24.3.2007 | 15:14
freakonomics
Kláraði bráðskemmtilega bók um daginn, sem heitir Freakonomics. Ég þrumaði á hana thumbs up, thumbs down dómi sem ég læt fylgja:
(Thumbs up)
Bráðskemmtileg, frumleg og fyndin bók sem ræðst gegn fjöldanum öllum af þeim fordómum sem lifa góðu lífi hjá manni. Sú staðreynd ein og sér að tveir hagfræðingar geti skrifað svona skemmtilega og fyndna bók um þjóðfélagsmál er með ólíkindum. Klisjan um að menn geti keypt sér sæti í kosningum er brotin niður með tölfræðilegum rökum. Þá er velt upp kostnaðinum við lýðræðið í Bandaríkjunum sem allir hneykslast á. Þegar upphæðin er tekin saman þá er hún verulega há, yfir hundrað milljarðar króna, en það er samt ekki hærri upphæð en það sem Bandaríkjamenn eyða í tyggjókaup á ári og er ekki lýðræðið þess virði? Þeir taka uppeldismál, skólamál, nafnagiftir og sýna tölfræðilegar rannsóknir sem eru oft á skjön við það sem við höfum gengið út frá fram að þessu. Sem dæmi um hæfileika þeirra til að vera spaugsamir á meðan þeir koma fræðilegum rannsóknum sínum á framfæri eru nöfnin á köflunum hjá þeim. "Hvað eiga skólakennarar og Sumo glímumenn sameiginlegt?", "Hversvegna búa dópsalarnir ennþá hjá mömmu sinni?" og "Hvernig Ku Klux Klan er einsog félag fasteignasala" eru nokkur dæmi um sjónarhornið sem þeir koma með á efni sem til umfjöllunar er hverju sinni..
(Thumbs down)
Þótt Freakonomics sé fyndin og áhugaverð hvað varðar bandarískt þjóðfélag þá er varhugavert að heimfæra hana á íslenskt þjóðfélag. Í fyrsta lagi þá eru mörg umfjöllunarefnin, eins og um Ku Klux Klan, þess eðlis að ekkert í samfélagi okkar er sambærilegt. Auk þess eru öll rök þessara hagfræðinga tölfræðileg - eins og við er að búast af þeirri starfsstétt. Tölfræðirannsóknir geta gefið mjög takmarkaðar upplýsingar. Ofan á það viðurkenna höfundarnir og taka það skýrt fram í bókinni að sumar rannsóknirnar eru unnar út frá takmörkuðum upplýsingum. Þótt rannsókn þeirra sýni til dæmis að það að lesa fyrir börnin á hverju kvöldi sýni engin tengsl við betri námsgetu í skólanum, þá eru margar aðrar rannsóknir sem sýna annað. Það er eins og oft áður þegar fræðingar koma saman, þá hafa allir rannsóknir sem styðja mál þeirra, en samt er enginn sammála og skoðanirnar ganga hverjar á aðra þvera. Bókin er engu að síður skemmtileg lesning en absúrd samlíkingar einsog með Súmo glímumenn og kennara og fleira í þeim dúr gefur einnig þá tilfinningu að þetta séu svolitlir almannatengslasérfræðingar, sem eykur líkurnar á því að staðreyndirnar séu svolítið poppaðar.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Freakonomics er hin skemmtilegasta lesning og ég er ósammála þér um að ekki sé hægt að heimfæra viðfangsefnin á Ísland. Það mætti frekar segja um svo margar aðrar skemmti/fræðibækur en einnmitt þessa. Dæmið sem þú tekur um KKK er einmitt einstaklega gott og mætti einmitt heimfæra hingað, þar sem þar er verið að fjalla um samtök sem ganga út á leynd, táknmál og "ósamhverfar upplýsingar". Samtökin liðast síðan í sundur (eða veikjast mjög) þegar táknmálið er gert opinbert. En í bókinni er KKK líkt við starfsemi fasteignasala á afar smekklegan hátt.
Bókin er mjög skemmtileg aflestrar, kaflaskipt með mjög afmörkuðum umfjöllunarefnum, enda efni hennar byggð á blaðagreinum sem þeir félagar skrifuðu ( annar höfundanna er vissulega hagfræðingur eins og þú nefnir Börkur, en hinn er blaðamaður).
En það sem mér fannst kanski standa uppúr eftir að hafa lesið bókina er að nærtækasta skýringin er ekki alltaf sú rétta, samanber fækkun ofbeldisglæpa í New York á níunda áratugnum hafði ekkert með Rudolph Giuliani og harða stefnu hans gegn glæpum að gera, heldur varð dómsmálið Roe vs/ Wade þess valdandi.
Að lokum er 350 manns of mikið ef eitthvað er ;)
Breki Karlsson, 25.3.2007 kl. 14:07
það kann að vera rétt hjá þér að það megi heimfæra öll dæmin þeirra yfir á íslenskan veruleika þegar grannt er skoðað, þótt mér hafi ekki sýnst það við fyrsta lestur.
og mér fellur einmitt vel við svona bækur sem benda á að það er ekki alltaf nærtækasta skýringin sem er sú rétta.
en ég er ekki tilbúinn til að éta þetta allt hrátt án þess að bíða mótmæla eða gagnrýni og jafnvel nýrra bóka með aðrar niðurstöður. til dæmis er þetta einstaklega áhugavert að þeir sýna það með sannfærandi hætti að það sé líklegra að fækkun ofbeldisglæpa sé tengd roe vs. wade málilnu frekar en rudolph giuliani. en ég er ekki tilbúinn til að líta á það sem staðreynd einsog þú virðist gera þegar þú skrifar að það hafði "ekkert með rudolph giuliani að gera".
Börkur Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.