7.3.2007 | 11:42
Hvernig talarðu um bækur sem þú hefur ekki lesið?
Franskur bókmenntafræði prófessor gaf út metsölubók í fyrra sem nefnist "Comment Parler des Livers que l´on n´a pas Lus" (Hvernig þú átt að tala um bækur sem þú hefur ekki lesið). Þar skýrir hann út hvernig hann talar viturlega um bækur sem hann hefur ekki klárað, er búinn að gleyma eða hefur ekki svo mikið sem byrjað á. Hann heldur því einnig fram að það minnki ekki bókmenntalegt gildi greininga hans. Mér fannst þetta stórfyndin ósvífni en alveg með ólíkindum glæpsamleg hegðun.
Mér varð aftur á móti hugsað til þessa manns þegar mér varð litið til kommenta sem komu á útlistingar mínar á nýlegum kenningum Gunnars Heinsohnar. Fyrst varð ég hneykslaður þarsem fólk kom með komment um að kenningar þessa Gunnars væru "meira ruglið" og annar sagði þetta staðfesta það að það er hægt að gera kenningar um allt og ekkert. Samt hafði enginn þessara manna lesið bókina? Ég sem hafði þó bögglað mér í gegnum hana treysti mér samt engan veginn til dóma. Stærsti dómurinn sem ég treysti mér til að fella er að hún sé áhugaverð. Enda held ég að það sé rétt að leyfa svona bókum að vera nokkur ár í umferð þannig að aðrir fræðingar geti farið fræðilega í gegnum hana, rifið hana niður eða lofað.
En eftir að hafa komist yfir netta undrun á hversu fólk var með innihald bókarinnar á hreinu án þess að hafa lesið hana að þá hugsaði ég með mér að þetta væri líklegast afskaplega eðlilegt og mannlegt að dæma svo hratt út frá litlum sem engum upplýsingum. Ég, þeir sem komu með kommentin og allt annað fólk er alltaf að taka ákvarðanir út frá litlum sem engum upplýsingum. Allt frá því að ákveða hver sé vinur eða óvinur í frumskóginum til flókinna hluta einsog lífsskoðana eða heimssýnar. Þannig að kannski er Pierre Bayard ekki eins glæpsamlegur og mér fannst er ég heyrði hans getið fyrst. Í það minnsta ætti ég ekki að fullyrða svo fyrr en ég hef lesið bókina hans. Nema ég fylgi hans ráðum þegar hann ráðlagði fólki hvernig það á að gagnrýna bók sem það hefur aldrei lesið:
"Settu bókina fyrir framan þig, lokaðu augunum og reyndu að gera þér í hugarlund hvað þér gæti fundist áhugavert við verkið. Skrifaðu síðan bara um sjálfan þig."
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov er á borðinu fyrir framan mig. Ég hef aldrei lesið hana. Loka augunum.
Hún minnir mig á heimspekirit sem afi Lárus gaf mér um dauða og endurholdgun. Og hún minnir mig líka Dauðann á 3. hæð eftir Halldór Stefánsson. Drungalegri byrjun á sögu hef ég aldrei lesið.
Já, Dauðinn og mörgæsin eftir Kúrkov spennandi lesning og veltir í raun upp þeirri spurningu hvort við endurfæðumst sem mörgæsir. Það væri auðvitað ansi drungalegt. Einkum fyrir þá sem hafa búið á þriðju hæð.
Nú þarf ég ekki að lesa þessa bók.
Pétur Blöndal, 7.3.2007 kl. 14:27
Auðveldast er að dæma það sem maður þekkir ekki.
Hlynur Þór Magnússon, 7.3.2007 kl. 15:12
Já, en ég treysti þér Börkur til að draga saman efni bjánabókarinnar þannig að úr yrði hinn fullkomni útdráttur . Svo kemurðu bara og segir að enginn viti neitt um bókina og eina sem við gerðum var að leggja trúnað á að þú hefðir sagt allt sem máli skipti ...?
Kolgrima, 7.3.2007 kl. 15:22
p.s. lastu þessa bók, um bækur sem maður hefur ekki lesið, á frönsku eða er hún til á öðru tungumáli (ensku)?
Kolgrima, 7.3.2007 kl. 15:31
Gott að þú náðir að klára Dauðann og mörgæsina, þetta er ótrúlega góð aðferð, ég sem hef alltaf átt í vandræðum með að komast yfir tvær, þrjár bækur á einni viku, kláraði bara sex í hádeginu, lokaði augunum, myndaði persónulegt samband og allt í einu var ég búinn að klára stríð og frið - öll bindin, plús Zweig og Wittgenstein.
Og nei Kolgríma, ég hef ekki lesið bókina því hún er ennþá aðeins á frönsku. Hún hlýtur að koma í þýðingu á ensku á næstunni, þetta er eitthvað svo ósvífin bók að tjallinn hlýtur að fíla hana.
Börkur Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.