25.3.2007 | 14:56
Hvaða samfélagi tilheyrir þú?
Ég fór að velta því nýlega fyrir mér hvaða þjóðfélagshópi ég tilheyri og hverja ég umgengst. Lengi vel stóð ég í þeirri trú að ég þekkti vel til aðstæðna allra þjóðfélagshópa. Það er sennilega ekki alveg rétt.
Þegar ég fór yfir í huganum fjölskyldu og vini, þá sem ég umgengst í lífinu, áttaði ég mig á því að nánast hver einasti er háskólamenntaður. Ég kannast við nokkra sem ekki eru með háskólamenntun, en af þeim sem ég hef held reglulegu sambandi við eru eiginlega allir háskólamenntaðir og ég á enga vini sem eru ómenntaðir. Mig minnir að um helmingur þjóðarinnar hafi lokið stúdentsprófi og eitthvað um 15-20% hafi háskólamenntun. Það er því augljóst út frá þessum tölum að ég hef ekki sérlega góða innsýn á hvernig þjóðin lifir, heldur bara tengsl við afmarkaðan þjóðfélagshóp.
Bloggið hefur möguleika á að brjóta niður þessa múra, að því tilskyldu að fólk lesi ekki bara blogg þeirra sem tilheyra sama þjóðfélagshópi og eru með samhljóða skoðanir. Umræður verða fyrst áhugaverðar ef menn færa rök fyrir mismunandi skoðunum og hafi ólík sjónarhorn.
Í gegnum vinnuna við bráðalækningar hef ég þó ekki komist hjá því að kynnast nokkum aðstæðum allra þjóðfélagshópa, einkum er augljóst eftir nokkur ár í útköllum á neyðarbíl hvílíka eymd margir búa við hér í þessu þjóðfélagi okkar. Svo virðast engin takmörk vera á því hversu skrautlegir furðufuglar fyrirfinnast inn á milli meðalmennanna.
Það er nokkur sama hvar maður er staddur og hvenær, nánast alltaf þegar hópur fólks kemur saman þá veljast saman einstaklingar út frá ákveðnum forsendum. Mér hefur eiginlega alltaf fundist áhugavert við að fara og kjósa að horfa í leiðinni á mannlífið á kjörstað, þar kemur þjóðin saman án þess að úr séu valdir ákveðnir hópar. Þar má sjá þjóðina sjálfa.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Eru virkilega ekki meira en 15-20% með háskólapróf? Fyndið, ég hélt að það væru miklu fleiri, sérstaklega eftir að annar hver skóli er orðinn háskóli
Kolgrima, 26.3.2007 kl. 02:22
Er ekki best að vera þverstéttlegur eins og ég.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.