Ný kynslóð lítur á sig sem Evrópubúa ... en ekki hvað?

Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir innan EES, njóta þeirra forréttinda að geta sest að og ákveðið að vinna nánast hvar sem þeir kjósa innan Evrópu. Norðurlöndin hafa haft slíkt samstarf sín á milli í yfir 50 ár og hefur það samstarf gengið áfallalaust fyrir sig. En að halda að í framtíðinni muni ný kynslóð horfa til allrar Evrópu þegar kemur að atvinnuleit er frekar langsótt. Frjálst flæði vinnuafls hefur verið reglan hjá Evrópusambandinu en samt er bara brotabrot af vinnuaflinu að nýta sér þennan rétt. Það eru ekki bara efnahagslegir þættir sem ráða því hvar fólk sest að og vinnur heldur einnig félagslegir þættir eins og nálægð við skyldmenni og vini og tungumálakunnátta. Þessir þættir spila stórt hlutverk og í Evrópu er t.d. mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks á Spáni en samt eiga sér ekki stað neinir þjóðflutningar milli landa. Það þýðir heldur ekki að einblína eingöngu á háskólamenntaða í þessu samhengi því að ný kynslóð verður ekki öll háskólamenntuð frekar en eldri kynslóðir.

En það mikilvægasta er að standa vörð um réttinn til þess að búa og starfa annarsstaðar í Evrópu líkt og gert er með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig er búið að tryggja að ný kynslóð, og reyndar sú gamla líka, getur allavegna valið hvort hún kýs að búa og starfa annarsstaðar í Evrópu, hvort sem hún nýtir sér þann rétt eður ei.


mbl.is Svafa: Ný kynslóð Íslendinga lítur á sig sem Evrópubúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband