Víkverji skrifar um hrafnasparkið

Víkverji, sem er dálkur í Morgunblaðinu, skrifaði um okkur á Hrafnasparkinu í gær. Hann var hneykslaður á því að ég hefði verið hneykslaður á þeim. Forsíðan hjá þeim í síðustu viku var að feitar konur væru líklegri til að vera atvinnulausar en grannar konur. Mér fannst þetta ekki vera frétt. Mér finnst það ekki vera frétt að gamalt fólk er líklegra til að vera kraftmeira heldur en ungt fólk. Að veikt fólk er líklegra til að líða verr en heilbrigðu fólki eða að fólk með tvo fætur er líklegra til að hlaupa hraðar en þeir sem hafa aðeins einn fót. Sjálfum hefur mér gengið betur í atvinnuviðtölum ef ég er í góðu formi, nýrakaður og nýbaðaður. Mér hefur gengið verr í atvinnuviðtölum ef ég hef verið kominn með bjórbumbu, er órakaður og þunnur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Mér fyndist það tvímælalaust vera frétt og það betri frétt skal ég segja þér ef gamalt fólk væri líklegara til að vera kraftmeira en það yngra!. En af hverju finnst þér það svona eðlilegt að feitar konur séu líklegri til að vera atvinnulausar en grannar konur? Þótt þær séu feitar, er ekki þar með sagt að þær séu órakaðar og þunnar.

Kolgrima, 24.3.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: Börkur Gunnarsson

nei, það er rétt hjá þér. en feitt fólk er líklegra til að vera með minna sjálfstraust og þessvegna líklegra til að ganga verr að útvega sér það sem það á skilið. auðvitað er meirihluti feits fólks fullt af sjálfstrausti og veit hvað það er frábært, en það er líklegra en grannt fólk til að vera ekki að springa úr sjálfstrausti, sérstaklega í þessum heimi dag þarsem því er stanslaust troðið að fólki í öllum blöðum og fjölmiðlum að grannt og ungt fólk sé það eina sem blífur. þessvegna eru þetta engar fréttir.

Börkur Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Halló, halló, eitt orð frá yndisbollunni Bergþóru.  Hvaða bull er þetta um að feitt fólk hafi minna sjálfstraust en annað fólk?  Það er nákvæmlega þetta: attitjúdið í samfélaginu sem er vandamál.  Það er þess vegna sem stóru fólki er gróflega mismunað.  Þarf ég að nefna annað en fatabúðir?  Þegar píslin hún dóttir mín sem er grönn og 160 á hæð, þarf að kaupa föt í stærðinni L, hvaða skilaboð eru það til mín, sem er 173 cm og X kíló?  Einfaldlega þau að ég sé út úr kortinu sem manneskja sem þurfi að klæða mig.  Réttast væri að fara ber í fatabúðirnar og láta kaupmenn virkilega standa frammi fyrir vandamálinu sem þeir sjálfir skapa!

Ég geri það næst!

Þetta með atvinnuleysi feitra kvenna... meðan það er viðhorf sem við okkur mjúka fólkinu blasir daglega, - eins og hjá þér Börkur, að feitt fólk sé líklegara til að vanta sjálfstraust, og einnig að það hugsi ekki um sig, sé latt og sérhlífið, mótstöðulítið, agalaust og illa gefið, þá er það vel skiljanlegt að þannig fólk eigi erfiðara með að fá vinnu.  

p.s. það er aldrei of mikið af góðri konu

knús,

Begga

Bergþóra Jónsdóttir, 25.3.2007 kl. 03:30

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég ætlaði nú ekki að þagga þessa umræðu í hel... þvert á móti, þá hefði ég haft gaman af að ræða þetta frekar, þ.e. ef þið hafið sjálfstraust og þor.

Bergþóra Jónsdóttir, 25.3.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Börkur Gunnarsson

já fyrirgefðu, en fyrsta kommentið hljómaði ekki einsog þú vildir umræðu. þú vitnaðir líka rangt í mig, þannig að ég var sannfærður um að þú hefðir engan áhuga á umræðu. ég sagði til dæmis ekki að feitt fólk hefði minna sjálfstraust en annað fólk. ég sagði að það væri líklegra til þess. reyndar vitnarðu síðan rétt í mig, þannig að....whatever.

en ályktun mína kem ég með og mun halda fram á meðan þrjú hundruð þúsund nýjir megrunarkúrar fara í gegnum þetta samfélag ár hvert. það bendir til þess að stór hluti stórra og frábærra manna líti á það sem vandamál að vera of stór. það gerir það líklegra til þess að vera óánægt með sjálft sig. þegar það fara bylgjur um þetta samfélag þarsem hver kúrinn á fætur öðrum um það hvernig eigi að fita sig og hvernig fólk eigi að borða til að geta orðið nógu feitt, þá væri líklegt að ég myndi skrifa uppá það að það væri líklegra að grannt fólk væri með minna sjálfstraust en feitt. þannig var þetta hérna áður fyrr þegar það var minna um mat í samfélaginu, þá þótti enginn fagur nema hann væri feitur. en þrýstingurinn er augljóslega í hina áttina í dag. þessvegna er það ekki frétt fyrir mér að stórt fólk sé líklegra til að vera lengur án atvinnu en feitt fólk. fordómar eru hluti af lífinu.

Börkur Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mállausir geta þó haft slagkraft í orðum sínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband