna að berjast fyrir sínum málstað. Eina hópinn sem vantaði úr hópi þeirra sem eru háværir í mannréttindabaráttu eru samkynhneigðir og ég skil ekki alveg af hverju friðarsinnar telja sig eitthvað frekar eiga samleið með verkalýðnum en samkynhneigðir.
Ég held að tímabært sé orðið að hætta að halda upp á frídag verkalýðsins á 1. maí og nota þennan dag frekar til að standa vörð um mannréttindi, enda verkalýðsbarátta orðin býsna samofin mannréttindabaráttu.
Mannréttindadagurinn 1. maí, hljómar bara nokkuð vel.
Baráttudagur verkamanna haldinn hátíðlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég vona að þú flokkir konur ekki sem undirmálshóp??? Annars hlýtur þú að vita að eitt af hitamálum jafnréttisbaráttunnar frá upphafi hefur verið kjarabarátta. Bæði hefur verið barist fyrir sömu launum fyrir sömu störf, að hefðbundin kvennastörf séu metin til jafns á við hefðbundin karlastörf og jöfn tækifæri til starfa óháð kyni. Það hefði mun frekar verið saga til næsta bæjar ef femínistar myndu ekki láta sjá sig í verkalýðsbaráttunni!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.5.2007 kl. 01:20
Nei, konur eru alls ekki undirmálshópur, þær eru hins vegar ekki allar metnar að verðleikum. Að berjast fyrir jafnrétti undir yfirskrift verkalýðsbaráttu finnst mér samt ekki alveg passa, né heldur barátta ýmissa annarra hópa sem hafa látið sjá sig á 1. maí.
Dagur verkalýðsins hefur breyst í baráttudegi fyrir mannvirðingu, réttlæti og mannréttindum. Ég er bara að velta fyrir mér hvort breyta ætti um nafn á þessum mikilvæga baráttudegi.
Hjalti Már Björnsson, 2.5.2007 kl. 09:33
En baráttan fyrir sömu launum fyrir sömu störf og að hefðbundin kvennastörf séu metin til jafns á við hefðbundin karlastörf er verkalýðsbarátta. Launabarátta kvenna verður aldrei aðskilin verkalýðsbaráttunni, enda láglaunakonur fjölmargar... Hér áður fyrr voru sitthvorir kvenna- og karlataxtar fyrir störf, þar sem kvennataxtarnir voru lægri - fyrir sömu störf. Í upphafi var konum einnig meinaður aðgangur að verkalýðsfélögum þrátt fyrir að vera útivinnandi. Einu sinni voru konur með sér verkalýðsfélag. Sú er ekki raunin í dag, því miður segi ég, miðað við fæð kvenna í forystu verkalýðsfélaganna í dag... En sem sagt, baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er samofin verkalýðsbaráttunni - í beinhörðu samhengi við laun og kjarasamninga. Jafnréttisbaráttan í dag er meira að segja oft gagnrýnd fyrir að beita sér ekki nóg í málefnum láglaunakvenna... Þannig að það er svolítill damned if you do, damned if you don't bragur á þessu
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.5.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.